Helga Kristín var valin til að prófa nýjan geimfarabúning NASA í fyrrasumar. Þar kom reynsla hennar af ísklifri og jarðfræði sér vel. Helga Kristín Torfadóttir
Helga Kristín var valin til að prófa nýjan geimfarabúning NASA í fyrrasumar. Þar kom reynsla hennar af ísklifri og jarðfræði sér vel.

Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir

Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.

Þegar jörð skelfur á Reykja­nesi og óvissu­stigi almanna­varna er lýst yfir hækkar spennustigið á annarri hæð­inni í vest­ur­enda ­nátt­úru­fræða­húss­ins Öskju. Óvenju­legt land­ris og kviku­söfnun á þessum yngsta hluta lands­ins hefur haldið öllum við efnið frá því í byrjun jan­úar og einn þeirra vís­inda­manna sem þar starfar og fylgist með fram­vind­unni er Helga Krist­ín ­Torfa­dótt­ir, dokt­or­snemi í eld­fjalla­fræði.

Þessa dag­ana er hún reyndar að mestu heima­vinn­andi, eins og svo margir aðr­ir. Hún býr í for­eldra­húsum og þar er jarð­fræðin oft til umræðu. En það er neyð­ar­stig á öðrum víg­stöðvum hjá fjöl­skyld­unni því móðir Helgu er Alma ­Möller land­lækn­ir. Fleira en eld­gosavá er því rædd við kvöld­verð­ar­borðið á því heim­ili. „Ég held mig mest heima þessa dag­ana,“ segir Helga, „svo ég sé nú ekki að bera smit í mömmu. Maður verður að hugsa um land­lækn­i.“

Auglýsing

Áður en sam­komu­bann var sett á bauð Helga blaða­mann­i Kjarn­ans í heim­sókn í vinn­una á Jarð­vís­inda­stofnun Íslands. Dag­ana á und­an­, líkt og síð­ustu daga, hafði enn ein jarð­skjálfta­hrinan gengið yfir á Reykja­nesi.

Hún var á leið á skrif­stofu sína sem er inn af rann­sókn­ar­stofu Jarð­vís­inda­stofn­unar þegar Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræð­ingur og annar leið­bein­and­i hennar í dokt­ors­verk­efn­inu, stopp­aði hana á gang­inum og spurði um „gos­n­æmi“ og fleira sem hljómar eins og lat­ína í eyrum þeirra sem ekki eru inn­vígðir í vís­inda­heim­inn. Í hóp­inn bætt­ist svo pró­fess­or­inn Þor­valdur Þórð­ar­son, sem einnig er ­leið­bein­andi henn­ar. Þarna voru þau að ræða um tölvu­líkön sem dag­lega eru keyrð til að spá fyrir um eld­gos og hvert hraun myndi renna ef til þess kæmi þar sem ­skjálfta­virknin er mest hverju sinni.

Það er ekki endi­lega von á gosi á næst­unni, jafn­vel ekki ein­u sinni á næstu árum eða ára­tug­um, en Helga og sam­starfs­menn hennar vilja ver­a við öllu búin. Á rann­sókn­ar­stof­unni er því búið að raða upp marg­vís­legum bún­að­i ­sem hægt er að grípa til með stuttum fyr­ir­vara. Þar er til dæmis að finna gas­grím­ur, örygg­is­hjálma með höf­uð­ljósum, hamra, gasmæla, nákvæm GPS-tæki og ­sýna­poka.

Helga Kristín hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og birtir margar myndanna á Instagram.
Helga Kristín Torfadóttir

Þetta er þó ekki sá bún­aður sem Helga er hvað þekkt­u­st ­fyr­ir. Hún komst í fréttir á síð­asta ári eftir að hafa verið valin til að prófa nýjasta geim­bún­ing NASA við krefj­andi aðstæður á Vatna­jökli. Með þátt­töku sinn­i ­skrif­aði hún nafn sitt í sögu­bæk­urnar því hún varð fyrst í heimi til að stunda ísklifur í geim­fara­bún­ingi.

Verk­efnið var ekki aðeins mynd­rænt og spenn­andi held­ur einnig mik­il­vægur þáttur í und­ir­bún­ingi fyrir hvorki meira né minna en ferða­lög til Mars í fram­tíð­inni. Þangað er Helga þó ekki að fara – þótt geim­ferð­ir heilli hana og hún myndi vissu­lega fagna tæki­færi til slíkra ferða­laga. En í augna­blik­inu heldur hún sig á jörð­inni, jörð­inni sem hana þyrstir í að læra ­meira um og rann­saka. 

Helga Kristín komst að ýmsu sem betur mætti fara í geimbúningnum við prófunina á Vatnajökli. Meðal annars að stígvélin henta ekki vel til klifurs.
Michael Lye

Helga Kristín er fædd í Reykja­vík árið 1992. For­eldr­ar hennar eru lækna­hjónin Alma Möller og Torfi Jóns­son. Hún á einn bróð­ur, Jóna­s Má, og hund­inn Móberg sem hún segir vissu­lega hluta af fjöl­skyld­unni.

Hún á ættir að rekja til Siglu­fjarðar í móð­ur­ætt og svo austur á land í föð­ur­ætt­ina. Og þó að fjöllin og jökl­arnir heilli seg­ist hún­ ­mikið borg­ar­barn.

Ung að aldri flutti hún með for­eldrum sínum til Sví­þjóð­ar­ þar sem þeir námu lækn­is­fræð­ina. Þar dvaldi fjöl­skyldan í tæp­lega ell­efu ár. „Ég var sem sagt mest alla grunn­skóla­göng­una í Sví­þjóð og smit­að­ist mjög af ­sænskunn­i,“ segir Helga. „Ég mun örugg­lega aldrei tala íslensku full­kom­lega rétt!“

Hún seg­ist hafa verið for­vit­inn krakki, ekki mjög ræð­inn en þeim mun meira að hugsa. „Ég man eig­in­lega allt sem gerð­ist frá því að ég var eins og hálfs árs. Ég get útskýrt fyrir for­eldrum mínum af hverju ég gerði eitt­hvað eða sagði eitt­hvað þegar ég var mjög ung.“

Í Lundi í Sví­þjóð, þar sem Helga ólst upp, var nóg að ger­a ­fyrir ævin­týra­þyrsta krakka. Á sumrin fór hún út í skóg og kom ekki heim fyrr en síð­deg­is, búin að eign­ast nýja vini og upp­götva margt nýtt. „Ég var mjög ­sjálf­stæð og lík­lega frekar frökk,“ segir hún um Sví­þjóð­ar­ár­in. „Það var mjög ­gott að vera barn í Sví­þjóð. Þar var nátt­úran alltaf nálæg, skóg­ar­lundir um allt og gaman að fara í laut­ar­ferðir um helg­ar. Svíar eru dug­legir að stunda úti­vist og hafa það huggu­legt úti í nátt­úr­unni, þeir kunna það svo sann­ar­lega.“

Helga Kristín ásamt móður sinni, Ölmu Möller, á Svíþjóðarárunum.
Úr einkasafni

Þegar fjöl­skyldan flutti aftur til Íslands árið 2003 hóf Helga nám í 6. bekk í Linda­skóla í Kópa­vogi. Íslenskan var þá ekki henn­ar ­sterkasta hlið. „Ég vissi ekki hvað fall­beyg­ing var. Ég held að það hafi nánast liðið yfir kennar­ann þegar hann komst að því.“

Námið hafi því reynst nokkuð strembið og að auki var Helga til­ að byrja með ekki með á nót­unum um allt sem var í gangi hjá börnum og ung­ling­um í íslensku sam­fé­lagi. En það vildi henni til happs að hún eign­að­ist fljótt góða vini sem halda hóp­inn enn í dag.

Ekki undir pressu að verða læknir

Þó að það hafi verið nokkuð á bratt­ann að sækja í ís­lensku­nám­inu setti Helga stefn­una alltaf á Mennta­skól­ann í Reykja­vík og metn­að­ur­inn kom henni þangað að loknum grunn­skóla. „Ég vissi að MR væri góður und­ir­bún­ing­ur ­fyrir háskóla­nám. Ég vissi líka að mig lang­aði í vís­inda­tengt nám og mér fann­st lækn­is­fræðin spenn­andi. En svo byrj­uðu jarð­fræði­tím­arnir í MR og þá fatt­aði ég að þar voru mörg áhuga­mál mín saman kom­in. Mamma og pabbi voru ekki að pressa á mig að verða lækn­ir, þau hvöttu mig til að gera það sem ég hefði áhuga á. Það vill svo til að þau hafa sjálf mik­inn áhuga á jarð­fræði svo ég hef alltaf haft ­stuðn­ing þeirra og getað rætt við þau um það sem ég er að fást við.“

Auglýsing

Eftir að mennta­skól­anum lauk var Helga orðin ákveðin í því að fara í jarð­vís­inda­nám. Með þá vissu í fartesk­inu byrj­aði hún á því að fara í leið­sögu­nám. ­Síðan hefur hún unnið tölu­vert sem jökla- og fjalla­leið­sögu­mað­ur. Þá tók hún­ einnig meira­próf.

En það var áhugi á nátt­úr­unni sem ýtti Helgu út í jarð­fræð­ina. „Við fjöl­skyldan höfum ferð­ast mik­ið, bæði inn­an­lands og til­ fram­andi staða í útlönd­um.“

Helga hefur því aldrei komið til Alicante eins og margir Ís­lend­ingar en hún hefur hins vegar komið til Galapa­gos-eyja, eld­fjalla­eyj­unn­ar ­Stromboli, Hawaii og Jan Mayen, svo dæmi séu tek­in.

Áður en Helga hóf jarð­vís­inda­námið var hún farin að lesa í lands­lag hvert sem hún kom og hafði skiln­ing á þeim ferlum sem þar bjuggu að baki. Hvernig jöklar móta land­ið, hopa og skríða fram til skipt­is. Hvernig eldsum­brot ­setja sterkan svip á allt okkar umhverfi. Og sér­stak­lega fannst henni sam­spil jökla og eld­fjalla spenn­andi.

Hóf jarð­fræði­nám í Holu­hrauns­gos­inu

Jarð­fræði­námið lá vel fyrir Helgu og hún hóf það á áhuga­verð­u­m ­tíma­punkti. Í fyrstu vik­unni hófst eld­gosið í Holu­hrauni. „En síðan hef­ur ekk­ert eld­fjall gosið og kannski kom­inn tími á það,“ segir hún og bros­ir. „­Vís­inda­lega séð er ég spennt fyrir næsta gosi en auð­vitað vill maður alls ekki að það hafi slæm áhrif á sam­fé­lag­ið. Holu­hraunið er gott dæmi um gos sem var ­spenn­andi vís­inda­lega en stað­sett vel inn í landi og skap­aði litla hættu. Ég flaug yfir það nokkrum sinnum og fann hit­ann í gegnum flug­vél­ina. Svo kom ég þang­að ári eftir að því lauk og bað­aði mig upp úr heitum læk sem rann tíma­bundið und­an­ hraun­in­u.“

Helga Kristín er menntaður leiðsögumaður og fer með fólk í jökla- og fjallaferðir.
Helga Kristín

Allt sem var jökla- og eld­fjalla­tengt í nám­inu höfð­aði strax vel til Helgu. Þegar hún var að ljúka við BSc-­námið var hún búin að ákveða að fara í meist­ara­nám með áherslu á eld­fjalla- og berg­fræði. „Meg­in­hlut­i ­meg­in­eld­stöðva lands­ins er undir jökli svo þetta sam­ein­aði allt það sem ég hafði mestan áhuga á.“

Á skrif­stofu Helgu í nátt­úru­fræði­hús­inu Öskju hanga jarð­fræði­kort af Öræfajökli, hæsta fjalli Íslands. Sá jök­ull stendur hjarta Helgu nærri því hún ákvað að gera hann að við­fangs­efni sínu í meist­ara­nám­inu og ­síðar í dokt­ors­nám­inu þar sem hún rann­sakar einnig eld­fjallið Beer­en­berg á Jan Ma­yen. Á skrif­stof­unni má svo einnig sjá sýn­is­horn af ýmsum berg­teg­und­um; hrafn­tinn­u, flikru­bergi og lít­inn hraun­mola úr Holu­hrauni.

Magnað að koma á jökul í fyrsta sinn

En hvað er það við jökla sem heill­ar?

„Jöklar eru þannig séð berg,“ svarar hún, „þeir eru úr ískristöll­um. Mér finnst áhuga­vert hvað þeir breyt­ast mik­ið, það er eins og þeir séu lif­andi. Það er líka gaman að klifra í þeim. Þeir eru áber­andi í lands­lag­inu og kom­ast ekki upp með mikið án þess að maður sjái hvað þeir eru að ­gera. Þeir móta landið af miklum krafti, mynda dali og slípa fjalls­hlíð­ar­. Þetta allt finnst mér mjög áhuga­vert.“

Þó að Helga hafi víða ferð­ast með fjöl­skyld­unni hafði hún­ ekki komið á jökul fyrr en hún hóf jarð­fræði­nám­ið. „Það er magnað og svo­lít­ið dramat­ískt að koma á jökul í fyrsta sinn.“

Auglýsing

En  skoðum aðeins fræð­in, hvað Helga hefur rann­sakað og hvað hún er að rann­saka núna.

Í meist­ara­nám­inu skoð­aði hún hvernig kviku­hólf eru byggð upp­ undir Öræfajökli og hvort þau væru mörg. Hún skoð­aði m.a. nýjasta gosið sem varð árið 1727 og er því fyrst til að rann­saka það gos. Einnig skoð­aði hún önn­ur hraun­lög í Öræfajökli í þeim til­gangi að bera saman upp­bygg­ingu kviku­kerf­is­ins milli gosa. Að auki mun hún svo ald­urs­á­kvarða eldri gos­in. „Um leið og það er kom­inn aldur inn í jöfn­una getur maður séð hvernig kviku­kerfi Öræfa­jök­uls hef­ur ­þró­ast.“

Í dokt­ors­nám­inu fer hún út í meiri smá­at­riði og áfram er Ör­æfa­jök­ull við­fang­ið. Í upp­hafi þess fór hún með sýni til Frank­furt þar sem hún hafði aðgang að sér­hæfðu tæki sem notað er til að skjóta ley­sigeisla á krist­all­ana í hraun­inu til að „sjá hvað þeir eru að segja,“ útskýrir Helga. Í þeirri vinn­u ­greindi hún fimm gos sem orðið hafa í Öræfajökli og bjó í kjöl­farið til­ hálf­gert líkan af mögu­legum kviku­hólf­um.

En af hverju er svona mik­il­vægt að vita hvar kviku­hólfin eru?

Því þá er hægt að reyna að finna út hvar næsta gos gæt­i ­mögu­lega orðið í eld­fjall­inu og og þá er einnig hægt að bera sama dýpi skjálfta ef gos­órói fer af stað. Helga hefur þegar kom­ist að því að gosin fimm vor­u mis­mun­andi en að mögu­lega hafi tvö þeirra komið upp úr sama kviku­pok­an­um. Einnig er til­gangur verk­efn­is­ins að „skilja eld­fjall­ið,“ segir Helga, „af hverju kvika stoppi á ákveðnu dýpi, hvort það séu ein­hverjir þrösk­uldar í skorp­unni. Gam­all hafs­botn jafn­vel.“

Helga Kristín skoðar efnasamsetningu kristallanna úr Öræfajökli og Beerenberg sem gefa upp miklar upplýsingar um hegðun eldfjallanna.
Helga Kristín

Í dokt­ors­nám­inu mun hún einnig kafa djúpt í þessi fræði þar ­sem verk­efnið snýst að hluta til um lofts­lags­mál. „Hugs­an­lega hefur þynn­ing ­jök­uls­ins á Beer­en­berg, sem og önnur eld­fjöll undir jökli, komið eld­gosum af ­stað,“ segir hún. „Við það að þessu jök­ul­fargi sé lyft af jarð­skorp­unni og þar af leið­andi eld­fjöll­un­um, er mögu­legt að þrýst­ingi sé létt af kviku­pok­unum sem komi gosum af stað. Það verður áhuga­vert að sjá hvort rann­sóknir mínar styðj­i þessa kenn­ingu. Þessar upp­lýs­ingar gætu verið mik­il­vægar á kom­andi árum í kjöl­far ham­fara­hlýn­unar og áhrifa hennar á jökla enda eru stærstu eld­stöðv­ar Ís­lands undir jökli.“

Goss að vænta í Öræfajökli

Öræfa­jök­ull byrj­aði að rumska fyrir þremur árum svipað og Eyja­fjalla­jök­ull gerði árið 1998. Sá síð­ar­nefndi gaus svo árið 2010. „Það gæt­i orðið svipað með Öræfa­jök­ull, að hann láti aðeins finna fyrir sér, það tek­ur hann tíma að hita sig upp,“ segir hún og horfir á jarð­fræði­kortið á veggnum á skrif­stof­unni og bætir við: „Þetta er mjög lif­andi land sem við búum í.“

Aðeins eru til heim­ildir um tvö síð­ustu gosin í Öræfajökli. Hann gaus síð­ast fyrir um þrjú hund­ruð árum og þar á undan árið 1362. Allt bend­ir til þess að hann hafi svo einnig gosið fyrir um 1.500 árum en aldur enn eldri ­gosa verður von­andi kunnur þegar Helga hefur lokið sínum rann­sókn­um.

Ekki sak­laust eld­fjall

Öræfa­jök­ull er ekki sak­laust lítið eld­fjall. Hann hefur sýnt hvers hann er megn­ugur og gæti gert það aft­ur. Gos­inu 1727 fylgdi jök­ul­hlaup og ­þrír menn týndu lífi.  

Gos­inu 1362 fylgdu enn meiri hörm­ung­ar. Það var stærsta ­sprengigos sem orðið hafði í Evr­ópu frá því Vesúvíus gaus árið 79 fyrir Krist. Í kjöl­far þess var nafn­in­u á hér­að­inu undir jökli breytt úr Litla-hér­aði í Öræfi enda lagði gosið byggð­ina í eyði. „Í dag lík­ist Öræfasveitin meira Litla-hér­að­i,“ ­segir Helga og rifjar upp að nafn jök­uls­ins hafi líka verið annað fyrir gos. Áður hét hann Knappa­fells­jök­ull, „sem er krútt­legt nafn og sak­leys­is­legt. En þetta gos var skelfi­legt og við verðum að vera við­búin sam­bæri­legu gosi ein­hvern ­tím­ann aft­ur.“

Öskulög úr Öræfajökli. Helga Kristín hefur greint fimm gos úr eldstöðinni í hraunlögunum. Sum þeirra hafa verið hamfarakennd.
Helga Kristín

Helga, sem er vön fjall­göngum og jökla­ferð­um, seg­ir ­sýna­töku­ferð­irnar á Öræfa­jökul og eld­fjöllin á Jan Mayen, allt annað en auð­veld­ar­. „Ég þarf að príla utan í klettum með bak­poka. Og það er ekki þannig að bak­pok­inn létt­ist eftir því sem líður á göng­una og ég borða meira af nest­inu. Hann ­þyng­ist bara af grjóti. Í lok dags er ég kannski með þrjá­tíu kíló á bak­in­u.“

Eld­fjöll eru að sögn Helgu jafn ólík og þau eru mörg og því er ekki hægt að yfir­fara rann­sókn­ar­nið­ur­stöður á einu þeirra yfir á önn­ur. „Það þarf að koma fram við hvert eld­fjall eins og ein­stak­ling.“

Þegar hún talar um eld­fjöllin og jöklana er engu lík­ara en að hún sé að lýsa mann­eskj­um. Jökl­arnir „hegða sér“ með ákveðnum hætti og eld­fjöllin „fá í mag­ann, hrækja og gubba“. Hún segir rann­sókn­irnar krefjast ­ná­kvæmni en einnig hug­mynda­auðgi. Pæl­ar­inn Helga, sem man hvernig var að ver­a smá­barn, er þar á heima­velli.

Hún hefur líka gaman að því að deila því sem hún er að ger­a ­með öðrum og stofn­aði fyrir nokkrum mán­uðum Instagram-­reikn­ing og er nú með­ tæp­lega 6.000 fylgj­end­ur. Hún hefur mik­inn áhuga á ljós­myndun og deilir þeim ­með fylgj­endum sínum í bland við fróð­leik um jarð­fræði. Henni finn­st ­skemmti­legt að útskýra og kenna og vandar sig við að miðla flóknum upp­lýs­ing­um ­með þeim hætti að sem flestir skilji. Við færsl­urnar fær hún svo ýmsar fyr­ir­spurn­ir víða að úr heim­inum sem hún reynir að svara sam­visku­sam­lega.

Síð­ustu mán­uði hefur hún verið í ess­inu sínu á Instagram enda margir for­vitnir um skjálfta­virkn­ina á Reykja­nesi.

Og aftur að þeim atburð­um.

Frá því í jan­úar hafa jarð­skjálfta­hrin­urnar á Reykja­nes­inu kom­ið í kipp­um. Sama má segja um land­risið sem er nú orðið 7-8 sentí­metr­ar. Dag­lega þurfa Helga og félagar því enn að upp­færa hraun­flæði­líkan­ið. „Virknin hefur nú fær­st vestar þannig að lík­urnar aukast á því að mögu­lega verði gosið í sjó þegar að ­kvikan kemst að lokum upp á yfir­borð­ið,“ segir hún þegar blaða­maður slær aft­ur á þráð­inn til hennar í gær, nokkrum vikum eftir heim­sókn­ina í Öskju.

 Hún segir góð­u frétt­irnar þær að gosið yrði lít­ið, það yrði til dæmis að öllum lík­indum minna en Holu­hrauns­gos­ið. „En miðað við sög­una þá er ljóst að þarna mun gjósa aft­ur. En hvenær er svo allt annað mál. Kannski ger­ist það ekki einu sinni á minni ævi. Þarna er gliðnun og alls konar veik­leikar í jarð­skorp­unni sem auð­velda kviku að koma upp á yfir­borð­ið.  Við höfum ekki miklar ­upp­lýs­ingar um hvernig síð­ustu gos á þessu svæði voru. Við vitum hvenær þau vor­u, það síð­asta á þrett­ándu öld.

En við vitum líka að kvika er mjög löt. Hún hefur engan á­huga á að koma upp á yfir­borðið ef svo má segja. Þess vegna velur hún alltaf auð­veld­ustu leið­ina. Þess vegna rýnum við í sprungur og lands­lag til að spá ­fyrir um hvert hraun myndi renna. Og það sem við getum sagt er að annað hvort verða ein­hverjir atburðir þarna núna eða þá að þessar hrær­ingar eru upp­haf að ein­hverju tíma­bili. Vegna þeirrar óvissu fylgj­umst við náið með alla daga og veitum við­bragðs­að­ilum og sveit­ar­stjórnum reglu­lega upp­lýs­ingar um stöð­una.“

Á létt­ari nótum segir Helga að fyrst gos sé yfir­vof­andi á annað borð væri kannski heppi­legt að fá það núna í miðjum heims­far­aldri þeg­ar ­um­ferð um Kefla­vík­ur­flug­völl er sama og eng­in.

Helga Kristín við störf á Jan Mayen þar sem hún rannsakar eldfjall sem hún segir svipa til Snæfellsjökuls að ýmsu leyti.
Helga Kristín

Helga býr vel að því núna, þegar hún þarf að vinna heima, að hafa nýverið lokið mik­illi sýna­vinnu og getur því ein­beitt sér að tölv­unni. Það ­fer þó að koma að því að hún sjái tækin á rann­sókn­ar­stof­unni í Öskju í hill­ing­um. Hún von­ast til að allt verði um garð gengið í sumar þegar komið verður að slík­u ­tíma­bili í dokt­ors­verk­efn­inu.

Annað sem teng­ist vinn­unni hefur einnig breyst. Til stóð að fara í rann­sókn­ar­leið­angur til Tenerife og La Reunion, eyju fyrir utan­ Ma­daga­skar í Afr­íku. Af þessum ferðum verður ekki í bráð.

Rútínan raskast

Svo við­ur­kennir Helga fús­lega að rútínan hafi aðeins far­ið úr skorðum eftir að vinnan færð­ist nær alfarið heim. Vinnu­tím­inn hafi orð­ið ó­reglu­legri og stundum sé erfitt að koma sér að ein­beita sér og koma sér að verki. Ef­laust tengja margir við þetta.

Helga er á undan áætlun með dokt­ors­verk­efnið og stefnir að því að ljúka því á þremur árum. Nema að eitt­hvað óvænt komi upp á. Sem hef­ur kannski gerst einmitt núna.

Auglýsing

Úr róm­an­tískri gam­an­mynd í ham­fara­mynd

Hún stendur þó ekki ein í ströngu jarð­vís­inda­nám­inu því kær­asti henn­ar, Dan­íel Þór­halls­son, sem hún kynnt­ist í jarð­fræð­inni í há­skól­an­um, flutti til Hawaii síð­asta sumar til dokt­ors­náms. Helga deil­ir ­fal­legri minn­ingu um það þegar hann flutti út: „Þetta var svo­lít­ið bíó­mynda­mó­ment,“ segir hún og hlær. „Ég var á Jan Mayen við rann­sóknir og átt­i að vera komin heim tím­an­lega til að kveðja hann. En ég tafð­ist þar út af þoku. Þegar ég loks komst heim þá var hann akkúrat kom­inn út á flug­völl á leið til­ Hawaii. Svo við kvödd­umst á flug­vell­inum eins og í róm­an­tískri gam­an­mynd.“

Dan­íel ákvað að koma heim til Íslands þegar ljóst var að það ­stefndi í ferða­bann í Banda­ríkj­un­um. Hann rétt náði að kom­ast heim í gegn­um Kanada áður en af því varð. „Hann var einmitt að klára sótt­kví núna áðan,“ ­segir Helga sem hafði þar til þá ekki getað fagnað heim­komu hans með faðm­lagi. „Hann hefur orðið að fylgja fyr­ir­mælum tengda­móður sinnar og við því þurft að halda fjar­lægð okkar á milli.“

Jökl­arnir ein­stöku

Dan­íel deilir þó áfram athygli Helgu með jöklunum og eld­fjöll­un­um. Þessum fyr­ir­bærum sem hún getur engan veg­inn ímyndað sér Ísland án. „Jökl­arnir eru svo ein­stak­ir. Og þeir eru svo mik­il­væg­ir. Þeir eru ­mik­il­vægir fyrir lofts­lagið okkar og núna eru breyt­ingar á lofts­lagi að hafa vond áhrif á þá. Það erum svo við menn­irnir sem berum ábyrgð á þeim breyt­ing­um. Núna verðum við að hjálp­ast að við að snúa þeirri þróun við.“

Tæki­færið til þess er kannski einmitt núna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal