Athygli beinist nú í sívaxandi mæli að föngun og bindingu kolvtvísýrings eftir því sem efasemdir aukast um að markmiðum Parísarsamningsins um loftslagsmál verði náð. Á sama tíma hafa efnahagslegar aðstæður breyst og föngun og binding (CCS) eru nú ákjósanlegri fjárfestingarkostur en áður.
Íslenskir og erlendir vísindamenn hafa stundað föngun og binding kolvtísýrings í svokölluðu CarbFix verkefni, á Hellisheiði undanfarin ár. Uppsöfnun koltvísýrings í andrúmsloftinu af manna völdum er talinn valda loftslagsbreytingum.
Sigurður Reynir Gíslason, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, er ekki aðeins forkólfur CarbFix verkefnisins, heldur einnig formaður samtaka evrópskra jarðefnafræðinga. Hann segir að það sé engin ástæða til bjartsýni. Til séu nægar birgðir af ódýrum kolum á jörðunni. Því sé hætt á að losun koltvísýrings til andrúmslofts muni líklega halda áfram að aukast þrátt fyrir Loftslagssamninginn og Kyoto-bókunina við hann.
„Ég held að það sé óskhyggja að við náum markmðum um kolefnisjöfnun andrúmslofts fyrir 2050 með því einu að minnka hratt losun,“ segir Sigurður Reynir í viðtali við Norræna fréttabréf UNRIC. Hann bendir á að á síðasta ári haf losun aukist í heiminum aðallega í þróunarríkjum og farið sé að draga úr þeirri minnkun sem verið hafi í Bandaríkjunum. Hann segir stefna í að svartsýnni sviðsmyndir sem Loftslagsnefndin dró upp síðstliðið haust verði að veruleika.
Í síðustu skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna voru færð rök fyrir því að ólíklegt væri að markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa til tvær gráður næðust eingöngu með því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og auka hlut endurnýjanlegrar orku.
António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til aukinnar föngunar og bindingar koltvísýrings í ræðu sem hann hélt eftir að skýrsla Loftslagsnefndarinnar var gefin út síðastliðið haust.
Við þær aðstæður verður að grípa til annara ráðstafana, bendir Sigurður Reynir á. Þar á meðal eru vissulega aðgerðir eins og gróðursetning skóga, og vinnslu koltvisýrings úr þeim. Hins vegar hljóti að koma til kasta föngunar og bindingar kolvtísýrings.
60% af losun til andrúmslofs er frá föstum upprunastöðum til dæmis orkuverum, álverum og sementsverksmiðjum. Afgangurinn á sér dreifðan uppruna og nægir að nefna samgöngur og landbúnað.
„Ég tel í raun siðlaust að taka þetta ekki úr strompum iðnvera eða orkuvera,“ segir Sigurður Reynir.
Norðmenn hafa verið í fararbroddi í þessum efnum í Evrópu en þeir hafa fangað og bundið á olíu- og gasvinnslusvæðum sínum í Norðursjó frá 1996. Bandaríkjamen eru hins vegar stórtækastir í þessum efnum á heimsvísu, en Norðmenn vilja skjóta þeim ref fyrir rass og segjast hafa nægt rými til að geyma alla losun Evrópu. „Föngun og binding kolvtvísýrings leika lykilhlutverk í því að takast á við losun sem ekki verður dregið úr með neinum öðrum hætti,” sagði Miguel Arias Cañete, orkumálstjóri Evrópusambandsins á ráðstefnu sem Norðmenn skipulögðu í Brussel ekki alls fyrir löngu.
Verið er að þróa ýmiss konar tækni til að koma koltvíoxíði fyrir þannig að það safnist ekki fyrir í andrúmsloftinu og valdi gróðurhúsaáhrifum. Hægt er að binda koltvíoxíð í sjó og víst er að hafið tekur við. Þá er hægt er að leysa það í vatni, dæla niður í jarðlög eins og gert er t.d. á Hellisheiði. Þar leysir vatnið málma úr berginu sem bindast koltvíoxíðinu, sem fellur út og myndar stein. Þá er koltvíoxíðið „steinrunnið“ og bindið í jörðinni í þúsundir eða jafnvel milljónir ára. „Það kostar vissulega nokkuð að fanga og binda kolvíoxíð úr „strompi“ Hellisheiðarvirkjunar, um 25$ tonnið en mun minna en að taka það beint úr andrúmslofti.“
Koltvísýringur hefur verið fangaður úr útblæstri Heillisheiðarvirkjunar og einnig beint úr andrúmsloftinu í svokölluðu CarbFix2 verkefni. Kostnaður við föngun beint úr andrúmslofti er enn sem komið er mikill. „Það er meira en tíu sinnum dýrara en að fanga úr strompi,“ segir Sigurður.
Dýrast er að fanga koltvíoxíðið hvort sem er í strompi eða beint úr andrúmslofti, en ódýrara er að koma því fyrir djúp í jörðu á a.m.k 500 m dýpi. Einnig kostar töluvert að flytja koltvísýring á tilætlaðan förgunarstað.
Taka má álverin á Íslandi sem dæmi en þau tengdust losunarkvótamarkaði Evrópusambandsins (ETS) árið 2013. Í upphafi fengu þau um 70% losunarheimilda sinna ókeypis, en afganginn keyptu þau á kvótamarkaði Evrópusambandsins (EST). Um 2.5% af ókeypis losuninni fyrnast á hverju ári eftir inngöngu á losunarmarkaðinn. Árið 2013 var söluveðrið á kvóta 5-7 evrur tonnið en er nú um 25 evrur tonnið. Brátt þurfa álverin því að borga fyrir alla losun og verðið verður þá allt annað en það var 2013. Verð kolefniskvótans er nú orðið jafnt kosnaði við föngum og bindingu koltvíoxíðs í útblæstri („strompi“) Hellisheiðarvirkjunar og verðið kvótans á líklega eftir að hækka enn. Það er því loks kominn peningalegur hvati fyrir stóriðju á Íslandi til þess að fanga koltvíoxíð í útblæstri sínum. Eins má geta þess að nýleg skattalög í Bandaríkunum gefa fyrirtækum 50$ skattaafslatt fyrir hvert tonn af kolvíoxíði sem bundið er í jarðlögum.
„Ef við eigum að ná kolefnisjöfnun andrúmslofts fyrir árið 2050 þá er alveg ljóst að við verðum að fanga allt koltvíoxíð frá iðju- og orkuverum á Jörðinn. Nú er loks kominn vísir að efnahagslegum hvata til þeirra framkvæmda í Evrópu og Bandaríkunum en hann vantar sárlega í þróunarríkunum. Því er hætt við að við verðum að hreinsa kolvíxíð beint úr andrúmsloft á seinni hluta þessarar aldar með ærnum kosnaði,“ segir Sigurður Reynir Gíslason, prófessor.