Konur gætu ráðið úrslitunum

Mikill munur er á stjórnmálaviðhorfum kvenna og karla í Bandaríkjunum þessi misserin. Ungar konur eru sagðar geta ráðið úrslitum – ef þær mæta vel á kjörstað.

Konurnar
Auglýsing

Framundan eru spenn­andi kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. Hinar svo­nefndu mið­kjör­tíma­bils­kosn­ingar fara fram í nóv­em­ber og verður þá kosið um 435 sæti í full­trúa­deild­inni og 35 sæti af hund­rað í öld­unga­deild­inni.

Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti og Repúblikana­flokkur hefur sterka stöðu í þing­inu um þessar mundir en hún gæti breyst í nóv­em­ber.

Athyglin nú bein­ist ekki síst að einum hópi kjós­enda. Ungra kvenna. Sam­kvæmt könn­unum Gallup, sem The Economist fjall­aði um í útgáfu sinni 6. ágúst síð­ast­lið­inn, þá er mik­ill munur á við­horfi kvenna og karla til for­set­ans.

Auglýsing

Jafnt og spenn­andi

Eins og staða mála eru núna, ef mið er tekið af nýjustum könn­unum Gallup, þá hefur Trump haft stuðn­ing 35 pró­sent kvenna og 49 pró­sent karla.

Þetta kann að koma mörgum á óvart, í ljósi hinnar hörðu og for­dæma­lausu orð­ræðu sem Trump hefur ástundað alveg síðan hann tók við emb­ætti, en margt bendir til þess að kosn­ing­arnar í nóv­em­ber verði jafnar og spenn­andi. Þessi munur á við­horfum kvenna og karla mælist nú meiri en áður á kjör­tíma­bil­inu, og eru það sér­stak­lega konur undir þrí­tugu sem eru and­stæð­ingar Trumps.

Mæti þær vel á kjör­stað, gætu þær ráðið úrslitum í kosn­ing­un­um, að því er The Economist greinir frá.

Demókratar sundraðir

Demókratar hafa lengi verið með fleiri konur í sínum kjós­enda­röðum heldur en Repúblikanar og sam­kvæmt könn­unum bendir ekk­ert til þess að það breyt­ist.

Í síð­ustu mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­um, árið 2014, tal­aði Barack Obama, þáver­andi for­seti, skýrt til kvenna og meira fylgi Demókrata hjá konum réði úrslitum um útkom­una í kosn­ing­un­um. Árið 2012 fékk Obama 55 pró­sent fylgi meðal kvenna en 45 pró­sent meðal karla, sé horft til þeirra sem greiddu honum atkvæði sitt.

Það sem helst þykir óvissa um fyrir kom­andi kosn­ingar er hvernig Demókrötum muni ganga að þétta rað­irnar og sam­eina flokks­menn. Mik­ill klofn­ingur hefur ein­kennt starf flokks­ins und­an­farin ár, og má meðal ann­ars rekja það til bar­áttu Bernie Sand­ers og Hill­ary Clinton um hver yrði for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2016. 

Sand­ers er enn fullur af eld­móði og hefur alls ekki lagt árar í bát. Ólík­legt þykir að hann verði for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins í kosn­ing­unum 2020, en hann hefur sjálfur ekki úti­lokað neitt og hyggst halda áfram með fjölda­fundi sína vítt og breitt um Banda­rík­in.

Bernie Sanders er vinsæll meðal kvenna, samkvæmt könnunum.

Konur í lyk­il­hlut­verki

Eitt af því sem kann­anir hafa verið að leiða fram að und­an­förnu, er mikil breyt­ing á fylgi kvenna frá sem verið hefur í fyrri kosn­ing­um. Repúblikanar hafa sjaldan eða aldrei verið með minna fylgi meðal kvenna í könn­un­um.

Sam­kvæmt rann­sókn Pew, rann­sókn­ar- og grein­ing­ar­fyr­ir­tækis sem The Economist vitnar til í umfjöllun sinni, eru um 25 pró­sent kvenna stuðn­ings­menn Repúblik­ana en 28 pró­sent karla. Um 39 pró­sent kvenna styðja Demókrata og 26 pró­sent karla, sam­kvæmt fyrr­nefndri rann­sókn. Afgang­ur­inn telst til óákveð­inna.Í ljósi þess­arar stöðu, það er hversu mikið fylgi er að mæl­ast meðal óákveð­inna, telja margir sér­fræð­ingar á sviði kosn­inga­rann­sókna, að aldrei hafi verið jafn aug­ljóst rými fyrir fram­boð sem gæti skipt miklu máli og náð jafn­vel að kom­ast í lyk­il­stöðu í banda­rískum stjórn­mál­um, eitt­hvað sem oft hefur verið talið óhugs­andi.

En breyttir tímar gætu kallað fram breytt lands­lag og mun tím­inn leiða í ljós hvort Demókratar ganga sam­ein­aðir til leiks eða klofna enn meira eftir því sem kosn­ing­arnar 2020 nálg­ast.

Konur stíga fram

Í úttekt The New Yor­ker, frá því í apr­íl, var fjallað ítar­lega um stöðu kvenna í banda­rískum stjórn­málum og hvernig fjöl­menn mót­mæli kvenna, vítt og breitt um Banda­rík­in, gegn Trump og orð­ræðu hans um kon­ur, hefðu þjappað þeim saman og skapað far­veg fyrir ungar konur sem áhuga hafa á frama í stjórn­mál­um.

Staðan í pólitíkinn í Bandaríkjunum er áhugaverð um þessar mundir.Sam­kvæmt úttekt­inni er lík­legt að 57 konur berj­ist um að ná kjöri í mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­unum í nóv­em­ber og hafa aldrei verið svo margar konur í eld­lín­unni, í þessum mikla karla­heimi sem svið stjórn­mál­anna í Banda­ríkj­unum er. Gott gengi margra kvenna á póli­tískum fundum á und­an­förnum mán­uðum rennir stoðum undir þá kenn­ingu að konur geti ráðið úrslitum í nóv­em­ber.

Sam­kvæmt úttekt The New Yor­ker hafa konur í Repúblikana­flokknum einnig verið að sækj­ast eftir meiri leið­toga­hlut­verkum og er megn óánægja með Trump for­seta, og hvernig hann hefur talað um konur síðan hann fór í for­seta­fram­boð, innan raða flokks­ins. Meðal þeirra sem nefndar eru lík­legar til afreka innan flokks­ins eru lög­fræð­ing­ur­inn Claudia Tenn­ey, frá New York, og Bar­bara Com­stock.

Hin síð­ar­nefnda hefur gagn­rýnt Trump harð­lega fyrir að gera lítið úr konum og kyn­ferð­is­legri áreitni. Hún hefur hvatt Repúblik­ana til að taka MeToo bylt­ing­una alvar­lega og hlusta á það sem konur úr öllum stigum sam­fé­lags­ins hafa að segja.

Ólíkt því sem margir héldu í upp­hafi þá hefur Com­stock fengið byr í segl og þykir til alls lík­leg, á næstu árum, þegar kemur að frama innan Repúblikana­flokks­ins. Eitt af því sem hefur við­haldið vin­sældum hennar er sterk staða meðal byssu­eig­enda en hún hefur þann stimpil á sér hjá NRA, Sam­tökum byssu­eig­enda í Banda­ríkj­un­um, að vera hlið­holl við­horfum sam­tak­anna og lík­leg til að styðja þau í þing­in­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís nýr ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar næstkomandi þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni. Við embætti ráðuneytisstjóra tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Lögbrot og Klausturmálið
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar