Icelandair hríðfellur við opnun markað eftir fréttir af slysi og WOW air

Flugslys í Eþíópíu og tíðindi af WOW air eru bæði þættir sem gætu haft þau áhrif að gengi bréfa í Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Icelandair Group hafa lækkað um 9,42 pró­sent í virði það sem af er degi. Tvennt gerð­ist um helg­ina sem er lík­legt til að vera áhrifa­valdur á gengi bréfa í félag­inu. Ann­ars vegna hrap­aði Boeing 737 MAX 8 vél í Eþíópu um helg­una með þeim afleið­ingum að 157 fór­ust. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem vél af þess­ari teg­und hefur farist, en sams­konar vél fórst í Jakarta í fyrra­haust.

Icelandair á þrjár MAX 8 vélar og á von á fleirum í nán­ustu fram­tíð. Kín­versk loft­ferð­ar­yf­ir­völd hafa gripið til þess ráðs að kyrr­setja allar vélar af MAX 8 gerð sem kín­versk flug­fé­lög um ótil­tekin tíma, eða þar til að ástæður slysanna tveggja liggja fyr­ir. Cayman Air­lines hefur tekið sömu afstöðu varð­andi vélar af MAX 8 gerð­inni sem það félag á. Icelandair ætlar hins vegar ekki að kyrr­setja sínar vél­ar. 

Auglýsing
Haft er eftir Jens Þórð­ar­syni, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs hjá Icelanda­ir, í Frétta­blað­inu í dag að ótíma­bært sé að tengja slysin tvö saman og að enn sem komið er sé engin ástæða til að ótt­ast MAX 8 vél­arn­ar.  

WOW air í önd­un­ar­vél, en á lífi

Hin tíð­indin sem urðu um helg­ina og snerta Icelandair snú­ast um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu sam­keppn­is­að­il­ans WOW air. Á laug­ar­dag sendi WOW air frá sér til­kynn­ingu til skulda­bréfa­eig­enda sinna um nýja skil­mála sem Indigo Partners hefur farið fram á að þeir sam­þykki til að aðkoma þeirra að WOW air geti gengið eft­ir.

Indigo hefur hug á að fjár­festa allt að 90 millj­ónir dala, um ell­efu millj­arða króna, í WOW air en for­svars­menn Indigo vilja að eig­endur skulda­bréfa­flokks, sem var gef­inn út í sept­em­ber í fyrra sam­þykki marg­þættar breyt­ingar á skil­málum hans sem feli í sér að end­­­ur­heimt­ur þeirra verða bundn­ar rekstr­­­ar­frammi­­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á næstu árum. Þannig geti end­­­ur­heimt­ur þeirra orðið 50 til 100 pró­­sent af upp­­­haf­­­legu virði bréf­anna. Jafn­­framt er óskað eftir því að vextir skulda­bréf­anna verði lækk­­aðir úr 9 pró­­sent í 7 pró­­sent. Auk þess verði lengt í skulda­bréf­un­um, í stað þriggja ára eins og upp­­­haf­­­lega var lagt upp með er nú miðað við að bréf­in end­­­ur­greið­ist nú á fimm árum. Farið er fram á að ábyrgðir tengdar skulda­bréf­unum verði felld niður auk þess að skulda­bréfin verði afskráð. Breyt­ingar sem skulda­bréfa­eig­end­­urnir höfðu áður sam­­þykkt runnu úr gildi um síð­­­ustu mán­aða­­mót. Sam­­­kvæmt hinum nýju skil­­málum gæti hlut­ur Skúla Mog­en­sen, stofn­anda og eina eig­anda WOW air, orðið á bil­inu 0 til 100 pró­­sent allt eft­ir því hvernig fé­lag­inu reiðir af á kom­andi árum. Fjár­­­­­fest­ing Indigo mun fela í sér, að hann eign­ist hluta­bréf í fé­lag­inu en veiti því einnig lán með breytirétti sem síð­­­ari geti orðið stofn að hluta­fé í fé­lag­inu.

Enn frem­ur kveðið á í til­­kynn­ing­unni að víkj­andi lán sem fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lag Skúla Mog­en­sen, Tít­an, veitti WOW air og stefnt var að yrði end­­­ur­greitt verði af­­­skrif­að. Fjár­­­hæð láns­ins sem nú er af­­­skrifað nam 6 millj­­­ón­um doll­­­ara, jafn­­­v­irði tæp­­­lega 730 millj­­­óna króna.

Auglýsing
Viðmælendur Kjarn­ans á mark­aði telja að til­kynn­ingin gefi til­efni til meiri bjart­sýni um að það tak­ist að bjarga WOW air. Miklar sögu­sagnir voru á floti í síð­ustu viku um að Indigo Partners væri farið frá samn­inga­borð­inu í kjöl­far þess að frestur til að ná nið­ur­stöðu í samn­ings­við­ræðum við skulda­bréfa­eig­endur var fram­lengdur í mánuð 28. febr­úar síð­ast­lið­inn og út spurð­ist að WOW air hefði leitað til Icelandair eftir því að end­ur­vekja við­ræður um kaup þess síð­ar­nefnda á WOW air. Þá fór ekki fram­hjá neinum að WOW air átti í vand­ræðum með að greiða út laun um síð­ustu mán­að­ar­mót og er í van­skilum með greiðslu á fram­lagi iðgjalda til líf­eyr­is­sjóða. 

Skulda­bréfa­eig­endur eiga enn eftir að sam­þykkja hina breyttu skil­mála, en stærstur þeirra er banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Eaton Vance. Skúli Mog­en­sen keypti auk þess hluta bréf­anna sjálfur og það gerðu sjóðir í stýr­ingu hjá GAMMA líka. Valdi­mar Ármann, for­stjóri GAMMA, sagði í við­tali við RÚV i gær að nýju skil­mál­arnir væru ákveðin von­brigði en að nið­ur­staðan væri þó skárri en hann hafði ótt­ast.

Miklar sveiflur í gengi yfir lengri tíma

Sveiflur á gengi bréfa í Icelandair hafa verið tíðar und­an­farin miss­eri. Ástæðan fyrir miklum sveiflum á gengi bréfa félags­­ins á und­an­­förnum mán­uðum má að miklu leyti rekja til tíð­inda af WOW air og rekstr­ar­erf­ið­leikum Icelanda­ir, sem gaf út afkomu­við­var­anir á síð­asta ári þegar ljóst var að áætl­anir voru ekki að fara að stand­ast.

Mark­aðsvirði Icelandair hrundi til að mynda niður um 16 pró­sent eftir að upp­gjör félags­ins var birt snemma í febr­ú­ar, en félagið tap­aði alls 6,7 millj­örðum króna á síð­asta ári. Eigið fé Icelandair var 56,5 millj­arðar króna í lok síð­asta árs en mark­aðsvirði félags­ins við opnum mark­aða í dag var ein­ungis 39,8 millj­arðar króna. Gera má ráð fyrir því að um tæp­lega fjórir millj­arðar króna hafi skaf­ast af virð­inu það sem af er degi.

Mark­aðsvirði Icelandair fór yfir 180 millj­arða króna í apríl 2016 og því hefur virði félags­ins dreg­ist saman um rúm­lega 140 millj­arða króna á tæp­lega þremur árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar