Fjórir eru látnir – hundruð brutust inn í þinghúsið

Óeirðirnar í Washington hafa vakið margar spurningar. Hvernig gátu hundruð manna komist inn í þinghúsið? Og hvers vegna virtust viðbrögð lögreglunnar svona sein? Fjórir liggja í valnum.

Atburðir gærdagsins í myndum. Þeir hófust með glaðbeittum Bandaríkjaforseta á fundi við Hvíta húsið og þróuðust út í uppþot.
Atburðir gærdagsins í myndum. Þeir hófust með glaðbeittum Bandaríkjaforseta á fundi við Hvíta húsið og þróuðust út í uppþot.
Auglýsing

Eftir að Don­ald Trump sagði stuðn­ings­mönnum sín­um, sem safn­ast höfðu saman við Hvíta húsið í gær að þeir ættu aldrei að við­ur­kenna ósigur gengu hund­ruð þeirra fylktu liði að þing­hús­inu, sumir vopn­að­ir, og brut­ust þar inn. Margir eru þegar farnir að tala um valda­ránstil­raun því til­gang­ur­inn var sá að koma í veg fyrir að þing­deild­irn­ar, sem voru á fundi í þing­hús­inu, myndu stað­festa úrslit for­seta­kosn­ing­anna frá því í nóv­em­ber sem Joe Biden sigr­aði í.

Lög­reglu­menn og örygg­is­verð­ir, sem stóðu framan við þing­hús­ið, hörf­uðu er múg­ur­inn lét til skarar skríða, veif­andi fánum sem margir tengj­ast hvítum öfga­hóp­um. 

Í um klukku­stund barði fólk á glugga húss­ins og dyr og hróp­aði: Hleypið okkur inn! Lög­reglu­menn sem voru inni í hús­inu beittu piparúða og reyk­sprengjum en tókst hins vegar ekki að brjóta upp­reisn­ina á bak aft­ur.

Auglýsing

Og múgnum tókst að kom­ast inn. Alla leið inn í þing­sali og á skrif­stofur þing­manna sem höfðu leitað skjóls ann­ars staðar í hús­inu. Nú er ljóst að atburðir næt­ur­innar hafa kostað fjóra líf­ið. Á sjötta tug hafa verið hand­tekn­ir, meiri­hlut­inn fyrir að brjóta útgöngu­bann sem borg­ar­stjóri Wahs­ington setti á í gær.

Sífellt fjölg­aði svo í hópi stuðn­ings­manna við þing­húsið og fyrir þá sem á horfðu í beinum útsend­ingum sjón­varps­stöðva virt­ist biðin eftir auknum lög­reglu­stuðn­ingi við húsið engan enda ætla að taka. 

Stuðningsmenn Trumps veifa bandaríska fánanum framan við þinghúsið. Mynd: EPA

Lög­reglan reyndi að verj­ast múgnum við aust­ur­hlið húss­ins framan af en gafst svo upp og hörf­aði. Æstur hópur stuðn­ings­manna Trump stóð öskr­andi fyrir framan og þegar hann komst inn fyrir varnir lög­regl­unnar hóf hann að syngja banda­ríska þjóð­söng­inn.

Ein kona var skotin innan veggja þing­húss­ins. Skotið kom úr byssu þinglög­reglu­manns. Hún var flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést. Táragasi var beitt á múg­inn og fyllti það marm­ara­lagða ganga og sali þing­húss­ins.

Þetta var áhlaup. Þetta voru óeirð­ir. Joe Biden, verð­andi for­seti, ávarp­aði þjóð­ina og sagði slíkt aldrei áður hafa gerst í nútíma­sögu lands­ins. Don­ald Trump ávarp­aði hana einnig, á Twitt­er, og bað fólk að halda frið­inn en hann sagði stuðn­ings­mönnum sínum einnig að muna þennan dag að eilífu. Og hélt áfram að segja að kosn­ing­unum hefði „verið stolið“.

Bæði Twitter og Face­book læstu aðgangi Trumps að miðl­unum í nótt. Hann gat því ekki lengur skrifað nýjar færsl­ur.

Umræðum um úrslit for­seta­kosn­ing­anna var skilj­an­lega hætt á meðan öllu þesu stóð. „Haldið ykkur frá gluggum og dyr­um. Ef þið eruð úti, leitið skjóls,“ voru skila­boðin sem þing­menn fengu er áhlaupið á þing­húsið hófst.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, eftir að fundir hófust að nýju í þinginu. Mynd: EPA

Þjóð­varð­liðið í Was­hington-­borg var virkjað í gær­kvöldi. Borg­ar­stjór­inn Muriel E. Boswer sagði að vegna útgöngu­banns­ins mætti engir aðrir en fram­línu­starfs­menn vera á ferli utandyra.

Sá fyrsti sem fór inn í þing­húsið er tal­inn hafa brotið sér leið inn um glugga. Einnig rudd­ist múg­ur­inn í gegnum örygg­is­hlið­in. Hund­ruð áttu eftir að fara inn áður en yfir lauk, segir í frétt Was­hington Post og grunar lög­reglu að þeir sem fyrstir komu inn hafi opnað dyr fyrir félögum sínum fyrir utan. 

Þegar inn var komið var farið inn í sali og á skrif­stofur og margt brotið og braml­að.

„Myrðið fjöl­miðla“ stóð á miða sem hengdur var á hurð einnar skrif­stof­unn­ar. „Við munum ekki hætta“ sagði á öðrum sem skil­inn var eftir á skrif­stofu Nancy Pelosi, for­seta full­trúa­deildar þings­ins. 

Fjórir eru látnir að sögn lög­regl­unnar eftir atburð­ina. Einn féll fyrir byssu­skoti en þrír lét­ust af öðrum sökum sem enn hefur ekki verið greint ítar­lega frá. 

Um átta í gær­kvöldi að banda­rískum tíma, þegar lög­reglu­mönnum hafði loks tek­ist að fjar­lægja alla upp­reisn­ar­segg­ina úr þing­hús­inu, fylgdu þeir þing­mönnum aftur í þingsal­ina svo þeir gætu haldið vinnu sinni áfram.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar