Þorgerður Katrín: Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji uppi með krónuna

Formaður Viðreisnar segir að hugrekki þurfi til að gera breytingar á gjaldmiðlamálum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki sann­gjarnt að almenn­ingur sitji eftir með krón­una og kostn­að­inn sem henni fylgir á meðan til­tekin fyr­ir­tæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjár­magni. Krónan hefur reynst okkur dýr­keypt spaug. Horf­umst í augu við það.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag.

Þar gerir hún gjald­miðla­mál þjóð­ar­innar að umtals­efni, og einkum skað­semi íslensku krón­unnar fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki. Í grein­inni segir meðal ann­ars að tölu­verð óvissa sé nú uppi innan ferða­þjón­ust­unnar og fleiri geira atvinnu­lífs­ins. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyr­ir­tæki sem heyja erf­iða rekstr­ar­bar­áttu og und­an­tekn­ing­ar­laust er bent á orsaka­vald­inn, styrk­ingu krón­unn­ar. „Óvissan innan ferða­þjón­ust­unnar er mik­il, bændur standa í kunn­ug­legri bar­áttu og litlar fisk­vinnslur sem og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eiga erfitt með fót­festu í þessu sveiflu­kennda umhverf­i. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óviss­una sem fylgir krón­unni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri for­sendu einni að við Íslend­ingar verðum að við­halda núver­andi gjald­miðli. Það sé okkar eini kost­ur. Að betra sé að stag­bæta okkar örgjald­miðil í stað þess að horfast í augu við þann gríð­ar­lega kostnað og áhættu sem sveiflu­kennd krónan er fyrir heim­ili, laun­þega og fyr­ir­tækin í land­in­u,“ segir Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir enn fremur að vilji til breyt­inga sé aug­ljós­lega ekki við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, og því þurfi að koma frum­kvæði frá atvinnu­líf­inu, þegar kemur að því að kalla eftir stöð­ug­leika og betri rekstr­ar­skil­yrð­um. Hún segir íslensku krón­una vera „sveiflu­kóng“ sem valdi tjóni fyrir almenn­ing í land­inu. „Sveiflur krón­unn­ar, ólíkt þeirri skag­firsku, eru eng­inn gleði­gjafi. Íslenskt atvinnu­líf sem og heim­ili eru ber­skjald­aðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef ein­hver alvara er í því að vinna að lang­tíma­stöð­ug­leika er þetta atriði sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ættu að koma sér saman um því hug­rekkið í gjald­mið­ils­málum er ekki að finna við rík­is­stjórn­ar­borð­ið,“ segir Þor­gerður Katrín.

Súrnun sjávar og áhrif þess á sjávardýr
Súrnun sjávar leiðir meðal annars til þess að kuðungar snigla sem búa í sjónum verða þynnri, skemmdari og að á þá vanti oft felulitina sem einkennir þá.
Kjarninn 18. október 2018
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Jurtalitir
Kjarninn 18. október 2018
Hermundur Sigmundsson
Hoppum út í laugina!
Kjarninn 18. október 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Engri beiðni um fóstureyðingu synjað á síðasta ári
Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi var þrettán einstaklingum heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu árið 2017.
Kjarninn 18. október 2018
Segir rammaáætlun þurfa að meta efnahagslega þætti
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segist ekki vita almennilega í hvaða stöðu rammaáætlun sé. Hún virðist láta meta alla aðra þætti en efnahagslega þegar fundið er út úr því hvaða landsvæði eigi að vernda gagnvart orkunýtingu.
Kjarninn 18. október 2018
Sigríður Halldórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir
Óþarfa viðkvæmni
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppnishæfni Íslands batnar
Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.
Kjarninn 18. október 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Fréttir vikunnar og Elon Musk
Kjarninn 18. október 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent