Þorgerður Katrín: Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji uppi með krónuna

Formaður Viðreisnar segir að hugrekki þurfi til að gera breytingar á gjaldmiðlamálum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki sann­gjarnt að almenn­ingur sitji eftir með krón­una og kostn­að­inn sem henni fylgir á meðan til­tekin fyr­ir­tæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjár­magni. Krónan hefur reynst okkur dýr­keypt spaug. Horf­umst í augu við það.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag.

Þar gerir hún gjald­miðla­mál þjóð­ar­innar að umtals­efni, og einkum skað­semi íslensku krón­unnar fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki. Í grein­inni segir meðal ann­ars að tölu­verð óvissa sé nú uppi innan ferða­þjón­ust­unnar og fleiri geira atvinnu­lífs­ins. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyr­ir­tæki sem heyja erf­iða rekstr­ar­bar­áttu og und­an­tekn­ing­ar­laust er bent á orsaka­vald­inn, styrk­ingu krón­unn­ar. „Óvissan innan ferða­þjón­ust­unnar er mik­il, bændur standa í kunn­ug­legri bar­áttu og litlar fisk­vinnslur sem og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eiga erfitt með fót­festu í þessu sveiflu­kennda umhverf­i. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óviss­una sem fylgir krón­unni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri for­sendu einni að við Íslend­ingar verðum að við­halda núver­andi gjald­miðli. Það sé okkar eini kost­ur. Að betra sé að stag­bæta okkar örgjald­miðil í stað þess að horfast í augu við þann gríð­ar­lega kostnað og áhættu sem sveiflu­kennd krónan er fyrir heim­ili, laun­þega og fyr­ir­tækin í land­in­u,“ segir Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir enn fremur að vilji til breyt­inga sé aug­ljós­lega ekki við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, og því þurfi að koma frum­kvæði frá atvinnu­líf­inu, þegar kemur að því að kalla eftir stöð­ug­leika og betri rekstr­ar­skil­yrð­um. Hún segir íslensku krón­una vera „sveiflu­kóng“ sem valdi tjóni fyrir almenn­ing í land­inu. „Sveiflur krón­unn­ar, ólíkt þeirri skag­firsku, eru eng­inn gleði­gjafi. Íslenskt atvinnu­líf sem og heim­ili eru ber­skjald­aðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef ein­hver alvara er í því að vinna að lang­tíma­stöð­ug­leika er þetta atriði sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ættu að koma sér saman um því hug­rekkið í gjald­mið­ils­málum er ekki að finna við rík­is­stjórn­ar­borð­ið,“ segir Þor­gerður Katrín.

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent