Einangrunarhyggjan farin að bíta

Einangrun eða alþjóðavæðing. Hagfræðingurinn Jónas Atli Gunnarsson rýnir í stöðuna í alþjóðabúskapnum. Greinin birtist fyrst í Vísbendingu.

Jónas Atli Gunnarsson
globalization.jpg
Auglýsing

Árið 1930 lögðu banda­rísku þing­menn­irnir Reed Smoot og Willis C. Hawley fram frum­varp sem átti að vernda inn­lenda fram­leiðslu gegn sam­keppni erlendis frá, í ljósi Krepp­unnar miklu sem þá herj­aði á heim­inn. Banda­ríkja­þing sam­þykkti frum­varp­ið, en í því fólst stór­hækkun inn­flutn­ings­tolla á yfir 20 þús­und erlendar vör­ur. 

Í fyrstu virt­ust toll­arnir hafa til­ætluð áhrif, þar sem inn­lend fram­leiðsla jókst og laun hækk­uðu tíma­bund­ið. Hins vegar breytt­ist efna­hags­á­standið fljót­lega til hins verra þegar önnur ríki komu á fót vernd­ar­tollum á banda­rískum útflutn­ingi og leiddi til þess að bæði inn­-og útflutn­ingur frá Banda­ríkj­unum helm­ing­uð­ust og fátækt jókst. 

Í dag eru Smoot-Hawley toll­arnir svoköll­uðu skóla­bók­ar­dæmi um nei­kvæð áhrif ein­angr­un­ar­hyggju í efna­hags­mál­um, en flestir hag­fræð­ingar telja þá hafa leitt til þess að Kreppan mikla hafi orðið dýpri og lengri en fyrst var talið (1). 

Auglýsing

Við­vör­un­ar­bjöllur víða um heim

Nú, tæpri öld eftir frum­varp Smoot og Hawley og rúmum 7 ára­tugum af alþjóða­væð­ingu seinni­stríðs­áranna, hefur ein­angr­un­ar­hyggjan aftur sótt í sig veðrið í Banda­ríkj­unum á síð­ustu miss­er­um. Áherslur Don­ald Trumps for­seta Banda­ríkj­anna á að vernda inn­lenda fram­leiðslu hafa leitt til við­skipta­stríðs milli Banda­ríkj­anna og Kína auk tolla­hækk­ana á vörur frá Ind­landi, Rúss­landi, Evr­ópu­sama­band­inu, Mexíkó og Kanada. Ásamt því hefur Trump hótað frek­ari tolla­lagn­ingu á evr­ópskar og mexíkóskar vör­ur, fari löndin ekki eftir settum skil­yrðum Banda­ríkj­anna. Áður­nefnd ríki hafa öll svarað í sömu mynt á síð­ast­liðnum tólf mán­uðum og hækkað tolla á banda­rískar vör­ur. 

Á meðan Banda­ríkin halda sinni ein­angr­un­ar­stefnu til streitu er búist við enn frek­ari við­skipta­hindr­unum á Vest­ur­löndum þegar Bretar segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu. Líkur á útgöngu Breta án samn­ings hafa farið vax­andi, en með því myndu við­skipta­kjör ráð­ast af reglum frá Alþjóða­við­skipta­stofn­un­inni (WTO) og tollar hækka umtals­vert á inn­-og útflutn­ingi frá Evr­ópu­lönd­um.

Raf­tæki, matur og málmar

Fjöldi fram­leiðslu­vara sem hafa orðið fyrir barð­inu á nýjum vernd­ar­tollum nemur þús­undum og inni­heldur allt frá hrá­vörum til full­búna neyslu­vara. Frá því í mars í fyrra hefur Banda­ríkja­stjórn nú fjórum sinnum staðið að tolla­hækk­unum á kín­verskum vörum, helst á raf­tækj­um, hús­gögnum og bíla­hlut­um, en einnig á efna­vörum og inn­fluttu græn­meti. Kín­verjar hafa svarað með tollum á banda­rískum bílum og flug­vél­um, auk ýmissa land­bún­að­ar­vara. Þar að auki hafa Banda­ríkin kynnt almenna tolla á inn­fluttar þvotta­vél­ar, sól­ar­raf­hlöð­ur, ál og stál, sem Evr­ópu­sam­band­ið, Kanada og Mexíkó hafa svarað með tollum á áður­nefnda málma auk ýmissa mat­væla og Harley-Da­vid­son mót­or­hjóla frá Banda­ríkj­un­um.

Sömu­leiðis má vænta hærri tolla á inn­flutn­ing frá Evr­ópu­sam­band­inu til Bret­lands ef útgöngu­samn­ingur Breta úr sam­band­inu liggur ekki fyrir í haust. Sam­kvæmt BBC myndu tollar á land­bún­að­ar­vörur og bíla hækka umtals­vert, en hags­muna­sam­tök beggja atvinnu­greina þar í landi hafa varað við þeirri þró­un.

Heildarvöxtur í utanríkisviðskiptum allra þjóða heims eftir ársfjórðungum. Heimild: OECD Economic Outlook 2019.

Alþjóða­væð­ing­unni ógnað

Afleið­ingar ein­angr­un­ar­hyggj­unnar eru nú þegar sjá­an­leg­ar, en heims­hag­kerfið hefur hlotið tölu­verðan skaða af auknum tollum á und­an­förnum mán­uð­um. Sam­kvæmt nýj­ustu efna­hags­spá OECD hefur vax­andi spenna í alþjóða­við­skiptum dregið úr heild­ar­eft­ir­spurn og fjár­fest­ingu og er ein af meg­in­á­stæðum þess að hag­vöxtur muni mæl­ast tölu­vert undir vænt­ingum í ár. Mynd 1 sýnir þá þró­un, en sam­kvæmt henni hefur vöxtur í við­skiptum milli landa minnkað hratt á síð­ustu þremur árs­fjórð­ungum og var nán­ast eng­inn í vor.

OECD bætir við í spá sinni að umræddar við­skipta­hindr­anir gætu haft alvar­leg áhrif á hag­vöxt næstu ára, semji löndin ekki um nið­ur­fell­ingu tolla. Við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna við Kína gæti dregið tölu­vert úr heims­hag­vexti á næstu þremur árum, auk þess sem alþjóða­væð­ingu síð­ustu ára­tuga sé ógnað með frek­ari toll­um, sam­kvæmt sam­tök­un­um. 

Grein­ing­ar­deild Bloomberg tekur undir þessar áhyggjur og metur það svo að heil 2,3 pró­sent af heims­fram­leiðslu séu í hættu vegna ein­angr­un­ar­stefnu Banda­ríkj­anna og útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Afleidd áhrif tölu­verð

Þessi áhrif eru víð­tæk og ná lengur en til ein­ungis þeirra landa sem ákveða að hækka tolla á inn­flutn­ings­vör­um. Í alþjóða­væddum heimi ganga sömu vörur oft kaupum og sölum milli nokk­urra landa og því geta afleidd áhrif af lagn­ingu inn­flutn­ings­tolla verið tölu­verð. Mynd 2 sýnir verð­mæti útflutn­ings í nokkrum ríkjum sem er í hættu vegna yfir­vof­andi tolla­stríðs Banda­ríkj­anna og Kína. Á henni sést hvernig vörur sem fram­leiddar eru í Kína og seldar í Banda­ríkj­unum eru háð við­skipti við ýmis Asíu­ríki, en áhrif banda­rískra tolla á þessar vörur ná einnig til Tævan, Suð­ur­-Kóreu, Malasíu og Singapúr. 

Tollskyldur útflutningur vegna nýlegra tolla frá Bandaríkjunum og Kína í sex ríkjum sem hlutfall af landsframleiðslu. Heimild: Bloomberg.

Álið í hættu

Einnig er hætta á að inn­flutn­ings­tollar til Banda­ríkj­anna og Kína, sem eru með stærstu við­skipta­svæðum heims­ins, dragi niður heims­mark­aðs­verð á ýmsum vörum vegna minni heild­ar­eft­ir­spurn­ar. Álf­ram­leiðslu­fyr­ir­tæki eru sér­stak­lega við­kvæm gagn­vart þessum áhrif­um, en Banda­rík­in, Kína og Evr­ópu­sam­bandið hafa öll hækkað tolla sína á inn­fluttu áli tölu­vert, auk þess sem aðrir tollar á neyslu­vörur úr áli hafa einnig hækk­að. 

Sam­hliða hækkun tolla hefur heims­mark­aðs­verð á áli einnig lækkað um rúm 20 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­um. Fram­kvæmda­stjóri Alcoa, Roy Har­vey, hélt því fram að tolla­stríðið drægi álverðið niður og hafði áhyggjur af áliðn­að­inum á heims­vísu, verði toll­arnir ekki lækk­að­ir. 

Hag­vöxtur hefði stór­auk­ist

Þessi þróun hefur nei­kvæð áhrif á íslenskan álút­flutn­ing, sem nemur jafnan 5 til 6 pró­sentum af heild­ar­út­flutn­ingi lands­ins. Mynd 3 sýnir hvernig verð­mæti álút­flutn­ings hefði þró­ast ef heims­mark­aðs­verð á áli hefði hald­ist óbreytt frá því í júní í fyrra. Mun­ur­inn er tölu­verð­ur, en undir óbreyttu verð­lagi hefði ál verið nær helm­ingi verð­mæt­ara á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Til að und­ir­strika hversu stóran þátt álverðið á í íslenskum efna­hag má benda á að hag­vöxtur á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs hefði nær þre­faldast, úr 1,7 pró­sentum í 4,5 pró­sent, ef enn væri hægt að selja ál á sama verði og síð­asta sum­ar. 

Hugsanlegt verðmæti álútflutnins ef heimsmarkaðsverð hefði haldist óbreytt frá 1. júní 2018. Heimild: Hagstofan og Bloomberg.

Vanda­mál fang­ans

Ein­angr­un­ar­hyggja í efna­hags­málum er þess eðlis að hún smitar út frá sér. Þótt vel­ferð flestra ríkja myndi aukast ef engra hind­r­ana á alþjóða­við­skiptum nyti við eru inn­flutn­ings­tollar oft gagn­leg­ir, annað hvort sem tæki til að ná sér­tækum póli­tískum mark­miðum eða sem vog­ar­afl gegn tollum erlendis frá. Vegna þessa eru tollar á vörur sem ganga kaupum og sölum milli landa gjarnan hærri en æski­legt er og sveifl­ast eftir við­skipta­stefnu ann­arra ríkja.

Í leikja­fræði er þetta sam­band kallað vanda­mál fang­ans (e. Pri­soners‘ Dilemma) og leiðir til óhag­kvæmrar nið­ur­stöðu fyrir öll lönd vegna þess van­trausts sem ríkir á milli þeirra (2). Þegar Banda­ríkin ákváðu að hækka tolla á hinar ýmsu inn­flutn­ings­vörur var það hinum lönd­unum í hag að hækka tolla á sinn inn­flutn­ing líka. Þannig draga tolla­stríð veru­lega úr alþjóða­við­skipt­um, sem leiðir til þess að allir tapa.

Hærra atvinnu­leysi og meiri ójöfn­uður

Afleið­ingar tolla­stríðs­ins gætu þó náð lengra en aðeins til veik­ari hag­vaxt­ar. Tollar veita ákveðnum fram­leiðslu­greinum skjól undan alþjóð­lega sam­keppni og gera þeim kleift að hagn­ast á því, á kostnað neyt­enda (3). Þannig leiðir álagn­ing inn­flutn­ings­tolla til stöðugrar aukn­ingar í ójöfn­uði í ríkum lönd­um. Til við­bót­ar, þar sem tollar draga úr heild­ar­eft­ir­spurn, gætu fyr­ir­tæki þurft að draga úr fram­leiðslu sinni og segja því upp hluta starfs­manna sinna, sem leiðir til auk­ins atvinnu­leysis (4).

Í þessu sam­hengi skiptir þó máli hversu lengi tolla­stríðið end­ist. Atvinnu­leysi og ójöfn­uður eru breytur sem taka til­tölu­lega hægum breyt­ingum og því mun áhrif inn­flutn­ings­tolla á þær ekki koma í ljós nema að við­skipta­hindr­an­irnar hald­ist í nokkur ár.

Hættu­leg almenn­ingi

Vernd­ar­tollar hljóma oft vel í eyrum stjórn­mála­manna þegar inn­lend fram­leiðsla er í hættu. Sagan sýnir þó hversu hættu­legir þeir geta orðið almenn­ingi ef þeim er haldið til streitu í langan tíma. Nú þegar hefur ein­angr­un­ar­hyggja Banda­ríkj­anna smitað út frá sér til fjölda landa og meðal ann­ars dregið úr hag­vexti á Íslandi, en búist er við meiri tollum ef Bret­land segir sig úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. Lang­tíma­á­hrif ein­angr­un­ar­hyggj­unnar eru þó mun verri en skamm­tíma­á­hrifin og því er mik­il­vægt að núver­andi inn­flutn­ings­tollar lækki fljótt áður en þeir auka ójöfnuð og atvinnu­leysi. Afleið­ingar Smoot-Hawley toll­anna ætti að vera öllum ein­angr­un­ar­sinnum víti til varn­aðar í þeim efn­um.

Heim­ild­ir:

1. Where Is There Con­sensus Among Amer­ican Economic Histor­i­ans? The Results of a Sur­vey on Forty Propositions. Whap­les, R. 1, 1995, The Journal of Economic History, 55(1), Vol. 55, pp. 139-154.

2. The Pri­soners' Dilemma Posed by Free Trade Agreem­ents: Can Open Access Provisions Provide an Escape? Lewis, M.K. 2, Chicago : Chicago Journal of International Law, 2011, Vol. 11.

3. Does Tariff Liber­alization Incr­e­ase Wage Inequ­ality? Some Emp­irical Evidence. Mila­novic, B. and Squire, L. Cambridge, MA : National Bureau of Economic Res­e­arch Work­ing Paper, 2005, Vol. 11046.

4. Macroeconomic Con­sequences of Tariffs. Furceri, D., et al. Cambridge, MA : National Bureau of Economic Res­e­arch Work­ing Paper, 2018, Vol. 25402.

Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu, 14. júní síð­ast­lið­inn. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar