Hærra bensínverð eykur árlegan kostnað heimila um milljarða

Verð á eldsneyti hefur hækkað um 14 prósent frá áramótum. Ríkið tekur til sín rúmlega helming af hverjum seldum lítra.

bensínvakt september 2018
Auglýsing

Bens­ín­verð hefur gríð­ar­lega mikil áhrif á buddu lands­manna. Frá því að við­mið­un­ar­verð á bens­íni náði lægsta punkti frá októ­ber 2009 í krónum talið júlí í fyrra, og var 184,7 krón­ur, og fram í miðjan sept­em­ber síð­ast­lið­inn hefur það hækkað um 38,2 krón­ur, eða um tæp­lega 21 pró­sent á tæpum 15 mán­uð­um. Þetta má lesa út úr Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er mán­að­ar­lega í sam­starfi við bens­ín­verð.­is. Frá ára­mótum hefur verðið hækkað um næstum 14 pró­sent. 

Vert er að taka fram að við­mið­un­ar­verðið sem hér er stuðst við er með lægstu verðum sem standa til boða og því má reikna með að algeng­asta verð sé hærra. Ef til dæmis er miðað er við hæsta verð á bens­ín­lítra í dag, sem er 234,4 krónur á lítra, hefur hækk­unin numið 27 pró­sentum frá miðju sumri 2017. 

Allar spár gera ráð fyrir því að verðið muni halda áfram að hækka. Það er þó enn tölu­vert langt frá hæsta punkt­inum sem það fór í, en um miðjan apríl 2012 var við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra 268,1 krón­ur. 

Ríkið tekur rúman helm­ing

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 19,78 pró­­­sent af verði hans um miðjan sept­em­ber í sér­­­stakt bens­ín­gjald, 12,27 pró­­­sent í almennt bens­ín­­­gjald og 3,7 pró­­­sent í svo­kallað kolefn­is­­gjald, sem er lagt á jarð­efna­elds­­neyti og jarð­­gas. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­ur. Sam­an­lagt fór því 122,8 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­is­ins, eða 55,1 pró­­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­­is­ins í 60,26 pró­­­sent í júlí 2017.

Auglýsing
Þessi gjöld skila veru­legum tekj­um. Ekki er til­greint sér­stak­lega í fjár­laga­frum­varpi næsta árs hversu stór hluti þeirra tekna sem falla til vegna greiðslu virð­is­auka­skatts er vegna bens­ín- og dísil­kaupa, en sú upp­hæð hleypur án vafa á mörgum millj­örðum króna. Alls er reiknað með að virð­is­auka­skattur skili rík­is­sjóði í heild 255,3 millj­örðum króna á næst ári, sem er 15,8 millj­örðum krónum meira en í ár. 

Til við­bótar eru eru áætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna elds­neyt­is­gjalda 31,2 millj­arðar króna á næsta ári. Olíu­gjaldið hækkar til dæmis úr 11,4 millj­örðum króna í 12,1 millj­arð króna og bens­ín­gjald verður 13,2 pró­sent. Á síð­ustu árum hefur þó kolefn­is­gjaldið hækkað mest. Frá 2017 hefur það hækkað um 3,2 millj­arða króna, en vert er að taka fram að það hækkar lítið á næsta ári, eða um rúmar 300 millj­ónir króna.

Álagn­ingin sveifl­ast

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar einnig út hlut olíu­­­­­fé­lags í hverjum seldum lítra sem afgangs­­­stærð þegar búið er að greina aðra kostn­að­­­ar­liði. Hlutur olíu­­­­­fé­laga, þ.e. álagn­ingin sem fer í þeirra vasa, er nú að minnsta kosti 38,65 krónur á hvern seldan bens­ín­lítra. Hún hefur lækkað umtals­vert á síð­­­ast­liðnu ári. Í maí 2017 fengu olíu­­­­­fé­lögin 41,74 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra.

Olíu­­­­­fé­lögin taka nú að minnsta kosti 17,34  pró­­­sent af hverjum seldum olíu­­­lítra. Það hlut­­­fall náði lægsta punkti sínum í sept­­­em­ber 2017 þegar olíu­­­­­fé­lögin fengu 11,38 pró­­­sent í sinn hlut. Til sam­an­­­burðar þá fengu þau 21,3 pró­­­sent af hverjum seldum lítra í maí 2017.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar