Bára Huld Beck Blaðamannafundur – Aðgerðir vegna COVID-19 þann 21. mars 2020
Bára Huld Beck

Hæfi ráðherra ekki sérstaklega metið í tengslum við aðgerðapakkana

Ekki hefur þótt tilefni innan ráðuneytanna til að meta sérstaklega hæfi ráðherra í þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna COVID-19 faraldursins.

Ekki hafa komið upp álita­efni varð­andi hags­muna­tengsl eða hæfi ráð­herr­anna ell­efu í sam­bandi við aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þetta kemur fram í svörum ráðu­neyt­anna við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans. Spurt var hvort sér­stakt hags­muna­mat hefði farið fram vegna aðgerð­anna. 

Rík­­­is­­­stjórnin kynnti fyrsta aðgerða­­­pakk­ann í Hörpu þann 21. mars síð­ast­lið­inn. Heild­­­ar­á­hrif þeirra voru sögð vera 230 millj­­­arðar króna en beinu nýju fram­lögin vegna hans voru lík­­­­­ast til um þriðj­ungur þeirrar upp­­­hæð­­­ar. Sumt þar voru verk­efni sem þegar lágu fyr­ir, til dæmis í fjár­­­­­fest­ingu, önnur mið­uðu að því að fella niður gjöld sem væru hvort eð er ekki að fara að skila sér nema að litlu leyti, eins og afnám gist­in­átt­­­ar­skatts, og sum voru ein­fald­­­lega tekju­öfl­un­­­ar­­­leiðir fyrir rík­­­is­­­sjóð, eins og það að heim­ila úttekt á sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aði sem yrði þá skatt­lagður sam­hliða.

Stóru beinu aðgerð­­­irnar sner­ust um hina svoköll­uðu hluta­­­bóta­­­leið, frestun opin­berra gjald­daga, auk­innar fyr­ir­greiðslu fyrir fyr­ir­tæki hjá banka við­kom­andi og því að ráð­­­ast í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­átak, aðal­­­­­lega í hefð­bundnum innviðum sem útheima margar vinn­u­­­manna­hend­­­ur.

Auglýsing

Með brú­­ar­lán­um mun ríkið gang­­ast í ábyrgð fyr­ir helm­ingi banka­lána til fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyr­ir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­­falli vegna áhrifa far­ald­­ur­s­ins. Áætlað var að heild­­ar­lána­fjár­­hæð yrði um 70 millj­­arðar króna og því rík­­is­á­byrgð af 35 millj­­örð­um. Gerðu stjórn­­völd ráð fyr­ir að allt að helm­ing­ur lána myndi ekki end­­ur­greiðast, sem hefði í för með sér að 17,5 millj­­arða króna kostn­aður félli á rík­ið.

Alþingi sam­þykkti níu dögum síðar sex þing­­mál sem hljóð­uðu upp á tæp­­lega 26 millj­­arða króna aðgerðir rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins. All­ar breyt­inga­til­lög­ur stjórn­­­ar­and­­stöð­unn­ar voru felld­­ar.

Mán­uður leið og þann 21. apríl kynnti rík­is­stjórnin aðgerða­pakka 2.0. Í honum var boðað að lok­un­ar­styrkir yrðu greiddir til fyr­ir­tækja sem þyrftu að loka vegna lög­boðs stjórn­valda í tengslum við bar­átt­una við útbreiðslu COVID-19, einka­reknir fjöl­miðlar myndu fá hund­ruð millj­ónir króna í sér­tæka styrki og fram­línu­starfs­menn myndu skipta með sér bón­us­greiðslu upp á einn millj­arð króna fyrir þeirra fram­lag í bar­átt­unni sem nú stendur yfir.

Ráð­ist yrði í marg­hátt­aðar aðgerðir til að mæta stöðu náms­manna, meðal ann­ars með sum­ar­námi og sum­ar­störf­um, og í aðgerðir til að styðja við nýsköpun og sprota­starf­sem­i. 

Stjórn­völd mátu heild­ar­um­fang aðgerð­anna nálægt 60 millj­örðum króna.

Rík­is­stjórnin kynnti þriðja aðgerða­pakk­ann þann 28. apríl eða viku síð­ar. Hann var hugs­aður til að mæta vanda þeirra fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi vegna far­ald­urs­ins og var sér­stak­lega horft til ferða­þjón­ust­unn­ar. Búast má við að aðgerð­irnar kosti á bil­inu 40 til 60 millj­arða króna.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Bára Huld Beck

Ekki þörf á sér­stöku hags­muna­mati

Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að engin álita­efni hafi komið upp um hags­muna­tengsl eða hæfi Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í aðkomu að und­ir­bún­ingi þess­ara aðgerða.

„Stjórn­sýslu­lög mæla fyrir að ráð­herrar komi ekki að málum þar sem þeir eigi veru­legra hags­muna að gæta og sam­kvæmt siða­reglum skulu þeir gæta þess að forða árekstrum milli almanna­hags­muna ann­ars vegar og fjár­hags­legra eða per­sónu­legra hags­muna eða fjöl­skyldu og gæta þess að per­sónu­leg tengsl hafi ekki áhrif á störf þeirra. Slíkt mat er því ávallt í gang­i,“ segir í svar­in­u. 

Sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu er ekki þörf á sér­stöku hags­muna­mati í tengslum við almennar aðgerðir sem byggja á lögum sem Alþingi set­ur. Þá er bent á að hags­munir alþing­is­manna séu skráðir í sér­stakri hags­muna­skrá. Sam­kvæmt henni hefur Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra enga fjár­hags­lega hags­muni sem regl­urnar taka til.

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram það sama og hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að ekki sé þörf á sér­stöku hags­muna­mati í tengslum við almennar aðgerðir sem byggja á lögum sem Alþingi set­ur. Opin­ber skrán­ing hags­muna­tengsla ráð­herra, eins og ann­arra þing­manna, sé á vef Alþingis í sér­stakri hags­muna­skrá. Sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum beri starfs­mönnum að gæta að hæfi sínu og vekja athygli á því, eftir atvikum við næsta yfir­mann, verði þeir að segja sig frá máli vegna hæf­is. Ekki hafi komið upp sér­stök álita­efni um hags­muna­tengsl eða hæfi ein­stakra starfs­manna við und­ir­bún­ing aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Í hags­muna­skrá Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra eru trún­að­ar­störf ráð­herr­ans það eina sem er til­tekið en hann er for­maður veiði­fé­lags Tungufljóts og vara­for­maður AECR sem eru alþjóð­leg sam­tök stjórn­mála­flokka sem aðhyll­ast Evr­ópu- og alþjóða­sam­starf sem og hug­myndir um ein­stak­lings­frelsi, þing­ræði og virð­ingu fyrir full­veldi þjóð­ríkja.

Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Bára Huld Beck

Um starfs­menn ráðu­neyt­anna gilda stjórn­sýslu­lög

Sam­kvæmt dóms­mála­ráðu­neyt­inu byggir aðgerða­pakk­inn á lögum um almennar aðgerðir frá Alþingi og því sé hann ekki háður sér­stöku hags­muna­mati. Hags­munir alþing­is­manna og þar með ráð­herra sé skráður í sér­staka hags­muna­skrá. Um starfs­menn ráðu­neyt­is­ins gildi stjórn­sýslu­lög. Sam­kvæmt hag­munda­skrá hefur Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra enga fjár­hags­lega hags­muni sem regl­urnar taka til.

Þá kemur fram hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu að hæfi ein­stakra starfs­manna í stjórn­sýsl­unni sé sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Sam­kvæmt lög­unum beri starfs­mönnum sjálfum að gæta að hæfi sínu og vekja athygli á því, eftir atvikum við næsta yfir­mann, verði þeir að segja sig frá máli vegna hæf­is. „Engin slík álita­mál hafa komið upp varð­andi starfs­fólk heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. Sama máli gegnir um heil­brigð­is­ráð­herra en mat á hæfi ráð­herra byggir einnig á þeirri meg­in­reglu að ráð­herra gæti sjálfur að hæfi sín­u.“ Fram kemur í hags­muna­skrá þing­manna að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafi enga fjár­hags­lega hags­muni sem regl­urnar taka til.

Í 2. grein siðareglna ráðherra um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra segir:

Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.

Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstum með því að fylla út eyðublað á vegum skrifstofu Alþingis, sbr. reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings. Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipulögðum hætti eftir frekari upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenningi.

Ráðherra beitir sér fyrir því innan ráðuneytis og þeirra stofnana sem undir það heyra að tekið sé á hagsmunaárekstrum strax og þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um. Þá skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.

Sam­kvæmt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu mæla hæf­is­reglur stjórn­sýslu­réttar fyrir um að ráð­herrum sé almennt óheim­ilt að koma að með­ferð mála þar sem þeir eiga sér­stakra og veru­legra hags­muna að gæta. Hver og einn ráð­herra gæti sjálfur að hæfi sínu en ef vafa­mál koma upp láti ráð­herrar vita af hugs­an­legum hags­muna­á­rekstrum og feli starfs­fólki ráðu­neyt­is­ins að setja stað­gengil í sinn stað. Þá fjalli siða­reglur ráð­herra um það sama, meðal ann­ars um að ráð­herra skuli forð­ast árekstra á milli almanna­hags­muna og eigin hags­muna.

„Hvað varðar þau mál sem fyr­ir­spurnin lýtur að þá er aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar ætlað að hafa almenn og víð­tæk áhrif. Aðgerð­irnar eru vel kynntar á opin­berum vett­vangi og um þær fjallað víða meðal ann­ars við þing­lega með­ferð. Ekki hafa komið upp sér­stök álita­efni um hags­muna­tengsl eða hæfi ráð­herra eða ein­stakra starfs­manna ráðu­neyt­is­ins við und­ir­bún­ing aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið vekur jafn­framt athygli á að opin­ber skrán­ing hags­muna­tengsla ráð­herra, eins og ann­arra þing­manna, sé á vef Alþing­is. Þar kemur fram Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra eigi hlut sem nemur 25 pró­sent eða meira af hlutafé eða stofnfé í Dýra­lækna­þjón­ustu Suð­ur­lands ehf. og Hita­veitu Syðra-Lang­holts ehf.. Hann sitji jafn­framt að skóla­nefnd Mennta­skól­ans að Laug­ar­vatni og sé full­trúi Hruna­manna­hrepps í stjórn Heilsu­þorp Flúðir ehf..

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir.
Bára Huld Beck

Ekki komið upp álita­efni um hags­muna­tengsl eða hæfi

Í svari frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kemur fram fyrir hönd ráð­herr­anna beggja, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og ferða­mála, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, að opin­ber skrán­ing hags­muna­tengsla ráð­herra, eins og ann­arra þing­manna, sé á vef Alþing­is. Um hæfi ein­stakra starfs­manna í stjórn­sýsl­unni fari sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum og beri starfs­mönnum að gæta að hæfi sínu og vekja athygli á því, eftir atvikum við næsta yfir­mann, verði þeir að segja sig frá máli vegna hæf­is.

„Ekki hafa komið upp sér­stök álita­efni um hags­muna­tengsl eða hæfi ein­stakra starfs­manna við und­ir­bún­ing aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u,“ segir í svar­inu. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur sam­kvæmt hags­muna­skránni enga fjár­hags­lega hags­muni sem regl­urnar taka til. Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra til­tekur að hann hafi verið háseti á mak­ríl­veiðum í ágúst 2010 og í júlí 2012 um borð í Vil­helm Þor­steins­syni EA 11. Útgerðin hafi verið Sam­herji hf..

Svarið frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu er stutt og laggott en í því segir að mat á hæfi ráð­herra sé hluti af hefð­bundnu verk­lagi. Það eigi jafnt við um COVID-19 mál sem önn­ur. Fram kemur í hags­muna­skrán­ingu þing­manna að Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hafi farið í launa­laust leyfi sem aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri hjá Seðla­banka Íslands.

Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins er sam­kvæmt bæði stjórn­sýslu­lögum og siða­reglum ráð­herra almennt óheim­ilt að koma að með­ferð mála þar sem þeir eiga sér­staka og veru­legra hags­muna að gæta. Það hafi ekki komið upp sér­stök álita­efni um hags­muna­tengsl eða hæfi ein­stakra starfs­manna eða ráð­herra í félags­mála­ráðu­neyt­inu við und­ir­bún­ing aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sam­kvæmt hags­muna­skrán­ing­unni hefur Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra enga fjár­hags­lega hags­muni sem regl­urnar taka til.

Hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu kemur fram að sam­kvæmt siða­reglum ráð­herra skuli ráð­herra forð­ast árekstra milli almanna­hags­muna ann­ars vegar og fjár­hags­legra eða per­sónu­legra hags­muna sinna eða fjöl­skyldu sinnar hins veg­ar. Þá fari um hæfi ein­stakra starfs­manna í stjórn­sýsl­unni sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum og skuli ráð­herra sjálfur gæta að hæfi sín­u. 

„Hvorki hafa komið upp álita­efni um hags­muna­tengsl eða hæfi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra né ein­stakra starfs­manna ráðu­neyt­is­ins við und­ir­bún­ing aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar, enda um almennar aðgerðir að ræða sem Alþingi hefur sam­þykkt. Eins og fram kemur á vef Alþingis hefur Guð­mundur Ingi Guð­brands­son enga fjár­hags­lega hags­muni sem reglur um skrán­ingu fjár­hags­legra hags­muna þing­manna taka til,“ segir í svari frá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent