Lið leyniþjónustunnar og lið alþýðunnar

Þýsku knattspyrnufélögin Dynamo Berlin og Union Berlin, eiga sér merka sögu, sem Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, kynnti sér.

Flosi Þorgeirsson
dynamo vs union.jpg
Auglýsing

Jafn­vel þeir sem engan áhuga hafa á knatt­spyrnu hefðu vart getað annað en hrif­ist af taum­lausri ástríðu áhan­genda Union Berlin þann 27. maí síð­ast­lið­inn. Þá mætti liðið Stutt­gart í seinni hluta umspils um hvort liðið myndi fara í efstu deild­ina eða falla í aðra deild. Stuðn­ings­menn Union Berlin sungu hástöfum allar níu­tíu mín­út­urnar meðan leik­ur­inn stóð yfir og hlupu svo grát­andi og hlæj­andi inn á völl­inn til að faðma hetjur sín­ar. Union Berl­in, litla lið­inu frá aust­ur­hluta Berlín­ar, hafði tek­ist að leggja stór­veldið Stutt­gart og mun því leika í efstu deild á næsta vetri, í fyrsta sinn í sögu félags­ins. En hví er Union Berlin svona gíf­ur­lega vin­sælt lið í höf­uð­borg­inni? Margir telja að það sé í raun tölu­vert meiri stuðn­ingur við Union en liðið sem á í raun að vera „stóra“ liðið í Berlín en það er félag sem Íslend­ing­ur­inn Eyjólfur Sverr­is­son lék með lengi: Hertha Berl­in. 

Þeir sem þekkja lítið til knatt­spyrnu í  Þýska­landi telja eflaust að eitt af stór­liðum Þýska­lands hljóti að koma frá höf­uð­borg­inni. Það virð­ist vera ein­kenn­andi að a.m.k eitt sterkt lið komi það­an. PSG eru frá Par­ís, Chel­sea, Totten­ham og Arsenal frá London, Roma og Lazio frá Róm, Real og Atlét­ico frá Madrid. Þannig er það ekki í Þýska­landi. Hertha Berlin hefur á sér illt orð fyrir svindl, mút­ur, fjár­mála­mis­ferli og ofbeld­is­fulla áhan­gendur og hefur oftar en ekki verið aðhlát­ursefni þýskra knatt­spyrnu­unn­enda. Hertha er liðið sem reynir og reynir en tekst ekki neitt, þannig er ímynd „gömlu döm­unn­ar“ en það er gælu­heiti Hertha Berl­in.

Oft er mikill rígur milli liðanna og aðdáenda.Í aust­ur­hluta Berlínar eru Union tölu­vert vin­sælli en Hertha. Union eru þó ekki eina liðið í Aust­ur-Berlín og nú þurfum við að færa okkur til borg­ar­innar Dres­den og sjö­unda ára­tug­ar­ins. Þá var Þýska­landi skipt í austur og vestur og höf­uð­borg­inni var einnig skipt þannig. Flestir ættu að hafa heyrt minnst á Berlín­ar­múr­inn sem klauf borg­ina í tvennt ára­tugum sam­an. Dynamo Dres­den voru sig­ur­sælasta lið Aust­ur-Þýska­lands en hinum komm­ún­ísku ráða­mönnum fannst rétt­ara að besta lið lands­ins kæmi frá höf­uð­borg­inn­i. 

Auglýsing

Yfir­mönnum Dynamo Dres­den var til­kynnt að leik­menn þeirra yrðu færðir til Berlínar og myndu skipa þar nýtt lið. Ekki dugði að malda í móinn því sá sem stóð að baki þess­ari ákvörðun var maður að nafni Erich Mielke og nákvæm­lega eng­inn í Aust­ur-Þýska­landi vildi kalla reiði hans yfir sig. Erich Mielke var nefni­lega yfir­maður örygg­is­lög­regl­unnar ill­ræmdu, STASI.

Berliner FC Dynamo var stofnað í árs­byrjun 1966 og heið­urs­for­seti félags­ins var eng­inn annar en sjálfur Erich Miel­ke. Union Berlin höfðu nú eign­ast afar öfl­ugan and­stæð­ing í höf­uð­borg­inni. Mielke gerði sér grein fyrir að knatt­spyrna höfð­aði til almúg­ans og taldi að það yrði jákvætt ef sig­ur­sælasta lið lands­ins hefði teng­ingu við þá stofnun sem stæði vörð um öryggi rík­is­ins. Engu var til spar­að, Dynamo fékk bestu leik­menn­ina og bestu æfinga­að­stæð­ur. Leik­menn áttu að vera alþýðu­hetjur og félagið skyldi bera hróður komm­ún­ism­ans út fyrir land­stein­ana. 

Þetta þýddi að félagið mátti ekki tapa fyrir öðrum liðum í deild­inni. Dóm­arar þorðu ekki að dæma gegn lið­inu, þeim var ann­að­hvort mútað eða hót­að. Leik­menn voru nær aldrei dæmdir rang­stæð­ir, leik­menn ann­arra liða gátu átt von á heim­sókn frá lög­regl­unni ef þeir tækluðu leik­menn Dynamo og ekk­ert lið í deild­inni fékk eins oft víti og auka­spyrnur dæmdar sér í vil. Efni­legir leik­menn ann­arra liða voru umsvifa­laust fluttir til Dynamo Berl­in. Erich Mielke mætti á alla leiki og hélt veg­legar veislur til heið­urs leik­mönn­um. Nið­ur­staðan varð sú að Dynamo Berlin varð lang­besta lið Aust­ur-Þýska­lands og um leið hatað­asta lið lands­ins. Þeir voru STASI-lið­ið, lið leyni­þjón­ust­unnar sem fólk fyr­ir­leit og ótt­að­ist. 

En hvaðan kom þá Union Berl­in? Die Eisernen er gælu­heiti þeirra á þýsku og mætti kannski þýða sem „járn­karl­arn­ir“. Union Berlin er hrein­ræktað verka­manna­lið með teng­ingu við málm­iðn­að­inn. Í fyrstu léku þeir í bláum bún­ingum sem þóttu minna á sam­fest­inga þá sem málm­iðn­að­ar­menn klædd­ust. Auk þessa varð Union Berlin nú upp­á­halds­lið þeirra sem þoldu ekki STASI og komm­ún­ista­stjórn­ina. Að sama skapi var Dynamo Berlin lið þeirra sem studdu komm­ún­ismann og, oftar en ekki, þeirra sem höfðu það betur en almúg­inn í þessu alræð­is­ríki. Dynamo Berlin var upp­á­halds­lið ráða­manna og fjöl­skyldna þeirra. Oft varð heitt í kol­unum er þessi lið mætt­ust.

Mielke hampar verðlaunagrip. Í bakgrunni má sjá mynd af Erich Honecker (Kinokalender).Það getur þó orðið bið á því að Union Berlin og BFC Dynamo mæt­ist því allt breytt­ist er Þýska­land sam­ein­að­ist. Erich Mielke var hand­tek­inn, varpað í fang­elsi og STASI heyrði sög­unni til. Góðir leik­menn frá Aust­ur-Þýska­landi eins og t.d. Thomas Doll og Falko Götz gengu til liðs við félög í vestri. BFC Dynamo var skyndi­lega orðið smálið en þó ennþá hatað og fyr­ir­lit­ið. Sam­ein­ingin var heldur ekki auð­veld fyrir Union Berl­in, fjár­magn var af skornum skammti en það var þessi gíf­ur­legi stuðn­ingur og ást á lið­inu sem bjarg­aði þeim. 

Árið 2004 rambaði liðið á barmi gjald­þrots. Aðdá­endur gripu þá til þess ráðs að gefa blóð en fyrir það fékkst smá fé. Þessi her­ferð var kölluð Blu­ten für Union, fólk gaf bók­staf­lega blóð sitt fyrir félag­ið. Þessi her­ferð vakti athygli og aðdáun og félag­inu tókst að forða sér frá gjald­þroti. Nokkrum árum seinna blasti við annað vanda­mál. Leik­vangur félags­ins og æfinga­svæðið þörfn­uð­ust end­ur­nýj­unar en fjár­magn vant­að­i. 

Aðdá­end­ur, margir þeirra tré - og húsa­smið­ir, fjöl­menntu þá á svæðið þús­undum saman og tóku til við að smíða og byggja. Allir gáfu vinnu sína. Union Berlin er nú komið í deild með þeim bestu en BFC Dynamo kúldr­ast í neðri deildum og reynir að losna við sína svörtu for­tíð. Það hefur ekki gengið sem skyldi því þótt félagið sé ekki lengur tákn­mynd fyrir hið sós­íal­íska fyr­ir­mynd­ar­ríki þá hefur það nú laðað að sér nýnas­ista og annan óþjóða­lýð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar