Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?

Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.

Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Auglýsing

Síð­degis á föstu­dag skil­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skýrslu til Alþing­is, sem beðið hefur verið í næstum því þrjú ár. Beiðni nokk­urra þing­manna um þessa skýrslu var sam­þykkt í Alþingi í lok jan­úar árið 2018.

Verk­efnið sem stjórn­völdum var falið var að fara í gegnum þrjár rann­sókn­ar­skýrslur Alþingis og athuga hvort búið væri að bregð­ast við ábend­ingum sem þar komu fram til stjórn­sýsl­unn­ar. 

Skýrsl­urnar þrjár eru sú stóra, rann­sókn­ar­skýrslan með stóra R-inu, um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna árið 2008 (útg. 2010) og svo tvær aðrar skýrsl­ur, um aðdrag­anda og orsakir falls spari­sjóð­anna (útg. 2014) og um Íbúða­lána­sjóð (útg. 2013). 

Auglýsing

Um er að ræða skýrslur sem sam­tals eru rúm­lega 5.000 blað­síður í 20 bind­um. Þeim þing­mönnum sem báðu um skýrsl­una fannst nauð­syn­legt að sú mik­il­væga grein­ing­ar­vinna sem rann­sókn­ir­nefnd­irnar unnu nýtt­ist. Því væri nauð­syn­legt að hafa yfir­sýn yfir ábend­ing­arnar sem fram kæmu í skýrsl­unum og tryggja að farið væri eftir þeim, svo að sömu mis­tökin yrðu ekki gerð á ný.

Verk­efnið sem fram­kvæmda­valdið fékk í fangið var því að fara yfir skýrsl­urn­ar, koma auga á allar ábend­ingar sem þar var að finna varð­andi stjórn­sýsl­una, taka þær saman og leggja mat á hvort, og þá hvern­ig, það hefði verið gert.

Skiptar skoð­anir á sínum tíma

Tíu þing­menn stóðu að þess­ari skýrslu­beiðni, úr fimm flokkum af þeim átta sem eiga full­trúa á þingi. Það voru þau Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Smári McCarthy og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir Pírat­ar, Hanna Katrín Frið­riks­son og Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­menn Við­reisn­ar, Oddný G. Harð­ar­dóttir frá Sam­fylk­ingu, Inga Sæland úr Flokki fólks­ins og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé úr Vinstri græn­um, sem var eini stjórn­ar­þing­mað­ur­inn í hópi flutn­ings­manna.

Ekki voru allir á einu máli um það hvort gáfu­legt væri að láta gera þessa skýrslu með þessum hætti. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var til dæmis ekki sann­færður um það. „Ég ætla ekki að leggj­ast gegn því að beiðnin nái fram að ganga. Ég ætla að koma því að að mér finnst býsna langt gengið að þegar þingið hefur látið vinna fyrir sig skýrslu sem út kemur í níu bindum sé því síðan beint til fram­kvæmd­ar­valds­ins að veiða upp úr skýrsl­unni allar ábend­ingar eins og verið er að biðja um hér,“ sagði Bjarni í umræðum um skýrslu­beiðn­ina á sínum tíma.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Í kjöl­far þess­ara orða fjár­mála­ráð­herra lýstu nokkrir þing­menn furðu sinni á þeim. „Til hvers er farið af stað ef fram­kvæmd­ar­valdið skoðar ekki ábend­ing­arnar og kannar hvort eitt­hvað hafi verið brugð­ist við þeim ábend­ingum sem og þingið sjálft? Þá getum við alveg sleppt því að fara í svona rann­sókn­ir,“ sagði Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar. 

Þor­steinn Víglunds­son þáver­andi þing­maður Við­reisnar lýsti einnig furðu sinni. „Til hvers var þá starfið unnið ef stjórn­sýslan hefur öllum þessum árum síðar ekki einu sinni kom­ist svo langt að taka saman hvaða ábend­ingum var beint til henn­ar, hvað þá að gera ein­hverja brag­ar­bót þar á eða fylgja því eftir hvernig úr þeim ábend­ingum væri unn­ið? Ég get ekki ímyndað mér að þessi skýrslu­beiðni hvað þennan þátt­inn varðar feli í sér ein­hverja við­bót­ar­vinnu fyrir stjórn­sýsl­una. Hún hlýtur fyrir löngu síðan að vera búin að taka saman þær ábend­ingar sem til hennar var bein­t,“ sagði Þor­steinn.

Þorsteinn Víglundsson bjóst ekki við að það fælist mikil viðbótarvinna fyrir stjórnsýsluna í gerð þessarar skýrslu. Annað kom á daginn, samkvæmt skýrsluhöfundum. Mynd: Bára Huld Beck

Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður Pírata benti á að skýrslu­beiðnin fjall­aði ekki ein­fald­lega um að draga eitt­hvað út úr skýrslum rann­sókna­nefndar Alþingis sem hefðu verið lagðar fram, heldur að kanna hjá stjórn­sýsl­unni hvernig ábend­ing­unum hefði verið fylgt eft­ir. 

Bjarni steig aftur í pontu að sagð­ist telja að hann og þessir þing­menn og fleiri sæju hlut­ina með ólíkum hætti. Hann sagði að honum hefði þótt eðli­legra að Alþingi hefði sjálft tekið saman ábend­ing­arnar úr skýrsl­unum og spurt fram­kvæmda­valdið hvort og hvernig búið væri að bregð­ast við þeim.

„Ókei, það er alveg rétt hjá fjár­mála­ráð­herra að þingið hefði alveg getað gert það, en nú erum við að biðja ráðu­neytið að taka saman hvernig upp­lifun ráðu­neyt­is­ins gagn­vart þessum ábend­ingum hefur ver­ið, hvaða ábend­ingar ráðu­neytið hefur tekið saman og ákveðið að gera það. Er það í sam­ræmi við það sem stendur í skýrsl­unni? Þetta er mjög eðli­legt eft­ir­lits­hlut­verk, mjög þarft og það er gott að við ætlum að sam­þykkja beiðn­ina,“ sagði Jón Þór Ólafs­son Pírati í umræð­unni.

Skýrslu­beiðnin var sam­þykkt með 44 atkvæðum á þingi. Tveir þing­menn, þeir Brynjar Níels­son og Ásmundur Frið­riks­son, greiddu ekki atkvæði um málið og 17 þing­menn voru fjar­ver­andi. Og þá gat vinnan hafist, sem nú er loks lok­ið.

Ærið verk­efni

Orð Þor­steins Víglunds­son­ar, um að hann gæti ekki ímyndað sér að það yrði ein­hver við­bót­ar­vinna fyrir stjórn­sýsl­una að taka ábend­ing­arnar í skýrsl­unni sam­an, virka eilítið fyndin þegar lýs­ing á þeim vinnu­brögðum sem við­höfð voru við ritun skýrsl­unnar er les­in.

Þar segir að ljóst hafi verið strax frá upp­hafi að verk­efnið yrði stórt. Mikil áskorun yrði ann­ars að fara í gegnum þessar þrjár skýrsl­ur, 5.000 blað­síður í 20 bind­um, og ann­ars vegar greina og afmarka ábend­ing­arnar sem lúta að stjórn­sýsl­unni og hins vegar að draga þær fram á sem óhlut­drægastan hátt, í sem mestu sam­ræmi við efni þeirra og án þess að slíta þær úr sam­hengi.

„Það er vegna þess að í rann­sókn­ar­skýrsl­unum eru ábend­ingar að jafn­aði settar fram í tengslum við umfjöllun um til­tekna atburði og atvik sem nefnd­irnar fjalla um. Þannig er almennt ekki að finna afmark­aðar ábend­ingar sem slíkar heldur eru í lok hvers kafla dregnar saman álykt­anir rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar um þau atriði sem um ræðir hverju sinni. Sem dæmi má taka að nálgun rann­sókn­ar­nefndar Alþingis í skýrslu um fall bank­anna hefur verið að rekja ein­staka atburði í aðdrag­anda hruns­ins án þess að til­taka sér­stak­lega hvaða ábend­ingar hún ætli stjórn­sýsl­unni. Oft eru þá til­teknir atburðir not­aðir sem dæmi um stærri kerf­is­lægan vanda án þess að sér­stak­lega séu dregnar heild­stæð­ari álykt­anir af því eða settar fram ákveðnar ábend­ing­ar,“ segir í skýrsl­unni.

339 ábend­ingar og kannski hefði verið gáfu­legra að þingið rit­stýrði

En þetta hafð­ist, í sam­vinnu fjöl­margra ráðu­neyta og stofn­ana og með aðkomu margra sér­fræð­inga á þeirra snærum, auk utan­að­kom­andi sér­fræð­ings sem falið var að afmarka ábend­ingar á fyrstu stigum verks­ins.

Alls 339 ábend­ingar sem lúta að stjórn­sýsl­unni voru dregnar fram úr skýrsl­unum þrem­ur, þar af 249 úr rann­sókn­ar­skýrsl­unni um fall bank­anna árið 2008. Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni hefur verið brugð­ist við þeim í yfir­gnæf­andi hluta til­fella.

Í inn­gangi skýrsl­unnar er minnst á að í umræðum um skýrslu­beiðn­ina á Alþingi hafi meðal ann­ars komið fram það sjón­ar­mið að þingið færi sjálft með rit­stjórn við skýrslu­gerð­ina, frekar en að fram­kvæmda­valdið ann­að­ist hana. Skýrslu­höf­undar segja „ljóst að færa hefði mátt góð rök fyrir þeirri nið­ur­stöð­u,“ en nið­ur­staða Alþingis hafi þó verið önn­ur.

„Enda þótt í hví­vetna hafi verið reynt að gæta hlut­leysis í svörum við fyr­ir­spurnum er sjálf­sagt og eðli­legt að les­endur hafi ávallt í huga að svörin eru rituð og sett fram af hlut­að­eig­andi stjórn­völdum í sam­ræmi við beiðni Alþing­is,“ segir þar einnig.

Skýrslan um skýrsl­urnar þrjár og eft­ir­fylgni þeirra hjá fram­kvæmda­vald­inu er sem fyrr segir aðgengi­leg á vef Alþing­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar