Ævafornar lausnir á umhverfisvandamálum nútímans

pollution.jpg
Auglýsing

Það vakti athygli í vik­unni þegar til­kynnt var um fyrsta samn­ing Kína og Banda­ríkj­anna um að tak­marka losun gróð­ur­húsa­loft­leg­unda. Ljóst er að þessi stærstu iðn­veldi heims hafa ærið verk fyrir höndum ef þau hyggj­ast koma böndum á orku­notkun sína – svo ærið að for­setar land­anna tveggja köll­uðu bein­línis eftir “orku­bylt­ingu” við tæki­fær­ið.

Þeir félagar eru ekki þeir einu sem hafa áttað sig á að breyt­inga er þörf og í því verk­efni getur nátt­úran sjálf verið helsti banda­mað­ur­inn. Það er alla­vega skoðun æ stækk­andi hóps vís­inda­manna, með banda­ríska líf­fræð­ing­inn Janine Benyus í broddi fylk­ing­ar.

Bandaríski líffræðingurinn Janine Benyus er í fararbroddi fylkingar vísindamanna sem telja að náttúran sjálf geti verið helsti bandamaðurinn í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Banda­ríski líf­fræð­ing­ur­inn Janine Benyus er í far­ar­broddi fylk­ingar vís­inda­manna sem telja að nátt­úran sjálf geti verið helsti banda­mað­ur­inn í bar­átt­unni gegn losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Vís­inda­menn­irnir benda á að með því að nota nátt­úru­legar lausnir sem aðrar líf­verur hafa þróað með sér frá því að líf kvikn­aði á jörð­inni fyrir 3.8 millj­örðum ára megi minnka kolefn­is­út­blást­ur, fram­leiða orku án jarð­efna­elds­neytis og binda koldí­oxíð með skil­virk­ari leiðum en hingað til, svo eitt­hvað sé nefnt. Hegðun ann­arra líf­vera getur nefni­lega verið fyr­ir­mynd fyrir umhverf­is­vænar lausnir á mörgum þeim vanda­málum sem menn­irnir standa frammi fyr­ir. Lausnir sem eru áhuga­verð­ar, hag­nýtar og sjálf­bær­ar.

Kost­ur­inn við að nýta sér þær aðferðir sem aðrar líf­verur hafa til­einkað sér er t.d. sá að nátt­úru­leg ferli leiða til hringrásar í stað óhemju­mik­ils úrgangs. Þá nota líf­verur vatns­lausnir í stað meng­andi leysi­efna og fram­leiðslan fer fram við til­tölu­lega lágt hita­stig í stað orku­krefj­andi fram­leiðslu­ferla eins og oft­ast eru not­aðir í iðn­að­ar­sam­fé­lagi okk­ar.

Þessi hug­mynda­fræði kall­ast líf­hermun, eða á ensku biomim­icry, sem dregið er af grísku orð­unum bios = líf og mimesis = eft­ir­hermun. Líf­hermun gengur út frá þeirri hug­mynd að nátt­úran sé inn­blástur fyrir vís­inda­menn, hönn­uði og verk­fræð­inga. Hún byggir á því að sam­vinna líf­fræð­inga og tækni­sér­fræð­inga leiði til þess að sú þekk­ing og tækni­kunn­átta sem við menn­irnir höfum áunnið okkur á síð­ustu hund­rað árum verði notuð til að yfir­færa millj­arða ára langa þróun lífs á jörð­inni í lausnir okkur til hags­bóta. Með öðrum orðum að mað­ur­inn til­einki sér nátt­úru­leg form, ferli og sam­skipti líf­vera í vist­kerfum í meira mæli en hingað til og að nátt­úran sé allt í senn fyr­ir­mynd, leið­bein­andi og mæli­kvarði (“mod­el, mentor and mea­sure”) fyrir sjálf­bæra umhverf­is­væna hönn­un. Horn­steinn líf­hermunar er að nota nátt­úr­una sem fyr­ir­mynd í stað þess að nýta ein­göngu auð­lindir henn­ar.

Tæknin í liði með nátt­úr­unni



Upp­haf líf­hermunar sem umhverf­is­hreyf­ingar markast af útgáfu bók­ar­innar Biomim­icry: Innovation Inspired by Nat­ure eftir Janine Benyus, sem kom út árið 1997. Í bók­inni lýsir Benyus þeirri sýn sinni að besti kost­ur­inn fyrir sjálf­bæra nýsköpun og tækninýj­ungar megi finna í ævafornum aðferðum og efna­ferlum sem þró­ast hafa hjá millj­ónum mis­mun­andi teg­unda, allt frá því að fyrstu örver­urnar komu fram á sjón­ar­svið­ið.

Benyus leggur áherslu á að nútíma­sam­fé­lagið sé í æ rík­ari mæli komið úr sam­bandi við nátt­úr­una, hvort sem litið er á iðn­að­ar­rek­inn land­búnað eða meng­andi stór­iðn­að­ar­fram­leiðslu. Hinn stór­aukni fólks­fjöldi á heims­vísu og nútíma­hegðun hafi dregið stór­lega úr fjöl­breyti­leika líf­vera og aukið álag á við­kvæmum lífs­svæðum og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Því sé þörf á hug­ar­fars­breyt­ingu í þá átt að virða nátt­úr­una og læra af henni í stað þess að ganga á auð­lindir henn­ar.

Þessi við­horf eiga aug­ljós­lega rætur að rekja til ýmissa gras­rót­ar­sam­taka umhverf­is­sinna frá síð­ari hluta 20. ald­ar­innar þegar margir fóru að benda á skugga­hliðar tækni- og iðn­að­ar­væð­ingu vesturlanda.

Þessi við­horf eiga aug­ljós­lega rætur að rekja til ýmissa gras­rót­ar­sam­taka umhverf­is­sinna frá síð­ari hluta 20. ald­ar­innar þegar margir fóru að benda á skugga­hliðar tækni- og iðn­að­ar­væð­ingu vest­ur­landa. Það sem gerir líf­hermun hins vegar sér­staka í þessu sam­hengi er að Benyus og fylg­is­menn hennar eru alls ekki á móti tækninýj­ung­um, heldur vilja nota þær til sjálf­bærrar vöru­hönn­un­ar.

Benyus er tals­maður þess að tæknin bjóði upp á tæki­færi til að hugsa hlut­ina upp á nýtt. Líf­hermun er að mörgu leyti bylt­ing­ar­kennd stefna en á sama tíma höfðar hún til almennrar skyn­semi með því að koma í veg fyrir sóun og ofnýt­ingu.

Fræ í hunds­hári og skipu­lögð óreiða frum­skóga



Þó líf­hermun sem fræði­grein sé nýstár­leg, má finna dæmi þess að vís­inda­menn og hönn­uðir fyrri tíma hafi horft til nátt­úr­unnar í sinni vinnu. Þannig byggðu teikn­ingar Leon­ardo da Vinci af fljúg­andi vél á athug­unum hans á hreyf­ingum fugla. Úr heimi bygg­ing­ar­listar má nefna Eif­fel turn­inn í Par­ís, en sterkasta bein lík­am­ans, lær­legg­ur­inn var fyr­ir­mynd upp­bygg­ingar hans. Eitt vin­sælasta dæmið um líf­hermun frá fyrri hluta 20. ald­ar­innar er franski rennilás­inn sem Sviss­lend­ing­ur­inn George de Mestral hann­aði eftir að hann upp­götv­aði í göngu­ferð í Ölp­unum árið 1941 að ákveðin blóma­fræ af körfu­blóma­ætt fest­ust það vand­lega við feld hunds­ins hans að erfitt var að losa þau. Þegar hann skoð­aði þetta nánar í smá­sjá tók hann eftir því að svif­hár á fræj­unum hafa króka á end­anum sem bein­línis krækt­ust í hár hunds­ins. Þetta leiddi síðan til þess að 1952 fékk de Mestral einka­leyfi á franska rennilásnum sem allir kann­ast við og sam­anstendur af mjúkri hlið sem lík­ist feldi dýra og harð­ari hlið með krókum sem læsa rennilásnum sam­an.

Eitt vinsælasta dæmið um lífhermun frá fyrri hluta 20. aldarinnar er franski rennilásinn sem Svisslendingurinn George de Mestral hannaði eftir að hann uppgötvaði í gönguferð í Ölpunum árið 1941 að ákveðin blómafræ af körfublómaætt festust það vandlega við feld hundsins hans að erfitt var að losa þau. Þegar hann skoðaði þetta nánar í smásjá tók hann eftir því að svifhár á fræjunum hafa króka á endanum sem beinlínis kræktust í hár hundsins. Eitt vin­sælasta dæmið um líf­hermun frá fyrri hluta 20. ald­ar­innar er franski rennilás­inn sem Sviss­lend­ing­ur­inn George de Mestral hann­aði eftir að hann upp­götv­aði í göngu­ferð í Ölp­unum árið 1941 að ákveðin blóma­fræ af körfu­blóma­ætt fest­ust það vand­lega við feld hunds­ins hans að erfitt var að losa þau. Þegar hann skoð­aði þetta nánar í smá­sjá tók hann eftir því að svif­hár á fræj­unum hafa króka á end­anum sem bein­línis krækt­ust í hár hunds­ins.

Allt eru þetta dæmi um inn­blástur frá nátt­úr­unni við vöru­hönnun en tals­menn nútíma líf­hermunar leggja áherslu á að ekki sé full­nægj­andi að hanna vöru ein­göngu með nátt­úru­leg form sem fyr­ir­mynd. Einnig þurfi að huga að fram­leiðslu­ferli vör­unn­ar, til dæmis með því að nota ekki eit­ur­efni eða orku­frek fram­leiðslu­ferli og þar að auki að skoða allt lífs­ferli vör­unn­ar, þar með talda hönn­un, flutn­ing, við­skipta­hætti og end­ur­vinnslu við lok lífs­tíma henn­ar. Með því eru heilu vist­kerfin og sam­skipti líf­vera innan þeirra notuð sem fyr­ir­mynd. Allt skal þetta vera hluti af kerfi sem í heild sinni miðar að því að koma í samt lag aftur og við­halda auð­lindum jarð­ar, líkt og nátt­úru­leg hringrás vist­kerfa ger­ir.

Gagn­rýnendur líf­hermunar benda stundum á að nátt­úru­leg ferli og form séu það flókin að erfitt geti verið fyrir verk­fræð­inga nútím­ans að hanna sam­kvæmt þeim. Til dæmis sé mun hag­stæð­ara við fjölda­fram­leiðslu að fram­leiða fer­kant­aða hluti en óreglu­lega. Þetta er að vísu ekki rétt í öllum til­vikum og frægt er dæmið um teppa­fram­leið­and­ann Interface sem hag­ræddi fram­leiðsl­unni umtals­vert með því að líkja eftir skipu­lagðri óreiðu frum­skóga. Interface hann­aði slembirað­aðar teppaflís­ar, mis­mun­andi að lögun og lit, sem gerði teppa­lagn­ingu fljót­legri og kom í veg fyrir sóun á afgöng­um.

Sterkasta bein líkamans, lærleggurinn, var fyrirmynd uppbyggingar Eiffel turnsins í París. Sterkasta bein lík­am­ans, lær­legg­ur­inn, var fyr­ir­mynd upp­bygg­ingar Eif­fel turns­ins í Par­ís.

Hins vegar má taka undir að verk­fræði 20. ald­ar­innar ráði ekki við mjög flókna upp­bygg­ingu eins og oft er að finna í líf­rík­inu. Í því sam­bandi benda tals­menn líf­hermunar á síaukna mögu­leika í hönnun vegna þeirrar bylt­ingar í tölvu- og upp­lýs­ing­ar­tækni sem orðið hef­ur. Í nýlegu við­tali segir Janine Benyus að með til­komu þrí­vídd­ar­prent­ara sé í enn rík­ari mæli hægt að leita í smiðju nátt­úr­unn­ar. Staf­ræn fram­leiðslu­tækni geri minnk­andi efna­notkun við fram­leiðslu mögu­lega og bjóði upp á form sem ekki er hægt að búa til með hefð­bundnum fram­leiðslu­hátt­um. Mik­il­væg­asta áskor­unin nú sé að til­einka okkur nátt­úru­lega efna­fræði með efnum sem hægt er að taka í sundur og brjóta niður á ein­faldan hátt, líkt og í vist­kerfum nátt­úr­unn­ar. Þar vísar Benyus til þess að í vist­kerfum verði líf­ræn efna­sam­bönd til í vatns­lausnum og við til­tölu­lega lágt hita­stig og úrgangur einnar líf­veru sé um leið hrá­efni annarr­ar. Þetta séu mik­il­væg atriði sem hafa þarf í huga við alla hönn­un.

Stór­fyr­ir­tæki upp­götva líf­hermun



Óhætt er að full­yrða að hug­myndir Benyus og sam­starfs­manna hennar hafa fengið byr undir báða vængi á síð­ustu árum. Japönsk háhraðalest sem var end­ur­hönnuð til að ferð­ast hrað­ar, nota minni orku og fram­leiða minni hávaða með því að líkja eftir goggi fugla og orku­nýtnar vind­myllur gerðar með tennt blöð í lík­ingu við bægsli hnúfu­baks eru ein­ungis tvö af ótal­mörgum dæmum um líf­hermun sem unnið er að á ýmsum stöðum í heim­in­um. Nýlegar greinar um líf­hermun í við­skipta­blöðum eins og Bloomberg í ágúst í fyrra og For­bes í apríl síð­ast­liðn­um, sýna að hug­myndir líf­hermunar eru löngu komnar út fyrir litla og ein­angr­aða hópa umhverf­is­vernd­ar­sinna. Stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki á borð við Boeing og Nike sjá tæki­færi í líf­hermun til að auka hag­kvæmni í rekstri og hafa unnið með Benyus í gegnum stofn­un­ina Biomim­icry 3.8 sem hún stofn­aði ásamt öðrum eftir að bók hennar kom út.

Einmitt þetta, að tengja saman fræði­manna­sam­fé­lagið og atvinnu­líf­ið, er eitt af lyk­il­at­riðum lífhermunar

Benyus hefur unnið til margra banda­rískra og alþjóð­legra verð­launa fyrir störf sín og er vin­sæll fyr­ir­les­ari.  Þá setti Harvard háskóli fyrir nokkrum árum á fót nýja stofnun innan sinna veggja sem vinnur að rann­sóknum sem byggja ein­göngu á inn­blæstri frá nátt­úr­unni. Wyss stofn­unin svo­kall­aða vinnur mark­visst með aðilum einka­fyr­ir­tækja að því að nið­ur­stöður grunn­rann­sókna nýt­ist við­skipta­líf­inu sem best. Einmitt þetta, að tengja saman fræði­manna­sam­fé­lagið og atvinnu­líf­ið, er eitt af lyk­il­at­riðum líf­hermun­ar. Í dag leggur Benyus mesta áherslu á að koma upp svæð­is­bundnum mið­stöðvum um allan heim þar sem vís­inda­menn, fyr­ir­tæki og hönn­uðir geta starfað saman við líf­hermun til að þróa tækni­lausnir fyrir kom­andi fram­tíð.

Líf­hermun næsta óþekkt á Íslandi



Á síð­asta ári skrif­aði grein­ar­höf­undur meist­ara­prófs­rit­gerð í umhverf­is- og auð­linda­fræði við Háskóla Íslands um hug­takið líf­hermun og stöðu hennar á Íslandi. Við gerð rit­gerð­ar­innar var m.a. rætt við 22 íslenska fræði­menn og þátt­tak­endur í fyr­ir­tækja­rekstri. Þessi sam­töl leiddu til einnar af meg­in­nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar; að þrátt fyrir að líf­hermun sé í stöð­ugum vexti erlendis sé hún næsta óþekkt hér á landi.

Íslensk dæmi um líf­hermun eru til­tölu­lega sjald­gæf og bak­grunnur hennar er að mestu óþekkt­ur. Eitt stórt fyr­ir­tæki, Öss­ur, vinnur stöðugt að þróun stoð­kerfa sem líkja eftir nátt­úru­legum fyr­ir­myndum og því má segja að starfs­menn Öss­urar vinni alla daga að eins konar líf­hermun. Þar fyrir utan mátti greina ein­angruð verk­efni sem vissu­lega eru inn­blásin af nátt­úru­legum ferlum og form­um. Án þess að fara út í ein­staka dæmi má þó full­yrða að hin skipu­lega aðferð­ar­fræði líf­hermun­ar, þar sem litið er til alls fer­ils­ins við að þróa sjálf­bærar og umhverf­is­vænar tækni­lausnir, var ekki til stað­ar.

Stoðtæknifyrirtækið Össur vinnur stöðugt að þróun stoðkerfa sem líkja eftir náttúrulegum fyrirmyndum og því má segja að starfsmenn Össurar vinni alla daga að eins konar lífhermun. Stoð­tækni­fyr­ir­tækið Össur vinnur stöðugt að þróun stoð­kerfa sem líkja eftir nátt­úru­legum fyr­ir­myndum og því má segja að starfs­menn Öss­urar vinni alla daga að eins konar líf­hermun.

Þegar við­mæl­endur voru spurðir hvers vegna þeir teldu að aðferða­fræði líf­hermunar væri svo lítið notuð hér­lendis nefndu margir hverjir skort á fjár­mun­um, vöntun á heild­ar­sýn og lang­tíma­mark­miði stjórn­valda og ekki síst litla sam­vinnu á milli mennta­stofn­ana, en líf­hermun byggir á því að fá líf­fræð­inga að hönn­un­ar­borð­inu með verk­fræð­ingum og tækni­fólki. Allt má þetta vissu­lega til sanns vegar færa og greini­legt er að ákveðin hug­ar­fars­breyt­ing er nauð­syn­leg til að koma líf­hermun meira á fram­færi hér­lend­is.

Á hinn bóg­inn voru allir við­mæl­end­urnir jákvæðir á fram­tíð­ar­mögu­leika líf­hermunar fyrir íslenskt atvinnu­líf. Í því sam­bandi má m.a. benda á að tölu­verð áhersla virð­ist vera hjá stjórn­völdum og íslensku atvinnu­lífi á að útvíkka mögu­leika í umhverf­is­vænni og skil­virkri orku­nýt­ingu, í vist­vænni bygg­ing­ar­list og í klasa­myndun fyr­ir­tækja og fram­leiðslu­ferla til betri hrá­efna­nýt­ing­ar.

Með þá vit­neskju í huga að skil­virk ferli finn­ast víða í nátt­úr­unni og að úrgangur einnar líf­veru er orku­gjafi ann­arrar segir heil­brigð skyn­semi manni að lausnir fyrir umhverf­is­væna vöru­hönnun og fram­leiðslu megi finna í kringum okkur í rík­ari mæli en við nýtum okkur í dag. Víst er að líf­hermun er á hraðri leið með að verða almennt við­ur­kennd fræði­grein í nágranna­löndum okkar og því vert fyrir íslenskt atvinnu­líf að fylgj­ast grannt með þess­ari fram­þróun á kom­andi miss­erum og árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None