Margrét Linda Kristjánsdóttir Halldór Björgvin Ívarsson
Margrét Linda Kristjánsdóttir

Fjarnámið hefur reynst mörgum nemendum erfið glíma

Væntumþykja, umburðarlyndi og sveigjanleiki hafa verið lykilstef í fjarkennslu Halldórs Björgvins Ívarssonar, kennara við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. „Það er eins með nemendur og okkur flest að þetta ástand dregur úr okkur, það tæmir tankinn. Flestir mínir nemendur hafa verið að halda sjó mjög vel, hafa staðið sig virkilega vel og eiga hrós skilið fyrir flotta frammistöðu í þessu nýja námsumhverfi og þessum nýju aðstæðum.“

Ég hef það bæri­legt, miðað við allt,“ segir Hall­dór Björg­vin Ívars­son, kenn­ari við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ. Hann er þó léttur í bragði. „Ég er staddur í úti­búi FMOS í Kópa­vog­in­um,“ segir hann hlæj­andi. „Úti­bú­ið“ er heim­ili hans. Þar situr hann á skrif­stofu sinni að fara yfir verk­efni og setja saman ný. „En ég er í sömu stöðu og flestir í þessu ástandi, að vinna að því að kom­ast í gegnum þetta. Þetta er lang­hlaup og tekur þannig séð á, bæði í vinn­unni sem og öðru.“

Það á einnig við um nem­endur hans. Flestir hafa „haldið mjög góðum sjó“ í sínu námi eftir að sam­komu­bann var sett á og fjar­nám tók við. En svo eru það aðrir sem eiga erfitt. Finnst erfitt að fóta sig í þessum nýja veru­leika, gengur verr en áður að koma sér að verki og hafa dreg­ist aftur úr í nám­inu. „Það er líka rétt að hafa í huga að við erum ekki bara í fjar­námi heldur í fjar­námi í þessum aðstæðum þannig að það er að fleiru að huga en nám­in­u,“ minnir Hall­dór á. „Nem­endur eru að velta fyrir sér vinnu í sum­ar, í fjöl­skyldum þeirra hafa verið veik­indi og þeir sjálfir hafa þurft að vera í sótt­kví. Það er því ýmis­legt sem flétt­ast inn í þetta. Fjar­kennsla í eðli­legu árferði væri ann­ars konar en nún­a.“



Auglýsing

Hall­dór ólst upp á Djúpa­vogi og gekk þar í grunn­skóla, „en við skulum ekk­ert ræða neitt um árang­ur­inn þar,“ bætir hann við og hlær. Við tók nám í Fram­halds­skól­anum í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu þaðan sem hann varð stúd­ent vorið 1993. Eftir stutt náms­hlé lá leiðin svo í Háskóla Íslands þar sem hann lagði stund á bæði sagn­fræði og stjórn­mála­fræði. „Og síðan hef ég verið að kenna.“

Fyrsti kennslu­vetur Hall­dórs hófst í Varm­ár­skóla í Mos­fellsbæ haustið 1998. Sam­hliða kennsl­unni tók hann kennslu­rétt­indi utan skóla frá Háskól­anum á Akur­eyri. Í Varm­ár­skóla starf­aði hann í fjórtán ár, síðan í nokkur ár í Árbæj­ar­skóla og eina önn í Breið­holts­skóla . Frá vor­inu 2017 hefur hann svo kennt við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ.

Góður andi í skóla­hús­inu

Fram­halds­skól­inn í Mos­fellsbæ tók til starfa árið 2009 í gömlu skóla­húsi að Brú­ar­landi en flutti inn í nýja og glæsi­lega bygg­ingu 2014. „Þegar ég mætti í atvinnu­við­talið og gekk í fyrsta skipti inn í bygg­ing­una fann ég strax að það var góður andi í hús­in­u.“

Hall­dór kennir fyrst og fremst sögu en þessa önn er hann einnig með áfanga í áhuga­ljós­myndun og hluta úr tölvu­á­fanga. Í ljós­mynda­á­fang­anum bað hann nem­endur sína að mynda eitt­hvað í tengslum við fjar­nám­ið. Mar­grét Linda Krist­jáns­dótt­ir, einn nem­enda hans, ákvað að myndefnið skyldi verða kenn­ar­inn sjálfur og má mynd hennar sjá hér efst í grein­inni.

„Skóla­árið byrj­aði vel eins og öll önnur skóla­ár,“ rifjar Hall­dór upp. „Ég mætti eftir sum­arið fullur til­hlökk­un­ar, með bros á vör og gleði í hjarta, að hitta nem­endur og takast á við verk­efn­in.“ Vor­önnin fór einnig vel af stað í Mos­fells­bænum en fljót­lega fóru að ber­ast fréttir utan úr heimi af veiru­far­aldri sem breidd­ist hratt út. „Svo kom sam­komu­bannið og þá breytt­ist allt.“

Viku áður en sam­komu­bannið var til­kynnt taldi hann sig vita í hvað stefndi. Við­brögð yfir­valda í Wuhan í Kína og á Ítalíu gáfu tón­inn fyrir það sem mögu­lega var í vænd­um. „Það var við­búið að okkar við­brögð yrðu sam­bæri­leg. Þannig að ég var búinn að und­ir­búa mig ágæt­lega og hafði til dæmis tekið fjar­kennslu­æf­ingar með nem­end­unum í skól­an­um.“



Svona birtist Halldór nemendum sínum. Í áfanganum áhugaljósmyndum var eitt verkefnið að taka mynd sem tengdist fjarnáminu.
Emese Erzebet Jozsa.

Hall­dór seg­ist ágæt­lega tölvu­væddur og það að fara inn í netheima hafi ekki reynst hon­um  stór­kost­lega flókið skref. Í Fram­halds­skól­anum í Mos­fellsbæ eru allir nem­endur með tölvur í kennslu­stund­um, annað hvort sínar eigin eða fá þær að láni hjá skól­anum og þeir því vanir allri tölvu­vinnu.

Föstu­dag­inn 13. mars var til­kynnt að sam­komu­bann yrði sett á eftir helg­ina og að öllum fram­halds­skólum og háskólum lok­að. „Þessa helgi voru flestir kenn­arar á haus,“ segir Hall­dór. „Og það var nán­ast unnið allan sól­ar­hring­inn.“

Mik­il­vægt að fara vel af stað



Eins og gengur og ger­ist í nýjum aðstæðum var ýmis­legt prófað í því að miðla kennslu­efn­inu og vinna verk­efni. Að mati Hall­dórs skipti miklu máli að fara vel af stað og  gefa góðan tón strax frá upp­hafi.

Mis­jafnt er hvaða leiðir kenn­arar fóru í fjar­kennsl­unni en Hall­dór ákvað að kenna áfram eftir stunda­skrá, rétt eins og hann hafði gert í kennslu­stof­unni vik­urnar á und­an. Í sam­skiptum við nem­endur valdi hann að nota for­ritið Discord sem hentar meðal ann­ars vel til hópa­vinnu. For­ritið er auk þess þekkt í tölvu­leikja­heim­inum og margir nem­endur kunna því á það. „Oft var það þannig  að þau voru að kenna mér eitt og annað sem snýr að þessu for­riti. Svo voru þau einnig að hjálpa mér við að kenna öðrum nem­endum á það.“



Auglýsing

En hvernig er kennslu­stund í fjar­kennsl­unni hjá Hall­dóri?

Hann reynir að vera mættur tím­an­lega við sína tölvu og þegar tím­inn byrjar eru nem­end­urnir flestir sestir við og „komnir inn“. Þá býður Hall­dór öllum góðan dag­inn, eins og vera ber, og kennslan hefst.  Spjallað er um verk­efn­in, sum vinna nem­endur hver fyrir sig en í öðrum er hópnum skipt upp og 3-4 vinna sam­an. Við það nýt­ast kostir Discor­d-­for­rits­ins vel.  „Ég flakka svo á milli hópanna  og tek stöð­una,“ útskýrir Hall­dór.

Ekki sama teng­ing og inni í kennslu­stofu

Umræður eru stór þáttur í sögu­kennslu. Hall­dór segir að við núver­andi aðstæður nái hann ekki alveg sömu teng­ingu við nem­endur og inni í kennslu­stof­unni. „Þau eru mis­jafn­lega frökk að tjá sig í gegnum net­ið, sumum finnst það óþægi­legt. Umræð­urnar í gegnum netið virka betur í minni hóp­um. En segja má að það sama eigi við í kennslu­stof­unni .“

Flestum nem­endum fannst til­hugs­unin um að fara í fjar­námið frekar spenn­andi að sögn Hall­dórs. Fyrir ein­hverja þeirra var þetta þægi­legra og betra og þegar til greina kom eftir 4. maí, er fyrstu skref voru stigin í aflétt­ingu sam­komu­banns,  að færa kennsl­una aftur að ein­hverju leyti inn í skól­ann vildi meiri­hluti nem­enda ljúka önn­inni í fjar­námi.

Og það var lend­ing­in. Nem­end­unum býðst hins vegar að hitta Hall­dór og aðra kenn­ara í skól­anum ef þeir kjósa.



Halldór lagði ýmislegt á sig til að fjarkennslustundirnar kæmu sem best út. Hann kom m.a. upp svokölluðum grænskjá bak við sig á heimaskrifstofunni. Þannig gat hann sett ýmsan bakgrunn til að lífga upp á kennsluna.
Halldór Björgvin

Vel getur verið að sögn Hall­dórs að runnið hafi upp fyrir mörgum að und­an­förnu hversu mikið sam­fé­lag skóli er. „Er ekki ein­hvers staðar sagt að eng­inn viti hvað átt hefur fyrir en misst hef­ur? Ég fann það líka á sjálfum mér, það var mjög gott að mæta aftur í skól­ann 4. maí og hitta sam­starfs­fólkið og þá nem­endur sem þangað hafa kom­ið. Við starfs­menn höfum verið að hitt­ast á fjar­fundum en það kemur aldrei í stað­inn fyrir að setj­ast niður og spjalla saman augliti til auglit­is. Mik­ill hluti af því sem við lærum í skóla er ekki í bókum eða á net­inu heldur liggur í sam­skipt­un­um.“

Nem­endur í Fram­halds­skól­anum í Mos­fellsbæ eru flestir á fram­halds­skóla­aldri en margir eru þó eldri, stundum nem­endur sem ekki hafa fundið sína fjöl í öðrum skól­um. „Nem­endum líður mis­jafn­lega með þeta allt sam­an. Staða þeirra  heima fyrir er líka ólík. Flestum hefur gengið mjög vel að tækla þetta verk­efni, öðrum hefur reynst það erfitt.“

Að fóta sig í nýjum aðstæðum

Hall­dór á í reglu­legum sam­skiptum við hvern og einn nem­anda í gegnum netið en svo hefur hann líka hringt í þá sem eiga í erf­ið­leikum í fjar­nám­inu. „Þeim finnst erfitt að halda utan um nám­ið, vinna verk­efnin og segja að fjar­námið eigi ekki við þá. Ég held að það sé stað­reynd, og ástæðu­laust að fela það eitt­hvað, að það verða nem­endur sem falla út af þessu ástandi. Það nást ekki allir í land.“

Að hans mati ætti það ekki að koma mikið á óvart að sumum nem­endum hafi reynst erfitt að fóta sig í þessum nýju kring­um­stæð­um. „Það er stórt skref fyrir marga að fær­ast úr stað­námi yfir í fjar­nám og reyn­ist mörgum hverjum erfið glíma.“

Ástæða er að sögn Hall­dórs til að hafa áhyggjur af því að ein­hverjir missi flugið og skili sér ekki í skól­ana í haust. „Við þurfum öll að vera með­vituð um það og reyna að kom­ast að því hvaða nem­endur eru í þeirri hættu og halda eins vel utan um þá og við mögu­lega get­u­m.“ Það er þó hans von og til­finn­ing að flestir eigi eftir að skila sér í námið í haust. Þó að önnin fari ef til vill ekki í sögu­bæk­urnar fyrir fram­úr­skar­andi náms­ár­angur hjá sumum þá sé mik­il­vægt að horfa á stóru mynd­ina.

 „Þetta er lang­hlaup. Það er eins með nem­endur og okkur flest að þetta ástand dregur úr okk­ur, það tæmir tank­inn. Flestir mínir nem­endur hafa verið að halda sjó mjög vel, hafa staðið sig virki­lega vel og eiga hrós skilið fyrir flotta frammi­stöðu í þessu nýja námsum­hverfi og þessum nýju aðstæð­u­m.“  Kom til dæmis í ljós þegar Hall­dór tók saman mæt­ingu fyrir fjar­náms­vik­urnar fram að páska­fríi að í einum áfang­anum var hún að með­al­tali betri en fyrir fjar­nám­ið.  Fyr­ir­komu­lagið hentar því klár­lega mörg­um.



Í einum áfanga Halldórs var mæting nemenda betri í fjarnámi en í staðnáminu.
EPA

Í sumar ætlar Hall­dór að fara yfir það sem hann hefur lært, hvað hefur reynst vel og hvað betur hefði mátt fara í kennsl­unni. „Ég á eftir að fara í góða nafla­skoðun þegar skóla­ár­inu lýkur og gera upp þessa reynslu. Skoða hvort að það sé eitt­hvað sem ég geti heim­fært yfir í stað­nám­ið. Ég sé til dæmis fyrir mér að þetta sam­skipta­form geti gagn­ast nem­endum sem ná af ein­hverjum ástæðum ekki að sinna stað­námi reglu­lega.“

Vor­önn­inni fer senn að ljúka. Önn sem á eftir að vera í minnum höfð í ár og ára­tugi jafn­vel. Þegar allir pökk­uðu saman í skól­unum og sett­ust við tölv­urnar heima. Héldu áfram. Að minnsta kosti flest­ir. Bæði kenn­arar og nem­endur hafa lagt mikið á sig, eins og Hall­dór lýs­ir. „Þetta hefur í hrein­skilni sagt reynt mikið á margt fólk,“ segir hann og rifjar upp orð Lilju Alfreðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra sem sagði í við­tali nýverið  að inn í þetta dæma­lausa verk­efni, að halda uppi skóla­starfi í miðjum veiru­far­aldri, hafi verið farið með „ákveð­inni vænt­um­þykju, umburð­ar­lyndi og sveigj­an­leika.“

Þetta er einmitt mál­ið, segir Hall­dór. „Þetta er það sem kenn­arar hafa reynt að til­einka sér í þessum aðstæð­um. Ráð­herr­ann hitti þarna naglann á höf­uð­ið.“

 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal