Mynd: EPA

Bókstafleg túlkun orðsins kyn færir hinsegin fólki mikla réttarbót

Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp ákvörðun á mánudag sem fer á spjöld réttindasögu hinsegin fólks í landinu. Með bókstaflegum lestri löggjafar frá 1964 komst sex dómara meirihluti að þeirri niðurstöðu að bannað væri að reka fólk á grundvelli kynhneigðar.

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna komst að óvæntri tíma­móta­nið­ur­stöðu á mánu­dag­inn, er sex dóm­ara meiri­hluti kvað upp þann dóm að lög­gjöf lands­ins um borg­ara­leg rétt­indi (e. Civil Rights Act) frá árinu 1964 tryggði hinsegin fólki vörn gegn því að kyn­hneigð þeirra eða kyn­gervi væri notuð til þess að mis­muna þeim á vinnu­stað. 

Tveir íhalds­samir dóm­arar sner­ust á sveif með frjáls­lynd­ari dóm­urum rétt­ar­ins, sem hefur vakið gríð­ar­lega athygli og umtal í Banda­ríkj­un­um, ekki síst sú stað­reynd að meiri­hluta­nið­ur­staðan var skrifuð af Neil M. Gorsuch, sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skip­aði sjálfur í emb­ætti árið 2017.

Nið­ur­staðan var kveðin upp í máli sem mun fara á spjöld sög­unnar sem Bostock v. Clayton County. Hún snýr raunar að fleiri en einu máli, en tekur nafn sitt eftir máli sem Ger­ald Bostock nokk­ur, sam­kyn­hneigður mað­ur, höfð­aði gegn Clayton-­sýslu í Georg­íu­ríki. Bostock var rek­inn úr starfi sínu fyrir sýsl­una eftir að hann byrj­aði að verja frí­tíma sínum í að leika mjúk­bolta með í mjúk­bolta­deild fyrir sam­kyn­hneigða.



Auglýsing

Nið­ur­staðan rétt­ar­ins nær yfir tvö önnur svipuð mál sem voru tekin fyrir um leið. 

Don­ald Zarda starf­aði fyrir fyr­ir­tækið Altitude Express, en hann var rek­inn þaðan nokkrum dögum eftir að hafa minnst á það í vinn­unni að hann væri sam­kyn­hneigð­ur. 

Aimee Steph­ens réði sig til starfa hjá útfar­ar­stof­unni R.G. & G.R. Harris Funeral Homes sem karl­mað­ur, en var síðan rekin eftir að hún til­kynnti vinnu­veit­endum sínum að hún ætl­aði í kyn­leið­rétt­ingu og lifa sem kven­maður fram­veg­is.

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna komst að þeirri nið­ur­stöðu að þann bút lög­gjaf­ar­innar um borg­ara­leg rétt­indi sem segir til um að bannað sé að mis­muna fólki á vegna kyns (e. sex) beri að túlka svo breitt að um ólög­mæta mis­munun sé að ræða ef fólki er sagt upp vegna kyn­hneigðar eða kyn­gerv­is, sem áður seg­ir.

Þannig er það nú álitin ólög­mæt mis­mun­un, ef fólki er sagt upp á grund­velli þess kyns sem það lað­ast að eða þess kyns sem það upp­lifir sig sem.

Orðið kyn bók­staf­lega lesið

Það var ekki við­búið að dóm­stóll­inn myndi kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu, enda skip­aður fleiri sam­fé­lags­lega íhalds­sömum dóm­urum en frjáls­lyndum eftir tvær skip­anir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta í rétt­inn á kjör­tíma­bil­inu. Rétt­inda­hópar hinsegin fólks ótt­uð­ust hið versta.

Áður­nefndur Gorsuch rit­aði meiri­hluta­á­litið og rök­studdi breiða túlkun sína á orð­inu kyn með því að ómögu­legt væri að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en þeirri að mis­munun gegn sam­kyn­hneigðum eða trans­fólki væri mis­munun gagn­vart þeim ein­stak­lingi.

„At­vinnu­rek­andi sem segir upp ein­stak­lingi fyrir að vera sam­kyn­hneigður eða trans segir upp mann­eskj­unni fyrir eig­in­leika eða gjörðir sem hann hefði ekki sett spurn­inga­merki við væri téður ein­stak­lingur af öðru kyn­i,“ ­segir í meiri­hluta­á­lit­inu, Þetta er lyk­il­þátt­ur­inn í mál­inu, það sem sex dóm­arar lögðu nafn sitt við og veitir fjöl­mörgum Banda­ríkja­mönnum mikla rétt­ar­bót.

Þrír voru á móti og þeir voru ansi myrkir í máli. Samuel A. Alito Jr. og Clarence Thomas sendu inn sam­eig­in­legt minni­hluta­á­lit þar sem þeir fundu þess­ari bók­staf­legu túlkun á orð­inu kyn allt til for­átt­u. „Það er ein­ungis eitt orð sem lýsir því sem þessi dóm­stóll hefur gert í dag: lög­gjöf,“ ­segir í álit­inu sem Alito rit­ar.



Auglýsing

Máli sínu til stuðn­ings segir hann að þegar ákvæðið um að bannað væri að mis­muna gegn kyni var skrifað inn í lög­gjöf­ina árið 1964 hafi orðið kyn ekki verið skilið á þann máta að það hefði nokkuð að gera með mis­munun gegn sam­kyn­hneigðum eða trans­fólki. „Sú túlkun hefði verið í megnri and­stöðu við sam­fé­lags­leg við­mið þess tíma,“ ­ritar Alito einnig. 

En sam­fé­lags­leg við­mið hafa breyst hratt, raunar alveg ótrú­lega hratt, eins og rakið er í frétta­skýr­ingu í New York Times. Nú er það svo að í nýlegri skoð­ana­könnun segj­ast 83 pró­sent Banda­ríkja­manna vera sam­mála því að ólög­legt ætti að vera að reka fólk úr vinnu á grund­velli kyn­hneigð­ar. 90 pró­sent demókrata eru á þeirri skoðun og 74 pró­sent repúblik­ana.

Nú þegar var ólög­mætt að reka fólk úr vinnu fyrir kyn­hneigð eða kyn­gervi í um það bil helm­ingi banda­rísku ríkj­anna, en nú bæt­ast öll hin við.

Sam­fé­lög heit­trú­aðra, sem sum hver vest­an­hafs líta enn á sam­kyn­hneigð sem mikla synd og meina hinsegin fólki að taka þátt í starfi sínu, hafa gagn­rýnt ákvörðun rétt­ar­ins harð­lega og sam­kvæmt frétt New York Times svíður sumum mjög að ákvörð­unin skuli hafa komið frá íhalds­sömum Hæsta­rétti, sem reynst hefur banda­maður með ýmis­leg önnur efni eins og fóst­ur­eyð­ingar á liðnum árum.

Mun hafa víð­tæk áhrif

Afleið­ingar þessa dóms um mis­munun á atvinnu­mark­aðnum munu teygja sig yfir á fleiri svið banda­rísks sam­fé­lags, eig­in­lega flest, því nú er komið for­dæmi frá hæsta­rétt­inum fyrir þess­ari breiðu skil­grein­ingu kyns í lög­gjöf­inni um borg­ara­leg rétt­indi.

Á vef­miðl­inum Axios og víðar er sagt frá því að ákvörð­unin muni hafa áhrif á reglur sem Trump-­stjórnin er nýlega búin að setja og þrengja að rétt­indum trans­fólks til heil­brigð­is­þjón­ustu, en í því til­viki var um að ræða afnám reglu­gerða sem komið var á í for­seta­tíð Barack Obama.

Einnig er talið lík­legt að ákvörð­unin hafi áhrif á reglur sem Trump-­stjórnin er búin að vera að vinna að, sem myndu gera ætt­leið­ing­ar­stofum auð­veld­ara að sleppa því að þjón­usta sam­kyn­hneigð pör, væri það vilji þeirra. Slíkar stofur fengju alla­vega ekki lengur svo mikið sem einn doll­ara af fjár­munum rík­is­ins.

Sam­kvæmt umfjöllun Vox um málið er trans­bannið í banda­rískra hernum í raun það eina af þeim þónokkru atriðum sem Trump-­stjórnin hefur hrint í fram­kvæmd til þess að draga úr rétt­indum hinsegin fólks frá 2017, sem gæti staðið af sér Bostock-á­kvörð­una, en það hefur þegar komið til kasta rétt­ar­ins, sem ákvað að halda því tíma­bundið í gildi með fimm atkvæðum gegn fjór­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar