Mynd: EPA

Bandaríkin gætu reynst Íslandi erfið innan Norðurskautsráðsins vegna loftslagsmála

Bandaríkin neituðu að skrifa undir viljayfirlýsingu ráðsins vegna klausu um loftslagsbreytingar. Loftslagsmál eru hins vegar hornsteinn stefnu Íslands í nýju formennskusæti innan ráðsins.

Bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum er horn­steinn for­mennsku­á­ætl­unar Íslands í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna neit­aði að skrifa undir sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu ráðs­ins í maí síð­ast­liðnum vegna þess að þar var minnst var á lofts­lags­breyt­ing­ar. Því er ljóst að Banda­ríkin gætu reynst Íslandi fjötur um fót þegar kemur að stefnu Íslands á norð­ur­slóð­um.

Ísland tók við for­mennsku til tveggja ára í Norð­ur­skauts­ráð­inu 7. maí síð­ast­lið­inn þegar Ísland tók við af Finn­landi og verður við for­mennsku næstu tvö árin. Í kynn­ing­ar­ræðu sinni á for­mennsku­á­herslum Íslands sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, mál­efni norð­ur­slóða vera for­gangs­at­riði ut­an­rík­is­stefnu Íslands.

Norð­ur­skauts­ráðið skipa átta aðild­ar­ríki, það eru Norð­ur­löndin fimm, Banda­rík­in, Rúss­land og Kana­da, auk sex sam­taka frum­byggja á norð­ur­slóð­um. Enn fremur eiga þrettán ríki áheyrn­ar­að­ild að ráð­inu auk fjöl­margra sam­taka og stofn­ana. 

Hvað ætlar Ísland að gera?

Ljóst er að hlut­verk norð­ur­slóða í lífi Íslend­inga mun stækka á næstu árum. Það er einna helst vegna vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga og hop­unar íss. Hopun íss auð­veldar skipa­flutn­inga um norð­ur­slóðir sem gæti stytt flutn­ings­tíma vara frá Asíu til Evr­ópu til muna. Kín­versk fyr­ir­tæki eru til að mynda farnir að huga að frek­ari sigl­ing­um um norð­ur­slóð­ir.

Áherslu­mál Íslands í for­mennsku­sæti eru þrjú: lofts­lags­mál og grænar orku­lausnir, mál­efni hafs­ins og að lokum fólkið og sam­fé­lög á norð­ur­slóð­um. Enn fremur verður sér­stak­lega unnið að því að styrkja Norð­ur­skauts­ráð­ið.

Í for­mennsku­á­ætlun Ís­lands segir að Ísland muni leggja áherslu á grein­ingu og vöktun á breyt­ing­un­um, enda valdi hlýn­un „nú þegar áþreif­an­legum og víxl­verk­andi breyt­ingum á nátt­úru­fari. ­Nefna má hopun íss og snæv­ar, inn­streymi ferskvatns til Norð­ur­-Ís­hafs­ins og súrnun sjáv­ar” sem hafi bæði áhrif á sam­fé­lög og efna­hags­líf á svæð­inu. Enn fremur sé mik­il­vægt að skipta úr jarð­efna­elds­neyti yfir í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

Hvað varðar mál­efni hafs­ins ætla íslensk stjórn­völd að efna til alþjóð­legrar vís­inda­ráð­stefnu í Reykja­vík vorið 2020. Meg­in­efnið verður eðli og útbreiðsla plast­meng­unar í sjó, áhrif á líf­ríkið og mögu­legar lausn­ir. 

Áherslumál Íslands í formennskusæti eru þrjú: loftslagsmál og grænar orkulausnir, málefni hafsins og að lokum fólkið og samfélög á norðurslóðum. Enn fremur verður sérstaklega unnið að því að styrkja Norðurskautsráðið.
Mynd: Bára Huld Beck

Í áætl­un­inni segir varð­andi fólkið á norð­ur­slóðum að umhverf­is­breyt­ingar orki „­með marg­vís­legum hætti á sam­fé­lög og lífs­af­komu þeirra. Styrkja verður við­náms­þol við­kvæmra byggða í norðri en sam­fé­lög frum­byggja eru að ýmsu leyti ber­skjald­aðri en önnur fyrir þessum breyt­ing­um.“

Því er hægt að segja að öll áherslu­málum for­mennsku­á­ætl­unar Íslands í Norð­ur­skauts­ráð­inu við komi lofts­lags­mál­um.

Hvernig munu íslensk stjórn­völd tækla Banda­rík­in?

Van­inn innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins er að gefa út sam­eig­in­lega form­lega yfir­lýs­ingu allra með­lima­ríkja ráðs­ins við lok for­mennsku rík­is. Við lok for­mennsku Finna í Norð­ur­skauts­ráð­inu í maí síð­ast­liðnum var hins vegar staðan önnur því ekki var skrifað undir sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu. Í stað­inn var gefin út yfir­lýs­ing for­manns­ins og ráð­herra­yf­ir­lýs­ing. Aldrei hefur það gerst áður að ekki hafi náðst sam­komu­lag um ályktun af þessu tagi.

Ástæðan var sú að Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, neit­aði að skrifa undir yfir­lýs­ingu sem nefndi lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Í við­tali við Morg­un­blaðið sagði Guð­laugur Þór að ekki væri hægt að taka við Norð­ur­skauts­ráð­inu á meiri krefj­andi tíma heldur en núna. Þegar hann var spurður út í yfir­lýs­ing­una sem ekki var gefin út sagði hann að nið­ur­staðan væri sú „að fara þessa leið að vera með sam­eig­in­­lega ráð­herra­yf­­ir­lýs­ingu, söm­u­­leiðis var yf­ir­lýs­ing frá for­­manni og við höf­um fengið mjög góð við­brögð við okk­ar áhersl­­um. Þannig að þetta er gott vega­­nesti fyr­ir okk­ur næstu árin.“

Ekki ástæða að gera of mikið úr ágrein­ingi

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins sé sneitt hjá þeim mál­efnum sem vitað er að aðild­ar­ríkin deila um og fisk­veiðar og hern­að­ar­ör­yggi tekin sem dæmi. Alþjóð­legt sam­starf um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda færi ekki fram á vett­vangi ráðs­ins, að því er segir í svar­inu. Fremur miði starf ráðs­ins ­sem teng­ist lofts­lags­breyt­ingum að vakta breyt­ingar á svæð­inu og miðla upp­lýs­ing­um.

Ekki er því ástæða til að gera of mikið úr ágreiningi þar enda eru aðildarríkin átta og frumbyggjasamtökin í grunninn sammála um að stuðla að sjálfbærri þróun á norðurslóðum og hagsæld íbúanna sem þar búa

Varð­andi Banda­ríkin segir í svar­inu að „allar ákvarð­anir Norð­ur­skauts­ráðs­ins eru teknar með sam­hljóða sam­þykki og þegar átta ríki eiga í hlut blasir við að gera þarf mála­miðl­anir til að kom­ast að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu. Á ráð­herra­fund­inum í Rovaniemi í Finn­landi 6.-7. maí sl. und­ir­rit­uðu allir utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­skauts­ráðs­ins sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu og sam­þykktu verk­efna­á­ætl­anir sem m.a. gera Íslandi kleift að fram­kvæmda for­mennsku­á­ætlun Íslands. Afstaða Banda­ríkja­manna í lofts­lags­málum sem fram kom á fund­inum í Rovaniemi breytir engu þar um. Ekki er því ástæða til að gera of mikið úr ágrein­ingi þar enda eru aðild­ar­ríkin átta og frum­byggja­sam­tökin í grunn­inn sam­mála um að stuðla að sjálf­bærri þróun á norð­ur­slóðum og hag­sæld íbú­anna sem þar búa.“

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir enn fremur að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvaða mála­miðl­anir verði gerðar við lok for­mennsku Íslands. Enn fremur sé Ísland sann­ar­lega ekki að sneiða hjá umræðu um ­lofts­lags­breyt­ingar á þessum vett­vang­i. 

And­staða gegn umræðu um lofts­lags­mál ekk­ert nýtt

And­stæða stjórnar Trump við nokkru sem við kemur lofts­lags­breyt­ingum er ekki nýtt af nál­inni. Trump dró Banda­ríkin úr Par­ís­ar­sátt­mál­anum og hefur Land­bún­að­ar­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna lagt bann við að minn­ast á lofts­lags­breyt­ingar í opin­berum skjöl­um.

Í öllu falli er ljóst er að sam­skipti Banda­ríkj­anna og Íslands eru enn sterk. Til að mynda kom utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, í óvænta heim­sókn til Íslands í febr­úar síð­ast­liðn­um. Ræddi hann við Guð­laug Þór um norð­ur­slóð­ir, öryggi, varnir og við­skipti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar