10 staðreyndir um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Umferð gangandi og hjólandi á höfuðborgarsvæðinu hefur líkast til aldrei verið meiri og ljóst að umhverfisvænn ferðamáti heillar æ fleiri. Kjarninn tók saman nokkrar staðreyndir um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

reykjavik_14317566179_o.jpg
Auglýsing

Sum­arið hefur nú náð hápunkti sínum að aflok­inni versl­un­ar­manna­helg­inni auk þess sem Hinsegin dagar fara nú fram um helg­ina og þá stytt­ist í Menn­ing­arnótt í Reykja­vík. Umferð gang­andi og hjólandi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur lík­ast til aldrei verið meiri og ljóst að umhverf­is­vænn ferða­máti heillar æ fleiri. Kjarn­inn tók saman nokkrar stað­reyndir um sam­göng­ur.

1.

Heild­ar­fjöldi skráðra öku­tækja á Íslandi í árs­lok 2017 var 366.888 en þar af voru 294.482 öku­tæki í umferð á þeim tíma. Að með­al­tali voru því fleiri en eitt öku­tæki skráð á hvern Íslend­ing 2017. Alls eru sam­tals rúm­lega 170 þús­und bif­reiðar hvers kyns skráðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fólks­bílar eru ríf­lega 150 þús­und tals­ins á sama svæði.

2.

Þrátt fyrir mikla aukn­ingu í hjól­reiðum var síð­asta ár metár í bíla­um­ferð. Umferð hefur auk­ist sam­fara efna­hags­upp­sveifl­unni en bif­reiða­eign og akstur hefur vaxið með fólks­fjölgun og auknum kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna. Þá fara ferða­menn stóran hluta sinna ferða á bif­reiðum og hefur hlutur þeirra í umferð­inni farið vax­andi á síð­ustu árum. Mikil umferð­ar­aukn­ing var á öllum helstu stofnæðum höf­uð­borg­ar­innar á síð­ast­liðnu ári. Var aukn­ingin svo dæmi sé tekið 8 pró­sent á milli áranna 2016 og 2017 á Reykja­nes­braut, Hafn­ar­fjarð­ar­vegi og Vest­ur­lands­vegi sam­kvæmt grein­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins. Alls fóru að með­al­tali 162 þús­und öku­tæki á sól­ar­hring um þessar leið­ir. Jókst dags­um­ferðin um ríf­lega 12 þús­und öku­tæki á milli ára. Kemur aukn­ingin í kjöl­far met­vaxtar á árinu 2016 þegar aukn­ingin mæld­ist 7 pró­sent.

Auglýsing

3.

Reykja­vík og Nikós­ía, höf­uð­borg Kýp­urs, eru einu höf­uð­borg­irnar í Evr­ópu þar sem hlut­fall þeirra sem ferð­ast með einka­bíl til vinnu er yfir 75 pró­sent. Þá er hlut­fall þeirra sem nota almenn­ings­sam­göngur lang­minnst í þessum tveimur borg­um, auk Val­lettu, höf­uð­borg Möltu sam­kvæmt skýrslu Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins frá síð­asta ári. Þar voru sam­göngu­mátar í Evr­ópu­borgum meðal ann­ars bornir sam­an. Reykja­vík skar sig nokkuð úr, en alls fara 83 pró­sent borg­ar­búa akandi í vinn­una.

4.

Borg­ar­lína er eitt af því sem sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hyggj­ast nýta til að snúa þess­ari þróun við og fjölga þeim sem not­ast við aðra ferða­máta en einka­bíl­inn. Borg­ar­lín­an, sem flestir þekkja núorð­ið, er sam­kvæmt heima­síðu Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nýtt og afkasta­mikið kerfi almenn­ings­sam­gangna sem sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir­búa nú í sam­ein­ingu. Þar er því haldið fram að hún sé for­senda þess að sveit­ar­fé­lögin geti þétt byggð í mið­kjörnum og við lín­una og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skil­greindra vaxt­ar­marka. Með borg­ar­línu verði hægt að byggja hag­kvæm­ari rekstr­ar­ein­ingar með að byggja þétt­ari byggð til dæmis með því að hafa færri bíla­stæði.

5.

Minnst er á borg­­ar­línu stutt­­lega í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórn­­­ar. Þar seg­ir: „Áfram þarf að byggja upp almenn­ings­­sam­­göngur um land allt og stutt verður við borg­­ar­línu í sam­­starfi við Sam­tök sveit­­ar­­fé­laga á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u.“ Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur hins vegar lýst yfir ákveðnum efa­semdum um verk­efn­ið, aðal­lega í ljósi fyr­ir­sjá­an­legs kostn­aðar við það. Hann sagði til dæmis á Alþingi í vor að hvorki ríkið né Reykja­vík­ur­borg og önnur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefðu sýnt fram á að þau hefðu úr þeim fjár­munum að spila sem þyrfti til þess að hrinda borg­ar­línu í fram­kvæmd.

6.

Meiri­hluti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Píröt­um, Við­reisn og Vinstri græn­um, ætlar að vinna áfram að borg­ar­línu, ljúka skipu­lags­vinnu vegna fyrsta áfanga hennar og hefja fram­kvæmdir form­lega á kjör­tíma­bil­inu. Í meiri­hluta­sátt­mála flokk­anna segir einnig að samn­ingum verði náð við ríkið um lín­una og aðrar nauð­syn­legar fjár­fest­ingar til að létta á umferð­inni og breyta ferða­venj­um. Þá ætlar flokk­arnir einnig að bæta strætó og gefa 12 ára og yngri frítt í vagn­ana og auka tíðni á helstu stofn­leiðum í 7,5 mín á háanna­tím­um. Einnig verður sett ný bíla­stæða­stefna og gjald­skyld svæði stækkuð og gjald­skyldu­tími lengd­ur. Upp­bygg­ingu hjóla­stíga verður hraðað og skoðað að leggja sér­stakar hjóla­hrað­braut­ir. Að end­ingu ætlar meiri­hlut­inn að liðka fyrir notkun raf­magns­reið­hjóla, meðal ann­ars með upp­setn­ingu hleðslu­stöðva.

7.

Í hjól­reiða­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar til árs­ins 2020, sem er ætlað að auka hlut­deild hjól­reiða í öllum ferðum í borg­inni, kemur fram að mark­miðið sé að hlut­fall hjólandi í öllum ferðum verði að minnsta kosti 6,5 pró­sent árið 2020 og hlut­deild hjólandi og gang­andi verði að minnsta kosti 26 pró­sent á sama tíma. Í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010-2030 eru sett fram þau mark­mið að árið 2030 verði hlut­deild hjólandi minnst 8 pró­sent og að hlut­deild hjólandi og gang­andi verði 30 pró­sent árið 2030. Hjóla­ferðum í Reykja­vík hefur fjölgað svo mikið und­an­farin ár, að það nálg­ast mark­mið sem sett var í aðal­skipu­lag­inu fyrir árið 2030, og er nú komið upp í 7 pró­sent.

8.

Karlar hjóla meira en kon­ur, en í mæl­ingum Reykja­vík­ur­borgar sem birtar voru í mars voru 9 pró­sent ferða karl­manna farnar á hjóli en 5 pró­sent kvenna. Hafði þá hjólandi ferðum kvenna fjölgað frá því í mæl­ingum fyrir þremur árum. Hins vegar höfðu ferðir karla staðið í stað. Stærsti hjóla­hóp­ur­inn er síðan 6 til 12 ára börn.

9.

Tíma­bil göngugatna í Reykja­vík stend­ur yfir frá 1. maí til 1. októ­ber. Mark­mið þess­ara tak­mark­ana er að efla mann­líf og versl­un í mið­borg­inni. Öll um­­ferð bif­­reiða er óheim­il á svæð­inu nema á ákveðnum tímum fyrir vöru­los­un. Þessi til­högun hefur ekki verið óum­deild. Nokkrir kaup­menn á svæð­inu hafa til að mynda kvartað yfir minnk­andi sölu sem þeir rekja til lokan­anna.

10.

Í könnun Mask­ínu frá því í fyrra kom fram að hátt í 52 pró­sent Íslend­inga eru ánægð með sum­ar­götur í Reykja­vík en slétt 22 pró­sent eru óánægð með þær. Þó nokkur munur var á svörum eftir aldri en eftir því sem fólk er yngra er það ánægð­ara með sum­ar­göt­urn­ar. Ekki var munur á við­horfi eftir búsetu eða tekjum ein­stak­linga en hins vegar tölu­verður munur eftir því hvaða stjórn­mála­flokk fólk sagð­ist myndi kjósa. Þannig voru mun færri kjós­endur Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks­ins ánægðir með sum­ar­götur á meðan ánægjan var tölu­vert meiri meðal kjós­enda Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Við­reisn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar