Bára Huld Beck ESTA-umsókn
Bára Huld Beck

Greiða sexfalt fyrir umsókn um ESTA-ferðaheimild

Margir hafa lent í því undanfarið að greiða margfalt verð fyrir svokallaðar ESTA-umsóknir sem sækja þarf um fyrir dvöl í Bandaríkjunum. Sendiráðið hvetur fólk til að sækja um leyfið á opinberum síðum bandarískra stjórnvalda.

Íslend­ingar hafa margir hverjir borgað marg­falt verð fyrir ESTA-­ferða­heim­ild til Banda­ríkj­anna en sér­stakar vef­síður á net­inu sér­hæfa sig í að vera milli­liðir varð­andi þjón­ust­una. Þessar síður rukka tugi banda­rískra doll­ara fyrir þjón­ust­una á meðan heim­ildin sjálf kostar 14 doll­ara eða 1.500 krón­ur. Sumar þess­ara síðna rukka allt að 88 doll­ara eða 9.500 krón­ur, sam­kvæmt athug­unum Kjarn­ans.

Ísland er aðili að raf­ræna vega­bréfs­kerf­inu Visa Wai­ver Program sem gerir íslenskum rík­is­borg­urum kleift að ferð­ast til Banda­ríkj­anna án vega­bréfs­á­rit­un­ar. Frá og með 12. jan­úar árið 2009 varð raf­ræna kerfið fyrir ferða­heim­ildir (e. Elect­ronic System for Tra­vel Aut­horization) áskilin hluti raf­ræna vega­bréfs­kerf­is­ins. Raf­ræn ferða­heim­ild er umsókn­ar­kerfi fyrir alla far­þega frá aðild­ar­löndum raf­ræna vega­bréfs­kerf­is­ins, þar með talið Ísland.

Vegna auk­inna örygg­is­ráð­staf­ana þurfa far­þegar nú að sækja fyr­ir­fram um ferða­heim­ild­ina. Sem og áður þarf enn að hafa tölvu­les­an­legt vega­bréf frá aðild­ar­landi raf­ræna vega­bréfs­kerf­is­ins. ESTA-um­sókn­ar­ferlið fer fram á net­inu og er á vegum Heima­varn­ar­ráðs Banda­ríkj­anna.

Þess ber að geta að ferða­heim­ildin er ekki vega­bréfs­á­rit­un. Til­gangur ferða­heim­ild­ar­innar er að gefa Heima­varn­ar­ráði Banda­ríkj­anna tæki­færi á að rann­saka alla far­þega frá aðild­ar­löndum raf­ræna vega­bréfs­kerf­is­ins áður en þeir ferð­ast frá sínu heima­landi. Íslenskir far­þegar sem ferð­ast til Banda­ríkj­anna þurfa að sækja um ferða­heim­ild að minnsta kosti 72 tímum fyrir brott­för. Sam­þykkt ferða­heim­ild tryggir ekki land­göngu en er for­krafa um að ferð­ast til Banda­ríkj­anna með flugi eða skipi.

Tæpar 50.000 kr. fyrir fimm manna fjöl­skyldu

Íslensku flug­fé­lögin benda við­skipta­vinum sínum á hvar hægt sé að sækja um ESTA-­ferða­leyfi í gegnum rétt­mæta síðu á net­inu. Margir virð­ast þó ákveða að leita að síð­unni á net­inu í gegnum leit­ar­vélar og eru þá frek­ari líkur á að lenda á síðum sem rukka sér­stak­lega fyrir þjón­ust­una.

Kjarn­inn tal­aði við fólk sem keypt hefur þjón­ustu af vef­síðum sem sjá um þessa milli­göngu. Í flestum til­fellum var nóg að senda tölvu­póst til baka og þá var auka­þjón­ustan end­ur­greidd. Þó eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því að þessi við­bót­ar­kostn­aður sé óþarfur og greiða gjaldið án athuga­semda.

Einn við­mæl­andi Kjarn­ans greinir frá því að korta­fyr­ir­tæk­ið, sem við­kom­andi er hjá, hafi ekki viljað gera end­ur­greiðslu­kröfu þegar hann gerði sér grein fyrir hvað gerst hafði. Skýr­ing­arnar sem fyr­ir­tækið gaf hefðu verið þær að þá gæti fólk lent í því að fá ekki árit­un­ina þegar á hólm­inn væri kom­ið.

Annar ein­stak­lingur sem hafði sam­band við Kjarn­ann segir að hann hafi borgað tæpar 50.000 krónur fyrir ferða­leyfi fyrir fimm manna fjöl­skyldu þegar hann hafi ein­ungis þurft að borga 7.500 krónur fyrir leyfin fimm.

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík
ja.is

Opin­berar síður stjórn­valda enda á „.gov“

Í svari banda­ríska sendi­ráðs­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að þau séu með­vituð um vef­síður sem selja slíka þjón­ustu. Sendi­ráðið bendir á að þjón­ustan sé lög­leg, þ.e. leyfi­legt sé fyrir þriðja aðila að sækja um ESTA-­ferða­leyfi fyrir ein­stak­linga og séu fyr­ir­tæki sem veita slíka þjón­ustu. Ekki sé þó hægt að ábyrgj­ast þessi fyr­ir­tæki.

Banda­ríska sendi­ráðið tekur það fram að ef fólk sé í ein­hverjum vafa hvar eigi að sækja um ESTA-­ferða­leyfi eða hvort vef­síða sé opin­ber síða banda­rískra stjórn­valda þá sé hægt að þekkja þær á því að þær enda allt á „.gov“.

Vefsíða bandarískra stjórnvalda.
Skjáskot

Þurfa að skoða hvert mál fyrir sig

Kjarn­inn hafði sam­band við tvö korta­fyr­ir­tæki, Valitor og Borg­un. Borgun svar­aði ekki fyr­ir­spurnum Kjarn­ans þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir til að fá svör. Sam­kvæmt Valitor ráð­leggur fyr­ir­tækið kort­höfum að forð­ast vef­síður aðila sem veita þjón­ustu við umsókn ESTA-­leyfis og nota frekar opin­bera skrán­ing­ar­síðu ESTA. Í svari Valitor segir að þegar kort­hafar leiti eftir ESTA á Google sé að finna vef­síður milli­liða sem að bæta þóknun við ESTA gjald­ið.

Valitor hefur fengið kvart­anir sem snúa að því að kort­hafar eru rukk­aðir um hærra verð fyrir ESTA-­leyfi en þeir telja sig eiga að greiða. „ESTA-­leyfi til Banda­ríkj­anna kostar 14 USD ef sótt er um leyfið beint til yfir­valda en vef­síður milli­liða taka auka gjald fyrir að sjá um ESTA-um­sókn. Þeir leggja sína þóknun ofan á ESTA gjald­ið, vænt­an­lega með sam­þykki kort­hafa sem fyllir út umsókn á þeirra síð­u,“ segir í svar­inu.

Jafn­framt segir að það þurfi að skoða hvert mál fyrir sig, því kort­hafar þurfi ávallt að ganga úr skugga um að þeir hafi gilt ESTA-­leyfi ef þeir óska eftir bak­færslu, þar sem bak­færsla geti haft þau áhrif að ESTA-­leyfið verði aft­ur­kall­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar