Ester Rut Unnsteinsdóttir

Svaf á fjörutíu sentímetra löngum steinbít

Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur er komin suður eftir reglubundna vettvangsferð að vetri í friðlandið á Hornströndum. Hún segir okkur sögur af brimsköflum sem skoluðu reiðinnar býsn af sjávarfangi á land svo refirnir urðu saddir og sælir.

Í kjöl­far storms og mik­ils brims í Horn­vík á Horn­ströndum á dög­unum fyllt­ist fjaran af nýdauðum stein­bít, kross­fiskum og öðru sem lifir á sjáv­ar­botni. Þetta reynd­ist hinn vænsti fengur fyrir refi sem gengu fjör­urn­ar og tíndu upp ferskan fisk­inn, báru upp á sjáv­ar­kamb og grófu hér og hvar í snjón­um.

„Ég hef ekki áður séð við­líka reka af stein­bít eins og ­gerð­ist í þess­ari heim­sókn,“ segir Ester Rut Unn­steins­dótt­ir ­spen­dýra­vist­fræð­ingur í sam­tali við Kjarn­ann. Hún er nýkomin suður eftir 11 daga ferð á Horn­strand­ir. Ester fer í slíkar ferðir þrisvar á ári ásamt fleirum á vegum Nátt­úru­fræði­stofn­unar til að kanna við­komu refa í friðland­inu á Horn­strönd­um. Í fyrra­sumar var ástandið með slakasta móti. Óðul voru færri en venju­lega, got sjald­gæfari og yrð­lingar fáséð­ari en áður.

En nú gætir auk­innar bjart­sýni hjá Ester og félög­um. 

„Fyrir refi er þetta krítískur tími fyrir dýr sem hafa lif­að af vet­ur­inn og eru nú að und­ir­búa fjölg­un,“ segir hún. „Þær læður sem eru ­sæmi­lega feitar í mars og fá nægi­legt æti fram í maí, ættu að geta eignast yrð­linga í vor. Miðað við hvað tímgun gekk illa á síð­asta ári þá er von til­ þess að í ár verði ástand ref­anna mun betra, jafn­vel eins og best getur orð­ið.“

Hún nefnir dæmi máli sínu til stuðn­ings:  Árið 2014 var slæmt ár hjá ref­unum í Horn­vík­ og fáir yrð­lingar komust á legg. Ári seinna varð mik­ill sjó­fugla­dauði í mars og ­mikið af sjó­reknum fugli í fjör­unni. „Í kjöl­farið varð vorið 2015 eitt hið besta sem við höfum séð hvað varðar fjölda yrð­linga í vík­inn­i,“ útskýrir hún­. „Þetta er gott dæmi um hversu mik­il­vægt sam­band er milli fæðu­skil­yrða að vetri og tímg­un­ar­ár­ang­urs refa að vori.“

Ester fer í vett­vangs­ferð til Horn­víkur í mars á hverju ári til að athuga með ástand ref­anna. Í friðland­inu njóta þeir verndar og hefur svo verið allt frá árinu 1994. Horn­strandir eru eitt mik­il­væg­asta griðland ­teg­und­ar­innar á Ísland­i. 

Í ár var ferðin farin dag­ana 15.-25. mars. Fyrstu tvo ­sól­ar­hring­ana var vetr­ar­legt um að lit­ast og bál­hvasst og í kjöl­farið fyllt­ist fjaran af nýdauðum fiski og fleiru sem ref­irnir gerðu sér að góðu.

Mjög góðu reynd­ar.

Ester lýsir því að ein læðan hafi dregið um 40 sentí­metra langan stein­bít upp á bjarg og sást svo til hennar efst í Mið­dal þar sem hún­ svaf á fengn­um. Eftir góðan lúr vakn­aði hún, hristi af sér snjó­inn og fékk sér­ vænan bita af fisk­inum áður en hún hélt áfram lengra upp, nær bjarg­brún­inn­i. 

Mórauð tófa með hálfétinn steinbít í kjaftinum.
Ester Rut Unnsteinsdóttir

Ester segir að snjó­koma hafi verið flesta daga og kaf­djúpt ­fyrir lág­fótu að vaða lausa­mjöll­ina. Refir eru harð­gerð dýr og virt­ist allt vera með besta móti hjá þeim flest­um. Nokkur þeirra voru í til­huga­líf­inu og ef allt gengur vel má að sögn Esterar eiga von á því að það verði flest, ef ekki öll pör með got í vor, ólíkt því sem gerð­ist síð­asta sumar þegar aðeins um 25% óðal­anna í Horn­bjargi voru með yrð­linga.

„Refir sem sáust voru í góðu ástandi, einn var reyndar með­ lé­legan feld en þó enn á lífi og mikið á ferð­inn­i,“ segir Est­er. „Það sem vakt­i ­at­hygli var að mikið virt­ist af nýjum dýrum og vant­aði nokkur af þeim sem við þekkjum frá fyrra ári og þar á und­an. End­ur­nýjun er eðli­leg en við sjá­um ­gjarnan sömu dýrin ár eftir ár, í allt að 5-6 ár. Ekki er alveg ljóst hvort þessi nýju dýr séu ung dýr af svæð­inu eða aðkomu­dýr og það kemur í ljós í vor hvort við munum sjá nýja ábú­endur á óðulum í bjarg­in­u.“

Mórauð refalæða á leið upp á Hornbjarg með steinbít úr fjörunni.
Ester Rut Unnsteinsdóttir

Hvað fugla­lífið á svæð­inu varðar þá var ekki að sjá að ­bjarg­fugl væri kom­inn að björg­un­um, fyrir utan fýl. Einn dag­inn birti til, það hlán­aði og sjó­inn kyrrði. Þann dag komu stórir hópar af ritu inn í vík­ina en þær voru farnar aftur dag­inn eftir þegar tók að hvessa og snjóa á ný. Á heim­leið­inni þann 25. mars sáust nokkrar lang­víur á sjónum utan við Hæla­vík­ur­bjarg en oft eru þar hund­ruð, jafn­vel þús­und fuglar á þessum tíma. „­Svart­fugl var ekki kom­inn að björg­unum og ég myndi telja að þeir séu óvenju seint á ferð­inni þó svo það þýði ekki endi­lega að þeir séu ekki vænt­an­leg­ir innan tíð­ar,“ segir Est­er.

Að Horni voru nokkrir hrafnar og sáust þeir flestir 14 sam­an­ við Skipa­klett, við sömu iðju og ref­irn­ir, þ.e. að tína í sig nýmetið sem rak á fjörur þeirra. Nokkrir send­lingar voru einnig í fjör­unni og létu brimið lít­ið ­trufla sig. Ríf­lega hund­rað æðar­fuglar sáust á víð og dreif á sjón­um, þrí­r æð­ar­kóngar þar á með­al, tugir af hávell­um, nokkrar teistur og topp­end­ur. Nokkrir hvít­máfar kropp­uðu í kross­fiska sem rak á land í brim­inu og stöku ­svart­bakar sáust líka. Við húsin að Horni héldu til ríf­lega 20 snjó­titt­ling­ar og einn fálki sást á flugi.

Þessi tvö létu vel hvort að öðru. Tilhugalífið er hafið.
Ester Rut Unnsteinsdóttir

„Nokkrir útselir sáust í sjónum meðan mestu brim­skafl­arn­ir ­gengu yfir og síðar voru land­selir að reka upp haus­inn af og til en einn þeirra lagði sig á steini við Hornána,“ skrifar Ester um ferð­ina í færslu á Face­book-­síðu Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar.  

Henni lýkur hún með þessum orð­um: „Má segja að allt gangi með eðli­leg­um hætti hvað varðar líf­ríkið á svæð­inu, þrátt fyrir heims­far­aldur og sam­komu­bann víð­ast hvar.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent