Mynd: Newscolony.com

2020 fram að kórónufaraldri: Hildur Guðnadóttir sigraði heiminn

Í febrúar varð hin íslenska Hildur Guðnadóttir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hún varð um leið þriðja konan til að vinna verðlaunin fyrir kvikmyndatónlist. Í þakkarræðu sinni hvatti hún konur til að hefja upp raust sína.

Hildur Guðna­dóttir tón­skáld skráði nafn sitt á spjöld sög­unnar aðfara­nótt 10. febr­úar þegar hún hlaut Ósk­arsverð­launin fyrir kvik­mynda­tón­list í Joker. Þessi mik­ils­virtu verð­laun voru þó ein­ungis topp­ur­inn á ísjak­anum þar sem hún hafði áður hlotið Emmy verð­­laun, Grammy verð­­laun, Golden Globe og BAFTA verð­­launin fyrir tón­list­ina í Joker og tón­list­ina í Cherno­­byl þátt­un­um, sem hún samdi einnig.

Orð Hildar sem hún flutti í þakk­ar­ræðu sinni hljóm­uðu í kjöl­farið um allan heim: „Til stúlkn­anna, kvenn­anna, mæðr­anna og dætr­anna sem heyra tón­ana krauma innra með sér – hækkið róminn! Við þurfum að heyra raddir ykk­ar.“

Hildur er þriðja konan til að vinna þessi verð­laun og sú fyrsta síðan árið 1997. Því eiga þessi orð hennar vel við núna.

Auglýsing

Í þakk­­ar­ræðu sinni sagð­ist hún jafn­framt elska fjöl­­skyldu sína og þakk­aði af auð­­mýkt fyrir stuðn­­ing­inn. Hún þakk­aði eig­in­­manni sín­um, syni og mömmu. Þá þakk­aði hún einnig keppi­­nautum sem til­­­nefndir voru, og aðstand­endum The Joker.

Hildur er fædd 4. sept­­em­ber 1982 og alin upp í Hafn­­ar­­firði. Hún hefur frá ung­l­ings­árum verið áber­andi í íslenskri tón­list, og var meðal ann­­ars í hljóm­­sveit­unum Woofer, Rúnk, Múm og Stór­­sveit Nix Noltes. Hún hefur gefið út fjórar sól­ó­­plöt­­ur, en hefur ein­beitt sér að tón­­smíðum fyrir kvik­­myndir og þætti und­an­farin mis­s­er­i.

„Ímynd­aði mér hvernig það væri að vera hann“

Í fyrsta við­tal­inu eftir að hún hlaut verð­launin var hún spurð út í það hver hennar helsti inn­blástur hefði verið þegar hún samdi tón­list­ina við Jóker­inn og hvaða leynd­ar­mál lægi að baki. Hildur sagð­ist telja að nauð­syn­legt væri að líta bak­við sög­una, að hella sér út í hana og finna út hvað héldi henni uppi. „Og reyna að sjá hvernig sagan sjálf vill að hún heyr­ist. Í þessu til­felli þá var sagan um þennan eina mann sem gekk í gegnum óbæri­legt ferða­lag. Ég reyndi eins og ég gat að ímynda mér hvernig það væri að vera hann og hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti inn­blást­ur,“ sagði hún.

Hún var einnig spurð hvort hún hefði tekið eftir því þegar hinir ýmsu aðilar – mik­il­vægir aðilar í brans­anum – stóðu upp fyrir henni þegar hún hlaut verð­laun­in. „Já, ég sá það. Veistu, þetta er tryllt augna­blik. Ég heyri nafnið mitt og bregður smá. Ég geng upp að svið­inu og hugsa með mér að ég geti gert þetta. „Ég get þetta. Ég get þetta.“ Og þegar ég var komin á sviðið sá ég að margir höfðu staðið upp og það kom mér svaka­lega á óvart.“

Phoenix varð fyrir miklum áhrifum frá tón­list­inni

Þá var Hildur spurð út í frægan dans leik­ar­ans Joaquin Phoenix í kvik­mynd­inni Joker en hann hefur greint frá því í við­tölum að hann hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá tón­list­inni hennar Hildar og að per­sónan hafi orðið til eftir að hann heyrði tón­list­ina. Hildur sagði að dans­inn hefði verið töfr­andi. „Ég samdi mikið af tón­list­inni áður en tökur hófust og þau not­uðu tón­list­ina á töku­stað. Tón­listin var inn­blástur fyrir leik Joaquin,“ sagði hún og bætti því við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir því að verk­lagið ætti að vera þannig.

Hildur ræddi einnig hvernig það væri að ganga í gegnum þetta ferða­lag – og þá sér­stak­lega sem kona. „Þetta hefur verið áhuga­verð reynsla fyrir mig, á meðan ég hef verið að ganga í gegnum þetta ferða­lag en ég gef verið fyrsta konan til að vinna sum af þessum verð­laun­um. Þetta hefur vakið marga til með­vit­undar að ekki sé jafn­vægi í hlut­un­um.“ Þá á hún við hversu karllægur þessi geiri hefur verið í gegnum öll þessi ár. Hún segir að það hafi verið henni mik­ill heiður að taka þátt í þessu sam­tali sem nú á sér stað í kjöl­far þess­ara verð­launa sem hún hefur hlotið á síð­ustu miss­er­um.

Að lokum var hún spurð hvort hún hygð­ist flytja til Los Ang­eles en hún býr nú í Berlín í Þýska­landi. Hildur hló og sagði að það væri heldur sól­ríkt fyrir hana þar svo flutn­ingar eru greini­lega ekki á teikni­borð­inu hjá þessum mikla lista­manni.

„Því­lík ræða og hvatn­ing til stúlkna, kvenna, mæðra og dætra“

Sam­fé­lags­miðlar log­uðu eftir að frétt­irnar um sigur Hildar bár­ust og lands­menn ósk­uðu henni, hver af öðrum, til ham­ingju með þennan merka áfanga. Jafn­framt tjáðu æðstu stjórn­mála­menn sig um mál­ið.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra óskaði Hildi til ham­ingju með þennan ótrú­lega árangur og hvatn­ingu til kvenna um allan heim.

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sendi Hildi kveðju á Face­book. „Hún sigr­aði og fyrstu íslensku Ósk­arsverð­laun­in! Því­lík ræða og hvatn­ing til stúlkna, kvenna, mæðra, dætra! Í nótt skrif­aði kona, mik­il­vægan hluta af íslenskri menn­ing­ar­sögu. Þetta er fyrst og fremst per­sónu­legt afrek! Ing­veldur Guð­rún Ólafs­dótt­ir, móðir Hild­ar, lýsir dóttur sinni á eft­ir­far­andi hátt: „Hún hefur alltaf verið gríð­ar­lega mark­viss, stefnu­föst, sjálf­stæð og gríð­ar­lega vinnu­söm þannig að þessi mikla vel­gengni kemur mér því ekki á óvart.“

Maður upp­sker eins og maður sáir. Nú fylgj­umst við öll með og sam­gleðj­umst af öllu hjarta. Eitt það skemmti­leg­asta sem ráð­herra fær að gera er að óska afreks­fólki til ham­ingju með góðan árang­ur. Það er óhætt að segja að Hildur Guðna­dóttir hafi haldið mér upp­tek­inni und­an­farnar vik­ur! Hildur er frá­bær fyr­ir­mynd fyrir alla ungu Íslend­ing­ana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til ham­ingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tón­list­ina!“ skrif­aði Lilja.

Amma fyrsti kven­pró­fess­or­inn

Hildur er ekki fyrsta konan í fjöl­skyldu sinni til að þess að rita nafn sitt í íslenskar sögu­bækur en þess má geta að Hildur er barna­barn Dr. Mar­grétar Guðna­dótt­ur. Hún varð fyrsta konan til að hljóta pró­fess­ors­emb­ætti við Háskóla Íslands, þá 39 ára að aldri. 

Skjáskot/Tímarit.is

Hún tók við emb­ætt­inu þann 1. júlí árið 1969 og í sam­tali við Vísi fyrr um sum­arið sagð­ist hún varla vera búin að átta sig á ráðn­ing­unni. Hún lauk prófi í lækn­is­fræði frá HÍ árið 1956 og stund­aði síðan fram­halds­nám í veru­fræði í Banda­ríkj­un­um. Hún var sér­fræð­ingur í meina­fræði við Til­rauna­stöð­ina að Keldum og kenndi við lækna­deild HÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar