Föngun koltvísýrings að verða raunhæfari

Árni Snævarr spjallaði við Sigurð Reyni Gíslason, forsprakka CarbFix verkefnisins á Hellisheiði, en hann segir að í raun sé siðlaust að fanga ekki og binda koltvísýring í útblæstri iðnaðar og orkuvera áður en hann blandast andrúmsloftinu.

Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun
Auglýsing

Athygli bein­ist nú í sívax­andi mæli að föngun og bind­ingu kol­vtví­sýr­ings eftir því sem efa­semdir aukast um að mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins um lofts­lags­mál verði náð. Á sama tíma hafa efna­hags­legar aðstæður breyst og föngun og bind­ing (CCS) eru nú ákjós­an­legri fjár­fest­ing­ar­kostur en áður.

Íslenskir og erlendir vís­inda­menn hafa stundað föngun og bind­ing kol­v­tí­sýr­ings í svoköll­uðu Car­bFix verk­efni, á Hell­is­heiði und­an­farin ár. Upp­söfnun koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu af manna völdum er tal­inn valda lofts­lags­breyt­ing­um.

Sig­urður Reynir Gísla­son, pró­fessor í jarð­efna­fræði við Háskóla Íslands, er ekki aðeins for­kólfur Car­bFix verk­efn­is­ins, heldur einnig for­maður sam­taka evr­ópskra jarð­efna­fræð­inga. Hann segir að það sé engin ástæða til bjart­sýni. Til séu nægar birgðir af ódýrum kolum á jörð­unni. Því sé hætt á að losun koltví­sýr­ings til and­rúms­lofts muni lík­lega halda áfram að aukast þrátt fyrir Lofts­lags­samn­ing­inn og Kyoto-­bók­un­ina við hann.

Auglýsing

Sigurður Reynir Gíslason Mynd: HÍ„Ég held að það sé ósk­hyggja að við náum mark­mðum um kolefn­is­jöfnun and­rúms­lofts fyrir 2050 með því einu að minnka hratt los­un,“ segir Sig­urður Reynir í við­tali við Nor­ræna frétta­bréf UNRIC. Hann bendir á að á síð­asta ári haf losun auk­ist í heim­inum aðal­lega í þró­un­ar­ríkjum og farið sé að draga úr þeirri minnkun sem verið hafi í Banda­ríkj­un­um. Hann segir stefna í að svart­sýnni sviðs­myndir sem Lofts­lags­nefndin dró upp síð­stliðið haust verði að veru­leika.

Í síð­ustu skýrslu Lofts­lags­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna voru færð rök fyrir því að ólík­legt væri að mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að tak­marka hlýnun jarðar við eina og hálfa til tvær gráður næð­ust ein­göngu með því að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og auka hlut end­ur­nýj­an­legrar orku.

António Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvatti til auk­innar föng­unar og bind­ingar koltví­sýr­ings í ræðu sem hann hélt eftir að skýrsla Lofts­lags­nefnd­ar­innar var gefin út síð­ast­liðið haust.

Við þær aðstæður verður að grípa til ann­ara ráð­staf­ana, bendir Sig­urður Reynir á. Þar á meðal eru vissu­lega aðgerðir eins og gróð­ur­setn­ing skóga, og vinnslu kolt­vi­sýr­ings úr þeim. Hins vegar hljóti að koma til kasta föng­unar og bind­ingar kol­v­tí­sýr­ings.

60% af losun til and­rúmslofs er frá föstum upp­runa­stöðum til dæmis orku­verum, álverum og sem­ents­verk­smiðj­um. Afgang­ur­inn á sér dreifðan upp­runa og nægir að nefna sam­göngur og land­bún­að.

„Ég tel í raun sið­laust að taka þetta ekki úr strompum iðn­vera eða orku­ver­a,“ segir Sig­urður Reyn­ir.

Norð­menn hafa verið í far­ar­broddi í þessum efnum í Evr­ópu en þeir hafa fangað og bundið á olíu- og gasvinnslu­svæðum sínum í Norð­ur­sjó frá 1996. Banda­ríkja­men eru hins vegar stór­tæk­astir í þessum efnum á heims­vísu, en Norð­menn vilja skjóta þeim ref fyrir rass og segj­ast hafa nægt rými til að geyma alla losun Evr­ópu. „Föngun og bind­ing kol­vtví­sýr­ings leika lyk­il­hlut­verk í því að takast á við losun sem ekki verður dregið úr með neinum öðrum hætt­i,” sagði Miguel Arias Cañete, orku­mál­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins á ráð­stefnu sem Norð­menn skipu­lögðu í Brus­sel ekki alls fyrir löngu.

Verið er að þróa ýmiss konar tækni til að koma koltví­oxíði fyrir þannig að það safn­ist ekki fyrir í and­rúms­loft­inu og valdi gróð­ur­húsa­á­hrif­um. Hægt er að binda koltví­oxíð í sjó og víst er að hafið tekur við. Þá er hægt er að leysa það í vatni, dæla niður í jarð­lög eins og gert er t.d. á Hell­is­heiði. Þar leysir vatnið málma úr berg­inu sem bind­ast koltví­oxíð­inu, sem fellur út og myndar stein. Þá er koltví­oxíðið „stein­runn­ið“ og bindið í jörð­inni í þús­undir eða jafn­vel millj­ónir ára. „Það kostar vissu­lega nokkuð að fanga og binda kol­ví­oxíð úr „strompi“ Hell­is­heið­ar­virkj­un­ar, um 25$ tonnið en mun minna en að taka það beint úr and­rúms­loft­i.“

Borkjarni Mynd: Sandra Snæbjörnsdóttir

Koltví­sýr­ingur hefur verið fang­aður úr útblæstri Heill­is­heið­ar­virkj­unar og einnig beint úr and­rúms­loft­inu í svoköll­uðu Car­bFix2 verk­efni. Kostn­aður við föngun beint úr and­rúms­lofti er enn sem komið er mik­ill. „Það er meira en tíu sinnum dýr­ara en að fanga úr stromp­i,“ segir Sig­urð­ur.

Dýr­ast er að fanga koltví­oxíðið hvort sem er í strompi eða beint úr and­rúms­lofti, en ódýr­ara er að koma því fyrir djúp í jörðu á a.m.k 500 m dýpi. Einnig kostar tölu­vert að flytja koltví­sýr­ing á til­ætl­aðan förg­un­ar­stað.

Taka má álverin á Íslandi sem dæmi en þau tengd­ust los­un­ar­kvóta­mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins (ETS) árið 2013. Í upp­hafi fengu þau um 70% los­un­ar­heim­ilda sinna ókeypis, en afgang­inn keyptu þau á kvóta­mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins (EST). Um 2.5% af ókeypis los­un­inni fyrn­ast á hverju ári eftir inn­göngu á los­un­ar­mark­að­inn. Árið 2013 var sölu­veðrið á kvóta 5-7 evrur tonnið en er nú um 25 evrur tonn­ið. Brátt þurfa álverin því að borga fyrir alla losun og verðið verður þá allt annað en það var 2013. Verð kolefn­isk­vót­ans er nú orðið jafnt kosn­aði við föngum og bind­ingu koltví­oxíðs í útblæstri („stromp­i“) Hell­is­heið­ar­virkj­unar og verðið kvót­ans á lík­lega eftir að hækka enn. Það er því loks kom­inn pen­inga­legur hvati fyrir stór­iðju á Íslandi til þess að fanga koltví­oxíð í útblæstri sín­um. Eins má geta þess að nýleg skatta­lög í Banda­rík­unum gefa fyr­ir­tækum 50$ skatta­af­slatt fyrir hvert tonn af kol­ví­oxíði sem bundið er í jarð­lög­um.

„Ef við eigum að ná kolefn­is­jöfnun and­rúms­lofts fyrir árið 2050 þá er alveg ljóst að við verðum að fanga allt koltví­oxíð frá iðju- og orku­verum á Jörð­inn. Nú er loks kom­inn vísir að efna­hags­legum hvata til þeirra fram­kvæmda í Evr­ópu og Banda­rík­unum en hann vantar sár­lega í þró­un­ar­rík­un­um. Því er hætt við að við verðum að hreinsa kol­víxíð beint úr and­rúms­loft á seinni hluta þess­arar aldar með ærnum kosn­að­i,“ segir Sig­urður Reynir Gísla­son, pró­fess­or.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar