Hærra bensínverð eykur árlegan kostnað heimila um milljarða

Verð á eldsneyti hefur hækkað um 14 prósent frá áramótum. Ríkið tekur til sín rúmlega helming af hverjum seldum lítra.

bensínvakt september 2018
Auglýsing

Bensínverð hefur gríðarlega mikil áhrif á buddu landsmanna. Frá því að viðmiðunarverð á bensíni náði lægsta punkti frá október 2009 í krónum talið júlí í fyrra, og var 184,7 krónur, og fram í miðjan september síðastliðinn hefur það hækkað um 38,2 krónur, eða um tæplega 21 prósent á tæpum 15 mánuðum. Þetta má lesa út úr Bensínvakt Kjarnans sem unnin er mánaðarlega í samstarfi við bensínverð.is. Frá áramótum hefur verðið hækkað um næstum 14 prósent. 

Vert er að taka fram að viðmiðunarverðið sem hér er stuðst við er með lægstu verðum sem standa til boða og því má reikna með að algengasta verð sé hærra. Ef til dæmis er miðað er við hæsta verð á bensínlítra í dag, sem er 234,4 krónur á lítra, hefur hækkunin numið 27 prósentum frá miðju sumri 2017. 

Allar spár gera ráð fyrir því að verðið muni halda áfram að hækka. Það er þó enn töluvert langt frá hæsta punktinum sem það fór í, en um miðjan apríl 2012 var viðmiðunarverð á bensínlítra 268,1 krónur. 

Ríkið tekur rúman helming

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 19,78 pró­­sent af verði hans um miðjan september í sér­­stakt bens­ín­gjald, 12,27 pró­­sent í almennt bens­ín­­gjald og 3,7 pró­­sent í svokallað kolefn­is­­gjald, sem er lagt á jarð­efna­elds­neyti og jarð­gas. Þá er ótalið að 19,35 pró­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­ur. Sam­an­lagt fór því 122,8 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­is­ins, eða 55,1 pró­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­is­ins í 60,26 pró­­sent í júlí 2017.

Auglýsing
Þessi gjöld skila verulegum tekjum. Ekki er tilgreint sérstaklega í fjárlagafrumvarpi næsta árs hversu stór hluti þeirra tekna sem falla til vegna greiðslu virðisaukaskatts er vegna bensín- og dísilkaupa, en sú upphæð hleypur án vafa á mörgum milljörðum króna. Alls er reiknað með að virðisaukaskattur skili ríkissjóði í heild 255,3 milljörðum króna á næst ári, sem er 15,8 milljörðum krónum meira en í ár. 

Til viðbótar eru eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna eldsneytisgjalda 31,2 milljarðar króna á næsta ári. Olíugjaldið hækkar til dæmis úr 11,4 milljörðum króna í 12,1 milljarð króna og bensíngjald verður 13,2 prósent. Á síðustu árum hefur þó kolefn­is­gjaldið hækkað mest. Frá 2017 hefur það hækkað um 3,2 milljarða króna, en vert er að taka fram að það hækkar lítið á næsta ári, eða um rúmar 300 milljónir króna.

Álagningin sveiflast

Bens­ín­vakt Kjarnans reiknar einnig út hlut olíu­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­ar­liði. Hlutur olíu­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 38,65 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Hún hefur lækkað umtals­vert á síð­­ast­liðnu ári. Í maí 2017 fengu olíu­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra.

Olíu­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 17,34  pró­­sent af hverjum seldum olíu­­lítra. Það hlut­­fall náði lægsta punkti sínum í sept­­em­ber 2017 þegar olíu­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­sent í sinn hlut. Til sam­an­­burðar þá fengu þau 21,3 pró­­sent af hverjum seldum lítra í maí 2017.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar