Fjórðungur aflandskróna farinn frá því í mars

Alls hafa eigendur 21,2 milljarða aflandskróna farið eftir að ráðstöfun þeirra var gefin frjáls í vor. Þrjár af hverjum fjórum aflandskrónum eru hér enn í íslenskum fjárfestingum, aðallega í innlánum hjá Seðlabanka Íslands.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í gær greinargerð um um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í gær greinargerð um um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta.
Auglýsing

Alls lækk­­aði heild­­ar­um­­fang aflandskrón­u­­eigna úr 83,2 millj­­örðum króna hinn 4. mars 2019 í 62 millj­­arða króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Það þýðir að umfang aflandskróna í íslensku hag­kerfi hefur dreg­ist saman um 21,2 millj­arðar króna frá því í vor.

Alls hefur því um fjórð­ungur þeirra aflandskróna sem voru hér til staðar í byrjun mars verið færður út úr íslensku hag­­kerfi eftir að lög voru sam­­þykkt sem gerðu það að verkum að þær væru laus­­ar. 

Eig­endur meg­in­þorra krón­anna hafa valið að fjár­­­festa áfram á Íslandi. Þær fjár­­­fest­ingar eru í inn­­lánum og inn­­­stæð­u­bréfum Seðla­­banka Íslands (43,8 millj­arðar króna), rík­­is­skulda­bréf­um (12,9 millj­arðar króna), öðrum verð­bréfum eða hlut­­deild­­ar­­skír­teinum í fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­um (5,3 millj­arðar króna).

Auglýsing
Þetta kemur fram í grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um fram­gang áætl­unar um losun fjár­magns­hafta sem birt var í gær. Staða aflandskróna lækk­aði fyrst um 11 millj­arða króna frá því að áður­nefnd lög voru sam­þykkt og fram í maí. Frá þeim tíma hefur staðan lækkað um rúma tíu millj­arða króna í við­bót.

Inn­lendir eiga þorra rík­is­skulda

Í grein­ar­gerð­inni kemur einnig fram að hreint inn­flæði nýfjár­fest­inga erlendis frá hafi numið 32 millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, sem er þremur millj­örðum krónum minna en á sama tíma­bili 2018. Þessi sam­dráttur í fjár­fest­ingu átti sér stað þrátt fyrir að sér­stök bindi­skylda á fjár­magns­flæði hafi verið lækkuð í núll krónur í mars síð­ast­liðn­um. Í grein­ar­gerð­inni segir að fjár­fest­ing í rík­is­bréfum hafi verið „lítil yfir sum­ar­mán­uð­ina“. 

Um þessar mundir eiga erlendir aðilar um 14 pró­sent rík­is­skulda, en það er mjög lágt í sögu­legu sam­hengi. Til sam­an­burðar áttu erlendir aðilar 56 pró­sent rík­is­skulda fyrir ára­tug síð­an.

Áhyggjur ef ekki tæk­ist að breyta lögum

Í lok febr­úar stóð til að afgreiða frum­varp sem átti að heim­ila Seðla­banka Íslands að beita þrenns konar heim­ildum við losun aflandskrónu­eigna og fól auk þess í sér breyt­ingar á bráða­birgða­á­kvæði laga um gjald­eyr­is­mál sem varð­aði reglur um bind­inu reiðu­fjár vegna nýs inn­streymis erlends gjald­eyr­is.

Seðla­banki Íslands skil­aði efna­hags- og við­skipta­nefnd umsögn um málið seint í þeim mán­uði þar sem meðal ann­ars kom fram að mik­il­vægt yrði að frum­varpið yrði að lögum fyrir 26. febr­ú­ar.

Ástæðan væri sú að þá væri gjald­dagi til­tek­ins flokks rík­is­bréfa. Ef frum­varpið yrði ekki afgreitt fyrir þann tíma myndi umfang aflandskrónu­eigna í lausu fé aukast um næstum 70 pró­sent eða um 25 millj­arða króna.

Auglýsing
Í umsögn Seðla­banka Íslands sagði enn frem­ur: „Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónu­eig­end­ur, sem átt hafa sín bréf í sam­felldu eign­ar­haldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið lík­legir til að end­ur­fjár­festa í íslenskum skulda­bréfum þegar þeirra bréf koma á gjald­daga þann 26. febr­úar muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikn­ing­um. Það mun hafa tvenns konar áhrif. Í fyrsta lagi mun Seðla­bank­inn þurfa að eyða mun meiri forða til að koma í veg fyrir geng­is­fall í tengslum við losun aflandskróna. Í öðru lagi mun draga meira úr fram­boði erlends fjár á inn­lendum skulda­bréfa­mark­aði en reiknað var með þegar frum­varpið var samið. Mark­aðs­að­ilar hafa kvartað undan skorti á slíku fram­boði í tengslum við bind­ingu fjár­magns­streymis inn á skulda­bréfa­mark­að.“

Mál­þóf Mið­flokks­ins í febr­úar

Mið­­flokk­­ur­inn lagð­ist í mál­þóf á Alþingi gegn því að frum­varpið yrði sam­­þykkt og tafði með því afgreiðslu þess. Þing­menn flokks­ins héldu því fram að með frum­varp­inu væri ríkið að gefa eftir tugi millj­arða króna  og að skapa hættu­legt for­dæmi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins, sagði að sú upp­hæð sem hægt væri að sækja til eig­enda þess­ara eigna gæti hæg­lega numið tugum millj­arða króna.

Mál­þófið varð til þess að frum­varpið var ekki sam­þykkt fyrr en 28. febr­úar og lögin tóku ekki gildi fyrr en 5. mars.

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði í atkvæða­greiðslu um frum­varpið að Mið­flokk­inn hefði staðið fyrir inni­halds­lausu þvaðri og sögu­föls­un. Ekk­ert sann­leiks­korn væri að finna í full­yrð­ingum þeirra.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, tók einnig til máls og sagði að hann undrað­ist að ekki væri bros á öllum and­litum til að fagna fyr­ir­hug­aðri sam­þykkt. Það væri stór­kost­legt að Ísland væri komið í slíka stöðu og allar rík­is­stjórnir frá árinu 2008, frá tíma neyð­ar­lag­anna, gætu unað vel við sinn hlut.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði í við­tali við sjón­varps­þátt­inn 21 á Hring­braut í byrjun mars síð­ast­lið­ins að útflæð­is­á­hyggj­urnar hefðu ekki raun­gerst.

Staðan í lok sept­em­ber var sú að um 75 pró­sent aflandskrón­anna eru hér enn. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar