Þorgerður Katrín: Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji uppi með krónuna

Formaður Viðreisnar segir að hugrekki þurfi til að gera breytingar á gjaldmiðlamálum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki sann­gjarnt að almenn­ingur sitji eftir með krón­una og kostn­að­inn sem henni fylgir á meðan til­tekin fyr­ir­tæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjár­magni. Krónan hefur reynst okkur dýr­keypt spaug. Horf­umst í augu við það.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag.

Þar gerir hún gjald­miðla­mál þjóð­ar­innar að umtals­efni, og einkum skað­semi íslensku krón­unnar fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki. Í grein­inni segir meðal ann­ars að tölu­verð óvissa sé nú uppi innan ferða­þjón­ust­unnar og fleiri geira atvinnu­lífs­ins. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyr­ir­tæki sem heyja erf­iða rekstr­ar­bar­áttu og und­an­tekn­ing­ar­laust er bent á orsaka­vald­inn, styrk­ingu krón­unn­ar. „Óvissan innan ferða­þjón­ust­unnar er mik­il, bændur standa í kunn­ug­legri bar­áttu og litlar fisk­vinnslur sem og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eiga erfitt með fót­festu í þessu sveiflu­kennda umhverf­i. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óviss­una sem fylgir krón­unni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri for­sendu einni að við Íslend­ingar verðum að við­halda núver­andi gjald­miðli. Það sé okkar eini kost­ur. Að betra sé að stag­bæta okkar örgjald­miðil í stað þess að horfast í augu við þann gríð­ar­lega kostnað og áhættu sem sveiflu­kennd krónan er fyrir heim­ili, laun­þega og fyr­ir­tækin í land­in­u,“ segir Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir enn fremur að vilji til breyt­inga sé aug­ljós­lega ekki við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, og því þurfi að koma frum­kvæði frá atvinnu­líf­inu, þegar kemur að því að kalla eftir stöð­ug­leika og betri rekstr­ar­skil­yrð­um. Hún segir íslensku krón­una vera „sveiflu­kóng“ sem valdi tjóni fyrir almenn­ing í land­inu. „Sveiflur krón­unn­ar, ólíkt þeirri skag­firsku, eru eng­inn gleði­gjafi. Íslenskt atvinnu­líf sem og heim­ili eru ber­skjald­aðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef ein­hver alvara er í því að vinna að lang­tíma­stöð­ug­leika er þetta atriði sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ættu að koma sér saman um því hug­rekkið í gjald­mið­ils­málum er ekki að finna við rík­is­stjórn­ar­borð­ið,“ segir Þor­gerður Katrín.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent