Viðvaningarnir sem klekktu á vogunarsjóðunum

Áhugafjárfestum er kennt um stærstu dýfu þriggja mánaða í hlutabréfaverði vestanhafs vegna umfangsmikilla kaupa í leikja- og afþreyingarfyrirtæki. Hvernig gerðist þetta?

Spjall­borðið Wall Street Bets  á Reddit er nú undir smá­sjá banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna áhlaups sem olli gríð­ar­legri hluta­bréfa­verð­hækkun í völdum fyr­ir­tækj­um  á nokkrum dögum og sumir miðl­arar hafa meinað einka­fjár­festum að kaupa í hluta­fé­lög vegna „grun­sam­legs athæf­is“ . Vog­un­ar­sjóðir hafa tapað risa­stórum fjár­hæðum á upp­á­tæk­inu, en einnig er talið að það hafi leitt til mestu lækk­unar á Wall Street í þrjá mán­uði. Hvað gerð­ist?

20-­földun hluta­bréfa­verðs

Í byrjun árs­ins kost­aði einn hlutur í tölvu­leikja­sal­anum GameStop um 18 Banda­ríkja­dali. Í byrjun þess­arar viku var verðið búið að fjór­fald­ast og stóð þá í 76 Banda­ríkja­döl­um. Í gær var verðið svo komið upp í 400 Banda­ríkja­dali, rúm­lega 20 sinnum meira en fyrir þremur vikum síð­an, en fór svo niður í 200 dali í lok dags. 

Sömu sögu má segja um hluta­bréfa­verð í öðrum félög­um, líkt og afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu AMC sem þre­fald­að­ist í vik­unni en lækk­aði svo hratt í gær. Einnig hafði hluta­bréfa­verð far­síma­fram­leið­end­anna Black­Berry og Nokia og fata­fram­leið­and­ans NA-KD farið sömu leið. 

Auk­inn áhugi fjár­festa þessum félögum var alls ekki í sam­ræmi við rekstur þeirra. Bæði GameStop og AMC skil­uðu tapi á rekstri sínum í síð­ustu árs­fjórð­ungs­upp­gjörum sín­um, auk þess sem engar nýjar rekstr­ar­upp­lýs­ingar sem myndu rétt­læta við­líka hækkun félag­anna hafa komið fram á síð­ustu dög­um.

Kveikjan virð­ist öllu heldur koma frá spjall­borð­inu r/Wall­Street­Bets, sem er umræðu­vett­vangur áhuga­fjár­festa á heima­síð­unni Reddit. Fyrir tíu dögum síðan opn­aði þar spjall­þráður sem bar heitið „The Wrec­kon­ing,“ sem mætti íslenska sem „Dóms­dag­ur,” þar sem með­limir spjall­borðs­ins hvöttu hvern annan til að kaupa í GameStop. 

Auglýsing

Ástæðan fyrir þessum mikla áhuga á fyr­ir­tæk­inu virð­ist hafa kviknað vegna þess að stórir vog­un­ar­sjóðir á Wall Street voru búnir að veðja á að verð í félag­inu myndi lækka á næstu dög­um. Einn af þessum sjóðum, Citron Res­e­arch, spáði skar­pri lækkun hluta­bréfa­verðs­ins í GameStop og kall­aði félagið „mis­heppn­aðan versl­un­ar­kjarna­smá­sala“ í grein­ingu sem birt­ist í síð­ustu viku.

Þessir sjóðir tóku svo­kall­aða skort­stöðu í leikja­sal­an­um, sem þýðir að þeir hafa fengið hluti í félag­inu að láni sem þeir áfram­selja og skuld­binda sig svo til að kaupa þá aftur innan ákveð­ins tíma. Skort­staða skilar hagn­aði þegar hluta­bréfa­verðið í fyr­ir­tæk­inu lækk­ar, þar sem þeir fjár­festar sem taka slíka stöðu myndu kaupa aftur hlut­ina á lægra verði en þeir seldu þá. 

Eins og myndin sýnir er verðhækkunin í hlutabréfum GameStop gjörsamlega úr takti við fyrri þróun.
Mynd: Marketwatch.com

Með auknum áhuga með­lima spjall­borðs­ins á Gamestop hækk­aði hins vegar hluta­bréfa­verð félags­ins, þvert á vonir Citron og hinna vog­un­ar­sjóð­anna. Hluta­bréfin héldu svo áfram að hækka í verði, þar sem sjóð­irnir voru búnir að skuld­binda sig til að kaupa bréfin aft­ur, sam­kvæmt skort­stöðu­samn­ingnum sín­um. Þessi staða er kölluð skort­sala­þvingun (e. Short Squeeze) og skap­aði sjálfnær­andi hringrás sem leiddi til for­dæma­lausrar hækk­unar á verði hluta­bréfa leikja­sal­ans á örfáum dög­um, líkt og sjá má á mynd hér að ofan. Svipað hefur svo átt sér stað í öðrum félög­um.

Gamestonk

Brjál­æðið í kringum hluta­bréfa­kaup í GameStop náði svo hámarki á þriðju­dag­inn þegar Elon Musk, fram­kvæmda­stjóri Tesla, vakti athygli á spjall­borð­inu með Twitt­er-­færslu þar sem hann hlekkj­aði á vef­svæðið og skrif­aði „Ga­mestonk!!“ við hlekk­inn. Hug­tak­ið  „stonk,“ sem er afbökun á enska orð­inu fyrir hluta­bréf (e. stock) er víða notað á net­inu sem orð fyrir fjár­fest­ingar þeirra sem hafa ekk­ert vit á hluta­bréfa­mark­aðn­um.

Stonks eru þekktar sem fjárfestingar þeirra sem ekkert kunna á markaðinn
Mynd: KnowYourMeme.com

Í umfjöllun New York Times um málið segir að millj­arða­mær­ing­ur­inn og fjár­festir­inn Cham­ath Pali­hapiti­ya hafi einnig hvatt til kaupa á hlutum í Gamestop á þriðju­dag­inn. Sama dag rúm­lega tvö­fald­að­ist hluta­bréfa­verðið í leikja­sal­an­um. 

Hækk­unin hefur leitt til gríð­ar­legs hagn­aðar hjá stærstu fjár­fest­unum í fyr­ir­tæk­inu. Ryan Cohen, stærsti ein­staki eig­andi GameStop með 13 pró­senta eign­ar­hlut, sá virði hluta­bréfa sinna aukast úr 82 millj­ónum Banda­ríkja­dala í 3,4 millj­arða dala. Það er hækkun um 3,3 millj­arða dala, eða um 426 millj­arða íslenskra króna.

Mesta lækkun í þrjá mán­uði

Á sama tíma og ýmsir Reddit-fjár­festar högn­uð­ust leiddi mis­heppnuð skort­sala vog­un­ar­sjóð­anna í GameStop til gríð­ar­legs taps hjá þeim. Sam­kvæmt frétt CNBC var sam­an­lagt tap sjóð­anna vegna leikja­sal­ans metið á yfir fimm millj­arða Banda­ríkja­dala, eða 646 millj­arða íslenskra króna, það sem af er ári. 

New York Times telur að þetta tap hafi breitt úr sér, þar sem sjóð­irnir hafi þurft að fjár­magna tapið sitt með því að selja hluti sína í ýmsum öðrum félögum á hluta­bréfa­mark­aðnum Vest­an­hafs. Mið­ill­inn segir viða­mikla sölu sjóð­anna til að fjár­magna skort­sala­þving­un­ina geta tengst því að hluta­bréfa­vísi­tölur S&P, Nas­daq og Dow Jones féllu allar um rúm­lega tvö pró­sent á mið­viku­dag­inn, en það er mesta lækkun á Wall Street hluta­bréfa­mark­aðnum í nokkra mán­uði.

Fjár­mála­eft­ir­litið fylgist með og miðl­arar búnir að loka

Jen Psaki, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins gaf frá sér til­kynn­ingu á mið­viku­dag­inn þar sem hún sagði banda­rísk stjórn­völd vera að fylgj­ast náið með óvenju­legri hækkun hluta­bréfa­verðs hjá GameStop og öðrum félög­um. Fjár­mála­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna sagð­ist einnig stunda „virkt eft­ir­lit“ með breyti­leik­anum á afleiðu­mark­aðn­um. 

Vogunarsjóðir töldu tölvuleikjasalann ekki vera álitlegan fjárfestingarkost í byrjun mánaðarins
Mynd:; EPA

Í gær lok­aði svo net­miðl­ar­inn Robin­hood, sem leyfir einka­fjár­festum að kaupa hluta­bréf fyrir lít­inn kostn­að, fyrir kaup í GameStop, AMC, Black­Berry, auk ann­arra félaga. Miðl­ar­inn gaf ekki miklar skýr­ingar á lok­un­inni, en sagð­ist vilja leggja áherslu á að upp­fræða fjár­festa á tímum mik­illa mark­aðs­sveiflna í nýlegri blogg­færslu á síð­unni sinn­i. 

Miðl­ar­inn TD Ameritrade sagð­ist einnig hafa lokað fyrir ákveðna fjár­mála­gern­inga tengdum leikja­sal­an­um, þar sem verð­þró­unin væri úr takti við grunn­lög­mál mark­að­ar­ins.

Skiptar skoð­anir um athæf­ið 

Stríð Reddit-fjár­fest­anna gegn vog­un­ar­sjóð­unum hefur fengið bæði hrós og gagn­rýni úr óvæntum átt­um. Fjár­festir­inn Mich­ael Burry, sem er frægur fyrir að hafa grætt á fjár­mála­hrun­inu árið 2008 með umfangs­miklum skort­sölumog var umfjöll­un­ar­efni Hollywood­mynd­ar­innar The Big Short, gagn­rýndi hluta­bréfa­kaupin í GameStop í færslu sem hann deildi á Twitter á mið­viku­dag­inn, en eyddi svo mín­útum seinna. Í færsl­unni sagði hann kaupin vera „ónátt­úru­leg, sturluð og hættu­leg“ og hvatti hann yfir­völd til að sker­ast í leik­inn.

Alex­andria Ocasi­o-Cor­tez, þing­kona demókra­ta­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, sagði það hins vegar vera kald­hæðn­is­legt að sjá hluta­bréfa­brask­ara sem væru vanir að veðja á efna­hags­lífið kvarta undan spjall­borðum þar sem veðjað væri á hluta­bréfa­mark­aðn­um, í Twitt­er-­færslu sem hún birti á mið­viku­dag­inn. Í gær for­dæmdi hún einnig ákvörðun Robin­hood um að loka á allar fjár­fest­ingar í GameStop og krafð­ist skýr­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar