Mynd: Samsett Icelandair_wowair_skúli
Mynd: Samsett

Kaupin á WOW air björgunaraðgerð sem átti sér skamman aðdraganda

Lánardrottnar WOW air, sem breyttu víkjandi lánum í hlutafé nýverið fá 1,8 prósent hlut í Icelandair. Það fer eftir niðurstöðu áreiðanleikakönnunar hvað Skúli Mogensen fær í sameinuðu félagi. Hann gæti fengið ekkert til viðbótar.

Sú ákvörðun Icelandair Group, móð­ur­fé­lags Icelanda­ir, að kaupa WOW air átti sér ekki langan aðdrag­anda. Hug­myndin hafði reyndar verið viðruð fyrir nokkrum vikum síðan þegar ljóst var að skulda­bréfa­út­boð WOW air var að ganga afar illa, en alvöru við­ræður hófust ekki fyrr en á laug­ar­dag. Þær fóru síðan á fullt í gær­morgun og unnið var að sam­komu­lag­inu í alla nótt. Það lá síðan fyrir í morgun og var til­kynnt til Kaup­hallar Íslands klukkan 12:49 í dag.

Við­mæl­endur Kjarn­ans eru ein­róma sam­mála um að kaupin séu björg­un­ar­að­gerð til þess að bregð­ast við erf­iðri fjár­hags­stöðu WOW air, sem gat illa lifað af liðin mán­aða­mót. Ef ekki hefði verið gripið til aðgerða nú hefði rekstur WOW air lík­ast til stöðvast.

Ráða­mönnum hér­lendis var haldið upp­lýstum um stöð­una um helg­ina. Þá hefur Sam­göngu­stofa, sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og hefur eft­ir­lit með þeim flug­fé­lögum sem hafa leyfi til að starfa, verið þátt­tak­andi í ferl­inu.

Hæstu vextir í Evr­ópu

Kaup­in, og ástæður þeirra, eru þó á skjön við þau skila­boð sem send hafa verið úr her­búðum WOW air opin­ber­lega und­an­farnar vikur og mán­uði, eða frá því að opin­berað var að WOW air ætl­aði að sækja sér nokkra tugi milljón dali með útgáfu skulda­bréfa. Meðal þess sem opin­ber­lega hafði verið sagt, var að félagið stefndi að skrán­ingu á markað í Frank­furt og að framundan væri mik­ill vöxtur vegna fyr­ir­hug­aðs Asíu-flugs.

Illa gekk að fá fjár­festa til að taka þátt í útboð­inu en því var þó lokað með herkjum 18. sept­em­ber. Vext­irnir sem WOW air sam­þykkti að greiða af skulda­bréf­unum voru þó þeir hæstu sem nokk­urt flug­fé­lag í Evr­ópu greiddi. Vaxta­kjör­in, níu pró­­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti, voru hærri en vextir voru í útboðum hjá Air Berl­in, Finna­ir, Norweg­ian Air, Air France, Brit­ish Airways og Luft­hansa sem ráð­ist hefur verið í á tíma­bil­inu 2013 til 2018.

Áður voru hæstu vextir sem evr­­ópskt flug­­­fé­lag hafði sam­­þykkt að greiða 8,5 pró­­sent í útboði sem Air Berlin fór í árið 2017 þegar fyr­ir­tækið sótti 125 milljón evra með víkj­andi skulda­bréfa­út­­­gáfu. Air Berlin fór í greiðslu­­stöðvun í ágúst í fyrra og hætti starf­­semi 27. októ­ber 2017. Önnur flug­­­fé­lög sem gáfu út skulda­bréf á tíma­bil­inu greiða, sam­­kvæmt frétt Bloomberg um mál­ið, 5,1 til 7,9 pró­­sent vexti.

Í við­tali við Fin­ancial Times sem birt­ist dag­inn áður en til­kynnt var um að skulda­bréfa­út­boð­inu hefði verið lokað sagði Skúli Mog­en­sen , stofn­andi, aðal­eig­andi og for­stjóri WOW air, að félagið ætl­­­að­i að safna um 200 til 300 millj­­­­ónum doll­­­­ara í nýtt hlutafé í hluta­fjár­­­­út­­­­­­­boði sem fyr­ir­tækið ætlar að ráð­­­­ast í á næstu tveimur árum.

Af því hluta­fjár­út­boði verður aldrei.

Arion einn helst lána­drott­inn WOW air

Ekki var greint frá því hverjir hefðu tekið þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu að öðru leyti en að það væri bæði inn­lendir og erlendir fjár­fest­ar. Þessi hópur var með belti og axla­bönd varð­andi WOW air þar sem kaupum þeirra fylgdi breyti­réttur á skulda­bréf­unum í hlutafé ef rekstur WOW air reynd­ist verri en lagt var upp með í áætl­un­um. Hann reynd­ist verri. Mun verri.

Vegna skulda­bréfa­út­boðs­ins var heim­ild um að hækka hlutafé WOW air um 81 milljón hluta, sem er um þriðj­ungur alls hluta­fjár eftir hækk­un, sam­þykkt í stjórn 24. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans kom krafan um að fara í við­ræður við Icelandair Group um kaup á WOW air frá lán­ar­drottnum félags­ins, m.a. þeim sem höfðu tekið þátt í útboð­inu. Arion banki er helsti lán­ar­drott­inn WOW air hér­lendis og hefur því án efa leikið lyk­il­hlut­verk í þeirri kröfu­gerð. Arion banki hefur ekki viljað upp­lýsa um hvort hann, eða sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stefn­ir, hafi tekið þátt í skulda­bréfa­út­­­boð­inu hjá WOW air.

Skúli gæti fengið ekk­ert til við­bótar

Í til­kynn­ing­unni sem send var til Kaup­hallar í morgun kemur fram að Icelandair Group muni greiða 5,4 pró­sent af hlutafé sínu fyrir WOW air. Það getur þó farið svo að mun minna verði greitt fyrir það.

Fyrir liggur að ein­hverjir kröfu­hafar WOW air, nýttu sér breytirétt og breyttu víkj­andi lánum í hlutafé áður en við­ræð­urnar fóru af stað munu fá 1,8 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi. Ekki hefur verið greint frá því hverjir þeir kröfu­hafar eru en lík­legt er að þar sé um Skúla Mog­en­sen, að minnsta kosti að hluta, að ræða.

Þá er gengið út frá því að aðrir hlut­haf­ar, sem er félagið Títan fjár­fest­ingar í eigu Skúla Mog­en­sen, muni fá um 3,5 pró­sent hlut í Icelanda­ir. Það gagn­gjald er þó bundið nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. Sýni slík könnun að staða WOW air sé betri en reiknað er með getur hlutur stofn­and­ans farið upp í 4,8 pró­sent. Sýni hún mun verri stöðu getur Skúli setið uppi með að fá ekk­ert til við­bótar fyrir WOW air.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar