Hinn 8. mars lagði Boeing 777 farþegaþota Malaysia Airlines af stað frá Kuala Lumpur til Peking. Eftir um klukkutíma flug hvarf flugvélin af ratsjá og fjarskiptabúnaður hennar hætti að virka. Þá var hún úti fyrir ströndum Víetnam. Síðustu orð aðstoðarflugmanns vélarinnar voru „allt í lagi, góða nótt“ (e. „All right, good night“). Yfirvöld í Malasíu virðast ekki hafa nokkra hugmynd um hvað varð um vélina og alþjóðasamfélagið fylgist með hverju skrefi sem stigið er í leit að henni. Við slíkar aðstæður verða til ýmsar kenningar um hvað hafi átt sér stað. Kjarninn tók saman þær helstu.
Kenning 1 Flugvélin verður notuð til hryðjuverka
Ein kenning sem hefur fallið vel í kramið hjá vænisjúkum netverjum er sú að flugvélinni hafi verið rænt af hryðjuverkamönnum og til standi að nota hana í sjálfsmorðsárás á pari við það sem átti sér stað 11. september 2001. Til að kenningin geti gengið upp þyrfti að ræna vélinni, lenda henni einhvers staðar, fela hana, koma henni síðan aftur í loftið með nýjum fjarskiptasendi og fljúga vélinni síðan á ótilgreinda borg. Sérfræðingar telja þessa skýringu mjög, mjög ólíklega en útiloka ekki að þessi atburðarás væri gerleg.
Lesa má allt um málið í nýjustu útgáfu Kjarnans.