Þorgerður Katrín: Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji uppi með krónuna

Formaður Viðreisnar segir að hugrekki þurfi til að gera breytingar á gjaldmiðlamálum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki sann­gjarnt að almenn­ingur sitji eftir með krón­una og kostn­að­inn sem henni fylgir á meðan til­tekin fyr­ir­tæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjár­magni. Krónan hefur reynst okkur dýr­keypt spaug. Horf­umst í augu við það.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag.

Þar gerir hún gjald­miðla­mál þjóð­ar­innar að umtals­efni, og einkum skað­semi íslensku krón­unnar fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki. Í grein­inni segir meðal ann­ars að tölu­verð óvissa sé nú uppi innan ferða­þjón­ust­unnar og fleiri geira atvinnu­lífs­ins. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyr­ir­tæki sem heyja erf­iða rekstr­ar­bar­áttu og und­an­tekn­ing­ar­laust er bent á orsaka­vald­inn, styrk­ingu krón­unn­ar. „Óvissan innan ferða­þjón­ust­unnar er mik­il, bændur standa í kunn­ug­legri bar­áttu og litlar fisk­vinnslur sem og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eiga erfitt með fót­festu í þessu sveiflu­kennda umhverf­i. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óviss­una sem fylgir krón­unni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri for­sendu einni að við Íslend­ingar verðum að við­halda núver­andi gjald­miðli. Það sé okkar eini kost­ur. Að betra sé að stag­bæta okkar örgjald­miðil í stað þess að horfast í augu við þann gríð­ar­lega kostnað og áhættu sem sveiflu­kennd krónan er fyrir heim­ili, laun­þega og fyr­ir­tækin í land­in­u,“ segir Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir enn fremur að vilji til breyt­inga sé aug­ljós­lega ekki við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, og því þurfi að koma frum­kvæði frá atvinnu­líf­inu, þegar kemur að því að kalla eftir stöð­ug­leika og betri rekstr­ar­skil­yrð­um. Hún segir íslensku krón­una vera „sveiflu­kóng“ sem valdi tjóni fyrir almenn­ing í land­inu. „Sveiflur krón­unn­ar, ólíkt þeirri skag­firsku, eru eng­inn gleði­gjafi. Íslenskt atvinnu­líf sem og heim­ili eru ber­skjald­aðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef ein­hver alvara er í því að vinna að lang­tíma­stöð­ug­leika er þetta atriði sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ættu að koma sér saman um því hug­rekkið í gjald­mið­ils­málum er ekki að finna við rík­is­stjórn­ar­borð­ið,“ segir Þor­gerður Katrín.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent