Af hverju skiptir olíuverðið svona miklu máli?

Af hverju hefur olíuframleiðsla svona mikil áhrif á heimshagkerfið? Munu áhrif hennar aukast eða minnka í framtíðinni og hvort yrði það gott eða slæmt fyrir okkur?

Olíudæla
Auglýsing

Ef litið er fram hjá fjár­mála­þjón­ustu hefur aðeins ein vara verið þess megnug að hafa komið af stað heimskreppu á síð­ustu ára­tug­um: olía. Sömu­leiðis hefur fram­leiðsla þess­arar vöru einnig virkað sem lyfti­stöng fyrir ýmis lönd í langan tíma, til að mynda Ísland í núver­andi upp­sveiflu. Hvernig má það vera að þessi eina vara hafi svo mikið að segja í vel­sæld landa og hvernig mun hún hafa áhrif á heims­hag­kerfið á kom­andi miss­erum? 

Í öllum stigum hag­kerf­is­ins

Í meg­in­at­riðum liggja tvær ástæður að baki þeim miklu svipt­ingum sem olían veldur í hag­kerfum ýmissa landa. Ann­ars vegar er hún mik­il­væg fram­leiðslu á svo öðrum vörum og þjón­ustu og hins vegar er fram­leiðsla hennar tíma­frek. 

Olía knýr áfram flest far­ar­tæki heims­ins og er því meg­in­uppi­staða í hvers kyns sam­göngum og flutn­ing­um. Þar sem heims­hag­kerfið reiðir sig á fram­leiðslu á þjón­ustu og vörum sem eru fluttar um langar vega­lengd­ir  nær því olíu­verð að hafa áhrif á verð þeirra flestra, hvort sem það eru inn­fluttir ban­anar frá Suð­ur­-Am­er­íku eða fiskur sem fluttur er úr landi með skipum og flug­vél­um. Hækk­andi verð á olíu myndi því skila sér í hærra verði á fiski og banönum og bitna á neyt­endum þeirra.

Auglýsing

Ásam­t þvi að hafa víð­tæk áhrif um allt hag­kerfið er olíu­verð bundið miklum sveiflum þar sem birgð­irnar eru af skornum skammti og erfitt er að breyta fram­leiðslu á henni til skamms tíma. Upp­setn­ing á brunnum og borpöllum kostar tíma og pen­ing, þannig að olíu­fyr­ir­tæki geta jafnan ekki brugð­ist skjótt við skyndi­legum breyt­ingum í eft­ir­spurn, til dæmis þegar stríð hefj­ast eða við­skipta­banni er komið á. 

Þar sem olíu­fram­leiðslan er óbreytt til skamms tíma geta slíkar skyndi­breyt­ingar leitt til gríð­ar­legra sveiflna í verði. Þessar sveiflur skila sér svo í miklum verð­breyt­ingum á fjölda ­neyslu-og ­út­flutn­ings­vara, en áhrif þess­arra verð­breyt­inga á hag­kerfi land­anna fara eftir því hvaða vörur þau flytja inn og út.

Ríkir græða og fátækir tapa á ódýrri olíu

Hægt er að sjá hversu næm lönd eru fyrir verð­breyt­ingum í olíu­verði með því að skoða inn-og ­út­flutn­ing landa af olíu sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu. Þau lönd sem reiða sig mest á útflutn­ing olí­unnar eru gjarnan þró­un­ar­lönd og nýmark­aðs­ríki, en Brasil­í­a, ­Suð­ur­-Súd­an og lýð­veldið Kongó eru á toppi list­ans. Á hinn bóg­inn eru það helst smærri iðn­ríki sem reiða sig mest á inn­flutta olíu, líkt og Suð­ur­-Kór­ea, Singapúr og Lit­háen. Ef litið er til þeirra óbeinu áhrifa sem olía hefur á verð ann­arra vara verður mun­ur­inn enn skýr­ari, en þar fylgja allar inn­fluttar neyslu­vörur iðn­ríkj­anna einnig heims­mark­aðs­verði á olíu. 

Þessi munur veldur miklu mis­ræmi í efna­hags­ár­angri ríkra og fátækra þjóða, en sýnt hefur verið fram á að verð­lækkun á olíu hagn­ist iðn­ríkjum á kostnað þró­un­ar­landa. Skýrasta dæmi um þetta er Ísland, en sú mikla lækkun sem varð á heims­mark­aðs­verði olíu árið 2014 hefur verið talin meg­in­á­stæða lágrar og stöðugrar verð­bólgu hér­lendis á síð­ustu árum

Hættur sveifl­unnar

Ekki er hins vegar lík­legt að olíu­verð­ið, sem enn er lægra en það var árið 2014, muni hald­ast lágt í fram­tíð­inni. Í augna­blik­inu ríkir mikil óvissa um áhrif yfir­vof­andi við­skipta­banns milli Írans og margra Vest­ur­landa, en bannið myndi að öllum lík­indum leiða til minni olíu­fram­leiðslu og þar af leið­andi hærra verðs. Ef litið er til langs tíma er einnig ljóst að olía er af skornum skammti í heim­inum og erf­ið­ara verður að fram­leiða hana á næstu árum og ára­tug­um. Olíu­verð mun því lík­lega fara hækk­andi í fram­tíð­inni, að öllu öðru óbreyttu, og leiða til hærra og óstöðugra verð­lags hjá hátekju­lönd­um.

Vegna eig­in­leika sinna er olían enn þess megnug að valda fjöl­þjóð­lega kreppu, annað hvort í þró­un­ar­löndum eða iðn­ríkj­um, taki hún miklar sveifl­ur. Reynt hefur verið að draga úr þessum fjöl­þjóð­legu sveiflum á heims­vísu með olíu­sam­ráðs­hópn­um OPEC, en yfir­lýst mark­mið hans er að við­halda stöð­ugu verð­lagi á olíu. Árang­ur OPEC er hins vegar umdeildur, en frá stofnun hóps­ins árið 1960 hefur heims­mark­aðs­verðið á olíu hald­ist óstöðugt og valdið mörg­um efna­hag­skrepp­um. 

Tvær flugur í einu höggi

Önnur leið til að draga úr kreppu­á­hrifum olíu­fram­leiðslu væri með því að draga úr vægi hennar í efna­hags­kerf­inu. Þar myndi aukin notkun ann­ars konar orku­gjafa fyrir far­ar­tæki vega hæst, en það er einmitteitt af mark­miðum núver­andi rík­is­stjórn­ar. Bann við notkun á einnota plast­pokum sem búnir eru til á olíu er einnig önnur leið til að draga úr eft­ir­spurn á olíu, en nú í vik­unni var til­kynnt að Nýja-­Sjá­land muni bæt­ast í hóp rúm­lega 40 landa sem hafa slíkt bann í gild­i. 

Þrátt fyrir að flestar þess­ara að­gerða eru fram­kvæmdar af ­lofts­lags-og um­hverf­is­á­stæðum er ekki síður mik­il­vægt að gera sér grein fyrir efna­hags­legum ávinn­ingi af því að reiða sig minna á olíu. Minni notkun allra vara sem tengdar eru fram­leiðslu olí­unnar myndu því að öllum lík­indum slá tvær flugur í einu höggi: Plánetan yrði hreinni og heims­hag­kerfið stöðugra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar