Raunveruleg dánartíðni vegna COVID-19 er á huldu

Dánartíðni vegna COVID-19 á heimsvísu er, samkvæmt opinberum tölum, 4,7 prósent. Fjöldi smita er þó vanmetinn og hægt er að slá því föstu að dánartíðnin sé umtalsvert lægri, en þó ólíklega jafn lág og rannsakendur við Oxford-háskóla töldu mögulegt.

Stræti margra stórborga heims eru tómleg að sjá, á þessum undarlegu tímum. Mynd frá New York á dögunum.
Stræti margra stórborga heims eru tómleg að sjá, á þessum undarlegu tímum. Mynd frá New York á dögunum.
Auglýsing

Í hádeg­inu í dag höfðu alls 735.560 manns á heims­vísu greinst með COVID-19. Af þeim voru 34.830 manns lát­in, en 156.380 manns búin að jafna sig, sam­kvæmt sam­an­tekt á vef John Hop­k­ins-há­skóla í Banda­ríkj­un­um. Það þýðir að dán­ar­tíðni vegna sjúk­dóms­ins er um 4,7 pró­sent, sem er ógn­vekj­andi tala. 

En er veiran virki­lega svona mann­skæð, hlut­falls­lega? Í raun liggur í augum uppi að svo er ekki, þar sem ótil­greindur hluti þeirra sem fá COVID-19 sýkj­ast vægt, jafn­vel án allra ein­kenna og fara ekki í próf þannig að smit þeirra ná aldrei inn í opin­bera gagna­grunna.

Sem dæmi má nefna að í Þýska­landi hefur verið ski­mað fyrir veirunni víðar í sam­fé­lag­inu en í mörgum öðrum ríkjum og þar er dán­ar­tíðnin innan við 1 pró­sent sam­kvæmt nýj­ustu töl­um, en 455 ein­stak­lingar hafa lát­ist vegna COVID-19 þar í landi af yfir 57 þús­und smit­uð­um.

Auglýsing

„Þetta er ný veira og COVID-19 er nýr ­sjúk­­dómur sem okkur vantar meiri upp­­lýs­ingar um,“ sagði Alma D. Möller land­lækn­ir við þjóð­ina á upp­lýs­inga­fundi í sam­hæf­ing­ar­mið­stöð­inni í Skóg­ar­hlíð í dag. „En það samt allur heim­­ur­inn að hjálp­­­ast að við að afla þeirra upp­­lýs­inga,“ bætti hún við.

Bjart­sýn­is­spá

Upp­lýs­ing­arnar sem koma fram geta þó verið mis­vísandi. Rann­sókn frá Oxfor­d-há­skóla, sem birt var í síð­ustu viku, vakti tölu­verða athygli og var nið­ur­stöðum hennar víða slegið upp í fjöl­miðl­um, enda sögðu vís­inda­menn­irnir sem hana unnu að mögu­legt væri að yfir helm­ingur bresku þjóð­ar­innar væri þegar verið búinn að smit­ast af COVID-19, án ein­kenna eða mjög vægt. 

Þessum nið­ur­stöðum úr lík­an­inu við Oxford hefur verið tekið af var­færni og for­sendum nið­ur­stöð­unnar hrein­lega mót­mælt af ýmsum sér­fræð­ingum, auk þess sem varað hefur verið við því að fram­setn­ingin gæti orðið til þess að bæði ein­stak­lingar og stjórn­völd myndu freist­ast til að taka óábyrgar ákvarð­an­ir.

Nið­ur­stöð­urnar frá Oxford eru enda í nær algjörri þver­sögn við skýrslu frá rann­sak­endum við Imper­ial Col­lege í Lund­ún­um, sem sögðu að ef ekk­ert yrði að gert mætti búast við því að 500.000 manns lét­ust vegna kór­ónu­veirunnar í Bret­landi og 2,2 millj­ónir manna í Banda­ríkj­un­um.

Skýrslan frá Imper­ial Col­lege og aðrar svip­aðar hafa verið hafðar til hlið­sjónar þegar ýmis ríki, þeirra á meðal bæði Banda­ríkin og Bret­land, ákváðu að herða til­mæli til almenn­ings vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Aðgerðir sem gripið hefur verið til í þeim til­gangi að hefta útbreiðslu veirunnar og fletja kúr­f­una eru þegar byrj­aðar að valda djúpum efna­hags­legum þreng­ingum um nær allan heim, ofan á þær heilsu­fars­legu hörm­ungar sem veiran er að valda víða. Eflaust óska sér þess flestir að hægt verði að vinda ofan af hörðum aðgerðum stjórn­valda sem fyrst.

Senni­lega of gott til að vera satt

Tim Harford, hag­fræð­ingur og dálka­höf­undur hjá Fin­ancial Times, er einn þeirra og fjall­aði um málið í pistli fyrir helgi. Hann sagði þar að það væri senni­lega „of freist­andi“ að leggja trú á álykt­an­irnar frá Oxford, þrátt fyrir að það væri vissu­lega frá­bært ef rétt reynd­ist að meiri­hluti Breta væri þegar búinn að fá veiruna og því orð­inn ónæmur fyrir henni. Það gæti hins vegar varla stað­ist.

Harford benti á að sýni sem tekin voru úr þeim erlendu rík­is­borg­urum sem fluttir voru til heima­landa sinna frá Wuhan í Kína þegar far­ald­ur­inn geis­aði þar í jan­úar og febr­úar hefðu sýnt að ein­ungis lít­ill hluti hefði verið smit­aður og hluti þeirra vissu­lega ein­kenna­laus, en ekki sá mikli meiri­hluti sem byggt var á í reikni­lík­an­inu við Oxford.

Þá nefndi Harford einnig að í bænum Vò á Ítalíu hefðu íbúar ítrekað verið próf­aðir fyrir veirunni og þrátt fyrir að um helm­ingur smit­aðra þar hefðu verið án ein­kenna væri það hlut­fall langan veg frá því að stand­ast það sem haldið er fram í Oxfor­d-­kenn­ing­unni.

Annað dæmi sem dregur bjart­sýn­ustu álykt­an­irnar úr Oxfor­d-lík­an­inu í efa eru nið­ur­stöð­urnar úr skimun Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, þar sem ein­ungis um 1 pró­sent þeirra sem hafa komið í sýna­töku hafa reynst smit­aðir af veirunni og um helm­ingur smit­aðra án ein­kenna, rétt eins og í Vò.

Harford segir í pistli sínum að far­alds­fræð­ingar séu að gera sitt besta, en þeir séu þó ekki alltsjá­andi. Þeir þurfi stað­reyndir og þær fáist ekki nema með því að prófa, prófa, prófa, eins og Tedros Adhanom Ghebr­eyesus fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar hefur brýnt fyrir ríkjum heims að gera.

Þangað til meira sé vitað með vissu um það hversu skæð veiran er ætti fólk því að hlýða Víði, vera heima og hjálpa til við að fletja kúr­f­una og heil­brigð­is­kerfin að búa sig undir verstu mögu­legu sviðs­mynd­ir, þrátt fyrir að mögu­lega byggi þær á ófull­komnum gögn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar