Þorgerður Katrín: Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji uppi með krónuna

Formaður Viðreisnar segir að hugrekki þurfi til að gera breytingar á gjaldmiðlamálum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki sann­gjarnt að almenn­ingur sitji eftir með krón­una og kostn­að­inn sem henni fylgir á meðan til­tekin fyr­ir­tæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjár­magni. Krónan hefur reynst okkur dýr­keypt spaug. Horf­umst í augu við það.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag.

Þar gerir hún gjald­miðla­mál þjóð­ar­innar að umtals­efni, og einkum skað­semi íslensku krón­unnar fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki. Í grein­inni segir meðal ann­ars að tölu­verð óvissa sé nú uppi innan ferða­þjón­ust­unnar og fleiri geira atvinnu­lífs­ins. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyr­ir­tæki sem heyja erf­iða rekstr­ar­bar­áttu og und­an­tekn­ing­ar­laust er bent á orsaka­vald­inn, styrk­ingu krón­unn­ar. „Óvissan innan ferða­þjón­ust­unnar er mik­il, bændur standa í kunn­ug­legri bar­áttu og litlar fisk­vinnslur sem og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eiga erfitt með fót­festu í þessu sveiflu­kennda umhverf­i. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óviss­una sem fylgir krón­unni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri for­sendu einni að við Íslend­ingar verðum að við­halda núver­andi gjald­miðli. Það sé okkar eini kost­ur. Að betra sé að stag­bæta okkar örgjald­miðil í stað þess að horfast í augu við þann gríð­ar­lega kostnað og áhættu sem sveiflu­kennd krónan er fyrir heim­ili, laun­þega og fyr­ir­tækin í land­in­u,“ segir Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir enn fremur að vilji til breyt­inga sé aug­ljós­lega ekki við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, og því þurfi að koma frum­kvæði frá atvinnu­líf­inu, þegar kemur að því að kalla eftir stöð­ug­leika og betri rekstr­ar­skil­yrð­um. Hún segir íslensku krón­una vera „sveiflu­kóng“ sem valdi tjóni fyrir almenn­ing í land­inu. „Sveiflur krón­unn­ar, ólíkt þeirri skag­firsku, eru eng­inn gleði­gjafi. Íslenskt atvinnu­líf sem og heim­ili eru ber­skjald­aðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef ein­hver alvara er í því að vinna að lang­tíma­stöð­ug­leika er þetta atriði sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ættu að koma sér saman um því hug­rekkið í gjald­mið­ils­málum er ekki að finna við rík­is­stjórn­ar­borð­ið,“ segir Þor­gerður Katrín.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent