Aðsend

Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina

Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hún hefur lagt á sig mikla sjálfsvinnu undanfarið sem er loks farin að skila árangri og þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag. „Það er svo mikill skilningur, virðing og samtakamáttur til staðar, allir eru að vinna saman. Það gefur manni svo mikið.“

Kristín Bára Bryn­dís­ar­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur hefur að und­an­förnu verið að æfa sig í að ­treysta inn­sæi sínu og taka ákvarð­anir út frá því. Þegar bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unnar var stofn­uð, vegna far­ald­urs COVID-19 og fyr­ir­séðs á­lags á sjúkra­húsum lands­ins, gerði hún einmitt það og hik­aði ekki við að skrá ­sig þótt að hún sé í leyfi frá störfum vegna flók­inna veik­inda.

„Við tök­um því sem svo sjálf­sögðum hlut að vakna hvern dag, fá að draga and­ann og vera til­. En það er ekki sjálf­sagður hlut­ur. Ég veit það, því ég hef unnið á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans,“ segir hún um þann lær­dóm sem hún hefur dreg­ið af sínum veik­ind­um. „Og þegar það er heims­far­aldur þá hjálpar maður til. Það er bara þannig. Eitt sinn hjúkr­un­ar­fræð­ingur ávallt hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Við erum öll í þessu sam­an.“

Auglýsing

Fljót­lega eftir að Kristín Bára skráði sig í bak­varða­sveit­ina var haft sam­band við hana og hún beðin að koma til starfa á Land­spít­al­anum þar sem hún hóf fyrst störf að a­floknu námi í hjúkr­un­ar­fræði við Háskóla Íslands. Í kjöl­farið fékk hún sent efni til upp­rifj­unar sem hún fer nú yfir til að und­ir­búa sig. Til stendur að hún sinni sjúk­lingum með COVID. Kallið get­ur komið á hverri stundu.

„Ég hik­að­i ekki við það í eina mín­útu að skrá mig í bak­varða­sveit­ina,“ segir Kristín í sam­tali við Kjarn­ann. „Ég hef unnið á Land­spít­al­an­um. Ég veit hvernig stað­an var fyrir þennan far­ald­ur. Ég veit hvað það er mikið álag á starfs­fólk­in­u ­fyr­ir­.“ 

Beint á Land­spít­ala eftir útskrift

Eft­ir út­skrift árið 2010 vann Kristín Bára í nokkur ár á krabba­meins­lækn­inga­deild á Land­spít­al­anum en breytti svo til og fór í sölu- og mark­aðs­starf. Haustið 2015 ­fór hún að eiga mjög erfitt með svefn og svaf ekki í tvo mán­uði. Hún mætti sam­t alltaf til vinnu. „Ég hætti að sofa hrein­lega, það gerð­ist nán­ast á einn­i n­ótt­u.“ 

Kristín Bára fór haustið 2015 að eiga mjög erfitt með svefn. Ástandið átti eftir að vinda upp á sig.
Aðsend

Rúm­lega tví­tug hafði hún greinst með floga­veiki og næstu árin tók hún lyf vegna ­sjúk­dóms­ins. Er svefn­leysið hófst var hún búin að vera lyfja­laus og stöðug í mörg ár. „Að sofa ekki í svona langan tíma er bein­línis mann­skemm­and­i,“ seg­ir Krist­ín. „Þarna var ég að fá flog í svefni án þess að vita af því.“

Í jan­ú­ar 2016 byrj­aði hún aftur á floga­veikis­lyfj­unum en „þá byrj­aði ball­ið,“ segir hún­. „Þegar eitt kerfi lík­am­ans gefur sig þá fara önnur út af spor­in­u.“ Í kjöl­farið fór hún að finna fyrir krónískum verkj­um. Það hvarfl­aði þó ekki að henni að taka veik­inda­leyfi lengur en í nokkra daga.

Þá um ­sum­arið ákvað hún að skipta um vinnu og færa sig yfir á heilsu­gæsl­una í skóla­hjúkrun og ung- og smá­barna­vernd. Álagið var mik­ið, hún var að sinna sín­u heim­ili, með tvo drengi og í fullri vinnu. Hafin var bar­átta sem átti eftir að standa í nokkur ár.

Tuska í and­litið

Kristín var að lokum greind með vefja­gigt haustið 2016 eftir grein­ing­ar­ferli hjá Þraut. Þeg­ar þarna er komið sögu var hún einnig búin að vera í eft­ir­liti hjá hjarta­lækn­i ­vegna hjart­slátta­trufl­ana. Hún fékk ítrekað hrað­s­látta­köst og púls­inn átti það til að hækka upp úr öllu valdi án sýni­legs til­efn­is. Eftir marg­vís­leg­ar ­rann­sóknir var nið­ur­staðan sú að svo­kall­aður ofans­legla­hrað­taktur væri lík­leg­asta or­sök­in. „Ég var þarna 34 ára og greind með nokkra sjúk­dóma sem sagðir vor­u ólækn­andi. Það var ákveðin tuska í and­lit­ið.“

Auglýsing

Við tók sorg­ar­ferli. Hún fór úr því að vera í fullri vinnu og félags­lega virk yfir í það að geta nær engu sinnt. Árið 2017 var af þessum sökum eitt það erf­ið­asta í hennar lífi. „Þá lenti ég á þessum vegg aftur og aft­ur.“

Alltaf stefnd­i hún að því að ná heilsu en í þeim til­gangi að kom­ast aftur til vinnu. Mark­mið­ið var ekki að ná heilsu til að líða bet­ur. Hún seg­ist að þessu leyti ver­a ­dæmi­gerður harður Íslend­ing­ur, alin upp við það að sýna engan aum­ingja­skap. Kristín var þess vegna lengi að sætta sig við að fara í veik­inda­leyfi. Hún var ­send í end­ur­hæf­ingu hjá Þraut og spurði hvort það væri ekki upp­lagt að stunda vinnu sam­hliða henni. „Ég var í afneitun og náði ekki að taka þessu alvar­lega.“

Um leið og end­ur­hæf­ing­unni lauk fór hún aftur að vinna sem end­aði með því að hún fékk ­floga­köst á dag­inn, eitt­hvað sem hún hafði ekki áður feng­ið. Mígreni bætt­is­t svo ofan á allt sam­an. Þá setti tauga­lækn­ir­inn niður fót­inn og sagði að hún­ yrði að fara í langt veik­inda­leyfi.

Kristín Bára ásamt sonum sínum, Bóasi Myrkva og Pétri Arnari. Heimiliskötturinn Eygló á sinn sess innan fjölskyldunnar.
Aðsend

Í byrjun árs 2018 lét hún til leiðast, fór í leyfi frá störfum og hóf end­ur­hæf­ingu á Reykja­lundi um sum­ar­ið. „Á þessum tíma þá gerð­ist eitt­hvað,“ segir hún. „Fyrst átti ég mjög erfitt með þetta, fannst ég ekki nógu veik til að vera á Reykja­lundi. Fannst ég vera að taka pláss frá öðr­um. Og síðan átti ég mjög erfitt með að vera hjúkr­un­ar­fræð­ingur hinum megin við borð­ið. Ég þurfti að yfir­stíga ­for­dóma og hörku í minn eigin garð.“

Eftir að Kristín fór að taka veik­ind­unum alvar­lega fór hún að ein­beita sér að hlutum sem voru nær­andi fyrir hana. „Ég fór af stað inn í þetta verk­efni með það mark­mið að ná heilsu fyrir mig og mína fjöl­skyld­u.“

Nú eru fimm ár frá því að hún veikt­ist. „Ég fór mjög djúpt í þetta sorg­ar­ferli, í reið­ina, af­neit­un­ina og alls konar til­finn­ing­ar. Mér leið stundum eins og ég væri í frjálsu falli og hefði enga fall­hlíf, ég beið bara eftir því að ein­hver mynd­i grípa mig.“

Um leið og Kristín fór að einbeita sér að því sem nærði hennar líkama og sál fór líðanin að batna.
Aðsend

Með því að ger­a það sem nærði lík­ama og sál fór hug­ar­farið smám saman að breyt­ast og líð­an­in ­sömu­leið­is. „Ég fór að ein­beita mér að því sem ég gat gert í stað þess sem ég get ekki gert.“

Öll henn­ar veik­indi mátti rekja til vanda­mála í tauga­kerf­inu. „Það fékk mig til að pæla í hvernig ég gæti unnið með tauga­kerfið mitt. Það var ójafn­vægi í því. Ég var að lifa alltof streitu­miklu lífi þó að mér hafi aldrei fund­ist ég sér­stak­lega stressuð. Streitan bjó innra með mér, hún var krónísk og ég átt­aði mig ekki á því fyrr en ég lenti á þessum vegg. Streitan var að keyra mig í kaf. Það tek­ur ­tíma að vinda ofan af því. Ég hef þurft að end­ur­for­rita heil­ann. Búa til nýjar ­tauga­brautir og deyfa þær gömlu sem þjóna mér ekki leng­ur.“

Og þessi vinna er enn í gangi. Henni lýkur ekki þó að líð­anin hafi batn­að. „Ég er loks­ins núna farin að finna ávinn­ing­inn af allri þess­ari sjálfs­vinn­u.“

Í lok síðasta árs fór Kristín Bára í kennaranám í jóga nidra og núna er hún í kennaranámi í qigong.
Aðsend

Krist­ín hefur stundað jóga í mörg ár en í lok síð­asta árs lét hún verða af því að fara í kenn­ara­nám í jóga nidra og núna er hún í kenn­ara­námi í qigong. Hún hlakk­ar til að fá tæki­færi til að miðla sinni þekk­ingu á þessu sviði til ann­arra og mun fara af stað með nám­skeið þegar nær dregur sumri.

Eitt af því ­sem Kristín hefur sér­stak­lega ein­beitt sér að í bata­ferl­inu er að staldra við og pæla í því af hverju hún geri það sem hún ger­ir, bregð­ist við hlutum eins og hún gerir og þar fram eftir göt­un­um. „Hvaðan koma hugs­anir mín­ar? Trú á það sem ­virkar og virkar ekki? Ég hef kom­ist að því, og það var það mik­il­vægasta, að hugs­anir mínar eru ekki sann­leik­ur­inn. Við erum ekki hugs­anir okk­ar, við erum svo miklu meira. Við erum alltof mikið á sjálf­stýr­ingu í stað þess að taka ­með­vit­aðar ákvarð­anir um hvernig við ætlum að lifa líf­inu. En það kemur að því að sjálf­stýr­ingin virkar ekki lengur og þá neyð­umst við til þess að líta inn á við.“

Kristín Bára hefur stundað jóga í mörg ár. Núna er hún orðin jóga nidra kennari.
Aðsend

Nán­ast all­ir ­sem missa heils­una fara í gegnum sorg­ar­ferli. „Það besta sem ég gerði var að ná ­valdi á sjálfri mér aft­ur. Ég varð svo varn­ar­laus og háð öðrum en um leið og ég tók valdið til mín og fór að taka ábyrgð á minni líðan og minni heilsu þá breytt­ist svo margt. Það er miklu ein­fald­ara að kenna öðrum og öðru um. En ég er lif­andi dæmi um það að þótt maður eigi við heilsu­far­s­vanda­mál að stríða sem virð­ast stundum óyf­ir­stíg­an­leg þá hefur maður vald til að gera alls konar hlut­i ­sem hjálpa manni að líða bet­ur.“

Það get­ur verið átak að hefja sjálfs­vinnu og því mælir Kristín með því að byrja smátt. „Það er erfitt að inn­leiða góða vana jafn­vel þó að maður viti hvað gerir mann­i ­gott. Til að byrja með fannst mér gott að gefa sjálfri mér eitt lof­orð á dag. ­Byrja dag­inn á því að taka fimm djúpa and­ar­drætti, þakka fyrir það sem þú hef­ur í stað þess að ein­blína á það sem þér finnst vanta. Svo getur maður bætt smá­m ­saman ofan á það.“

Eitt af því ­sem Kristín er að æfa sig í er að hlusta á inn­sæið sitt, að taka ekki á­kvarð­anir út frá for­tíð eða fram­tíð. „Allt sem við þurfum er innra með okk­ur ­sjálf­um, við þurfum ekk­ert annað til að líða bet­ur.“

Í heims­far­aldri þurfum við að standa saman og hjálp­ast að, bætir hún við. Það sé sannað að það að gefa af sér hafi góð áhrif á líð­an.

Til að byggja sig upp hefur Kristín Bára gengið á fjöll og segist hafa komið sjálfri sér á óvart. Hún geti meira en hún hélt.
Aðsend

Hún óttast ekki að fá bakslag við það að fara aftur að vinna í þessu mikla álagi sem ­fylgir far­aldr­in­um. Í fyrsta lagi þurfi þátt­tak­endur í bak­varða­sveit­inni ekki að binda sig í lengri tíma og því geti hún stjórnað vinn­unni og álag­inu. „En það er líka svo mik­ill skiln­ing­ur, virð­ing og sam­taka­máttur til stað­ar, það eru allir að vinna sam­an. Það gefur manni svo mik­ið.“

Sam­staða er að sögn Krist­ínar í eðli hjúkr­un­ar­fræð­inga. „Eng­inn fer í þetta starf án mik­ill­ar á­stríðu og hug­sjón­ar. Álagið er oft gríð­ar­legt og launin í engu sam­ræmi við það. Þetta er oft á tíðum ótrú­lega and­lega og lík­am­lega erfitt starf og mjög slít­andi. Þetta er ein ástæðan fyrir því að þessi starfs­stétt er útsett­ari ­fyrir kulnun en flestar aðr­ar.“

Hjúkrun get­i þó verið ótrú­lega gef­andi starf, að geta hjálpað fólki, verið með því og leitt í gegnum erf­ið­ustu tíma­bil lífs­ins. „En starfið getur líka tekið mikið frá­ ­manni, sogið til sín alla orku ef maður nær ekki end­ur­heimt inn á milli vegna ó­hóf­legs álags.“

Auglýsing

Kristín er hrærð og þakk­lát vegna þeirra við­bragða sem hjúkr­un­ar­fræð­ingar hafa feng­ið ­síð­ustu daga og vik­ur. Dag­lega les hún færslur á sam­fé­lags­miðlum þar sem fólk er að dásama stétt­ina og hennar góða starf. „Þetta er svo fal­legt og ég veit að allir hjúkr­un­ar­fræð­ingar kunna að meta þetta en eins og gefur að skilja þá lifa þeir sem eru í eld­lín­unni núna, í sjóð­andi heitum varn­ar­göllum heilu vakt­irn­ar, ekki á hrósi einu sam­an.“

„Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar eru magn­að­ir. Það hef ég alltaf vit­að, enda unnið sem slíkur og orðið vitni að öllu því merki­lega sem þetta veiga­mikla starf felur í sér. Ég hef oft reynt að kom­a ­mik­il­vægi þess­arar fag­stéttar í orð en aldrei tek­ist. Það eru ein­fald­lega ekki til nægi­lega stór orð.“

Eitt af því sem Kristín er að æfa sig í er að hlusta á innsæið sitt, að taka ekki ákvarðanir út frá fortíð eða framtíð. „Allt sem við þurfum er innra með okkur sjálfum, við þurfum ekkert annað til að líða betur.“
Aðsend

Kristín Bára ­segir að ástandið nú um stundir sé vita­skuld erfitt fyrir marga.  Fólk sé veikt og margir kvíðnir og hræddir um ást­vini sína. Svo hafi margir einnig misst vinn­una. „Í stóra sam­heng­inu þá held ég að þetta sé harka­leg áminn­ing fyrir okkur mann­kynið að  snúa okkur aftur að grund­vall­ar­at­rið­un­um, því ­sem raun­veru­lega skiptir máli,“ segir hún.

„Neysla okkar var farin upp úr öllu valdi, við vorum jafn­vel gráðug á köfl­um. En hvað þurfum við raun­veru­lega? Nú þurfum við að hugsa um það. Og þetta verður til­ þess að við þurfum að líta inn á við. Við getum ekki lengur hlaupið frá sjálf­um okk­ur, það er að minnsta kosti hæg­ara sagt en gert núna á tímum sam­komu­banns,“ ­segir hún og hlær. „Eina leiðin út er inn. Til lengri tíma gæti eitt­hvað gott og fal­legt komið út úr þessu öllu. Það er undir okkur sjálfum kom­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal