5 verstu Rómarkeisarar sögunnar – framhald

Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, heldur áfram yfirferð sinni um Rómarkeisara.

Flosi Þorgeirsson
caligula.png
Auglýsing

Í síð­ustu viku skoð­uðum við þá Caracalla og Comm­odus. Nú beinum við sjónum okkar að næstu þrem­ur. 

Neró (37 - 68 e.kr.) 

Neró.Það ein­kennir ýmsa af þeim sem hér eru nefndir að þeir virð­ast hafa viljað verða eitt­hvað annað en keis­ar­ar. Eins fram kom í fyrri hluta var Comm­odus heill­aður af lífi skylm­inga­þræla (e: gladi­ator) og Caracalla var fyrst og fremst stríðs­herra. Neró sá sjálfan sig sem lista­mann og sagt er að hans síð­ustu orð hafi ver­ið: „Ó, hví­líkan lista­mann sem ver­öldin nú kveð­ur­!“. Oft er sagt að hann hafi leikið á fiðlu meðan Róm brann fyrir augum hans og skemmt sér kon­ung­lega en það mun vera rangt enda var Neró ekki í Róm er eld­ur­inn braust út. Hann varð keis­ari aðeins 16 ára gam­all og það var ljóst frá fyrstu stundu að hann réð illa við þetta viða­mikla verk­efni. Agrippína móðir hans hafði talið að hún gæti stjórnað á bak við tjöldin en þar mis­reikn­aði hún sig illa. Neró lét ekki að stjórn svo hún reyndi að koma honum frá til að láta upp­eld­is­bróður hans Britann­icus taka við stjórn­ar­taumun­um. 

Neró sá við því og Britann­icus dó all skyndi­lega og grun­aði marga að Neró hefði látið eitra fyrir hon­um. Agrippína hélt áfram að vera til vand­ræða enda hafði hún nú lík­lega gert sér grein fyrir hví­lík reg­in­skyssa það var að gera Neró að keis­ara. Það end­aði með því að Neró lét taka hana af lífi. Í fyrstu virt­ist Neró þó ekki vera alslæm­ur. Hann lét afnema dauða­refs­ingu, lækk­aði skatta og setti lög sem heim­il­uðu þrælum að kvarta undan illri með­ferð. Hann var vissu­lega óag­aður og ofdekraður ung­lingur sem þótti gaman að skemmta sér en virt­ist ekki vera illa inn­rætt­ur. Það átti eftir að breyt­ast til hins verra. 

Auglýsing

Hann sólund­aði sam­visku­laust fjár­munum rík­is­ins og ofsótti eða lét myrða alla sem kvört­uðu undan stjórn hans. Hann hefur sér­stak­lega fengið á sig slæmt orð vegna þess að hann kenndi kristnum um brun­ann mikla og ofsótti fylgj­endur þeirrar trúar mis­kunn­ar­laust. Tón­list­ar­menn og ljóð­skáld voru ekki hátt skrif­aðir í Róm til forna og því þótti ekki við hæfi að keis­ar­inn væri að hanga með þannig fólki eða hvað þá koma fram opin­ber­lega en lista­mann­staugin var sterk í Neró. Eftir morðið á móður hans héldu honum svo engin bönd. Hann girntist aðra konu og lét því myrða eig­in­konu sína. Allir sem hall­mæltu keis­ar­an­um, eða voru grun­aðir um það, voru strax líf­látn­ir. Eins og áður sagði þá var Neró ekki í Róm er eld­ur­inn braust út en nær öll borgin varð eld­inum að bráð. Þó grun­aði marga að hann hefði átt ein­hvern hlut að máli og þær raddir urðu hávær­ari er keis­ar­inn til­kynnti hvernig ætti að bregð­ast við brun­anum en Neró datt það snjall­ræði í hug að byggja afar stórt glæsi­hýsi á bruna­rúst­un­um. 

Hver átti að búa þar? Nú, keis­ar­inn auð­vit­að! Vanda­málið var bara hvernig átti að safna fjár­munum til að byggja þessa glæsi­villu keis­ar­ans og Neró hækk­aði þá skatta umtals­vert og seldi góðar stöður þeim sem buðu hæst. Róm­verjar voru svo sem vanir spill­ingu en nú tók stein­inn úr. For­ingjar í hernum ásamt þing­mönnum gerðu upp­reisn og Neró varð að flýja borg­ina. Þá barst honum til eyrna að þingið hefði dæmt hann til dauða. Öll sund voru lok­uð, Neró framdi sjálfs­morð og ver­öldin var einum lista­manni fátæk­ari.

Caligula (12 - 41 e.kr) 

Hann hét reyndar Gaius Caesar en við­ur­nefnið Caligula fest­ist við hann en það mætti þýða sem „litla stíg­vél“. Að sögn fékk hann það heiti er hann var barn og her­menn sem þjón­uðu í sveit föður hans skemmtu sér við að sjá hann fara í stíg­vél þeirra og spíg­spora um. 

Caligula var vin­sæll til að byrja með. Hann naut þess að for­veri hans, Tíber­íus, hafði verið hat­aður mjög en German­icus faðir hans var vin­sæll. Eins og Neró, virt­ist Caligula ágætur í fyrstu og hann virt­ist taka emb­ættið alvar­lega. Það var öllum keis­urum mik­il­vægt að her­inn væri sáttur við sitt, svo hann jók laun þeirra umtals­vert. Hann náð­aði ýmsa sem höfðu verið reknir í útlegð og greiddi miska­bætur til fólks sem hafði orðið illa fyrir barð­inu á skatt­kerfi rík­is­ins. Fólk var ánægt, keis­ar­inn nýi var ungur og mynd­ar­legur og virt­ist vera með hjartað á réttum stað. 

Eftir um sex mán­aða valda­tíma varð keis­ar­inn alvar­lega veikur og var vart hugað líf. Hann hjarn­aði þó við en það var öllu ógn­væn­legri Caligula sem sté upp af sótt­ar­sæng, því nú tók við sann­kallað hryll­ings­tíma­bil í Róm sem ein­kennd­ist af morð­um, pynt­ingum og brjál­uðum kyn­lífs-svall­veisl­um. Stundum rann þetta saman í eitt og fólki var mis­þyrmt og myrt fyrir framan skríkj­andi svall­veislu­gest­ina. 

Navius Macro, yfir­maður líf­varð­ar­sveitar keis­ar­ans var einn þeirra sem höfðu stutt mest við bakið á Caligula en hann var umsvifa­laust tek­inn hönd­um, pynt­aður og myrt­ur. Caligula fór nú ekki dult með það að hann taldi sig vera nokk­urs­konar guð­lega veru og að honum væru allir vegir færir sem venju­legu fólki væri ann­ars ekki. Hann fór að sýna systur sinni óeðli­lega mik­inn áhuga og virt­ist mikið í mun að koma á kerfi sem líkt­ist því sem var eitt sinn í Egypta­landi, þar sem systk­ini gift­ust og eign­uð­ust börn. Svo virt­ist sem að veik­indin hefðu gert keisar­ann alger­lega vit­skert­an. Fræg er saga af því að hann hafi gefið „besta vini“ sín­um, Incita­tus, heilt hús ásamt rán­dýrum inn­an­stokks­munum úr marm­ara, rán­dýrum teppum og heil­mikið af eðal­stein­um. Einnig gerði hann Incita­tus að heið­urs­konsúl. Þetta þótti afar sér­stakt því Incita­tus var hest­ur, ekki mað­ur. Sumir hafa reyndar efast um sann­leiks­gildi þess­arar sög­u. 

Hann fór með her sinn til Gallíu og lét þá rupla þar og ræna. Er her­inn kom að ströndum Ermar­sunds skip­aði hann her­mönnum sínum að tína upp fjöld­ann af skeljum til að sýna fram á að þeir hefðu sigrað sjálf haf­ið! Tryllt partí­stand og eyðslu­semi varð til þess að fjár­hirslur Rómar fóru að minnka all veru­lega og þá brá Caligula á það ráð að leggja ofur­skatta á helstu ráða­menn eða hrein­lega gera eigur þeirra upp­tæk­ar. Þeir sem kvört­uðu voru umsvifa­laust teknir af lífi. Hann var nú fylli­lega sann­færður um að hann væri guð­leg vera og lét skipa svo fyrir að stór stytta af honum yrði reist í miðri Jer­úsal­em. 

Lands­stjór­inn þar, Heródes að nafni, vissi að það myndi gera íbúa þar frá­vita af reiði og bless­un­ar­lega tókst honum að fá Caligula ofan af þess­ari hug­mynd. 

Lang­lund­ar­geð Róm­verja var nú á þrotum og líf­varð­ar­sveit keis­ar­ans sjálfs tók hann af lífi.

Elaga­balus (204 - 222 e.kr.)

Elaga­balus varð keis­ari aðeins 14 ára að aldri. Hann réð ríkjum í fjögur ár. Hann var fæddur í borg­inni Homs, þar sem nú er Sýr­land. Hann var prestur í söfn­uði sem dýrk­aði sólguð­inn Ela­h-Ga­bal. Eins og Caligu­la, þá var Elaga­balus mikið partýljón og virt­ist hafa mun meiri áhuga á ljúfa líf­inu en því að standa í ein­hverjum leið­inda rík­is­rekstri. 

Elagbalus.Elaga­balus var þó ekki mikið fyrir kven­fólk gef­inn, þó hann hafi oft notið þeirra en því hrifn­ari var hann af karl­mönn­um. Róm­verjar höfðu alveg kynnst sam­kyn­hneigð áður, t.d. hafði Tra­j­an, sem var vel met­inn keis­ari, aldrei farið dult með kyn­hneigð sína. Róm var þó sann­kallað feðra­veldi og karl­maður átti að hegða sér í fullu sam­ræmi við það. Ást­maður Tra­j­ans var hinn kven­legi og fagri Ant­on­in­us. Það fór því ekki fram hjá Róm­verjum hver var „karl­inn“, þ.e. hinn ráð­andi, í því sam­bandi. Elaga­balus þver­braut allar þær regl­ur. 

Ég hef minnst á það að ýmsir þess­ara slæmu Róm­ar­keis­ara virt­ust vilja vera eitt­hvað annað en keis­ar­ar. Elaga­balus vildi ekki vera keis­ari, hann vildi vera drottn­ing. Hann klædd­ist kven­manns­föt­um, mál­aði sig sem kona og daðr­aði óspart við hina ýmsu ráða­menn og her­for­ingja, oft fyrir framan eig­in­konur þeirra. Hann hélt trylltar svall­veislur þar sem hefð­bundin kyn­hlut­verk voru ekki í hávegum höfð. Hann fór ekki dult með ást sína á skylm­inga­kapp­anum Hier­ocles og kall­aði hann „eig­in­mann“ sinn og að hann, Elaga­balus, væri drottn­ing­in. Einnig bár­ust þær sögur af keis­ar­anum að hann hefði stundum óvænt birst í vænd­is­húsum borg­ar­innar og selt sig þar hæst­bjóð­anda. 

Hann átti einnig að hafa lofað miklum fjár­mun­um, þeim til handa, sem gætu breytt honum úr manni í konu. Svall og eyðsla keis­ar­ans varð sífellt tryllt­ari og hann lét t.d. opna einka­böð keis­ara­hall­ar­innar fyrir almenn­ing svo hann gæti virt fyrir sér allt þetta nakta fólk og valið næstu leik­fé­laga sína. Þetta fór væg­ast sagt illa í marga heldri Róm­verja en var þó ekki það sem varð Elaga­balus að falli. Hann gekk of langt er hann tók sér eig­in­konu, því hann valdi mey eina sem þjón­aði í must­eri gyðj­unnar Vestu. Þær meyjar áttu að vera hreinar og óspjall­að­ar. Með þessu hafði Elaga­balus sýnt guðum Róm­verja full­komna óvirð­ingu. Hann reyndi einnig sífellt að ýta guð­inum Ela­h-Ga­baal inn í trú­ar­líf borg­ar­búa en Róm­verjar höfðu úr nægum guðum að velja og voru ekki spenntir fyrir þessum fram­andi sólguð. Reiði þeirra var mikil er Elaga­balus byggði must­eri til­einkað þessum guði í hjarta borg­ar­inn­ar, á Palat­in­hæð­um. Hann lét fórna ótölu­legum fjölda dýra, Ela­h-Ga­bal til heið­urs og stundum var mönnum fórn­að. 

Nú var Róm­verjum nóg boð­ið. Kyn­villa keis­ar­ans var nógu slæm að þeirra áliti en einnig var hann trú­vill­ing­ur? Nei, það gat ekki geng­ið. Elaga­balus var loks steypt af stóli. Er honum var til­kynnt að hann væri ekki lengur keis­ari og gæti hypjað sig á brott, varð hann fokreiður og æddi út á meðal þung­vopn­aðra her­manna sinna og skip­aði þeim að hlýða sér, enda væri hann ekki bara keis­ari, heldur einnig æðsti­prestur Ela­h-Ga­bal. Her­menn­irnir hlógu, brytj­uðu hann niður á staðnum og hentu lík­inu í ánna Tíber þar sem það flaut með straumnum og hvarf loks sjón­um. Elaga­balus var þá 18 ára og hafði verið keis­ari Rómar í fjögur ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar