Mynd: Samsett flokksforingjar
Mynd: Samsett

Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin. Miðflokkurinn tekur einungis lítinn hluta þess fylgis sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað á kjörtímabilinu.

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur ekki mælst lægra í könn­unum MMR eftir banka­hrun. Það mælist nú 19 pró­sent en fyrri botn var 19,5 pró­sent fylgi í jan­úar 2016. Fylgi flokks­ins lækkar umtals­vert milli kann­ana, eða úr 22,1 pró­sent. 

Þetta mikla fall í fylgi Sjálf­stæð­is­flokks gerir það að verkum að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír mæl­ast nú ein­ungis með 37,7 pró­sent sam­an­lagt fylgi. Þeir fengu alls 52,8 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ingum haustið 2017 og hafa því tapað tæp­lega þriðj­ungi atkvæða sinna það sem af er kjör­tíma­bili. Mest munar þar um minnk­andi stuðn­ing við Vinstri græna, en tæp­lega 40 pró­sent færri segj­ast ætla að kjósa þann flokk í dag en þá. Hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem hefur átt í miklum inn­an­flokksá­tökum und­an­farna mán­uði vegna inn­leið­ingar þriðja orku­pakk­ans, hefur kjós­endum fækkað um fjórð­ung frá haustinu 2017 og hjá Fram­sókn­ar­flokknum hefur fylgið dreg­ist saman um rúman fimmt­ung. 

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja hefur ekki mælst jafn lágt á kjör­tíma­bil­inu.

Mið­flokk­ur­inn setur per­sónu­legt met

Sá flokkur sem hagn­ast mest á þessu er Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, en fylgi hans hefur aldrei mælst hærra en nú í könn­unum MMR, eða 14,4 pró­sent. 

Árangur Mið­flokks­ins er merki­legur í ljósi þess að flokk­ur­inn hríð­féll í könn­unum eftir Klaust­urs­málið í lok síð­asta árs og mæld­ist með 5,9 pró­sent fylgi í des­em­ber 2018. Síðan þá hefur flokk­ur­inn sett fram harða afstöðu í hverju mál­inu á fætur öðru, nú síð­ast í þriðja orku­pakk­an­um. Á meðan að það mál var til umræðu í þing­inu þá skil­aði það Mið­flokknum þó engri fylg­is­aukn­ingu. Hún kom fyrst fram í nýj­ustu könnun MMR, sem birt var í dag, og var fram­kvæmd fram­kvæmd 4. - 17. júlí 2019. Heild­ar­fjöldi svar­enda var 2031 ein­stak­ling­ur, 18 ára og eldri.

Það fylgi sem fer af Sjálf­stæð­is­flokknum milli júní og júlí­mán­aða virð­ist að mestu rata beint til Mið­flokks­ins. 

Þó er vert að benda á að fylgis­tap Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks frá síð­ustu kosn­ing­um, 8,5 pró­sentu­stig, er umtals­vert hærra en það sem Mið­flokk­ur­inn hefur bætt við sig frá þeim tíma, sem eru 3,5 pró­sentu­stig. Fimm pró­sentu­stig af stuðn­ingi þeirra flokka, og heil 6,6 pró­sentu­stig af stuðn­ingi Vinstri grænna, hafa ratað annað en til Mið­flokks­ins. 

Frjáls­lynda miðju­blokkin með meira fylgi en stjórnin

Það annað er hin svo­kall­aða frjáls­lynda miðja sem skipuð er Píröt­um, Sam­fylk­ingu og Við­reisn. Innan þeirra flokka er umtals­vert sam­starf á þingi og leið­togar þeirra hafa lýst yfir vilja til sam­starfs eftir næstu kosn­ing­ar, enda umtals­verð sam­legð í mörgum málum þeirra á milli. 

Fylgi þess­arar blokkar mælist nú 38,1 pró­sent eða meira en sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja þótt mun­ur­inn sé innan skekkju­marka. Í síð­ustu kosn­ingum fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða og því hefur stuðn­ingur við þá auk­ist um 10,1 pró­sentu­stig, eða um 36 pró­sent. Sam­eig­in­legt fylgi Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar hefur hald­ist mjög stöðugt á þessum slóðum þorra kjör­tíma­bils­ins, sér­stak­lega síð­ustu miss­er­in, þótt að fylgið flakki aðeins á milli flokk­anna þriggja. 

Aðrir flokkar sem kom­ast á blað í könnun MMR myndu ekki koma manni inn á þing að óbreyttu. Þeir eru Flokkur fólks­ins, sem mælist með 4,8 pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokk­ur­inn sem mælist með 4,3 pró­sent. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar