Nýtt upphaf með Hamrén

Mun Hamrén reynast sænskur happafengur eins og Lars Lagerback? Landsliðið stendur um margt á tímamótum, eftir ævintýralega velgengni. Ný viðmið hafa verið sett. Pressan á Hamrén er áþreifanleg.

erikoghamren
Auglýsing

Sví­inn Erik Ham­rén er tek­inn við íslenska karla­lands­lið­inu í fót­bolta og verður Freyr Alex­and­ers­son, sem þjálfað hefur kvenna­lands­lið­ið, honum til aðstoð­ar. Þetta var form­lega til­kynnt í dag en fót­bolta­vef­ur­inn Fot­bolt­i.­net greindi fyrstur miðla frá við­ræðum við Ham­rén.

Nýju fólki fylgja strax breyt­ing­ar. Helgi Kol­viðs­son, sem var Heimi Hall­gríms­syni til aðstoð­ar, er hættur og Guð­mundur Hreið­ars­son, sem verið hefur mark­manns­þjálf­ari lands­liðs­ins, hættir einnig.

Nýtt teymi er komið í brúna. Nýtt upp­haf er stað­reynd.

Auglýsing

Reynslan vegur þungt

Guðni Bergs­son, for­maður KSÍ, nefndi reynslu Ham­rén sér­stak­lega þegar hann var kynntur til leiks. Ham­rén er 61 árs og meðal reynslu­mestu þjálf­ara Norð­ur­land­anna. Hann hefur þjálfað í 35 ár og náð góðum árangri í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð.

Hann gerði AaB að dönskum meist­urum árið 2008 og Ros­en­borg árið 2009 og 2010. AIK varð sænskur bik­ar­meist­ari undir hans stjórn árin 1996 og 1997 og Örgryte árið 2000.

Hann var lands­liðs­þjálf­ari Svía í sex ár og kom. Eftir að hafa tekið við lið­inu 2010 kom hann sænska lands­lið­inu á EM árin 2012 og 2016. Árið 2014 féll sænska liðið út í umspili gegn Portú­gal, þar sem Crist­i­ano Ron­aldo og Zlatan Ibra­himovic voru í aðal­hlut­verkum fyrir sín lið. Vinn­ings­hlut­fall Ham­rén með Svía var 54 pró­sent sem telst nokkuð gott.



Stærsta áskor­unin

Það segir sína sögu að Ham­rén skuli nefna það sér­stak­lega, á sínum fyrsta blaða­manna­fundi, að hans stærsta áskorun á ferl­inum sé að taka við Íslandi.

Árang­ur­inn undir stjórn Heimis Hall­gríms­sonar og Lars Lag­er­back hefur verið hreint út sagt ótrú­leg­ur, og eng­inn gat séð það fyr­ir, áður en Lars og Heimir tóku við stjórn­ar­taumun­um, að Íslandi yrði með í úrslita­keppni EM í Frakk­landi og HM í Rúss­landi.

Það kann að vera, að margir hafi séð mikla hæfi­leika í leik­mönnum liðs­ins, en stað­reyndin er sú að þetta afrek Íslands var lítið annað en draumur í huga flestra lands­manna, þegar Lars og Heimir tóku við taumun­um. Leik­menn liðs­ins og þjálf­arar eiga allt hrós skilið fyrir stór­kost­legt afrek á liðnum árum.

En klysjan um að allt sé komið á upp­haf­s­punkt, þegar næsti leikur hefst, er oft sögð í heimi fót­bolt­ans af ástæðu. Árang­ur­inn á und­an­förnum árum hefur komið kast­ljós­inu á Ísland og á sama tíma sett ný við­mið. Ham­rén er að taka við lið­inu á algjörum hápunkti í íslenskri knatt­spyrnu­sögu og það eitt og sér skapar pressu.

Mun hann ná að bæta leik liðs­ins? Eru kjarn­inn í lið­inu kom­inn yfir sitt besta? Eru ungu leik­menn­irnir til­búnir í slag­inn?

Ýmsar spurn­ingar vakna við þessi tíma­mót.

Leik­menn vilja festu

Eftir HM var ljóst að leik­menn Íslands vildu halda í þá umgjörð og festu sem skap­ast hefur í kringum lands­liðið á und­an­förnum árum. Leið­togar liðs­ins, Aron Einar Gunn­ars­son fyr­ir­liði og Gylfi Þór Sig­urðs­son, sögðu báðir í við­tölum eftir HM að þeir vildu ekki breyta of miklu. Nú þyrfti að byggja ofan á árang­ur­inn og halda áfram. Gera bet­ur.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, verður án efa í lykilhlutverki með Íslandi undir stjórn Hamrén.

Engin ástæða er til þess að draga þá álykt­un, að kjarn­inn í lands­lið­inu sé kom­inn yfir sitt besta. Vörnin þarfn­ast vissu­lega end­ur­nýj­unar en þar eigum við leik­menn sem ættu að geta stigið upp og fyllt í skarðið fyrir aðra leik­menn. Sumir leik­manna liðs­ins hafa lík elst vel og orðið að betri leik­mönnum með hækk­andi aldri.

Má nefna leik­menn eins og Birki Má Sæv­ars­son sem hefur verið stór­kost­legur með íslenska lands­lið­inu í mörg ár, og vart stigið feil­spor í leikjum liðs­ins.

Aron Einar og Gylfi eru á besta aldri fyrir miðju­menn og munu vafa­lítið gefa allt sitt fyrir lands­liðið og sýna Ham­rén mik­il­vægi sitt. Þeir eru báðir fæddi 1989 og eiga því mörg ár eftir enn, ef meiðsli setja ekki of mik­inn strik í reikn­ing­inn.

Emil Hall­freðs­son er annar sem hefur spilað feyki­lega vel með lands­lið­inu þó hann sé kom­inn vel inn á seinni hluta fer­ils­ins. Emil er fæddur 1985. Þá yrði mik­ill styrkur fyrir liðið ef Kol­beinn Sig­þórs­son næði að yfir­stíga meiðsli og koma með hæfi­leika sína inn í liðið á nýjan leik. 

Í bland við yngri leik­menn munu þessir leik­menn vafa­lítið verða í stórum hlut­verk­um, en yngri leik­menn þurfa þó að taka meiri ábyrgð. Þeirra er ekki aðeins fram­tíðin heldur nú nútíð­in.

Geta komið á óvart - aftur

Hvað sem öðru líður þá verður ekki fram­hjá því horft, að Ham­rén og Freyr munu vafa­lítið þurfa að þola stans­lausan sam­an­burð við Lars og Heimi, frá fyrsta degi. Freyr þekkir vel þá umgjörð sem sköpuð hefur verið um liðið og Ham­rén mun vafa­lítið njóta góðs af því. En þeir munu einnig þurfa að setja mark sitt á liðið og sýna að þeir séu réttu menn­irnir til að koma lið­inu enn lengra en það hefur farið nú þeg­ar.

Ef það tekst þá verða Ham­rén og Freyr á sama stalli og Lars og Heimir í sögu­bók­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar