Hærra bensínverð eykur árlegan kostnað heimila um milljarða

Verð á eldsneyti hefur hækkað um 14 prósent frá áramótum. Ríkið tekur til sín rúmlega helming af hverjum seldum lítra.

bensínvakt september 2018
Auglýsing

Bens­ín­verð hefur gríð­ar­lega mikil áhrif á buddu lands­manna. Frá því að við­mið­un­ar­verð á bens­íni náði lægsta punkti frá októ­ber 2009 í krónum talið júlí í fyrra, og var 184,7 krón­ur, og fram í miðjan sept­em­ber síð­ast­lið­inn hefur það hækkað um 38,2 krón­ur, eða um tæp­lega 21 pró­sent á tæpum 15 mán­uð­um. Þetta má lesa út úr Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er mán­að­ar­lega í sam­starfi við bens­ín­verð.­is. Frá ára­mótum hefur verðið hækkað um næstum 14 pró­sent. 

Vert er að taka fram að við­mið­un­ar­verðið sem hér er stuðst við er með lægstu verðum sem standa til boða og því má reikna með að algeng­asta verð sé hærra. Ef til dæmis er miðað er við hæsta verð á bens­ín­lítra í dag, sem er 234,4 krónur á lítra, hefur hækk­unin numið 27 pró­sentum frá miðju sumri 2017. 

Allar spár gera ráð fyrir því að verðið muni halda áfram að hækka. Það er þó enn tölu­vert langt frá hæsta punkt­inum sem það fór í, en um miðjan apríl 2012 var við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra 268,1 krón­ur. 

Ríkið tekur rúman helm­ing

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 19,78 pró­­­sent af verði hans um miðjan sept­em­ber í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 12,27 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 3,7 pró­­­sent í svo­kallað kolefn­is­­gjald, sem er lagt á jarð­efna­elds­­neyti og jarð­­gas. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur. Sam­an­lagt fór því 122,8 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­is­ins, eða 55,1 pró­­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­­is­ins í 60,26 pró­­­sent í júlí 2017.

Auglýsing
Þessi gjöld skila veru­legum tekj­um. Ekki er til­greint sér­stak­lega í fjár­laga­frum­varpi næsta árs hversu stór hluti þeirra tekna sem falla til vegna greiðslu virð­is­auka­skatts er vegna bens­ín- og dísil­kaupa, en sú upp­hæð hleypur án vafa á mörgum millj­örðum króna. Alls er reiknað með að virð­is­auka­skattur skili rík­is­sjóði í heild 255,3 millj­örðum króna á næst ári, sem er 15,8 millj­örðum krónum meira en í ár. 

Til við­bótar eru eru áætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna elds­neyt­is­gjalda 31,2 millj­arðar króna á næsta ári. Olíu­gjaldið hækkar til dæmis úr 11,4 millj­örðum króna í 12,1 millj­arð króna og bens­ín­gjald verður 13,2 pró­sent. Á síð­ustu árum hefur þó kolefn­is­gjaldið hækkað mest. Frá 2017 hefur það hækkað um 3,2 millj­arða króna, en vert er að taka fram að það hækkar lítið á næsta ári, eða um rúmar 300 millj­ónir króna.

Álagn­ingin sveifl­ast

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út hlut olíu­­­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­­ar­liði. Hlutur olíu­­­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 38,65 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Hún hefur lækkað umtals­vert á síð­­­ast­liðnu ári. Í maí 2017 fengu olíu­­­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra.

Olíu­­­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 17,34  pró­­­sent af hverjum seldum olíu­­­lítra. Það hlut­­­fall náði lægsta punkti sínum í sept­­­em­ber 2017 þegar olíu­­­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­­sent í sinn hlut. Til sam­an­­­burðar þá fengu þau 21,3 pró­­­sent af hverjum seldum lítra í maí 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís nýr ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar næstkomandi þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni. Við embætti ráðuneytisstjóra tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Lögbrot og Klausturmálið
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar