Mynd: EPA

Samkvæmisdans Trump og Kim nær nýjum hæðum

Óvænt heimsókn Bandaríkjaforseta til Norður-Kóreu er annaðhvort hyllt sem sögulegt afrek eða fordæmd sem lélegt leikhús fyrir ljósmyndara.

„Trump for­seti gekk yfir aðgrein­ing­ar­lín­una rétt í þessu. Hann er þar með fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna til að heim­sækja land okkar [...] ég trúi, bara með því að horfa á gjörðir hans, að þetta sé tján­ing vilja hans að eyða allri óheppi­legri for­tíð og opna á nýja fram­tíð.“

„Ég vil bara segja að þetta er minn heið­ur. Ég bjóst eig­in­lega ekki við þessu. Við vorum í Japan fyrir G20 fund­inn, við komum yfir og ég sagði „Hey, ég er hérna, mig langar að hringja í Kim for­mann“ og við gátum hist og að stíga yfir þessa línu var mik­ill heið­ur. Miklar fram­farir hafa átt sér stað, mik­ill vin­skapur hefur mynd­ast og þetta hefur verið sér­stak­lega frá­bær vin­skap­ur. Þannig að mig langar að þakka þér, þetta var stuttur fyr­ir­vari og ég vill þakka þér.“

Slík voru orð Kim Jong-Un, for­seta Norð­ur­-Kóreu, og Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, á sögu­legum fundi þeirra á sunnu­dag­inn síð­ast­lið­inn. Trump steig yfir lín­una sem aðgreinir einskis­manns­landið á milli Norð­ur­-Kóreu og Suð­ur­-Kóreu og varð hann þar með fyrsti sitj­andi for­seti Banda­ríkj­anna til að stíga fæti á Norð­ur­-kóreska grundu.

Áður hafa Jimmy Carter og Bill Clinton heim­sótt Norð­ur­-Kóreu, en það var eftir að kjör­tíma­bili þeirra sem for­setar Banda­ríkj­anna lauk. Obama, George W. Bush og Reagan heim­sóttu aðgrein­ing­ar­lín­una en stigu ekki yfir landa­mærin til Norð­ur­-Kóreu, sam­kvæmt umfjöllun The New York Times.

Boðskort á Twitter - Eigum við að hittast(?)!

Líkt og Trump benti á var aðdrag­and­inn að heim­sókn­inni afar stutt­ur. Föstu­dag­inn síð­ast­lið­inn birti Trump færslu á Twitter síðu sinni þar sem hann sagð­ist vera í Suður Kóreu. Hann skrif­aði að ef Kim sæi færsl­una hans, hvort þeir ættu að hitt­ast á landa­mærum Norð­ur- og Suð­ur­-Kóreu, heils­ast og segja halló. Því má segja að boðskort­ið, ef kalla má það slíkt, hafi borist á Twitt­er.

Kim varð aug­ljós­lega við beiðn­inni og var mikið fjöl­miðla­fár á fund­inum sjálf­um. Nýr fjöl­miðla­full­trúi Hvíta húss­ins, Steph­anie Gris­ham, lenti í stimp­ingum með norð­ur­-kóreskum örygg­is­vörðum þegar hún reyndi að hleypa inn banda­rísku fjöl­miðla­fólki á fjöl­miðla­fund for­set­anna tveggja. Gris­ham, sem tók við starf­inu fyrir ein­ungis nokkrum dög­um, var marin eftir rysk­ing­arn­ar.

Starfs­fólk Trump var óund­ir­búið undir heim­sókn­ina, að því er kemur fram í umfjöllun The New York Times. Þurfti það að hafa sig allt við að hafa örygg­is- og skipu­lags­mál á hreinu á ein­ungis örfáum dögum sem vana­lega tekur vik­ur.

Þrátt fyrir gagn­rýni að ein­ungis hafi verið um leik­rit að ræða virð­ist eitt­hvað hafa komið úr sam­ræðum helj­ar­mann­anna tveggja. Ákveðið var að við­ræður á milli Banda­ríkj­anna og Norð­ur­-Kóreu um afvopnun kjarn­orku­vopna hins síð­ar­nefnda muni halda áfram.  Margir sér­fræð­ingar telja það þó ólík­legt að Norð­ur­-Kórea eyði öllum sínum kjarn­orku­vopnum líkt og Trump hefur kraf­ist.



Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, steig yfir línuna sem aðgreinir einskismannslandið á milli Norður-Kóreu og Suður-Kóreu og varð hann þar með fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til að stíga fæti á Norður-kóreska grundu.
EPA

Penna­vin­irnir Kim og Trump

Trump og Kim hafa á síð­ustu vik­um skipst á bréfum og kall­aði Kim eitt þeirra „frá­bært.“ Hann hrós­aði enn fremur Trump fyrir mikið hug­rekki. Trump kall­aði bréf sem hann fékk frá Kim „fal­legt“ ásamt því sem hann fékk afmæliskort frá Kim 14. júní síð­ast­lið­inn.

Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, sótti Norð­ur­-Kóreu heim vik­una áður. Xi eyddi tveimur dögum í Pyongyang, höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu, og er það fyrsta heim­sókn kín­versks leið­toga til lands­ins í 14 ár. Mik­ill skrúður var við heim­sókn Xi þar sem flutt var tón­list og dansað var fyrir Xi og aðra 110 þús­und gesti á stórum leik­velli í Pyongyang

Trump hefur vegið hart að bæði Xi og Kim frá því að hann tók við emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna. Til að mynda eiga Kína og Banda­rík­inn enn í við­skipta­erjum og hótar Trump reglu­lega að hækka tolla á kín­verskar vör­ur. Eftir fundi Banda­ríkj­anna og Kína á hann það þó til að segja að allt hafi gengið framar hans óskum og að von sé á að sam­skiptin þiðni.

Hvað næst?

Enn hefur eng­inn frétta­flutn­ingur af fundi Trump og Kim átt sér stað í Norð­ur­-kóreskum frétta­miðl­um. Sumir sér­fræð­ingar telja að í raun hafi fund­ur­inn ekki haft neina þýð­ingu á meðan aðrir benda á að fund­ur­inn tákni að hægt sé að semja að nýju, sam­kvæmt frétta­flutn­ingi BBC.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar