Skúrkur eða stórmenni?

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, skrifar um kosningasigur Boris Johnson í Bretlandi. Greinin birtist fyrst í Vísbendingu, vikuriti um efnahagsmál og viðskipti.

Boris Johnson 24. júlí
Auglýsing

Breski Íhalds­flokk­ur­inn sigr­aði í nýaf­stöðnum kosn­ingum í Bret­landi og hefur nú mik­inn meiri­hluta í neðri deild þings­ins þótt hann hafi hlotið minni­hluta atkvæða (43,6%). Flokk­ur­inn sigr­aði með því að lofa að taka Bret­land út úr Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og með því að full­yrða að í kjöl­farið myndi hagur þjóð­ar­innar vænkast. Hér verður fjallað um orsakir kosn­inga­sig­urs­ins, stefnu flokks­ins og reynt að spá fyrir um fram­tíð­ar­þróun mála í Bret­landi.

Stefna Íhalds­flokks­ins hefur tekið miklum breyt­ingum á und­an­förnum árum. Í stað þess að leggja meg­in­á­herslu á einka­rekst­ur, lága skatta, frjáls utan­rík­is­við­skipti og alþjóð­lega sam­vinnu þá er nú sagt að flokk­ur­inn túlki „vilja fólks­ins“ sem ekki sé skyn­sam­legt að fara gegn. Þannig var í stefnu­ræðu stjórn­ar­innar lögð áhersla á lúta vilja fólks­ins með því að styrkja heil­brigð­is­kerfið og lög­gæslu. Bret­land gengur einnig úr Evr­ópu­sam­band­inu til þess að fara að „vilja fólks­ins“ sem ákvarð­aður var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2016 enda þótt rúm­lega 48% þeirra sem greiddu atkvæði hafi verið á móti útgöngu. Hinn nýji Íhalds­flokkur sækir þannig umboð sitt beint til fólks­ins, túlkar óskir þjóð­ar­innar og hryndir vilja hennar í fram­kvæmd.

Orsakir og afleið­ingar

Orsakir sig­urs­ins og þeirra miklu breyt­inga sem hafa átt sér stað innan Íhalds­flokks­ins má rekja til nokk­urra þátta sem hafa dregið úr trausti á hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum og emb­ætt­is­mönn­um. Þannig er sterk fylgni á milli van­trausts á stjórn­mála­stétt­inni og vilja til útgöngu úr ESB í Bret­landi og reyndar einnig ann­ars staðar í ESB.  Svip­aða sögu má segja um Verka­manna­flokk­inn. Minna traust á hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum og stjórn­mála­mönnum getur útskýrt að ein­hverju leyti af hverju hann hefur færst langt til vinstri undir stjórn Jer­emy Cor­byn.

Auglýsing

Ástæður van­trausts­ins eru marg­vís­leg­ar. Hér kemur fyrst í huga mis­skipt­ing tekna og auðs innan lands en auð­legð Lund­úna­borgar sker í augu þeirra sem búa í Norður Englandi við krapp­ari kjör. Hægur kaup­mátt­ar­vöxtur bætir ekki úr skák. Kaup­máttur lækk­aði frá fjár­málakrepp­unni 2008 fram í lok árs 2014 og hefur aðeins hækkað lít­il­lega síð­an. Aðhalds­að­gerðir rík­is­stjórnar sem komst til valda um vorið 2010 bitn­uðu illi­lega á fátæk­ustu hér­uðum Eng­lands og urðu þannig til þess að magna óánægj­una enn meira. Og margir ótt­ast að inn­flytj­endur ógni menn­ingu og siðum inn­fæddra og inn­flytj­endur taki jafn­vel störfin af þeim sem eru fyr­ir. Til sam­ans verður þetta til þess að kjós­endur treysta ekki lengur stjórn­mála­mönnum og stjórn­mála­flokkum sem eru á miðju stjórn­mál­anna fyrir hags­munum sín­um. 

Við þetta bæt­ist að aukin alþjóða­við­skipti og tækni­fram­farir ógna störf­um, þau verða þá mörg mögu­lega flutt til ann­arra landa í fram­tíð­inni eða lögð af með bættri tækni. Ótti fólks við fram­tíð­ina hefur auk­ist.

Fjár­málakreppur hafa sögu­lega aukið óánægju með ráð­andi stéttir og minnka þá traust enn meira en aðrar krepp­ur. Ástæðan er sú að þær eru frá­brugðnar öðrum kreppum vegna þess að það kenna má ein­stak­lingum um þær:  Banka­mönnum sem hafa gert mis­tök og jafn­vel hagn­ast á þeim sjálfir en látið skatt­greið­endur greiða fyrir tap­ið; emb­ætt­is­mönnum sem hafa brugð­ist því hlut­verki að hafa eft­ir­lit með bönkum og öðrum fjár­mála­stofn­unum og stjórn­málm­önnum sem mörk­uðu stefn­una, einka­væddu banka í sumum til­vikum og réðu emb­ætt­is­menn­ina til starfa. Fjár­málakreppur verða þannig til þess að minnka mikið traust til stofn­ana sam­fé­lags­ins og ráð­andi stétta og búa til frjóan jarð­veg fyrir pop­u­l­isma eða lýð­hygl­i. 

Fjár­málakreppan í Bret­landi og Banda­ríkjum bjó til halla­rekstur á rík­is­sjóði. Í Bret­landi kall­aði halla­rekst­ur­inn á aðhalds­að­gerðir eftir árið 2010 sem bitn­uðu illa einmitt á þeim hér­uðum sem síðar reynd­ust mest fylgj­andi útgöngu úr ESB. Þannig hafði fjár­málakreppan mögu­lega einnig haft óbein áhrif með því að auka á óánægju og þar með stuðn­ing við brott­hvarf lands­ins úr ESB. Nið­ur­skurður rík­is­út­gjalda í Bret­landi á árunum 2010-2014 var á bil­inu 7-10% af vergri lands­fram­leiðslu á ári og mik­ill hluti nið­ur­skurð­ar­ins kom fram í lægri fram­lögum til sveit­ar­fé­laga. Fram­lögin lækk­uðu um tæp­lega helm­ing fyrir mörg sveit­ar­fé­lög­in, mest hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur á mann. Nicholas Crafts hefur sýnt fram á að fylg­is­aukn­ing Breska Sjálf­stæð­is­flokks­ins (UKIP) var mest þar sem nið­ur­skurður útgjalda hafði verið mest­ur. Vel­gengni UKIP varð síðan til þess að Íhalds­flokk­ur­inn boð­aði þjóð­ar­at­kvæðagreiðslu árið 2016. Leiða má að því getum að í ljósi þess hve sigur aðskiln­að­ar­sinna (e. lea­vers) var naumur í kosn­ingum um útgöngu úr ESB í júní 2016 að nið­ur­staðan hefði farið á hinn veg­inn ef ekki hefði verið lagt í nið­ur­skurð rík­is­út­gjalda. 

Í Banda­ríkj­unum hefur Mich­ael Lewis einnig haldið því fram að kosn­inga­sigur Don­ald Trump árið 2016 hafi verið afleið­ing af fjár­málakrepp­unni vegna þess að kjós­endur hafi sann­færst um að fjár­mála­kerfið væri spillt og það hafi gert þá til­búna til þess að kjósa óhefð­bund­inn stjórn­mála­mann sem for­seta sem tal­aði máli þeirra.

Donald Trump og Mike Pence, sem heimsótti Ísland á árinu 2019. Kosið verður í Bandaríkjunum í nóvember á næsta ári, 2020.

Gömul saga og ný

Áður en lengra er haldið er nauð­syn­legt að benda á að und­ir­liggj­andi orsakir van­trausts­ins eru ekki nýsprottnar þótt hinar póli­tísku afleið­ingar séu sum­part ann­ars kon­ar. 

Tækni­fram­farir í Bret­landi á fyrri hluta 19. aldar urðu þess vald­andi, svo dæmi sé tek­ið, að störf í vefn­að­ar­iðn­aði lögð­ust af og störfum í land­bún­aði fækk­aði. Það var hag­fræð­ing­ur­inn David Ricardo sem lýsti hag­kvæmni utan­rík­is­við­skipta en einnig nauð­syn þess að bæta upp tjón þeirra sem hlytu skaða af. Þessar sömu raddir heyr­ast um þessar mund­ir. Í fram­hald­inu var brugð­ist við þessum ójöfn­uði með því að fjölga þeim sem hefðu kosn­inga­rétt. En með tíð og tíma urðu til störf í iðn­aði í borgum Bret­lands sem bættu lífs­kjör almenn­ings. Auk­inn hag­vöxtur á síð­ari hluta 19. aldar skap­aði aukna sátt í sam­fé­lag­in­u. 

Í lok 19. aldar ógn­aði erlend sam­keppni inn­lendum atvinnu­grein­um. Þegar breskur iðn­aður fann fyrir sam­keppni frá Þýska­landi og Banda­ríkjum þá var þrýst á að taka upp vernd­ar­stefnu fyrir inn­lendan iðn­að, leggja á inn­flutn­ings­tolla. Feður tveggja for­sæt­is­ráð­herra gengu þar hart fram, þeir Randolph Churchill og Jos­eph Cham­berla­in. Sá síð­ar­nefndi vildi leggja tolla á inn­flutn­ing og nota tekj­urnar til þess að fjár­magna heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta­þjón­ustu. Mál­flutn­ingur Cham­berla­ins minnir sum­part á mál­flutn­ing aðskiln­að­ar­sinna um þessar mundir – að iðn­að­ar­borg­irnar í norðri ættu undir högg að sækja vegna ósann­gjarnrar sam­keppni frá lág­launa­löndum á meðan London blómstr­aði. Cham­berlain var enda fæddur og bjó í iðn­aðra­borg­inni Birming­ham og var borg­ar­stjóri þar um tíma.  Trygg­inga­gjald var lagt á vinn­andi fólk og tekj­unum varið til þess að greiða fyrir sjúkra­trygg­ingar og elli­líf­eyri . 

Svo­kall­aður Fabian félags­skap­ur, sem hafði sem félaga enga aðra en H.C. Wells og George Bern­ard Shaw innan borðs, barð­ist fyrir umbótum sem gætu bæði aukið fram­leiðni starfs­fólks og jöfnuð með lág­marks­launum og bættri heilsu­gæslu. Þeir beittu sér einnig fyrir stofnun Verka­manna­flokks­ins. Þær hug­myndir sem þarna komu fram áttu síðar eftir að verða grunn­ur­inn að breska verl­ferð­ar­kerfi William Bever­idge eftir lok síð­ari heims­styrj­ald­ar. 

Við getum því litið til baka og sagt að svip­aðar aðstæður hafi verið fyrir hendi í Bret­landi á síð­ustu öldum en að það hafi tek­ist að lækja óánægju­raddir og bæta lífs­kjör allra þjóð­fé­lags­þegna meðal ann­ars með því að koma á fót vel­ferð­ar­kerfi en við­halda frelsi í við­skiptum og alþjóð­legu sam­starfi og snú­ast ekki gegn minni­hluta­hóp­um. Hag­vöxtur kemur svo til bjargar og lyftir öllum bát­um. Það sem er frá­brugðið nú um þessar mundir eru við­brögð stjórn­mála­stétt­ar­innar sem virð­ast við fyrstu sýn vera ólík­legri til þess að örva hag­vöxt og jafna dreif­ingu tekna og auðs, ein­kenn­ast fremur af lýð­skrumi og blekk­ing­um.

Við­brögðin nú

Styrkur lýð­ræðis og mark­aðs­hag­kerfis í Bret­landi síð­ustu tvær aldir ber vitni um styrkar stofn­anir lýð­ræðis og rétt­ar­ríkis og einnig að ein­hverju leyti ábyrgð­ar­kennd stjórn­mála­manna. Í öðrum ríkjum þar sem stofn­anir eru ekki eins sterkar hefur umrót stjórn­mál­anna oft haft slæmar afleið­ingar fyrir lýð­ræði og efna­hags­mál. Stjórn­ar­far Suður Amer­íku­ríkja hefur þannig ein­kennst af lýð­hygli en hún er þá afleið­ing ójafnrar tekju­skipt­ing­ar, efna­hags­legs óör­yggis og lélegra lífs­kjara almenn­ings. Einnig má sjá ein­kenni lýð­hygli í ýmsum Evr­ópu­ríkj­um, jafn­vel hér á landi. Núver­andi stjórn­ar­far í Bret­landi og Banda­ríkj­unum ber merki lýð­hygli.

Í stjórn­mála­fræði hefur lýð­hygli verið skil­greind á eft­ir­farnadi hátt. Í fyrsta lagi er gerður grein­ar­munur á eigin „þjóð“ og ein­stak­lingum af öðru þjóð­erni. Það er þá breyti­legt frá einu landi til ann­ars hvernig „þjóð­in“ er skil­greind en oft er brugðið á það ráð að finna hópa sem ekki til­heyra þjóð­inni og kenna þeim um vanda­mál henn­ar. Í Bret­landi er þá talað um inn­flytj­endur frá Evr­ópu, í Banda­ríkj­unum um inn­flytj­endur frá Mexíkó og Mið­aust­ur­lönd­um, o.s.fr. Þannig er eitt meg­in­ein­kenni lýð­hygli að skil­greina bar­áttu á milli „okk­ar“ og „hinna“, hverjir svo sem það eru.  Í öðru lagi er áhersla ekki lögð á stjórn­mála­flokk sem sam­tök fólks heldur er leið­togi flokks­ins í hávegum hafður og vilji hans er vilji flokks­ins og skil­greinir hags­muni þjóð­ar. Repúblikana­flokk­ur­inn er þannig fall­inn í skugg­ann af leið­toga sínum og hið sama má segja um breska Íhalds­flokk­inn. Í þriðja lagi er gert lítið úr alþjóð­legu sam­starfi og alþjóða­stofn­un­um. Þess í stað er full­yrt að þjóðin geti gert betur ef hún dregur sig út úr þeim án þess að það sé útskýrt nán­ar.  Einnig er mörgum inn­lendum stofn­unum sýnd van­virð­ing; fjöl­miðl­um, fjár­mála­kerfi, háskól­um, og sömu­leiðis við­teknum stað­reyndum eins og um hag­kvæmni utan­rík­is­við­skipta, mik­il­vægi aða­halds í rík­is­fjár­málum eða hlýnun jarð­ar. Það er hyggju­vitið sem ræður en ekki skoð­anir og nið­ur­stöður fræð­inga. 

Eitt ein­kenni til við­bótar er að skil­greina „el­ítu“ fólks innan lands og fara gegn henni og ráðum henn­ar. Þetta geta verið stjórn­mála­menn í hef­bundnum flokk­um, emb­ætt­is­menn, vís­inda­menn, banka­menn o.s.fr. Gefið er í skyn að almenn­ingur geti tekið betri ákvarð­anir og skyn­sam­legri, það sé heil­brigð skyn­semi almenn­ings sem trompi sér­fræð­ing­um. Þannig sagði Mich­ael Gove, einn for­ingi íhalds­manna í aðdrag­anda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um útgöngu úr ESB að almenn­ingur væri búinn að fá nóg af sér­fræð­ing­um. 

Boris Johnson og slagorðið Vote Leave, í bakgrunni. Boris byggði kosningabaráttu sína á einföldu slagorði, um að framkvæma vilja fólks um að Bretland færi úr ESB.

Pop­ul­ískir stjórn­mála­menn leggja áherslu á bein tengsl við kjós­end­ur. Þeir vilja fremur þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur en full­trúa­lýð­ræði og nýta sér gjarnan nýja tækni til þess að ná teng­ingu við kjós­end­ur. Á 19. öld not­uðu þeir lestir til þess að ferð­ast á milli borga og bæja í Banda­ríkj­un­um, fas­istar á 20. öld lögðu áherslu á að allir ættu útvarp og Banda­ríkja­for­seti sendir fjölda Twitter skeyta á hverjum deg­i. 

Það sem gerir lýð­hygli frá­brugðna þeim við­brögðum stjórn­mála­stétt­ar­innar á 19. öld sem lýst var hér að ofan er að erfitt er að sjá hvernig hún getur örvað hag­vöxt, bætt lífs­kjör, jafnað tæki­færi, skapað efna­hags­legt öryggi o.s.fr. Hún er einnig hættu­leg vegna þess að ekki er lögð áhersla á mann­rétt­indi, við­skipta­frelsi, frum­kvæði ein­stak­linga, lög og rétt, heldur er áherslan á beit­ingu rík­is­valds í þágu „þjóð­ar­hags­muna“ eins og fámennur hópur skil­greinir þá.

Stjórn­mál í anda lýð­hygli auka sundr­ungu í sam­fé­lögum með því að skil­greina suma hópa fólks sem óvini, þ.e.a.s. mis­muna fólki, og kæfa þær raddir sem ekki henta stjórn­völdum meö þeim rökum að ein­ungis rík­is­stjórnin viti hverjir hags­munir þjóðar séu. Þegar illa gengur er öðrum kennt um.  

Boris og Don­ald

Það eru fá betri dæmi um pop­u­lista en núver­andi for­seti Banda­ríkj­anna. Stjórn­mála­bar­átta hans snýst mikið til um eigin per­sónu, hann grefur undan alþjóða­sam­starfi, segir inn­flytj­endum að fara heim, og vill setja Banda­ríkin ofar öllum öðrum þjóð­um. Hann gagn­rýnir fjöl­miðla, við­ur­kennir ekki stað­reyndir og reynir kerf­is­bundið að laska alþjóða­stofn­anir eins og ESB og NATO. Halli á rík­is­sjóð Banda­ríkj­anna er nú um 1.000.000.000.000 Banda­ríkja­dala eða ein trilljón doll­ara í upp­sveiflu efna­hags­lífs, sem mun gera við­brögð við næstu kreppu erf­ið, og tollar eru hækk­aðir og lækk­aðir á víxl til þess að eyða við­skipta­halla Banda­ríkj­anna sem stafar þó fyrst og fremst af ónógum sparn­aði þjóð­ar­innar sjálfr­ar, þar með miklum halla á rekstri rík­is­sjóðs.

Boris gengur ekki eins langt en byggir mestan sinn mál­flutn­ing á útgöngu Breta úr ESB. Eftir kosn­inga­sig­ur­inn segir hann að rík­is­stjórn sín verði „stjórn fólks­ins“ sem ber sterkan keim af lýð­hygl­i. 

Vand­inn við stjórn­mál þeirra félaga er sá að ekki er lík­legt að stjórn­ar­stefnan bæti almenna vel­ferð og skapi sátt. Þvert á móti er óánægja stórra hópa kjós­enda notuð til þess að búa til enn meiri sundr­ungu og heift án þess að neinar lausnir séu í boði. Stað­reyndin er sú að inn­flytj­endur hafa eflt bæði efna­hags­líf Bret­lands og Banda­ríkj­anna. Sjúkra­hús í Bret­landi gætu ekki verið án inn­flytj­enda frá Evr­ópu og þessir inn­flytj­endur eru mátt­ar­stólp­inn í mörgum öðrum grein­um.  Lágar tekjur í Norður Englandi stafa ekki af því að störf hafi flust til meg­in­lands Evr­ópu, þvert á móti er iðn­aður drif­inn áfram af fjár­fest­ingu evr­ópskra fyr­ir­tækja (bíla­iðn­aður gott dæmi) og aðgangi að sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu. Og ekk­ert af því sem rík­is­stjórn Boris John­son setur í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sína væri ekki einnig hægt að fram­kvæma innan ESB. Það er hægt að fjölga lög­reglu­mönnum innan aðild­ar­ríkja sam­bandsins, verja meira fé í sjúkra­hús og herða refsi­dóma fyrir hryðju­verk. En í mál­flutn­ingi for­sæt­is­ráð­herr­ans eru þessi mál tengd við brott­hvarf úr ESB þótt í raun sé teng­ingin eng­in. Stjórn­mál eru blekk­ing­ar­leik­ur. 

Loka­orð

Bret­land hefur áður þurft að kljást við afleið­ingar ójöfn­uð­ar, efna­hags­legs óör­yggis og erlendrar sam­keppni. Með aðgerðum stjórn­valda á 19. og 20. öld tókst að koma á meiri sátt en nú er hættan sú að stjórn­völd verði til þess að magna ósætti með því að kljúfa þjóð­ina niður eftir þjóð­erni (Skotar á móti Eng­lend­ing­um, Norður Írar á móti Norður Írum), ald­urs­hópum og búsetu án þess að hafa lausnir á þeim vanda­málum sem nauð­syn­legt er að leysa, jafna tæki­færi og minnka fátækt í þeim hér­uðum sem verst eru sett.

En nú getur verið að Boris John­son vendi kvæði sínu í kross og taki upp hefð­bundn­ari gildi og áherslur íhalds­manna um við­skipta­frelsi, minna reglu­verk, traust lagaum­hverfi, halla­laus fjár­lög og efna­hags­líf þar sem frum­kvöðlar þríf­ast og hætti að deila og sundra, svíkja og blekkja. Hann gæti bætt við því mark­miði að jafna tæki­færi svo að mögu­leikar fólk fari ekki jafn­mikið eftir ríki­dæmi og menntun for­eldra eins og nú er. Þá mundi hagur Bret­lands vænkast. Fyrr mun ekki koma í ljós hvort hann er skúrkur eða stór­menni.

Don­ald Trump mun hins vegar ekki breyt­ast.

Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar