Fasismi í 100 ár

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur fjallar um fasisma og öfgar í Evrópu.

mussolini.jpg
Auglýsing

Í byrjun júní á þessu ári var land­göngu Banda­manna á ströndum Norm­andí í Frakk­landi árið 1944 fagn­að. Um var að ræða stærstu og mestu land­göngu stríðs­sög­unn­ar. Ekki eru liðin nema 75 ár frá þessum atburði, sem er stutt í sögu­legu sam­hengi. Þús­undir ungra manna óðu á land undir vél­byssu­hríð Þjóð­verja.

Hverju voru hinir ungu her­menn að ganga (og berjast) gegn? Jú, versta hug­mynda­fræði­kerfi sem fundið hefur verið upp; Nas­ism­an­um, og for­ingja hans, Adolf Hitler. Ekki skal farið frekar út í nas­i­sam­ann hér, en bent á að að hann er afsprengi ann­ars álíka fyr­ir­bær­is, sem frekar skal fjallað um hér að neð­an; Fas­isma Ítal­ans Benitos Mus­sol­in­is. 

En til að gera langa sögu stutta, þá tókst land­ganga Banda­manna giftu­sam­lega, kost­aði sitt, en á end­anum unnu Banda­menn sigur á Þriðja ríki Hitlers, sem hrundi saman á vor­dögum í Berlín árið 1945. Rússar komu sem járn­hnefi úr austri og á móti þeim komu Bret­ar, Frakkar og Banda­ríkja­menn (meðal ann­ars í gegnum Ítal­íu).

Auglýsing

Fas­ismi er megin umfjöll­un­ar­efni þess­arar grein­ar, en fyrr á þessu ári var öld liðin frá því að þetta hug­mynda­fræði­kerfi varð til á Ítal­íu. Það má með nokk­urri vissu segja að fas­ism­inn hafi orðið til á vor­dögum 1919 á Ítalíu og þar var fyrsti fas­ista­flokk­ur­inn stofn­aður (Partito Nazionale Fascista).

Á að fagna afmæli fyr­ir­bæra eins og fas­is­ma? Er það eitt­hvað til að halda upp á að jafn hat­urs­full fyr­ir­bæri eins og fas­ismi eigi afmæli? Og á að minn­ast manna eins og Benito Mus­sol­ini með ein­hverjum hætti? Eiga þeir skilið að vera hluti af sam­eig­in­legu minni okk­ar?

Svarið er að mínu mati já, ég tel vera nauð­syn­legt að halda til haga þeim grimmda­verkum sem voru framin í nafni fas­ism­ans (og síðar nas­ism­ans), vegna þess að þau eru þess eðlis að þau megi ekki gleym­ast. Um er að ræða millj­ón­ir, jafn­vel, tugi millj­óna manns­lífa. Fer eftir því hvernig við reikn­um.

Skipu­lögð minn­is­bæl­ing

Hitt er hins­vegar reynt, þ.e.a s. að bæla óþægi­legar minn­ing­ar, líkt og Jap­anir hafa gert í sam­bandi við ýmis grimmd­ar­verk sem fram voru af hinu fasíska keis­ara­veldi Japan á fyrri hluta síð­ustu ald­ar, t.d. fjöldamorð­unum í Nank­ing , þáver­andi höf­uð­borg Kína, frá miðjum des­em­ber 1937 og fram í jan­úar 1938. Þá myrtu jap­anskir her­menn um 300.000 íbúa borg­ar­inn­ar; karla, kon­ur, börn og gam­al­menni á grimmasta mögu­lega hátt. Japönsk stjórn­völd á þessum tíma og út alla seinni heims­styrj­öld voru síst skárri en nas­istar varð­andi grimmi­legt fram­ferði og öfga­hyggju ýmis­kon­ar. Annað nýrra dæmi um skipu­lagða ,,minn­is­bæl­ingu“ er með­ferð kín­verskra stjórn­valda á fjöldamorð­unum árið 1989 á Torgi hins himneska friðar í Pek­ing, þar sem óþekktur fjöldi var drep­inn (tugir/hund­ruð/­þús­und­ir­?), en engin opin­bert tala er til um þetta, og verður senni­lega aldrei. Um var að ræða mót­mæli stúd­enta og almennra borg­ara, sem vildu aukið frelsi í land­inu og berj­ast gegn spill­ingu í alræð­is­rík­inu Kína.

Hvað er fas­is­mi?

En hvað var fas­ismi og úr hvaða umhverfi spratt þetta fyr­ir­bæri? Eftir fyrri heims­styrj­öld var Ítalía í sárum, rétt eins og margar aðrar þjóðir Evr­ópu. Ítalir komu inn í stríðið árið 1915 í lið Banda­manna (Bret­ar, Frakk­ar, og Rússar stærstir þar), og misstu allt að 600.000 her­menn. Saga Ítal­íu, sem sam­ein­að­ist í eitt ríki aðeins um 40 árum fyrr (um 1870) í sam­bandi við fyrra stríð er mjög flókin og óreiðu­kennd og verður ekki farið nánar í hana hér. 

En þegar upp­gjörið vegna fyrri heims­styrj­aldar fór fram með Ver­sala­samn­ingum (28.júní 1919)  fannst þeim gengið fram hjá sér og olli það mik­illi gremju meðal þeirra. Í þeim samn­ingum var skuld­inni vegna stríðs­ins skellt á Þjóð­verja og þeir dæmdir til að greiða gríð­ar­legar stríðs­skaða­bæt­ur.

Í umrót­inu eftir fyrri heims­styrj­öld var ungur maður á Ítalíu að nafni Benito Mus­sol­ini, kenn­ari/­blaða­mað­ur­/­út­gef­andi og sós­í­alisti (sem hann virð­ist hafa fengið í arf frá föður sín­um). Deilur á milli sós­í­alista um afstöð­una til stríðs­ins leiddu á sínum tíma til þess að Mus­sol­ini var rek­inn úr flokki þeirra. Hann var fyrst hlynntur hlut­leysi Ítala, en gerð­ist síðar stuðn­ings­maður þátt­töku þeirra í fyrri heims­styrj­öld, barð­ist þar sjálfur og særð­is­t. 

Hann hafði í kringum sig fylg­is­menn úr svoköll­uðum ,,Ar­dit­i-­sér­sveit­um“ (kall­aðir ,,Hinir hug­rökku“). Í stríð­inu höfðu þeir lent í hörðum átökum og þá reynslu sem þeir fengu þar, nýttu þeir sér til fulln­ustu að stríð­inu loknu. Aðal­lega þó til þess að fremja ofbeldi. Menn­irnir sem Mus­sol­ini treysti hvað mest á hafa verið kall­aðir ,,að­als­menn skot­grafanna“.

Ofbeld­is­mað­ur­inn Mus­sol­ini

Frá unga aldri virð­ist sem Mus­son­lini hafi verið ofbeld­is­mað­ur, hann hafði t.d. mikið dálæti á hnífum og var rek­inn úr skóla vegna atviks þar sem hann beitti hníf. Hann er líka sagður hafa verið mik­ill kvenna­maður og sængað hjá hund­ruðum kvenna. Og beitt sumar þeirra grófu ofbeldi, jafn­vel nauðg­að. Einnig lét hann loka fyrrum eig­in­konu sína á geð­veikra­hæli, þar sem hún var síðan barin til bana. Nokkrum árum síðan lét hann svo myrða son þeirra, Benito Albino, sem þá var aðeins 26 ára gam­all, með eit­ur­sprautu. Einnig lét hann drepa tengda­son sinn á dögum seinni heims­styrj­ald­ar.

Ofbeldi fas­ista beind­ist mest gegn þeim hópum sem þeir töldu and­stæð­inga sína, en það voru aðal­lega sós­í­alistar og frjáls­lynd­ir. Eins og fyrr sagði var Mus­sol­ini rek­inn úr flokki sós­í­alista og má þar ef til vill finna gremju hans í garð þeirra. Sla­venskt fólk (Serbar/Króat­ar), sam­kyn­hneigð­ir, sem og gyð­ingar urðu einnig fyrir barð­inu á fas­ist­um, sem hrein­lega dýrk­uðu ofbeldi. Skefja­laust ofbeldi var verk­færi þeirra til að ná póli­tískum mark­mið­um.

Í sem stystu máli má segja að fas­ismi sé kúg­un­ar­stefna. Fas­ismi miðar að því að allt sam­fé­lagið er sett undir einn sterkan leið­toga, allar aðrar skoð­anir en hans eru bann­að­ar, allt það sem við köllum almenn mann­rétt­indi eru van­virt og þau fótum troð­in. Þessu er náð fram með ofbeldi og kúg­un. Enda gengu fas­istar um á Ítalíu og gerðu einmitt það; kúg­uðu og myrtu. Á árunum 1926-1943 voru þús­undir and­stæð­inga fas­ista fluttir í ein­angrun á ýmsum eyjum og í smá­bæjum á S-Ítal­íu. Í allt er talið að fórn­ar­lömb fasimans á tímum Mus­sol­ini sé um milljón manna (her­menn og almennir borg­ar­ar).



Fas­ismi (og síðar nas­is­mi) er hug­mynda­fræði reið­innar og illsk­unn­ar. Bæði Mus­sol­ini og Hitler voru reiðir og sárir menn sem fengur útrás fyrir reiði sína vegna slæmrar útreiðar Ítalíu og Þýska­lands í fyrri heims­styr­öld. Hitler var til dæmis æfur vegna Ver­sala­samn­ing­anna og skil­yrða þeirra. Fas­istar voru meðal ann­ars fúlir vegna þess að þeir fengu ekki þau svæði sem þeir vild­u. 

Fas­istar afneita skyn­sem­is­hyggju, þeir horfðu til for­tíðar og til glæsi­tíma Róma­veld­is, enda sást það t.d. á bún­ingum og klæðn­aði bæði fas­ista og nas­ista. Ein­kenn­is­tákn fas­ism­ans er egg­vopn (fasci­o), en notkun þess má rekja allt aftur til daga hins gamla heims­veld­is. Hern­að­ar­hyggja er ríkj­andi, þeir eru öfga­þjóð­ern­is­sinnar og að þeirra mati eru her­inn og þjóðar­ör­yggi gríð­ar­lega mik­il­væg fyr­ir­bæri í sam­fé­lag­inu. Fas­istar fundu sér sam­eig­in­lega óvini og stjórn­uðu öllum fjöl­miðl­um, urðu braut­ryðj­endur í stjórn­málum múgæs­ing­ar, heila­þvotti og áróðri, enda Mus­sol­ini tal­inn mjög góður ræðu­maður og tal­inn hafa haft yfir að ráða miklum sann­fær­ing­ar­krafti. Bæði hann og síðar Hitler, æfðu sig stíft í áróð­urs og ræðu­tækni, m.a. hvernig lík­am­anum er beitt til að ná til­ætl­uðum áhrif­um.

Árið 1922 komust fas­istar til valda á Ítalíu og gegn­sýrðu allt ítalskt sam­fé­lag með boð­skap sín­um. Mus­sol­ini gerði svo band­lag við Hitler, Ítalir urðu hluti af Öxul­veld­unum ásamt Japan og tóku síðan fullan þátt í seinni heims­styrj­öld­inni. En árið 1943 hrökkl­að­ist Mus­sol­ini frá völd­um, enda hrak­farir Ítala í stríð­inu nið­ur­læg­ing fyrir land­ið. Inn­rás hans í Grikk­land árið 1940 var til dæmis alger­lega mis­heppnuð og Hitler þurfti að bjarga félaga sínum fyrir horn. Mus­sol­ini ákvað hana einn síns liðs. Þrátt fyri hrak­far­irnar sagð­ist hann vera gáf­aðsti mað­ur­inn sem heim­ur­inn hefði augum lit­ið.

Innrásin í Normandí markaði þáttaskil í seinna stríði. Kúlnahríð Þjóðverja dundi á hermönnum sem gengu á land.

Eftir að hafa misst völdin var Mus­sol­ini (Il Duce - ,,stjór­inn“) hand­tek­inn og settur í varð­hald. Adolf Hitler fyr­ir­skip­aði hins­vegar per­sónu­lega að honum yrði bjargað og djörf sér­sveitar­að­gerð í sept­em­ber það ár náði því tak­marki. Sett var upp lýð­veldi fyrir kall­inn á Norð­ur­-Ítal­íu, sem stóð þar til Banda­menn náðu land­inu a sitt vald. Í lok apríl 1945 lagði Mus­sol­ini á flótta, en var þá hand­tek­inn af ,,par­tí­sön­um“ (sós­í­alist­um) í and­spyrn­unni. Svo fór að Mus­sol­ini og frilla hans, Clara Petacci, voru tekin af lífi. Líkum þeirra var síðan mis­þyrmt og hengd upp til sýn­is. Menn sem skapa grimm örlög, hljóta oft grimm örlög sjálf­ir.

Fas­ism­inn breiðir úr sér

En fas­ism­inn hafði breytt úr sér, fræjum illsk­unnar hafði verið sáð. Á Spáni komst fas­ist­inn Franco til valda algerra valda eftir grimmi­legt borg­ara­stríð á árunum 1936-1939. Valda­tíð hans stóð til 1974. Í Portú­gal var á nán­ast sama tíma­bili það sem skil­greina mætti að minnsta kosti sem hálf­-fasíska stjórn. Leið­togi hennar var hag­fræð­ing­ur­inn Ant­onio Sal­az­ar, en hann náði völdum í valdráni hers­ins árið 1926. Hann var ákafur stuðn­ings­maður Francos og reiddi sig á her­inn og örygg­is­lög­reglu til að halda völd­um. Rit­skoðun var grimmi­lega beitt. Þessi tvö Evr­ópu­lönd voru því undir alræð­is­stjórnum allt fram á miðjan sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, er þeim tókst að varpa okinu af sér.

Her­for­ingja­stjórnir í Suð­ur­-Am­er­íku

Fjöl­margar rík­is­stjórnir í ýmsum löndum Mið og S-Am­er­íku mætti líka kalla hálf­-fasískar og víst er að að þær eru í það minnsta harð­stjórn­ir, mann­rétt­indi hafa verið fótum troðin og hrika­leg grimmd­ar­verk fram­in, þar sem þús­undir eða tug­þús­undir misstu líf­ið. Fræg­ustu dæmin eru ef til vill frá Chile (stjórn Augu­sto Pin­ochet) og Argent­ínu (allt frá Juan Peron um 1930), en einnig mætti nefna Bras­ilíu og Parag­væ. Í dag­legu tali hafa þessar stjórnir verið kall­aðar ,,her­for­ingja­stjórn­ir“ en þær eiga það flestar sam­eig­in­legt að kúga almenna borg­ara og fremja mann­rétt­inda­brot. Í bæði Chile og Argent­ínu (,,­Skítuga stríð­ið“ frá 1974-1983) er talið að þús­undir manna (mest vinstri­s­inn­ar) hafi horfið og hlotið dauða. Í síð­ara land­inu léku t.d. dauða­sveitir lausum hala og á það við um fleiri lönd í Mið og S-Am­er­íku. Fjöl­margar af þessum stjórnum nutu stuðn­ings Banda­ríkja­manna, meðal ann­ars í Guatemala og El Salvador.

Hið svo­kall­aða ,,fimmta lýð­veldi“ Bras­ilíu (stærsta land S-Am­er­íku) var her­for­ingja­stjórn á árunum 1964-1985. Nú er þar aftur kom­inn til valda mað­ur, Jair Mess­í­as(!)­Bol­son­aro, sem sjálfur er fyrrum her­for­ingi og hefur ekki leynt sínum fasísku til­burð­um. Gengur þar fas­ism­inn í end­ur­nýjun í líf­daga?

Sal­vini og vagga fas­ism­ans

En hvað með Ítalíu sjálfa? Vöggu fasimans? Stjórn­mál Ítalíu eftir seinna stríð voru skraut­leg og lengi vel var það þannig að nán­ast var skipt um rík­is­stjórn með árs milli­bili. Það breytt­ist þegar Sil­vio Berlusconi komst til valda vorið 1994 og honum tókst að vera í emb­ætti í næstum ára­tug. Hann var sjálfur sak­aður um ,,al­ræð­istil­burði“ og þótti vera lýð­skrum­ari (,,pop­u­list“) í sinni nálgun á stjórn­mál.

Í núver­andi stjórn Ítalíu er það hins­vegar inn­an­rík­is­ráð­herra lands­ins, Matteo Sal­vini, sem hefur verið í kast­ljós­inu. Í nýlegu við­tali við Time lét hann í ljós andúð sína á sós­í­alistum og þá hefur hann í ræðum vísað til hluta í ítal­skri sögu frá byrjun síð­ustu aldar og á því að minnsta kosti tvennt sam­eig­in­legt með Mus­sol­ini; for­tíð­ar­þrá og sterka andúð á sós­í­alist­um. Sal­vini hefur það á stefnu­skrá sinni að sundra ESB, en hann hefur setið á Evr­ópu­þing­inu frá 2004. 

Inn­flytj­endur eru eitur í hans beinum (sam­eig­in­legur óvin­ur) og vill hann með öllum ráðum hindra að þeir komi til Ítal­íu. Hann talar hins­vegar ekki um það að inn­flytj­endur frá Ítalíu streymdu á sínum tíma til Banda­ríkj­anna, í leit að betra lífi, rétt eins og þeir flótta­menn sem (flest­ir) eru að flýja stríð og hörm­ungar og vilja ú öðl­ast betra líf í Evr­ópu. Sal­vini hefur verið flokk­aður sem það sem kallað er ,,sterkur leið­togi“ (,,­strong­man“ á ensku).

Vill sekta góð­gerð­ar­sam­tök

Fyrir skömmu var gefin út sér­stök ,,ör­ygg­is­til­skip­un“ frá Sal­vini, þar sem sam­tök sem vilja bjarga flótta­mönnum á Mið­jarð­ar­haf­inu, geta hlotið sekt allt að 50.000 evrur (7 millj­ón­ir) geri þau það án leyfis ítal­skra stjórn­valda. Árið 2017 tóku Ítalir á móti um 170.000 flótta­mönn­um, en til sam­an­burðar tók Þýska­land á móti um einni milljón flótta­manna árið 2016. Ítalir eru um 60 millj­ónir en íbúar Þýska­lands eru um 82 millj­ón­ir. Af þessu sést að ítalskt sam­fé­lag er alls ekki að fara á hlið­ina vegna flótta­manna. Sal­vini segir hins­vegar að þeir fremji fjölda glæpa og hefur hann kallað inn­flytj­endur ,,latan glæpa­lýð.“ Hins­vegar hefur glæpum fækkað veru­lega á Ítalíu frá 2007 og ekk­ert sem bendir til þess að inn­flytj­endur séu ,,glæpa­lýð­ur“ – eins og áhuga­verð grein frá London School of Economics frá árinu 2018 bendir á. Þessar full­yrð­ingar virð­ast því vera út í loftið og fyrst og fremst settar fram í póli­tískum til­gangi.

Öfga­flokkar vilja mynda banda­lag

Eftir kosn­ing­arnar til Evr­ópu­þings­ins fyrr á þessu ári (þar sem sumum hægri og þjóð­ern­is-öfga­flokkum gekk vel, ekki þó öll­um) hafa Sal­vini og Mar­ine Le Pen frá Frakk­landi reynt að stofna banda­lag flokka sem eru and­snúnir ESB. Vænt­an­lega er mark­mið þeirra að reyna að leysa sam­bandið upp. En gall­inn við þetta er að öfgarnar hjá þessum hópum eru oft það miklar og áherslur svo ólíkar að þeim tekst í raun ekki að vinna sam­an. Til dæmis hefur Sal­vini verið að daðra við Rússa (Pútín) að ýmsu leyti, en það þola pólskir þjóð­ern­is­sinnar alls ekki, þar sem hjá þeim er um land­lægt hatur á Rússum að ræða. Meðal ann­ars er talið að Rússar hafi boðið flokki Sal­vinis fjár­stuðn­ing fyrir Evr­ópu­kosn­ing­arn­ar. Þá er einnig áhuga­verð frétt Was­hington Post um stuðn­ing frá tékk­nesk/rúss­neskum banka til Le Pen árið 2014. Allir sem fylgj­ast með stjórn­málum vita að Vla­dimír Pútín er ekki mik­ill lýð­ræð­is­sinni, og það sem við getum kallað ,,rúss­neskt lýð­ræði“ er það sem kalla mætti ,,gervilýð­ræð­i“, þar sem Pútín stjórnar nán­ast öllu í rúss­nesku stjórn­kerfi og sam­fé­lagi, þar á meðal fjöl­miðl­um.

Fas­ism­inn á rætur að rekja til þjóð­fé­lag­s­ólgu sem skap­að­ist eftir mesta stríð sem mann­kynið hafði séð fram að því, með ógn­væn­legu mann­tjóni. Fas­ismi er mann­fjand­sam­leg stefna og hug­mynda­fræði. Hún er líka ,,kyn-fj­and­sam­leg“ þar sem hún var borin uppi af ofbeld­is­fullum karl­mönnum og ein­stak­lingum sem dýrk­uðu ofbeldi.

Efna­hag­skreppan 2008 og borg­ara­stríð í Sýr­landi frá 2011 (vitum ekki hvenær því lýk­ur) eru hins­vegar það elds­neyti sem hefur kynt undir ýmsum öfga­öflum í Evr­ópu á síðstu árum (þó mörg þeirra eigi sér lengri sög­u). Sú óreiða og sundr­ung sem fylgdi krepp­unni og nýr sam­eig­in­legur óvinur (flótta­menn) er besta mögu­lega elds­neytið fyrir öfga og menn með ein­faldar lausn­ir. Gott dæmi eru aðgerðir Vikt­ors Orbans í Ung­verja­landi á und­an­förnum árum, en þar eru einnig tveir öfl­ugir öfga­flokk­ar, Jobbik og Fidez, sem hegða sér nán­ast eins fas­ist­ar. Mikið af þeirri póli­tísku gremju sem brot­ist hefur út í land­inu á und­an­förnum árum (meðal ann­ars með lokun landamæra) á sér einnig rætur í fyrri heims­styrj­öld, en tví­ríkið Aust­ur­rík­i-Ung­verja­land, var einn helsti ger­andi þess hild­ar­leiks og leyst­ist upp í stríðs­lok.

Sú frjálsa Evr­ópa sem við höfum hins­vegar van­ist eftir seinna stríð byggir á gildum sem eru frjáls­lynd, mann­væn og hún hefur sett mann­rétt­indi og lýð­ræði á odd­inn. ESB var stofnað á sínum tíma til þess að slíðra þau sverð sem höfðu hoggið álf­una í spað á árunum 1939-1945, mest þau sem Frakkar og Þjóð­verjar höfðu notað hvor gegn öðrum í gegnum tíð­ina.

Viljum við hverfa aftur til óvissu um þetta? Viljum við tefla þessu í tví­sýnu? Held ekki. Þess­vegna verður að berj­ast af öllu afli gegn öllum til­hneig­ingum í átt til fas­is­ma, öfga og alræð­is­hyggju. Það er hlut­verk ein­stak­linga og stjórn­mála­afla sem aðhyll­ast frelsi, almenn mann­rétt­indi, lýð­ræði og frjáls­lyndi. Auð­veld­lega er hægt að kippa lýð­ræð­inu úr sam­bandi, rétt eins og Adolf Hitler gerði eftir valda­töku sína í Þýska­landi árið 1933. Sagan getur end­ur­tekið sig og því er nauð­syn­legt að vera á varð­bergi.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala­há­skól­anum í Sví­þjóð.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar