Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Sóttvarnir þurfa að verða að venjum og „tvinnaðar inn í alla okkar tilveru“

„Í vor vorum við búin að ná góðum árangri, fögnuðum ærlega en gleymdum okkur svo. Við verðum að horfast í augu við það. Við slökuðum of mikið á. Það má ekki gerast aftur,“ segir Runólfur Pálsson forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala. Hann segist ekki sjá að hægt sé að loka landamærunum en að með skynsamlegri útfærslu skimunar ætti að takast að minnnka mjög hættuna á að smit berist inn í landið.

Þegar sautján inn­an­lands­smit greindust á einum degi í síð­ustu viku olli það titr­ingi meðal starfs­fólks Land­spít­ala. Eftir að hafa glímt við far­ald­ur­inn í vetur með árangri sem eftir var tek­ið, sem m.a. lýsti sér í færri dauðs­föllum og færri inn­lögnum en víð­ast ann­ars stað­ar, voru virk smit komin yfir hund­rað á aðeins nokkrum dög­um. „Þetta olli veru­legum áhyggjum því þetta voru smit sem höfðu komið upp um versl­un­ar­manna­helg­ina,“ segir Run­ólfur Páls­son, for­stöðu­maður lyf­lækn­inga- og end­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu Land­spít­ala og pró­fessor við Háskóla Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann. Þó að fá inn­an­lands­smit hafi greinst síð­ustu daga mun taka tíma að koma í ljós hvort að tek­ist hafi að koma í veg fyrir víð­tæk­ari útbreiðslu. „Í okkar litla sam­fé­lagi geta sveiflur milli daga verið umtals­verð­ar. Og þó að það sé ekki sami stíg­andi í greindum smitum og var í vet­ur, líkt og sumir ótt­uð­ust að myndi ger­ast núna, þá erum við alls ekki farin að fagna.“



Allir þeir sem grein­ast með COVID-19 eru í umsjá COVID-­göngu­deildar Land­spít­ala. Starfs­menn hennar ann­ast eft­ir­lit með sjúk­ling­unum og eftir atvikum með­ferð. „Núna eru rúm­lega 100 full­orðnir í eft­ir­liti hjá okkur og um ell­efu börn sem starfs­fólk Barna­spít­ala Hrings­ins sinn­ir,“ segir Run­ólf­ur.



Um nokk­urt skeið hafa dag­lega bæst við sjúk­lingar en síð­ustu daga hafa nokkrir útskrif­ast sem hafa náð bata sam­kvæmt ákveðnum skil­merkj­um. „Þess vegna hefur sjúk­lingum í umsjá göngu­deild­ar­innar ekki fjölgað eins mikið og ann­ars hefði ver­ið,“ bendir Run­ólfur á. Til þess að sjúk­lingur sé útskrif­aður úr eft­ir­liti þarf hann að hafa verið ein­kenna­laus í sjö daga og að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að hafa liðið frá grein­ingu. Fylgst er vel með þróun ein­kenna, jafn­vel  með dag­legum sím­töl­um, ekki síst vegna þess að dæmi eru um að þau geti versnað skyndi­lega og að hratt geti þurft að bregð­ast við.



Auglýsing

Run­ólfur segir að heilt yfir hafi starf­semi göngu­deild­ar­innar gengið vel og verk­efnin verið við­ráð­an­leg það sem af er þess­ari bylgju far­ald­urs­ins. „Það skýrist mest af því að stærsti hluti þeirra sem sýkst hafa að und­an­förnu er ungt fólk og að lang­flestir hafa haft væg ein­kenn­i.“



Því hefur eft­ir­lit starfs­fólks göngu­deild­ar­innar fyrst og fremst farið fram í gegnum síma. Hringt er reglu­lega í sjúk­ling­ana og rætt við þá en þeir geta einnig alltaf hringt í starfs­fólkið ef ástand þeirra breyt­ist. Ef ein­kenni hins vegar versna veru­lega eru sjúk­ling­arnir boð­aðir til skoð­unar á göngu­deild­inni. Síð­ustu vikur hafa fáir þarfn­ast þess. „Þannig að þrátt fyrir þennan fjölda smit­aðra hefur umfang starf­semi deild­ar­innar ekki verið nærri því eins mikið og var í fyrstu bylgj­unni í vet­ur.“



Ýmsar vanga­veltur hafa verið uppi um hvort að það afbrigði veirunnar sem nú er að grein­ast hér á landi sé mátt­laus­ara en þau sem voru að grein­ast í vetur og að það skýri minni veik­indi sýktra. Run­ólfur telur það ólík­legt. Mun lík­legra sé að skýr­ingin felist í ald­urs­sam­setn­ingu sjúk­linga­hóps­ins. Ungt fólk veik­ist almennt ekki jafn alvar­lega og það eldra og þeir sem eru með alvar­lega und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Hins vegar séu þess dæmi og nú liggja til dæmis tveir ungir menn á sjúkra­húsi með COVID-19, annar þeirra á gjör­gæslu­deild. „En það að vera aldr­aður er ekki endi­lega ávísun á alvar­leg veik­indi. Um það sáum við líka dæmi í fyrri bylgj­unn­i.“



Run­ólfur bendir líka á að fjöld­inn sé ekki það mik­ill að hægt sé að draga of miklar álykt­anir um veik­indin almennt. Margir hafi greinst síð­ustu daga og þekkt sé að ein­kennin eigi það til að versna með tím­an­um, gjarnan um sjö til tíu dögum frá grein­ingu. „Það á því enn eftir að koma í ljós hvort að alvar­leg ein­kenni koma fram hjá þessum sjúk­ling­um.“



Runólfur segir að þó að enn vanti svör við fjölmörgum spurningum um COVID-19, um áhrif sjúkdómsins á líkama og sál, og að verið sé að reyna að fá svör við þeim með rannsóknum, hafi þegar mikil þekking skapast. „Við höfum lært mjög mikið frá því að þessi veira kom til sögunnar en mörgum spurningum er ósvarað – ekki síst hvað varðar langtímaafleiðingar sjúkdómsins.“
Þorkell Þorkelsson/Landspítali

Þau ein­kenni sem sjúk­ling­arnir í þess­ari bylgju eru fyrst og fremst að sýna eru háls­sær­indi, vöðva- og bein­verkir, slapp­leiki og höf­uð­verk­ur. Í fyrstu bylgj­unni bar meira á hita, hósta og mæði.



Enn er ekki að fullu vitað hvað veldur því að sjúk­dóm­ur­inn leggst mis­mun­andi á fólk óháð aldri. „Það hafa komið fram til­gátur um hvort það ráð­ist af skammti smitefnis sem fólk fær í sig,“ segir Run­ólf­ur, „það er að segja ef að fólk fái mikið magn af veirunni í önd­un­ar­veg­inn þá auki það hætt­una á alvar­legum veik­ind­um.“ Ekki hafi enn verið sýnt fram á þetta með óyggj­andi hætti. „Það eru líka vanga­veltur um sam­spil veirunnar og við­bragða ónæm­is­kerfis lík­am­ans.“



Hann bendir á að þeir sem veikj­ast hvað mest fá lungna­bólgu og sýna merki um gríð­ar­lega bólgu­svörun í lík­am­an­um. „Þau miklu ónæm­is­við­brögð lík­am­ans geta verið skað­leg og valdið vefja­skemmd­um. En það er ekki enn vitað hvað það er sem gerir það að verkum að ónæm­is­kerfi sumra bregst svona kröft­ug­lega við en ann­arra ekki.“



Það er áfall að grein­ast með COVID-19, nýjan sjúk­dóm sem enn er margt á huldu um. Það er líka erfitt fyrir þá sem grein­ast að hugsa til þess að þeir hafi mögu­lega smitað aðra. Þetta er meðal þess sem starfs­menn göngu­deild­ar­innar ræða við skjól­stæð­inga sína. „Okkar frá­bæru hjúkr­un­ar­fræð­ingar eiga oft löng sím­töl við sjúk­ling­ana og reyna að veita þeim sál­rænan stuðn­ing. Þannig að þótt okkar mark­mið sé fyrst og fremst að fylgj­ast með fram­gangi sjúk­dóms­ins hjá fólki þá reynum við að veita þessa aðstoð lík­a.“ Hann segir að þörf fyrir sál­fræði­þjón­ustu sé eitt af því sem þurfi að skoða  vel í tengslum við þá þjón­ustu og það eft­ir­lit sem veitt er í heims­far­aldri sem þessum og bendir á að verið sé að vinna stóra rann­sókn á líðan fólks á tímum COVID-19 við Lækna­deild Háskóla Íslands.



Run­ólfur segir að þó að enn vanti svör við fjöl­mörgum spurn­ingum um COVID-19, um áhrif sjúk­dóms­ins á lík­ama og sál, og að verið sé að reyna að fá svör við þeim með rann­sókn­um, hafi þegar mikil þekk­ing skap­ast. „Við höfum lært mjög mikið frá því að þessi veira kom til sög­unnar en mörgum spurn­ingum er ósvarað – ekki síst hvað varðar lang­tíma­af­leið­ingar sjúk­dóms­ins.“



Það er áfall að greinast með COVID-19, nýjan sjúkdóm sem enn er margt á huldu um. Það er líka erfitt fyrir þá sem greinast að hugsa til þess að þeir hafi mögulega smitað aðra. Þetta er meðal þess sem starfsmenn COVID-göngudeildarinnar ræða við skjólstæðinga sína.
EPA

Þegar fólk er talið hafa náð bata og er útskrifað eftir legu á Land­spít­ala eða úr eft­ir­liti á COVID-­göngu­deild­inni hefur starfs­fólk spít­al­ans þó áfram eft­ir­lit með þeim sem veikt­ust mik­ið, m.a. þeim sem fengu lungna­bólgu. Fyr­ir­fram var talið lík­legt að þessi hópur þyrfti sér­hæft eft­ir­lit til lengri tíma og í sumum til­vikum end­ur­hæf­ing­ar­með­ferð.



Það er hins vegar hlut­verk heilsu­gæsl­unnar að veita öðrum þeim sem veikt­ust af COVID-19 þjón­ustu þurfi þeir á henni að halda, þ.e. þeim sem ekki veikt­ust alvar­lega. „Við áttum ekki von á því að þeir sem fengu væg ein­kenni myndu glíma við mikil eft­ir­köst af sjúk­dómn­um,“ segir Run­ólf­ur. „Það hefur komið í ljós að margir eru að fást við lang­tíma­af­leið­ingar sem gera fólki erfitt fyr­ir, jafn­vel svo erfitt að það getur ekki stundað vinn­u.“



Lang­tíma­ein­kennin eru meðal ann­ars mikið þrek­leysi sem fólk finnur fyrir mörgum vikum eftir að það sýkt­ist. Þá finnur fólk fyrir verkjum eða óþæg­indum í lík­am­anum og sumir finna fyrir auknum ein­beit­ing­ar­skort­i.  „Fólk er að reyna sjálft að bæta sitt úthald, fara út að ganga og svo fram­veg­is, en sumir verða gjör­sam­lega eftir sig í kjöl­far­ið.“

Mjög áber­andi hvað fólk er lengi að ná sér



Þekkt er að fólk getur verið lengi að ná sér að fullu eftir veiru­sýk­ing­ar. „En þetta er mjög áber­andi eftir þessa til­teknu veiru. Þetta er mik­il­vægt að rann­saka svo hægt sé að finna með­ferð og end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræði sem koma að gagn­i.“



Af því að kór­ónu­veiran er ný veira og COVID-19 nýr sjúk­dómur var engin virk með­ferð í boði fyrir sjúk­ling­ana sem greindust síð­asta vet­ur. Ýmis­legt var reynt, m.a. lyf sem síðar kom í ljós að gerðu lík­leg­ast ekki gagn. En rann­sóknir hafa nú sýnt fram á gagn­semi veiru­lyfs­ins rem­desi­vír hjá þeim sem veikj­ast alvar­lega. Þá virð­ist lyfið dexa­meta­són, sem er syk­ur­steri, einnig geta hjálpað en það dregur úr bólgu­svari lík­am­ans.  „Í þessum far­aldri höfum við getað nýtt okkur þær gríð­ar­legu fram­farir sem hafa orðið í lækna- og líf­vís­ind­um. Það hefur verið hægt að fram­kvæma umfangs­miklar rann­sókn­ir, jafn­vel í sam­starfi vís­inda­hópa um allan heim, með skjót­virk­ari hætti en áður.“



Auglýsing

Run­ólfur segir að árang­ur­inn hér á landi í bar­átt­unni gegn far­aldr­inum í vetur og vor hafi náðst með gríð­ar­legu og sam­stilltu átaki. „Allt annað var nán­ast lagt til hlið­ar, ekki aðeins í heil­brigð­is­þjón­ust­unni heldur sam­fé­lag­inu almennt í því skyni að losa okkur við þessa veiru. En það gengur ekki til lengd­ar, það er varla hægt að halda sam­fé­lagi gang­andi í eitt, tvö eða þrjú ár með þeim tak­mörk­unum sem settar voru á í vet­ur. Við vitum ekk­ert hvenær við losnum alfarið við veiruna. Eina raun­hæfa leiðin virð­ist vera bólu­efni og miðað við þá getu sem við höfum í lækna­vís­ind­um  þá gæti það birst fyrr en seinna.“



 En, segir Run­ólfur með áherslu, „öll heims­byggðin mun þurfa bólu­efni og hvenær við verðum búin að bólu­setja nægi­lega stóran hluta þjóð­ar­innar svo að veiran nái ekki að dreifa sér leng­ur, vitum við ekk­ert hvenær verð­ur.“



Horfa verði á hlut­ina í þessu ljósi og leita verði allra leiða til að láta sam­fé­lagið ganga þrátt fyrir að eiga á hættu að veiran birt­ist hér af og til. „Ég sé ekki að við getum lokað landa­mær­un­um. Það snýst ekki ein­göngu um erlenda ferða­menn. Það þarf líka að hafa í huga þann mikla fjölda erlends starfs­fólks sem þarf að kom­ast til lands­ins árið um kring. Ég fæ ekki séð að við getum verið án þessa fólks. Svo eru Íslend­ingar líka á far­alds­fæti. Með skyn­sam­legri útfærslu skimunar ættum við að geta minnkað mjög hætt­una á að smit ber­ist inn í land­ið“.



Á sama tíma þurfi að vera hægt að beita aðgerðum til að halda útbreiðslu hennar í skefj­um. „Þrátt fyrir fréttir af hegðun og atferli land­ans síð­ustu vikur þá er ég samt bjart­sýnn á það til lengri tíma litið að við sem þjóð getum náð árangri og kom­ist vel frá þessum far­aldri án þess að loka fyrir eða tak­marka veru­lega stóra og mik­il­væga þætti sam­fé­lags­ins.“

Átaksnálgun ómögu­leg árum saman



Til þess að svo megi verða þurfa að mati Run­ólfs áfram að vera til staðar kerf­is­bundnar aðgerð­ir, þ.e. skimun, ein­angr­un, smitrakn­ing og sótt­kví, sem og reglur um umgengni við við­kvæma hópa svo sem aldr­aða, en einnig skýrar umgengn­is­reglur í skól­um, innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar og á vinnu­stöð­um.



„En fyrst og síð­ast skila ein­stak­lings­bundnar smit­varnir árangri. Ég trúi ekki öðru en að þessi upp­lýsta þjóð átti sig á því að hún verði að hegða sér með ábyrgum hætti á meðan það er smit í sam­fé­lag­inu eins og núna. Við þurfum öll að gera hvað við getum til að koma í veg fyrir að við smit­umst og að við smitum aðra.“



Tveggja metra-reglan, hand­þvottur og sótt­hreinsun eru besta for­vörn­in. Run­ólfur telur að and­lits­grímur séu mik­il­vægar og að þær eigi fólk að bera þar sem 2 metra regl­unni verður ekki við­kom­ið. Sá sem er smit­aður en ein­kenna­laus dreifir síður veirunni ef hann er með grímu. Að sama skapi getur gríma lág­markað það veiru­magn sem fólk fær í sig. „Sumir hafa talað um að það sé falskt öryggi að vera með grímu en ég tel að gríman sé ákveðin áminn­ing til sam­borg­ar­ana að halda fjar­lægð við þann sem hana ber.“



Ekki er að mati Run­ólfs hægt að beita átaksnálgun árum sam­an. Þessar kerf­is­bundnu aðgerðir og umgengn­is­reglur þurfi að verða að venjum og tvinn­aðar inn í alla okkar til­veru þar til hættan er liðin hjá. Hann leggur til að þessu verði miðlað til ungs fólks í gegnum skóla­kerfið og íþrótta­hreyf­ing­una. „Þessi veira getur haft mjög alvar­legar afleið­ingar og hver og einn verður að taka ábyrgð. Í vor vorum við búin að ná góðum árangri, fögn­uðum ærlega en gleymdum okkur svo. Við verðum að horfast í augu við það. Við slök­uðum of mikið á. Það má ekki ger­ast aft­ur.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal