Borghildur ásamt börnunum þremur, Sóleyju Önnu sjö ára og tvíburunum Kára Kjartani og Birnu Björk, fjögurra ára.

Í fjarkennslu með fjögurra ára tvíbura á hliðarlínunni

Borghildur Sverrisdóttir, kennari við Flensborgarskóla, hóf fjarkennslu í samkomubanni af miklum krafti, með fjögurra ára tvíbura og sex ára dóttur oft við hlið sér. „Við þessar aðstæður ætlaði ég mér að skila 100 prósent vinnu,“ segir hún. „En þetta gekk einfaldlega ekki upp.“ Hún tók því nokkur skref til baka, sjálfri sér og nemendum til góða.

 Ég var að mæta í skól­ann í fyrsta skipti frá því að sam­komu­bann var sett á,“ seg­ir ­Borg­hild­ur  Sverr­is­dótt­ir, kenn­ari við Flens­borg­ar­skóla. Það má heyra gleði í rödd henn­ar. Það var góð til­finn­ing að koma aftur í skóla­hús­ið, jafn­vel þó að þar hafi hún hitt fáa fyrir og aðeins ­kenn­ara.  „Ég hlakka mikið til að hitta ­nem­end­urna aftur í haust.“

Borg­hildur kennir sál­fræði og upp­eld­is­fræði og hefur auk þess umsjón með hópi nem­enda. Hún segir mik­il­vægi umsjón­ar­kenn­ara hafa kom­ið glögg­lega í ljós við þær aðstæður sem sköp­uð­ust í skóla­starf­inu í vetur vegna far­ald­urs­ins.

„Það hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á að halda vel utan um nem­endur í Flens­borg­ar­skóla á meðan þeir eru enn börn að lögum eða til­ átján ára ald­ur­s,“ segir hún. Hluti af því felst í því að aðstoða þau við nám­ið en ekki síður að styðja við þau í þeim nýju aðstæðum sem fram­halds­skól­inn er. „Í far­aldr­inum höfum við skipu­lega verið í sam­bandi við þau bæði sím­leiðis og í gegnum tölvu­póst til að heyra hvernig þeim líður og hvetja þau áfram í nám­in­u. Þetta hefur verið stærra hlut­verk hjá okkur eftir að þetta ástand skall á.“

Auglýsing

Borg­hildi hefur tek­ist ágæt­lega að halda utan um ­nem­enda­hóp­inn sinn síð­ustu vik­ur. Hún hefur hringt í alla og suma nokkrum sinn­um. „Ég reyndi að halda þeim við efnið og hvetja áfram. Þeir eru flestir að standa sig ótrú­lega vel, jafn­vel betur en áður. Sumir tala um að þeim finnist þetta fyr­ir­komu­lag á nám­inu vera betra.“

En það á ekki við um alla. Margir sem glíma til dæmis við kvíða eða eru með athygl­is­brest eiga til dæmis erf­ið­ara með að koma sér að verki en áður. Utan­um­hald skóla­stof­unnar og við­vera kenn­ar­ans öllum stundum er sú rútína sem þeir þarfn­ast. „Við höfum þurft að halda betur utan um þennan hóp en áður,“ segir Borg­hildur og bendir á að þar hafi náms­ráð­gjafar skól­ans einnig komið sterkir inn. Að styðja við við­kvæm­ustu nem­end­urnar hafi verið lyk­il­at­rið­i í því að almennt hafi allt gengið vel í skóla­starf­inu því það eru þeir sem eiga á mestri hættu að líða illa við svona aðstæður og detta úr skóla.

Hvað námið varðar hafa nem­endur Borg­hildar staðið sig mjög vel „en þeim finnst þetta skrít­ið. Þeim finnst þetta ein­mana­legt. Þau tala um að þeim þyki ömur­legt að vera ekki í skól­anum og hitta ekki vini sína. Og finnst leið­in­legt að vera oft og mikið ein.“  

Borghildur við borstofuborðið heima að vinna. Börnin þrjú ekki langt undan.
Jóhann Bj.

Borg­hildur hóf að kenna við Flens­borg­ar­skóla, skól­ann sem hún sjálf gekk í á sínum tíma, árið 2016. Hún lagði stund á heim­speki er hún­ hóf háskóla­nám sitt en útskrif­að­ist með BA-­próf úr sál­fræði og fjöl­miðla­fræð­i. Að því loknu vann hún lengst af sem einka­þjálf­ari, skrif­aði pistla um heilsu og veitti ráð­gjöf. Árið 2013 tók hún nýja stefnu, fór í nám á ný og tók ­meist­ara­próf í mennt­un­ar­fræði til kennslu­rétt­inda við Háskól­ann á Akur­eyri.

Skóla­árið hófst með hefð­bundnum hætti í Flens­borg­ar­skóla síð­asta haust. Og þó að fregnir hafi tekið að ber­ast af nýrri veiru í Kína upp úr ára­mótum héldu allir ró sinni. „Okkur óraði auð­vitað ekki fyrir því sem átt­i eftir að ger­ast frekar en öðrum,“ segir Borg­hild­ur.

Eitt­hvað lá í loft­inu

Um hálfum mán­uði áður en sam­komu­bannið var sett á fann ­Borg­hildur að eitt­hvað lá í loft­inu. Breyt­inga væri að vænta. „Það töl­uð­u margir um að þetta væri ekki spurn­ing um ef heldur þegar. En þá vissum við ekk­ert hvernig þetta myndi ger­ast, hvort við þyrftum öll að fara heim eins og ­síðar kom á dag­inn. Við vorum því öll í lausu lofti og létum bara hvern dag líða. En svo kom þetta bara allt í einu. Og við þurftum að taka upp nýja tækn­i og finna nýjar lausn­ir. Þannig að þetta skall svo­lítið á og við settum í ann­an gír.“

Borg­hildur líkt og aðrir kenn­arar fór heim að vinna og ­nem­end­urnir sömu­leið­is. Reynt var að vinna úr upp­kominni stöðu sem best en á ýmsa veggi átti eftir að hlaupa. „Ég reyndi frá upp­hafi hvað ég gat að ein­beita mér að því að halda utan um minn nem­enda­hóp.“

Auglýsing

Stóru spurn­ing­arnar fólust hins vegar í því hvernig hægt væri að nota tækn­ina sem best til að koma náms­efn­inu til skila. Hvaða leið­ir ætti að fara, hvaða for­rit að nota, hvernig fram­kvæma átti próf og þar fram eftir göt­un­um. „Við vorum að henda okkur út í djúpu laug­ina í því sam­band­i.“

Á einni viku var allt sett af stað og ýmis bún­aður og for­rit ­reynd. „Per­sónu­lega fór ég of geyst í þetta. Ég fann að ég réð ekki almenni­lega við allt það sem ég stefndi að. Ég var svo­lítið synd­andi án þess að kunna ­fylli­lega að synda,“ rifjar hún upp. „Fyrstu vik­una var ég bara að reyna að halda mér á flot­i.“

Það var ekki nóg með að gjör­bylta þurfti kennslu­hátt­u­m heldur varð að taka til­lit til þess að aðstæður heima fyrir voru sömu­leið­is breytt­ar.  „Ég er með þrjú ung börn heima, ­fjög­urra ára tví­bura og sjö ára stelpu. Tví­burarnir voru í leik­skól­anum ann­an hvern dag og sú elsta í skól­anum og frí­stund í um tvo tíma á dag. Við þess­ar að­stæður ætl­aði ég mér að skila 100 pró­sent vinnu. En þetta gekk ein­fald­lega ekki upp.“

Stjórn­endur Flens­borg­ar­skóla höfðu fullan skiln­ing á því að að­stæður kenn­ara heima fyrir væru mis­jafnar og vildu að þeir sniðu sér stakk eftir vexti. „En maður hefur metnað og vill gera það besta fyrir nem­endur sína. ­Maður vill ekki að þetta bitni á neinu heldur halda dampi í kennsl­unn­i.“

Nemendurnir stóðu sig að sögn Borghildar langflestir mjög vel í fjarnáminu.
EPA

 Um tíu dögum eftir að fjar­kennslan hófst þurfti Borg­hildur að taka nokkur skref til baka til að ná betur utan um aðstæð­urn­ar. Þá voru nem­endur einnig farnir að tala um það að álag­ið væri full mikið og að margir kenn­arar væru að senda þeim of mikið og stór verk­efni. „Þannig að við kenn­arar og nem­endur þurftum að tala betur saman og fundum svo ein­hvers konar jafn­vægi á fyrstu tveimur vik­un­um.“

Þeir nem­endur sem Borg­hildur hefur verið í sam­skiptum við ­segja að þegar jafn­vægi hafi feng­ist hafi þeim flestum gengið vel í sínu námi og álagið orðið við­ráð­an­legt.

Borg­hildur segir að það kæmi sér ekki á óvart ef brott­fall úr fram­halds­skóla­námi yrði meira þessa önn­ina en að jafn­aði. Hún veit ekki til­ þess að sú sé staðan í Flens­borg en ef brott­fall yrði lítið „yrðu það vissu­lega frá­bærar frétt­ir“.

Ekki í lausu lofti

Áður en til sam­komu­banns kom höfðu kenn­arar í Flens­borg­ar­skóla fengið ráð­gjöf um fjar­kennslu frá kennslu­fræð­ingi. Hann kynnt­i ­fyrir þeim for­rit og tækni­búnað sem gæti nýst við kennsl­una. „Við vorum því ekki í lausu lofti þegar þetta skall svo á þó að það hafi eng­inn tími gef­ist til und­ir­bún­ings að ráði. Og ég held að allir hafi sann­ar­lega reynt að ger­a sitt besta.“

Borg­hildur fór þá leið að fylgja stunda­skrá sinna nem­enda að nokkru leyti. Þegar þeir áttu að vera í kennslu­stund sendi hún þeim verk­efni og glærur sem hún hafði talað inn á. Á þessum til­teknum tímum var hún svo alltaf til staðar fyrir þau við tölv­una ef þau þyrftu á aðstoð hennar að halda.  Svo var hún reglu­lega með fjar­kennslu­stund­ir í beinni þar sem hún ræddi við nem­end­urna, fór yfir verk­efni og und­ir­bjó þá ­fyrir próf. „Mér fannst nem­end­urnir taka því almennt ótrú­lega vel að fara úr ­stað­námi í fjar­nám. Þeir voru dug­legir að spyrja og senda okkur pósta.“ 

Auglýsing

Sumum finnst þægi­legt að geta unnið á sínum hraða og á sín­um ­tíma og hafa því notið sveigj­an­leika fjar­kennsl­unn­ar. Einnig segir Borg­hild­ur að nem­endum hafi verið sýndur meiri skiln­ingur en áður hvað varðar verk­efna­skil og rýmri tími gef­inn í þeim efn­um. Ekki hafi verið slegið almennt af náms­kröf­um en ákveðnar til­slak­anir verið gerð­ar. „Við vildum auð­vitað draga úr brott­fall­i. Það var núm­er, eitt tvö og þrjú í okkar áhersl­um. Að halda nem­endum inn­i, hvetja þau áfram og gefa þeim sveigj­an­leika.“

Borg­hildur vonar að hún þurfi ekki að halda marg­ar fjar­kennslu­stundir til við­bótar í fram­tíð­inni. Sam­veran í skóla­stof­unni sé ­dýr­mæt. En hún ætlar að nýta sér áfram raf­rænar lausnir við verk­efna­vinnu og ­próf. „Við kenn­arar höfum allir þjálfast í því að nýta okkur tækn­ina. Við þurfum alltaf að til­einka okkur nýja hluti í því sam­bandi og að því leyti hef­ur þetta ástand gefið okkur eitt­hvað.“

Öll próf raf­ræn

Síð­ustu daga hafa nem­endur Flens­borg­ar­skól­ans verið að taka vor­próf­in. Þau eru öll raf­ræn þessa önn­ina.  ­Borg­hildur sendi sínum nem­endum prófin í gegnum netið og svo gátu þau ­leitað til hennar á meðan þau voru að vinna það. Mörg hafi nýtt sér það, hring­t og sent pósta með fyr­ir­spurn­um. „Það er mjög gott að þau létu þetta ekki stoppa ­sig og mjög gott að heyra í þeim.“

Allir þurftu að læra mikið og á stuttum tíma síð­ustu vik­ur. Sum­ir, eins og Borg­hild­ur, fóru kannski eilítið of bratt af stað í vinnu sinn­i í breyttum aðstæðum en fundu svo jafn­væg­ið. „Þetta hefur verið skraut­leg­ur ­tím­i,“ segir hún og hlær dátt. „Það tók kenn­ara og nem­endur líka tíma að kom­a ­sér upp rútínu heima.“

Kári Kjartan sýnir mömmu sinni stafi sem hann hefur skrifað. Allir að vinna heima.
Jóhann Bj.

Stundum hafi hún vakið nem­endur sína er hún hringdi í þá um há­deg­is­bil. Alltaf brýni hún fyrir þeim öllum hversu mik­il­væg rútína er í námi og vinnu; að fara á fæt­ur, borða góðan morg­un­mat og sinna svo verk­efn­um ­dags­ins. „Maður var svo­lítið mamma þeirra lík­a,“ segir hún og heldur áfram að hlæja.

Heima fyrir hafi hún svo sjálf verið að berj­ast við að halda ­góðri rútínu hjá öllum og nota þá glugga sem gáfust til að sinna vinn­unni inn­i á milli. Sjö ára dóttir hennar var stutt í skól­anum á hverjum degi og var svo ­með heil­mikið heima­nám alla daga. Og tví­burarnir bara í leik­skól­anum ann­an hvern dag. „Mað­ur­inn minn þurfti stundum að taka frí frá sinni vinnu svo að þetta gengi allt upp. Þá fór þetta alveg að ganga vel. En það eru auð­vit­að allir í svip­aðri stöðu og ég er ekk­ert frá­brugðin öðr­um.“

Hlakkar til að hitta nem­endur

Borg­hildur er bjart­sýn að eðl­is­fari. Hún ótt­ast ekki að hið und­ar­lega ástand sem nem­endur hafa þurft að búa við síð­ustu vikur muni hafa lang­tíma á­hrif á þeirra líðan eða nám. „Ég hef trú á því að við komum aftur í skól­ann í haust, kannski ekki eins og ekk­ert hafi í skorist, en höldum áfram okk­ar ­starfi, bæði nem­endur og kenn­ar­ar. Ég hlakka til. Það er alltaf betra að vera í beinum sam­skiptum við fólk, halda kennslu­stund. Þess vegna er ég nú kenn­ari. Ann­ars hefði ég bara valið mér eitt­hvað starf fyrir framan tölvu.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal