Mynd: Samsett Júlíus vifill saksóknari
Mynd: Samsett

Fyrrverandi borgarfulltrúi ákærður fyrir peningaþvætti

Frá árinu 2016 hafa yfirvöld rannsakað hvort að Júlíus Vífill Ingvarsson hafi gerst brotlegur við skattalög eða sekur um peningþvætti, vegna eigna sem hann geymir í aflandsfélagi. Júlíus Vífill hefur ávallt neitað sök en nú liggur ákæra fyrir í málinu. Hann er fyrsti stjórnmálamaðurinn sem var opinberaður í Panamaskjölunum til að vera ákærður.

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur verið ákærður af emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Sak­ar­efni ákærunn­ar, sem er dag­sett 28. júní, er pen­inga­þvætti. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara.

Júl­­­íus Vífil var einn þeirra stjórn­­­­­mála­­­manna sem voru opin­beraðir í Pana­ma­skjöl­unum og greint var frá í sér­­­­­stökum Kast­­­ljós­þætti sem sýndur var 3. apríl í 2016. Þar kom meðal ann­ars fram að hann hefði í árs­­­byrjun 2014 stofnað félagið Silwood Founda­tion á Panama. Rík áhersla var lögð á það við stofnun félags­­­ins að nafn Júl­í­usar Víf­ils kæmi hvergi fram í tengslum við félag­ið, sam­kvæmt umfjöll­un­inni.

Tveimur dögum áður en að Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur sendi Júl­íus Víf­ill frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sagði að til­gang­ur­inn með stofnun aflands­fé­lags­ins væri að stofna eft­ir­launa­sjóð í Sviss. „Allt sem við kemur þessum sjóði er í sam­ræmi við íslensk lög og regl­ur, enda naut ég sér­fræði­ráð­gjafar til að tryggja að rétti­lega og lög­lega væri að málum stað­ið. Mér var ráð­lagt að skrá stofnun sjóðs­ins í Panama. Ég hef hvorki fengið neitt greitt úr sjóðnum né haft af honum ann­ars konar tekjur og hef ekki heim­ild til að ráð­stafa fjár­munum úr hon­um.”

Júl­íus Víf­ill sagði af sér sem borg­ar­full­trúi 5. apríl 2016, tveimur dögum eftir að þátt­ur­inn var sýnd­ur.

Sak­aðir um að koma ætt­ar­auð undan

Syst­k­ini Júl­í­usar Víf­ils og erf­ingjar for­eldra hans hafa sakað hann og bróður hans, Guð­mund Ágúst Ingv­ars­son, um að komið ætt­­­ar­auð for­eldra þeirra undan og geymt hann á aflands­­reikn­ing­­um. Það gerðu þau meðal ann­ars í Kast­ljós­þætti sem sýndur var í maí 2016. Meintur ætt­a­r­auður eru sjóðir sem urðu til vegna starf­semi Ingv­ars Helga­sonar hf., sem um ára­bil var eitt stærsta bíla­um­boð lands­ins.

Þessum ávirð­ingum hefur Júl­íus Víf­ill ávallt hafnað með öllu. Í við­tali við Morg­un­blaðið í maí 2016 sagði hann þvert á móti að systk­ini hans hefðu dregið af sér tugi millj­óna króna af banka­reikn­ingi móður þeirra og í yfir­lýs­ingu sem Júl­íus Víf­ill sendi frá sér sagði hann að ásak­anir systk­ina sinna væru algjör ósann­indi og ómerki­leg ill­mælgi.

Þann 5. jan­úar 2017 kærði skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóri Júl­­íus Vífil til emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara vegna meintra brota á skatta­lögum og vegna gruns um pen­inga­þvætti. Við síð­­­­­ara brot­inu getur legið allt að sex ára fang­els­is­­­dóm­­­ur.

Í kærunni kom fram að Júl­­­íus Víf­ill hafi átt fjár­­­muni á erlendum banka­­­reikn­ingum að minnsta kosti frá árinu 2005. Frá árinu 2014 hafi þeir verið hjá svis­s­­­neska bank­­­anum Julius Bär í nafni aflands­­­fé­lags Júl­í­us­­ar Víf­ils.

Ráð­legg­ingar „svo þetta endi ekki allt í skatti“

Hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara barst hljóð­­­upp­­­­­taka frá emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra þann 27. mars 2017. Um svipað leyti var sama upp­­­­­taka send á fjöl­miðla.

Í aðalhlutverki í einum stærsta gagnaleka sögunnar

Panamaskjölin voru stærsti gagnaleki sögunnar. Alls var um að ræða nálægt 11 milljón gögn sem lekið var frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem var með heimilisfesti í Panama. Hún sérhæfði sig í því að setja upp reikninga fyrir viðskiptavini á þekktum aflandseyjum og skattaskjólum.

Ísland lék stórt hlutverk í Panamaskjölunum, enda fundust um 800 aflandsfélög sem tengdust 600 Íslendingum í þeim. Það var langhæsta hlutfall félaga miðað við höfðatölu, og raunar voru mun fleiri félög og einstaklingar frá Íslandi í heild en flestum stærri löndum. Á meðal þeirra sem var að finna í gögnunum voru íslenskir stjórnmálamenn. Þar bar hæst nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, sem var eigandi aflandsfélagsins Wintris. Sigmundur Davíð sagði af sér embætti tveimur dögum eftir að hann var opinberaður, en hefur síðan haldið því statt og stöðugt fram að um samsæri gegn sér hafi verið að ræða. Félag Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans sætti endurálagningu skatta eftir að hafa upplýst skattayfirvöld um að það hefði ekki greitt slíka í samræmi við lög og reglur.

Bjarni Benediktsson, þá sem nú formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsmálaráðherra, og Ólöf Norðdal heitin, þá varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, voru líka í skjölunum. Sveitastjórnarmenn var þar að finna líka. Af þeim vakti mál Júlíusar Vífils Ingvarssonar mesta athygli en Svein­­björg Birna Svein­­björns­dótt­ir, þáverandi borg­­ar­­full­­trúi Fram­­sóknar og flug­­valla­vina, var einnig til umfjöll­un­­ar. Svein­­björg hafði átt hlut­­deild í aflands­­fé­lagi sem var í fast­­eigna­­þró­un­­ar­verk­efni í Panama. Sveinbjörg óskaði eftir því að fara tímabundið leyfi eftir að skjölin voru birt. Hún snéri síðan aftur eftir að innri endurskoðun borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu að Sveinbjörgu hefði ekki borið að skrá tengsl sín við aflandsfélög í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Júlíus Vífill er fyrsta stjórnmálamaðurinn sem sætir ákæru./p>

Áður en að gögnin voru birt höfðu íslensk stjórnvöld keypt hluta þeirra af huldumanni. Skattrannsóknarstjóri hefur því verið að rannsaka aflandseignir Íslendinga og möguleg skattsvik þeirra sem eiga slíkar eignir frá árinu 2015. Í sumar voru birtar upplýsingar um að alls hafi 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á gögnunum sem keypt voru með upplýsigum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim málum leiddi rann­sókn í ljós stór­felld und­an­skot.

Rann­sókn skattrannsóknarstjóra er lokið á 89 málum en 14 eru enn í rann­sókn. Van­tald­ir und­an­­dregn­ir skatt­­stofn­ar nema alls um 15 millj­­örðum króna. Í 18 málum hefur skatt­rann­sókn­ar­stjóri farið fram með sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd og einu máli hefur verið lokið með sekt­ar­gerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsi­með­ferð. Til við­bótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til hér­aðs­sak­sókn­ara og þremur til yfir­skatta­nefndar til sekt­ar­með­ferð­ar.

Á upp­­­tök­unni, sem er af fundi sem fór fram þremur dögum eftir birt­ingu Panama­skjal­anna, mátti heyra Júl­­­íus Víf­ill og lög­­­­­mann hans, Sig­­­urð G. Guð­jóns­­­son, ræða um þá fjár­­­muni sem vistaðir voru í svis­s­­­neska bank­­­anum við ætt­­­ingja Júl­í­usar Víf­ils, sem höfðu ásakað hann um að hafa komið ætt­­­­­ar­auð for­eldra sinna undan og geymt á aflands­­­reikn­ing­­­um. Júl­­­íus Víf­ill vildi að Sig­­­urður G. Guð­jóns­son myndi verja sig í mál­inu sem hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari hefur rann­sakað á hendur hon­­­um. Á það vildi hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari ekki fall­­­ast þar sem emb­ættið vildi kalla Sig­­­urð til skýrslu­­­töku í mál­inu og það úti­­­lok­aði ekki að Sig­­­urður fái stöðu sak­­­born­ings í því. Ástæðan eru þær ráð­­­legg­ingar sem Sig­­­urður veitir á hljóð­­­upp­­­tök­unni, um hvernig sé hægt að kom­­­ast hjá því að greiða fjár­­­mun­ina til syst­k­ina Júl­í­usar Víf­ils án þess að „þetta endi ekki allt í skatt­i.“ 

Nánar er fjallað um inni­hald hljóð­upp­tök­unnar í hlið­ar­efni.

Sig­urður G. ekki sak­born­ingur

Júl­­­íus Víf­ill var ósáttur við að Sig­urður fengi ekki að verja sig og fór með það fyrir dóm.

Hér­­­aðs­­­dómur stað­­­festi synjun emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara um að Sig­­­urður mætti ekki verja Júl­­­íus Víf­ill 25. ágúst 2017.
Þann 4. apríl 2016 áttu sér stað fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Þá komu um 26 þúsund manns saman á Austurvelli eftir að ýmsir stjórnmálamenn höfðu verið opinberaðir sem aflandsfélagaeigendur í sérstökum Kastljósþætti um Panamaskjölin, sem sýndur hafði verið daginn áður.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Dóm­­­ari máls­ins, Lár­entsínus Krist­jáns­­­son, sagði í nið­­­ur­­­stöðu sinni að það yrði „ekki betur séð en að lög­­­­­maður sókn­­­ar­að­ila hafi á fund­inum fyrst og fremst lagt áherslu á að skoða þyrfti ofan í kjöl­inn hvernig best væri að standa að slíkri milli­­­­­færslu í skatta­­­legu til­­­liti. Af end­­­ur­­­rit­inu má ráða að með þess­­­ari áherslu hafi lög­­­­­mað­­­ur­inn verið að gæta með rétt­­­mætum hætti hags­muna sókn­­­ar­að­ila með sem bestu móti, eins og honum var skylt.“ Það var því mat hans að ráð­­­legg­ingar Sig­­­urð­­ar hafi verið eðli­­­leg­­­ar. Hann hafn­aði þó kröfu Júl­í­usar Víf­ils, í ljósi þess að kalla ætti Sig­­­urð fyrir til skýrslu­­töku.

Þeirri ákvörðun var skotið til Hæsta­réttar sem var mjög afdrátt­­­ar­­­laus í sinni nið­­­ur­­­stöðu sem féll í lok ágúst 2017: Sig­­­urður gæti ekki varið Júl­­­íus Víf­il. Rétt­­­ur­inn stað­­­festi því úrskurð hér­­­aðs­­­dóms. Ekk­ert lægi fyrir um að til­­­efni hér­­­að­sak­­­sókn­­­ara um að kalla Sig­­­urð til skýrslu­­­töku við rann­­­sókn máls­ins væri til­­­efn­is­­­laus.

Sam­kvæmt ákæru er Sig­urður ekki sak­born­ingur í mál­inu. Ein­ungis Júl­íus Víf­ill er ákærð­ur.

Hljóðupptaka af fundi ættingjanna og lögmanna þeirra

Hljóð­­upp­­­taka var tekin upp á fundi sem fram fór mið­viku­dag­inn 6. apríl 2016, þremur dögum eftir að Kast­­ljós hafði afhjúpað að Júl­­íus Víf­i Ingvarsson ætti aflands­­fé­lög sem geymdu fjár­­muni í svis­s­­neska bank­­anum Julius Bär. Fund­inn sátu Júl­­íus Víf­ill, lög­­­maður hans Sigurður G. Guðjónsson, ætt­­ingjar Júl­í­usar Víf­ils og lög­­­menn á þeirra veg­­um. Fund­­ur­inn fór fram á lög­­­manns­­stofu Sig­­urðar.

Á upp­­tök­unni talar Júl­­íus Víf­ill um safn­­reikn­inga og jánkar því að hafa kennt látnum bróður sínum um að hafa gengið í sjóð­ina. Af sam­tal­inu er ekki að skilja annað en að Júl­­íus Víf­ill við­­ur­­kenni að fullu til­­vist þeirra fjár­­muna sem syst­k­ini hans hafa gert kröfu til og að verið sé að ræða um hvernig sé hægt að koma þeim til þeirra. Síðar hefur Júl­­íus Víf­ill hins vegar þrætt fyrir að umræddir sjóðir séu yfir­­höfuð til. Á upp­­tök­unni heyr­ist Sig­­urð­­ur, lög­­­maður Júl­í­usar Víf­ils, tala um hvernig best væri að koma þeim pen­ingum sem geymdir eru utan Íslands til syst­k­ina Júl­í­usar Víf­ils. Þar segir hann m.a.: „Pen­ingar ganga ekki á milli manna nema að það séu greiddir af þeim skatt­­ar. Við skulum hafa það hug­fast. Á þetta að fara inn í dán­­ar­­búið og greið­­ast þar út sem arður með öðrum skatti? Það getur ver­ið. Og það eru þessar leiðir sem þarf að skoða og finna. Er hægt að færa þessa fjár­­muni á nöfn ein­stakra aðila í þeim banka þar sem þeir eru í? Þannig að við­kom­andi aðili bara gerir grein fyrir því á skatta­fram­tali sínu á næsta ári að hann eigi þessa fjár­­muni og komi með þá heim og borgi af þeim skatta. Þetta er bara issue, issuið hlýtur að vera það fyrir ykk­­ur, erf­ingja Ing­v­­ars Helga­­sonar að þið fáið þá sem mest af þessum pen­ingum og minnst af þeim fari í rík­­is­­sjóð. Þetta liggur fyr­ir, ég meina Júl­­íus Víf­ill er búinn að segja það við ykkur að hann vill koma þessum pen­ingum til syst­k­ina sinna en það þarf auð­vitað að finna ein­hverja þá leið sem getur leitt til þess að þetta endi ekki allt í skatt­i.“

Síðan virðist hafa orðið breyting á. Þ.e. hætt var við að reyna að koma fjármunum til systkinanna og við tók heiftúðleg barátta þeirra við Júlíus Vífil. Fóru systkinin meðal annars fram á að skiptastjóri í dánarbúi foreldra þeirra, Ingvars Helgasonar sem lést árið 1999 og Sigríðar Guðmundsdóttur sem lést árið 2015, fengi heimild til að láta breska rannsóknarfyrirtækið K2 Intelligence limited leita að þeim týndu sjóðum sem kynnu að vera í réttmætri eigu dánarbúsins, og þar með erfingja þess. Áætlaður kostnaður við slíka rannsókn var 35 þúsund pund, um 4,9 milljónir króna. Héraðsdómur hafði fallist á kröfu dánarbúsins um að könnunin yrði framkvæmd en Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst lögðust gegn því og var úrskurði héraðsdóms þar af leiðandi áfrýjað til Hæstaréttar.

Hæstiréttur snéri við úrskurðinum. Í rökstuðningi hans sagði að ekki yrði af gögnum málsins ráðið að nokkuð annað lægi fyrir en orðrómur um að Ingvar Helgason hefði átt bankareikninga erlendis þegar hann lést árið 1999. Ekkert hafi verið upplýst um í hvaða löndum né bönkum meintir reikningar væru eða hversu háar innstæður væru geymdar á þeim..

Frétta­skýr­ingin birt­ist einnig í Mann­lífi sem kom út í dag, 17. ágúst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar