Aðsend

Hélt lengi í vonina um að hitta þau síðar á önninni

Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri, saknar nemenda sinna. Þegar samkomubann var sett á hélt hún í vonina um að hitta þau síðar á önninni en sú verður ekki raunin. „Mér finnst mjög merkilegt hvað skólafólki á Íslandi hefur tekist vel upp, bæði starfsfólki skólanna og nemendum,“ segir hún um fjarnámið sem þó hentar ekki öllum.

Sá lær­dómur sem við munum draga af þessu verður von­andi sá að hægt er að miðla náms­efni á marga vegu. Það þarf ekki endi­lega að ger­ast inni í kennslu­stofu og sam­kvæmt nið­ur­njörv­aðri stund­ar­skrá. Það sem hentar einum hentar ekki endi­lega öðr­um. 

Þetta segir Kol­brún Ýrr Bjarna­dóttir íslensku­kenn­ari við Mennta­skól­ann á Akur­eyri. Hún vonar að á síð­ustu mán­uðum hafi öllum orðið ljóst hversu mik­il­væg góð mennta- og heil­brigð­is­kerfi eru og að fram­línu­fólkið sem í þeim starfar verði héðan í frá metið að verð­leikum og meiri virð­ing fyrir því bor­in. „Við höfum ótrú­lega aðlög­un­ar­hæfni og gátum brugð­ist mjög hratt við þegar líf okkar flestra breytt­ist. Og þó að það hafi verið snúið fyrir marga að fara úr stað­kennslu í fjar­kennslu tókst okk­ur, bæði kenn­urum og nem­end­um, vel til.“

Kol­brún Ýrr gekk sjálf í Mennta­skól­ann á Akur­eyri. Hún ætl­aði sér ekki að flytja norður að loknu háskóla­námi fyrir sunnan en þegar staða losn­aði í hennar gamla skóla bloss­aði upp áhugi á að prófa að kenna við hann. Með meist­ara­próf í bæði íslenskum fræðum og kennslu­fræðum í fartesk­inu flutti hún því norður á ný. „Ég ætl­aði að vera hér í eitt til tvö ár en þetta er sjötta árið,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann.



Auglýsing

Þegar Kol­brún mætti til vinnu í haust var hún að koma úr eins árs barn­eign­ar­leyfi. Síð­asta skólaár var nokkuð sér­stakt í MA því tveir árgangar voru útskrif­aðir sam­tímis þar sem verið var að breyta úr fjög­urra ára fram­halds­skóla­námi í þriggja ára. „Þannig að þegar ég kom svo til vinnu í haust þá hafði nem­enda­fjöld­inn í skól­anum minnkað mikið en að öðru leyti hófst skóla­árið með hefð­bundnum hætt­i.“

Vor­önnin í Mennta­skól­anum á Akur­eyri hefst nokkru seinna en í öðrum fram­halds­skólum eða um miðjan jan­úar og var því aðeins rétt hálfnuð er sam­komu­bannið skall á. „Við vorum því komin styttra á veg í kennsl­unni en margir aðrir skól­ar.“

Gjör­breytti ekki allri kennsl­unni

Þegar sam­komu­bann var svo sett á um miðjan mars og öll kennsla í fram­halds­skólum færð­ist yfir í fjar­kennslu var Kol­brún undir það búin and­lega að ákveðnu leyti. „Þetta kom mér ekk­ert á óvart eins og kannski sum­um.“

Stutt var þá í páska­leyfi og hún und­ir­bjó fjar­kennsl­una í fyrstu ekki langt fram í tím­ann. „Ég hélt alltaf í von­ina að ég gæti hitt þau síðar á önn­inni. Þess vegna ákvað ég að gjör­breyta ekki öllu skipu­lagi náms­ins fyrst eftir sam­komu­bann. Ég fór heim með bæk­ur, vinnu­tölvu og það sem ég þurfti. En þetta gerð­ist svo bara sjálf­krafa. Að maður fór að hugsa þetta öðru­vísi,“ lýsir Kol­brún. „Eftir páska fór ég og sótti skrif­borðs­stól­inn minn því ég var búin að sitja á hörðum eld­hús­stól og fann að það væru ekki alveg bestu aðstæð­urn­ar!“



Kolbrún Ýrr í tómri kennslustofu sinni í Menntaskólanum á Akureyri
Aðsend

Kol­brún á fjögur börn og voru þau tvö elstu í skertu skóla­starfi í sam­komu­bann­inu. Þau þurftu sitt næði til að vinna sína heima­vinnu, dóttirin inni í sínu her­bergi, stundum í fjar­kennslu­stund­um, og son­ur­inn, sem var annan hvern dag í skól­an­um, lærði við borð­stofu­borð­ið. „Heim­ilið varð eins og lít­ill vinnu­stað­ur. Við reyndum að dreifa okkur um húsið svo allir gætu fengið vinnu­frið. Þannig að ég flutti mig inn í svefn­her­bergi þar sem ég sat við fjar­kennsl­una með rimla­rúm yngsta barns­ins við hlið­ina á mér,“ segir hún og hlær. „Þetta voru eig­in­lega fyndnar aðstæð­ur. En svona var þetta.“

Eftir páska­frí var allt fyr­ir­komu­lagið farið að slíp­ast til. Þá var hún búin að átta sig á því að lík­lega myndi hún ekki hitta nem­endur sína aftur í kennslu­stof­unni þetta skóla­ár­ið. Hún tók vinnut­arnir um helgar til að skipu­leggja kennslu kom­andi viku. Þó að hún hafi notað ákveðin verk­færi fjar­kennsl­unnar áður hafi það kraf­ist auk­ins und­ir­bún­ings að kenna allt í gegnum netið .

Við kennsl­una hefur Kol­brún haft þann hátt­inn á að hitta nem­endur sína í kennslu­stund á net­inu reglu­lega en mun sjaldnar en stunda­taflan segir til um. „Það myndi ein­fald­lega ekki ganga upp að hitta þau algjör­lega sam­kvæmt stunda­skránni. Það væri of mikið fyrir þau.“



Auglýsing

Kol­brún seg­ist almennt ekki nota kennslu­stundir til að „messa yfir“ nem­endum heldur til verk­efna­vinnu. Því fyr­ir­komu­lagi hélt hún í fjar­kennsl­unni. Hún boð­aði þá til umræðu­tíma á net­inu um smá­sög­ur, Njálu og fleira og einnig til þátt­töku í spurn­inga­keppni upp úr náms­efn­inu. Einnig sendi hún þeim svo­kall­aðar tal­glær­ur, glærur upp úr náms­efn­inu sem hún talar inn á, og setti þeim svo fyrir verk­efni sem þau gátu spurt út í í kennslu­stund­um.

Stór hluti nem­enda við Mennta­skól­ann á Akur­eyri er alla jafna á heima­vist og margir þeirra búa ann­ars staðar á land­inu. „Ég veit að sumum fannst erfitt að fara heim. Það er ekki nóg með það að þau séu ekki að mæta í skól­ann, þau eru ekki einu sinni í bænum og hafa ekki getað hitt bekkj­ar­fé­lag­ana.“

Mis­jafnar aðstæður

Aðstæður nem­enda heima fyrir eru einnig mjög mis­jafn­ar. Sumir segj­ast lít­inn frið fá til að vinna. „Og það er örugg­lega mjög flókið fyrir marga. Það eru ekki til enda­laust margar tölvur á hverju heim­ili. Á tíma­bili voru kannski báðir for­eldrar að vinna heima líka og systk­ini. Allir þurftu svo að mæta á fundi   á net­inu á ákveðnum tímum og skila sínu. Þetta er svo­lítið flókið í fram­kvæmd.“

Að auki segir Kol­brún það mjög mis­jafnt hversu vel nem­endur ráði við sjálf­stæð vinnu­brögð. „Margir eru að tækla þetta mjög vel á meðan aðrir eru í raun­inni að gera lít­ið.“ Það sama er þó uppi á ten­ingnum í kennlu­stof­unni. „En þar get ég gengið á milli þeirra og ýtt við þeim og hvatt þau áfram. Auð­vitað geri ég það með ein­hverjum leiðum raf­rænt en það er ekki alveg sam­bæri­leg­t.“



Margar lausnir eru til fjarnáms. Kolbrún notaði m.a. forritið Zoom í fjarkennslustundum.
Aðsend

Ein­hverjir nem­endur Kol­brúnar hafa nán­ast blómstrað í þessu breytta námsum­hverfi. Því þótt sam­fé­lagið sem skap­ast í kennslu­stofu sé mik­il­vægt þá fylgir því líka ákveðin trufl­un. „Við erum svo rosa­lega ólík. Það hentar mörgum að fá að skipu­leggja sitt eigið nám upp að vissu marki á meðan aðrir þurfa meira utan­um­hald.“

Ánægju­legt var að sjá að nem­endur sem voru óvirkir í kennslu­stof­unni gekk vel í fjar­nám­inu. „Það kemur mér á óvart hvað þau halda sér flest vel við efnið þrátt fyrir allt. Mér finnst þau hafa verið mjög dug­leg.“

Nem­endum líður mis­jafn­lega

Kol­brún bað nem­endur sína að lýsa líðan sinni og hvernig þeim gengi í fjar­nám­inu. „Það er vax­andi kvíði í sam­fé­lag­inu og í skól­anum eru nem­endur sem voru kvíðnir áður en far­ald­ur­inn skall á. Og í kvíða er ein­angrun ekki að hjálp­a,“ segir hún.

Nem­endum hennar líður mis­jafn­lega. „Sumir sögð­ust vera mjög ein­mana og þrá ekk­ert heitar en að koma aftur í skól­ann.“

Líkt og hjá mörgum hefur orða­til­tækið eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur verið Kol­brúnu ofar­lega í huga upp á síðkast­ið. „Nem­endur sem voru kannski komnir með skóla­leiða átt­uðu sig á því eftir að allt fór yfir í fjar­nám hvað skól­inn er stór partur af þeirra líf­i.“



Í fjarnámi er meiri hætta á því að nemendur einangrist.
EPA

Það sama eigi við um hana sjálfa. „Ég við­ur­kenni að stundum getur reynt á að vera kenn­ari í kennslu­stofu en ég sakna þeirra mikið núna. Ég vissi það áður en það er alveg skýrt núna að ég er kenn­ari af því að ég nýt þess að eiga í sam­skipt­u­m.“

Þegar hún lítur í bak­sýn­is­speg­il­inn finnst henni fjar­kennslan almennt hafa gengið vel, „furðu­lega vel,“ segir hún. „Mér fannst yfir­færslan úr stað­námi í fjar­nám ger­ast hratt og nokkuð örugg­lega. Mér finnst mjög merki­legt hvað skóla­fólki á Íslandi hefur tek­ist vel upp, bæði starfs­fólki skól­anna og nem­end­um. Það er líka merki­legt að verða vitni að því að stéttir þar sem konur eru í meiri­hluta hafi staðið í fram­línu þessa far­ald­urs. Þetta afhjúpar líka for­gangs­röð­un­ina í sam­fé­lag­inu. Þetta eru sömu stéttir og hafa hvað mest þurft að berj­ast fyrir bættum kjör­u­m.“

Við­horf von­andi að breyt­ast

Kol­brún telur mögu­legt að við­horf til þess­ara lyk­il­stétta hafi breyst. „Ef þú tekur allt í einu eftir því að þú getur ekki lifað líf­inu án kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­manna þá kannski áttar þú þig á virði þess­ara starfa. Að án leik- og grunn­skóla­kenn­ara hefði heil­brigð­is­starfs­fólkið okkar ekki getað unnið vinn­una sína. Og án góðra fram­halds- og háskóla­kenn­ara hefði ekki verið hægt að mennta þessa góðu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga.“



Auglýsing

Öll loka­prófin í Mennta­skól­anum á Akur­eyri verða raf­ræn og Kol­brún mun því ekki hitta nem­endur sína meira þessa önn­ina. „En ég er heppin því ég er Mennt­skæl­ingur og við hitt­um­st  á fimm ára fresti. Og þeir nem­endur sem eru að útskrif­ast núna munu einmitt fagna að fimm árum liðnum líkt og ég. Þannig að ég mun hitta þau á fimm ára fresti út líf­ið. Ég þarf ekki að kveðja þennan hóp.“

Hún seg­ist hlakka mikið til þess að mæta til kennslu í skóla­bygg­ing­unni næsta haust og hitta nem­endur augliti til auglit­is. „Ég vona að það komi ekki önnur bylgja far­ald­urs­ins svo að þetta verði mögu­legt. En ef þannig fer þá erum við að minnsta kosti betur und­ir­búin fyrir fjar­nám.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal