Áfengisneysla Íslendinga: Minna magn en drykkjan óhóflegri

000-452503132.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar drekka árlega minna magn af áfengi en flestar aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. Óhóf­leg drykkja er engu að síður algeng­ari á Íslandi en í flestum öðrum ríkj­um. Þetta sýna gögn Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, um áfeng­is­neyslu og áfeng­is­hegðun þjóða heims­ins árið 2010.

Aðeins níu Evr­ópu­þjóðir drekka minna magn af áfengi en Íslend­ing­ar, af þeim 46 ríkjum sem hér eru borin sam­an. Lands­menn drekka um helm­ing­inn af því magni sem Hvít-Rússar inn­byrða, en þeir eru Evr­ópu­met­hafar sam­kvæmt gögnum WHO yfir heild­ar­neyslu áfeng­is.

Ís­lend­ingar eru á allt öðrum stað þegar borið er saman hlut­fall „óhóf­legrar áfeng­is­neyslu“ milli land­anna, mælt meðal þeirra sem drekka áfengi yfir höf­uð. Þessi mæli­kvarði kall­ast á ensku „heavy epis­odic drink­ing“, einnig kallað „binge drink­ing“. Á Íslandi hefur fyr­ir­bærið stundum verið kallað „að fara út og skemmta sér“

Auglýsing

Íslend­ingar eru á allt öðrum stað þegar borið er saman hlut­fall „óhóf­legrar áfeng­is­neyslu“ milli land­anna, mælt meðal þeirra sem drekka áfengi yfir höf­uð. Þessi mæli­kvarði kall­ast á ensku „heavy epis­odic drink­ing“, einnig kallað „binge drink­ing“. Á Íslandi hefur fyr­ir­bærið stundum verið kallað „að fara út og skemmta sér“. Íslend­ingar skipa 14. sæti, sé lönd­unum raðað eftir því hversu algengt það er að áfengis sé neytt óhóf­lega. Í efsta sæti sitja Lit­há­ar.

Drekkum við allt í einum rikk?Myndin hér fyrir neðan sýnir ann­ars vegar með­al­tal áfeng­is­neyslu Evr­ópu­ríkj­anna, talið í lítrum af hreinu alkó­hóli, og hins vegar hversu algengt það er að áfeng­is­neyt­endur drekki óhóf­lega. Ísland er fyrir miðja mynd, hver íbúi yfir 15 ára aldri drakk að með­al­tali 6,3 lítra af hreinu alkó­hóli árið 2010 og um 35 pró­sent þeirra sem smakka áfengi yfir höfuð drukku óhóf­lega á síð­ustu 30 dög­um.

A Áfeng­is­neysla og óhóf­leg áfeng­is­neysla Evr­ópu­þjóða 2010.

Sam­an­burður á heild­ar­neyslu og óhóf­legri neyslu leiðir margt athygl­is­vert í ljós. Þannig sést hvernig íbúar And­orra (niðri, hægra megin á graf­inu) drekka næst mest allra. Fáar þjóðir eru þó eins hóf­samar í neyslu sinni. Hið sama er ekki hægt að segja um Lit­háa, Aust­ur­rík­is­búa, Íra og Tékka (uppi, hægra meg­in) sem drekka bæði mikið og oft úr hófi.

Níu þjóðir drekka minna magn af áfengi en Íslend­ingar og neytum við svipað mik­ils magns og íbúar Mold­óvíu, Kasakstan, Nor­egs, Svart­fjalla­lands og Ítal­íu. En sam­band magns og óhófs er síður en svo algilt. Ein­göngu þrettán þjóðir drekka oftar úr hófi. Með öðrum orðum eru Íslend­ingar lík­legri en flestar aðrar þjóðir til þess að sturta ofan í sig áfeng­inu þegar þeir á annað borð fá sér.

Ald­urs­tak­mark hæst á ÍslandiÍs­land er eina landið þar sem ekki er hægt að kaupa áfengi fyrr en eftir tví­tugt. Í flestum löndum Evr­ópu er ald­urs­tak­markið 18 ár og í tíu löndum er það ein­ungis 16 ár. Þess utan er Ísland í hópi fimm landa þar sem ein­ok­un­ar­mark­aður er um sölu áfeng­is. Hin löndin eru Mold­óvía, Sví­þjóð, Finn­land og Nor­eg­ur. Þau tvö síð­ast nefndu heim­ila þó frjálsa sölu bjórs, en ekki sterkara áfeng­is.

Það má velta fram spurn­ingum um hvort ald­urs­tak­mark eða frjáls sala á áfengi hafi áhrif á drykkju­venj­ur. Á súlu­rit­inu er búið að raða lönd­unum fyrst eftir ald­urs­tak­marki og síðan eftir neyslu.

BB Áfeng­is­neysla og ald­urs­tak­mark til áfeng­is­kaupa 2010.

Súlur land­anna fjög­urra sem heim­ila ekki frjálsa sölu eru dökk­bláar á lit­inn. Ísland er síðan lengst til hægri, gult. Að með­al­tali er neysla Evr­ópu­lands um níu lítrar alkó­hóls. Löndin sem heim­ila ekki frjálsa sölu áfeng­is, að Finn­landi und­an­skyldu, neyta áfengis undir með­al­tal­inu, eða á bil­inu 6 til 7,3 alkó­hóllítrum á ári.

CC Óhóf­leg drykka og ald­urs­tak­mark til áfeng­is­kaupa 2010.

Önnur mynd fæst þegar ald­urs­tak­mark­inu er stillt upp í sam­hengi við óhóf­lega neyslu. Óhóf­leg neysla er að með­al­tali um 27,4 pró­sent í Evr­ópu. Ólíkt því sem sást á mynd­inni á und­an, þá eru fjögur af fimm ein­ok­un­ar-­ríkj­unum yfir með­al­tal­inu, þar á meðal Ísland. Ein­göngu Nor­egur eru undir með­al­tal­inu, þar sem óhóf­leg neysla mælist um 14 pró­sent. Á Íslandi, Finn­landi, Sví­þjóð og Mold­óvíu er hlut­fallið á bil­inu 34,5 til 53,7 pró­sent.

Önnur mesta bjór­þjóðinSíð­asta myndin sýnir hvernig Evr­ópu­löndin skipta neyslu sinni eftir áfeng­is­teg­und­um, þ.e. eftir bjór, létt­víni, sterku áfengi og „öðru áfeng­i“.

Súl­urnar rað­ast í staf­rófs­röð og stendur bláa súla Íslands, bjór-­súlan, einna hæst allra. Um 62pró­sent allrar áfeng­is­neyslu Íslend­inga er bjór­drykkja. Eina þjóðin sem neytir hlut­falls­lega meira af bjór eru Tyrk­ir. Aðrar bjór­þjóðir eru Pól­verjar (55,1 pró­sent), Þjóð­verjar (53,6 pró­sent) og Tékkar (53,5 pró­sent).

DD

Það kemur ef til vill ekki á óvart að hlut­falls­lega drekka Ítalir mest af létt­víni, eða um 65,6 pró­sent af heild­ar­drykkju. Næst á eftir koma íbúar Kasakstan, síðan Frakk­ar, Portú­galir og Georg­íu­menn. Um eða yfir helm­ingur allrar áfeng­is­neyslu þess­ara þjóða er létt­vín. Íslend­ingar neyta langt því frá svo mik­ils létt­víns í hlut­falli af heild­ar­neyslu, en 21,2 pró­sent allrar áfeng­is­neyslu lands­manna er létt­vín.

Það er ekki ætl­unin að draga upp ster­íótýpíska mynd af áfeng­is­neyslu Evr­ópu­þjóða, en þau ríki sem neyta hlut­falls­lega mest af sterku áfengi eru Armen­ía, Bosnía og Herzegóvína, Mold­óvía, Azer­bai­jan og Rúss­land. Af þessum löndum er neyslan lægst í Rúss­landi, ríf­lega 50 pró­sent, en hæst í Armeníu þar sem hlut­fallið er 84,9 pró­sent. Ísland er neð­ar­lega á lista, níu lönd drekka minna en við af sterku áfengi, og er hlut­fallið hér­lendis um 16,5 pró­sent.

Var­lega ályktaðRétt eins og með áfeng­ið, þá er mik­il­vægt að nálg­ast gögnin og álykt­anir af þeim var­lega. Ýmis­legt má lesa úr gögn­unum og sýnir fyrsta myndin til að mynda já­kvætt sam­band milli áfeng­is­magns og óhóf­legrar neyslu. Engu að síður þá er slíkt sam­band langt því frá algilt. Ísland er ágætis dæmi um ríki þar sem þetta sam­band rofn­ar, inn­byrt magn er undir með­al­tali en óhóf­leg neysla er yfir með­al­tali.

Íslendingar skipa 14. sæti, sé löndunum raðað eftir því hversu algengt það er að áfengis sé neytt óhóflega. Í efsta sæti sitja Litháar. Ísland er eina landið sem gagna­bank­inn nær til þar sem ekki er hægt að kaupa áfengi fyrr en eftir tví­tugt. Í flestum löndum Evr­ópu er ald­urs­tak­markið 18 ár og í tíu löndum er það ein­ungis 16 ár.

Sömu sögu má segja um sam­an­burð á ald­urs­tak­marki ríkj­anna og neyslu íbú­anna, og einnig sam­an­burði á neyslu og frelsi áfeng­is­sölu. Af annarri mynd­inni má full­yrða að ríkin fimm sem stunda ein­okun (7,2 lítr­ar) drekki að með­al­tali minna en hin sem leyfa frjálsa sölu (9,3 lítr­ar). Það er þó ekki hægt að full­yrða að ein­ok­un­ar­sala leiði til eða valdi minni neyslu. Þriðja myndin sýnir síðan hvernig áfengis er oftar neytt óhóf­lega í þeim löndum sem ekki heim­ila frjálsa sölu. Aftur á móti er ekki hægt að full­yrða um að ein­ok­un­ar­salan leiði til eða valdi því að áfengis sé frekar neytt í óhófi. Fjöl­margir þættir aðrir en aldur og aðgengi ákvarða hvernig Evr­ópu­þjóðir fara með áfengi, bæði sögu­legir og félags­leg­ir.

Gögnin sem stuðst var við voru fengin úr gagna­banka WHO. Þau eru fyrir árið 2010, nýj­ustu sam­an­burð­ar­hæfu gögnin sem eru opin­ber. Áfengi heyrir undir áhættu­flokk (risk fact­or) í starf­semi og gagna­öflun WHO. Aðrir áhættu­flokkar eru tóbak, lyf og fíkni­efni og geð­heilsa.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None