Mynd: Landsvirkjun

Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári

Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.

Græn skír­teini, eða upp­runa­á­byrgð raf­orku, eru afar umdeild. Þeim hefur ýmist verið hampað sem eitt af lyk­il­at­rið­unum í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ingar eða gagn­rýnd fyrir að vera eins konar afláts­bréf í lofts­lags­mál­um. Gagn­rýnendur telja að skír­teinin geti skaðað ímynd Íslands erlendis þar sem á bók­haldi raf­orku­reikn­inga komi út eins og Ísland noti kjarn­orku. 

Fylgj­endur grænna skír­teina telja þó að það sé aðeins um bók­hald raf­orku að ræða, ekki raun­veru­lega notk­un, og að grænu skír­teinin séu Íslandi jákvæð, auk þess sem þau hafi skilað um 850 millj­ónum í hagnað á ári.

Yfir­lýstur til­gangur skír­tein­anna er að hvetja til fram­leiðslu grænnar orku. Fyr­ir­tæki geta keypt græn skír­teini til þess að sýna fram á að þau styðji við upp­bygg­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. Þar með getur fyr­ir­tæki í Evr­ópu, þar sem öll orka bland­ast saman inn á sama flutn­ings­net­ið, það er kola­orka, græn orka og kjarn­orka, keypt grænu skír­teinin til þess að styðja við umhverf­is­vænni orku­fram­leiðslu. Þar með verður fjár­hags­legur hvati til að fram­leiða græna orku sem yfir lengri tíma muni fækka kola- og kjarn­orku­verum og auka fram­leiðslu grænnar orku. 

Skír­teinin umdeild á Íslandi

Magnús Þór Ásmunds­son, for­stjóri Fjarða­áls sagði í við­tali við RÚV í júní sölu á grænu skír­teinum frá land­inu virka eins og afláts­bréf í lofts­lags­mál­um. Hann sagði stimp­il­inn um græna orku vera seldan til ann­arra landa sem gæti seinkað úrbótum þar. 

„Það má segja að með þessu séu Íslend­ingar að selja erlendum fyr­ir­tækjum afláts­bréf sem gerir þeim kleift að fresta sínum umbótum í lofts­lags­mál­um. Þetta getur verið ímynd­ar­mál fyrir Ísland og nokkuð sem ég myndi beina til stjórn­valda hvort að við getum verið stolt af því fram­lagi til lofts­lags­mála á heims­vís­u,“ sagði Magnús jafn­framt í við­tal­inu.

Stef­anía Guð­rún Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, sagði í sam­tali við RÚV það vera mis­skiln­ing að sala á upp­runa­á­byrgðum virki eins og afláts­bréf heldur væri mark­miðið með grænu skír­tein­unum að styðja við end­ur­nýj­an­lega orku­vinnslu og það væri jafn mik­il­vægt á Íslandi og í öðrum lönd­um. 

Sam­kvæmt skýrslu um upp­runa­á­byrgðir unna fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið af Hrafn­hildi Braga­dóttur og Birnu S. Halls­dóttur kaupa mörg fyr­ir­tæki, stofn­anir og ein­stak­lingar upp­runa­á­byrgðir til að styðja við end­ur­nýj­an­lega orku­fram­leiðslu. Til­gang­ur­inn sé oft að bæta ímynd sína og sýna fram á umhverf­is­vit­und og sam­fé­lags­lega á­byrgð. Til að mynda hafi stór­fyr­ir­tækin IKEA, Lego og Google vottað sína fram­leiðslu. Í sumum Evr­ópu­ríkjum séu upp­runa­á­byrgðir eina full­nægj­andi stað­fest­ingin á notkun end­ur­nýj­an­legrar orku. 

Sumir gagn­rýnendur telja að með því að nota end­ur­nýj­an­lega orku á Íslandi og kaupa græn skír­teini sé líkt og að borga tvisvar fyrir græna orku. „Þetta er tvennt ólíkt, þau [fyr­ir­tæki] kaupa raf­magn eins og aðr­ir. Þetta kerfi breytir því aldrei að íslenskt raf­magn er fram­leitt með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Ef þú vilt fá það vottað og geta sannað það að þú kaupir end­ur­nýj­an­lega orku þá gildir sama um grænu skír­teinin og aðrar vott­an­ir,“ segir Lovísa Árna­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­orku, í sam­tali við Kjarn­ann. „Ef þú séð ekki hag í því þá þarftu ekki að kaupa þetta,“ bætir hún við. 

Hrein­leik­inn sölu­vara

Á vef Sam­orku má nálg­ast upp­lýs­ingar um græn skír­teini. Græn skír­teini, eða kerfi upp­runa­á­byrgða, gerir „kaup­endum raf­orku í Evr­ópu kleift að styðja við vinnslu á end­ur­nýj­an­legri orku.“ Ísland sé jafn­framt hluti af innri mark­aði ESB í gegnum EES-­samn­ing­inn og þar af leiðir hluti af kerf­inu fyrr­nefndra. Kerf­inu er ætlað „að sporna gegn auknum gróð­ur­húsa­á­hrifum í krafti auk­ins hvata til orku­vinnslu með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.“

Upp­runa­á­byrgð­ina geta raf­orku­kaup­endur í Evr­ópu jafnt sem á Íslandi keypt og fengið vott­aða sem end­ur­nýj­an­lega sam­kvæmt alþjóð­legum staðli. Þar sem nán­ast öll íslensk raf­orka sé fram­leidd með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum geta íslenskir orku­fram­leið­endur selt grænu skír­tein­in.

Lovísa segir grænu skír­teinin vera aþjóð­legt kerfi og krafan um vottun og upp­runa sé að verða hávær­ari. Neyt­endur séu sífellt að vera með­vit­aðri um að umhverf­is­mál og um að fram­leiðsla vara sé sam­fé­lags­lega ábyrg. Hún bendir á að aðrar vott­an­ir, til að mynda Svan­ur­inn eða Fairtra­de, krefj­ist einnig gjalds. 

Þetta er tekið upp til að gera þennan hreinleika að söluvöru

Lovísa bendir á að til að mynda séu ýmsar íviln­anir og skatt­lagn­ing, lang­tíma­samn­ingar og fleira sem eigi að reyna að auka hlut end­ur­nýj­an­legrar orku í Evr­ópu. „Þetta er tekið upp til að gera þennan hrein­leika að sölu­vöru,“ segir hún. Þar með umbuni kerfið fram­leið­endum sem fram­leiði með end­ur­nýj­an­legum hætt­i.   

Gíf­ur­legar fjár­hæðir við útgáfu grænna skír­teina

Árið 2018 seldi Lands­virkjun græn skír­teini fyrir 600 millj­ónir og nær upp­hæðin í tvo millj­arða sé litið til síð­ast­lið­inna átta ára. Lovísa segir heild­ar­upp­hæð­ina vera mun hærri. „Þetta eru 800 til 850 millj­ónir á ári og verðið er alltaf að hækka. Þetta getur hækkað umtals­vert og mun hækka umtals­vert,“ segir hún. „Græn skír­teini skila miklum ávinn­ingi í háum fjár­hæðum og gjald­eyr­is­tekj­u­m[...]Við fáum mikla fjár­muni úr þessu og erum að gera vel.“

Ásókn í grænu skír­teinin hefur auk­ist und­an­farin ár og er nú nán­ast öll fram­leiðsla frá vott­uðum virkj­unum gefin út sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Lands­nets.

Heildarfjöldi útgefinna grænna skírteina eftir árum.
Mynd: Landsnet

„Stór­fyr­ir­tæki eins og Goog­le, Ikea og Sony hafa skuld­bundið sig til að nota ein­ungis græna orku innan ákveð­ins tíma og það er ekki hægt að gera það nema með þessum hætti því þau hafa ekki aðgengi að grænni orku í sínu heima­land­i,“ segir Lovísa. Með kerf­inu auk­ist smám saman hluti end­ur­nýj­an­legrar orku í Evr­ópu og eru grænu skír­teinin einn liður af mörg­um. 

Stef­anía Guð­rún Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að í fyrra hafi Lands­virkjun selt fyrir 600 millj­ónir úr land­i. „Lands­virkjun seldi græn ­skír­teini í fyrra fyrir 600 millj­ón­ir, Lands­virkjun er í eigu rík­is­ins, í eig­u ­ís­lensku þjóð­ar­innar og  ber að hámarka arð­semi auð­lind­anna. Ísland á rétt á þessum greiðsl­um, svo mikið er víst, vegna þess að við höfum verið að virkja okkar auð­lindir til þess að fram­leiða orku. Nú, meðal ann­ars vegna þessa hvata­kerfis sem er verið að inn­leiða um allan heim, ekki aðeins í Evr­ópu, er orkan okkar orðin en verð­mæt­ari en áður,“ seg­ir ­Stef­an­ía.

Mynd: Landsnet
Þá spyr maður sig hvort það sé ekki sjálfsagt að þegar Íslendingar eru búnir að beisla þessar orkuauðlindir, nýta þær, er ekki sjálfsagt að við fáum hærra verð fyrir það inn í okkar þjóðarbú? Af hverju ættum við að sleppa því?

„Þessi sala er að skila auknum tekjum til íslenskra orku­fyr­ir­tækja. Loks­ins erum við að fá aukn­ar ­tekjur og auka­lega greitt fyrir græna þátt­inn í okkar end­ur­nýj­an­legu orku­vinnslu. Við erum ekki bara með sam­keppn­is­hæft raf­orku­verð heldur erum við með for­skot þar sem öll okkar fram­leiðsla er frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um,“ ­segir Stef­an­ía.

„Þá spyr maður sig hvort það sé ekki sjálf­sagt að þegar Íslend­ingar eru búnir að beisla þessar orku­auð­lind­ir, nýta þær, er ekki sjálf­sagt að við fáum hærra verð fyrir það inn í okk­ar ­þjóð­ar­bú? Af hverju ættum við að sleppa því?“ ­spyr Stef­an­ía.

Stórnot­endur á Íslandi, til að mynda álver­in, hafa hingað til ekki keypt græn skír­teini af íslenskum orku­söl­um. „Þar sem stórnot­enda­mark­að­ur­inn ­kaupir þetta ekki á Íslandi, þá geta orku­fyr­ir­tækin selt  16 tera­vatts­stundir úr landi í græn­um ­skír­tein­um,“ segir Stef­anía

Þó geta stórnot­endur á Íslandi keypt skír­teinin og styrkt þar með fram­leiðslu grænnar orku ásamt því að geta vottað sína fram­leiðslu sem græna. „Stórnot­endur á Íslandi hafa val um að kaupa græn skír­teini en hafa ekki ­gert það,“ bætir Stef­anía við.

Ekki hægt að velja hvernig orku maður fær þegar stungið er í sam­band

Stef­anía segir orðið „upp­runa­á­byrgð“ geta virkað rugl­and­i. „Grænu skír­teinin eru köll­uð ­upp­runa­á­byrgðir sem ruglar fólk stundum en það er ein­fald­lega ekki hægt að vita ­upp­runa raf­orku sem neyt­andi. Þegar við stingum í sam­band á Íslandi  þá vitum við ekki  hvort orkan sé upp­runin úr vatns­afli eða jarð­varma, og ef þú stingur í sam­band í Dan­mörku, þá færðu kola­orku, kjarn­orku, þú færð vatns­afl og vind­orku, óháð upp­runa­landi“ því öll orkan bland­ast saman í dreifi­kerf­in­u. 

„Þetta er í raun­inni eina leiðin sem hefur verið fundin þar sem hægt er að tengja saman grænar lausnir og raf­orku­fram­leið­enda og áhuga eða á­vinn­ing neyt­enda,“ segir hún.

Stef­anía segir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa stjórn­ast af nátt­úr­unni sem sé afar flók­ið. „Það er flókið vegna þess að stundum blæs vind­ur­inn og stundum er logn, ­stundum eru lónin full, stundum ekki, stundum er sól og stundum er skýj­að. Hvernig ætlarðu þá að vera alltaf með til­tæka orku?“ Evr­ópa hafi áður leyst það með því að kveikja upp í kola­verum þegar orku hafi vant­að.

Mynd: Landsvirkjun

Íslensk fyr­ir­tæki og heim­ili van­nýta tæki­færin

Bæði Stef­anía og Lovísa benda á að íslensk fyr­ir­tæki á smá­sölu­mark­aði og heim­ili fái græn skír­teini með raf­orku sinn­i. „Heim­ili og fyr­ir­tæki fá þetta end­ur­gjalds­laust á Íslandi. Þau mættu nýta sér það að fá það end­ur­gjalds­laust,“ bendir Lovísa á. 

„Hver ein­asti garð­yrkju­bóndi ætti að geta sett lím­miða á tómatana sína „gert með 100 pró­sent grænni orku.“ Íslensk fyr­ir­tæki hafi ekki verið að nýta þetta for­skot sem græn skír­tein á heild­sölu­mark­aði gefa þeim. Kannski er það vegna þess að umræðan hefur verið svo­lítið skekkt í þjóð­fé­lag­inu um þetta,“ ­segir Stef­an­ía.

Íslensk orka á reikn­ingi í Belgíu

Í skýrslu Stjórn­ar­ráðs­ins um upp­runa­á­byrgðir raf­orku í íslensku sam­hengi kemur fram að eft­ir­liti og upp­lýs­inga­gjöf um græn skír­teini mætti skýra bet­ur. Þar kemur fram að sala upp­runa­á­byrgða úr landi geti skaðað ímynd Íslands og þá ímynd að orku­fram­leiðsla lands­ins sé hrein og end­ur­nýj­an­leg. Það sé vegna þess að þegar upp­runa­á­byrgðir vegna fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku eru seldar frá Íslandi til Evr­ópu þurfi við fram­setn­ingu gagna vegna raf­orku­sölu á Íslandi að taka inn í útreikn­inga hér á landi sam­svar­andi magn af raf­orku sem seld er í Evr­ópu. Er það gert til að koma í veg fyrir tví­taln­ingu. Þar með verði kjarn­orka og jarð­efna­elds­neyti hluti af fram­setn­ingu á upp­runa raf­orku á Íslandi.

Í skýrsl­unni er jafn­fram­t bent á að birt­ing upp­lýs­inga af hálfu orku­sala í sam­hengi við upp­runa­á­byrgðir hafi oft verið til­efni til gagn­rýni. Það sé vegna þess að upp­lýs­ingar birt­ast á raf­orku­reikn­ingi sem varða orku­fram­leiðslu í fjar­lægum hlutum Evr­ópu. Til að mynda hafi íslensk orka birst á reikn­ingi í Belgíu árið 2013 sem hafi vakið furðu margra þar í land­i. 

Í skýrsl­unni segir enn frem­ur, til „skýr­ingar hefur kerfi með upp­runa­á­byrgðir verið líkt við banka­kerfi og bent á að neyt­endur séu löngu orðnir vanir hug­mynd­inni um að geta tekið pen­inga út úr hrað­banka hvar sem er í Evr­ópu óháð því hvar pen­ing­arnir voru settir inn í kerf­ið. Hið sama ætti að gilda um upp­runa­á­byrgð­ir. Ógern­ingur sé að rekja raf­eindir í flutn­ings­kerfi raf­orku frá fram­leiðslu­stað þangað til þær ber­ast neyt­end­um. Því sé ekk­ert óeðli­legt við að upp­lýs­ingar um eig­in­leika orkunnar séu afhentar á grund­velli sér­stakra samn­inga án þess að þær þurfi að fylgja raf­eind­unum sem þær tengd­ust upp­haf­lega.“

Mynd: úr safni

Lovísa seg­ist ekki kann­ast við að íslensk raf­orka sé flokkuð sem kjarn­orka vegna þessa kerf­is. „Okkur ber skylda til að birta yfir­lit um hvernig raf­orka er fram­leidd í heild sinni í Evr­ópu, þess vegna kemur kjarn­orka inn á íslenska yfir­litið vegna þess að raf­orka er fram­leidd með kjarn­orku ann­ars staðar í Evr­ópu,“ segir Lovísa. „Græn skír­teini breyta engu um fram­leiðslu raf­magns á íslandi, þetta er bók­halds­leg sam­setn­ing orkunnar á ísland­i.“

Lovísa bendir á að ef grænt skír­teini sé selt til fyr­ir­tækis í öðru landi sem noti raf­orku sem fram­leidd er með kolum þá þurfi að gefa út sam­eig­in­legt bók­hald um orku­notkun fyrir bæði lönd­in. Íslensk stjórn­völd þurfi að gefa bók­hald út einu sinni á ári til að sýna  sam­setn­ingu þeirra landa sem taka þátt á hverju ári. Hún­ ­segir einnig að ef inn­lend stór­iðja myndu kaupa íslensku skír­teinin þá myndi kjarn­orka ekki koma inn á reikn­ing­inn. 

Við getum við ekki valið úr hvað hentar okkur og ekki þegar kemur að alþjóðlegum loftslagsaðgerðum

„Þetta er alþjóð­leg lofts­lags­að­gerð sem Ísland á að taka þátt í. Við eigum ekki að velja hverju við tökum þátt í þó þetta komi skringi­lega út í þessu bók­haldi. Ísland er ein­stakt, það er ekk­ert annað land sem fram­leiðir úr 100 pró­sent úr end­ur­nýj­an­legri raf­orku,“ segir hún. „Ef þau vilja segja það upp­hátt og aug­lýsa það þurfa þau að borga fyrir það[...]Við getum við ekki valið úr hvað hentar okkur og ekki þegar kemur að alþjóð­legum lofts­lags­að­gerð­u­m,“ segir Lovísa. 

RE100 fyrirtækin. Þau ætla sér að kaupa græn skírteini fyrir 100 prósent eða meira af allri sinni orkunotkun í grænum skírteinum.
Mynd: Landsvirkjun

Hver segir að hér verði alltaf end­ur­nýj­an­leg orka?

„Evr­ópu­sam­bandið hefur lag­t á­herslu á  að fram­leiðsla end­ur­nýj­an­legrar orku í Evr­ópu auk­ist með því að setja á fót hvata­kerfi eins og græn skír­teini, en einnig með gjald­töku á orku­fram­leiðslu sem meng­ar,“ ­segir Stef­an­í­a. „Hver segir að hér verð­i alltaf bara end­ur­nýj­an­leg orka? Af hverju er það endi­lega gef­ið? Er það ekki rétt að Ísland eigi líka að fá auknar tekjur fyrir sína grænu fram­leiðslu svo við getum alveg ör­ugg­lega haldið henni áfram? Það hjálpar í alþjóð­legu sam­hengi lík­a,“ ­segir hún.

Stef­anía bendir á að enn fremur sé ekki nóg að ein­ungis kolefn­is­jafna íslenska fram­leiðslu. „Ef við ætlum að minn­ka losun þá er ekki nóg að kolefn­is­jafna bara á móti. Það er ekki hægt. Þú þarf­t að raun­veru­lega minnka los­un. Að minnka losun þýðir raun­veru­lega að draga úr,“ ­segir Stef­an­ía.

Hún bendir á að minnka úr losun sé stórt verk­efni sem krefj­ist þess að losun minnki á mörgum víg­stöðv­um. „Ef við ætlum að minn­ka losun um að minnsta kosti 40 pró­sent miðað við 1990 þá verður sú minnkun að koma frá öllum fyr­ir­tækj­um, frá fiski­skipa­flot­an­um, frá heim­il­un­um, sam­göng­um og öllu því. Þó svo að álverin lækki sína losun breytir það ekki neinu um hvort að við náum Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, því þau eru í öðru kerf­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar