Andfætlingar okkar, kolafíklarnir

Áströlsk stjórnvöld eru víða gagnrýnd fyrir að vera loftslags-skussar sem neiti að draga úr vinnslu jarðefnaeldsneytis. Fyrrverandi forsætisráðherra segir stærsta stjórnmálaflokki landsins haldið í gíslingu af „eitruðu bandalagi“ loftlagsafneitara.

Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
Auglýsing

Áströlsk stjórn­völd gáfu í októ­ber út yfir­lýs­ingu um að ríkið stefndi að kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2050, en það var í fyrsta sinn sem ríkið setti sér tíma­sett mark­mið um hvenær því marki yrði náð. Það þykir þó ansi óljóst hvernig ríkið ætlar að ná þessu mark­miði, sem sett var fram ein­ungis rúmri viku áður en COP26-ráð­stefnan hófst í Glas­gow.

Hafa inn­lendir sem og erlendir gagn­rýnendur ástr­al­skra stjórn­valda sagt að það sé ekki nóg að segj­ast vera með mark­mið, það þurfi líka að vera með áætl­un. Áætlun verði nefni­lega ekki til við það eitt að segj­ast nógu oft vera með áætl­un.

Það sem áströlsk stjórn­völd hafa boðað til þessa er að 20 millj­örðum ástr­al­skra dala, jafn­virði rúm­lega 1.900 millj­arða íslenskra króna, verði varið í tækni­lausnir eins og kolefn­is­bind­ingu og þróun græns iðn­aðar á næstu 20 árum. Á sama tíma er Ástr­alía þó að auka gas­notkun sína til skamms tíma og hefur ekki sett fram neinar áætl­anir um að tak­marka notkun jarð­efna­elds­neytis eða kola.

Um miðjan október tóku gagnrýnendur stjórnvalda sig saman og söfnuðu fyrir birtingu þessara auglýsingar á Times Square í New York. Yfirskrift hennar var „Coal-o-phile Dundee goes to Glasgow“.

Þver­sagna­kenndar fyr­ir­ætl­anir Ástr­ala í þessum efnum þurfa ef til vill ekki að koma á óvart, þar sem Ástr­al­ía, sem er næst stærsti kola­út­flytj­andi í heim­in­um, er fremur alræmdur lofts­lags-­sóði í flestum sam­an­burði og hefur verið það lengi, þrátt fyrir að tölu­verðar sveiflur hafi orðið á stefnu lands­ins í mála­flokknum við valda­skipti á und­an­förnum ára­tug­um.

Á meðan að flest önnur þróuð og auðug ríki eru fyrir all­nokkru byrjuð að huga að því að draga hratt úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru mark­mið Ástr­ala um sam­drátt fram til árs­ins 2030 ein­ungis hálf­drætt­ingur í sam­an­burði við fyr­ir­ætl­anir til dæmis Bret­lands, Banda­ríkj­anna og ríkja ESB. Orð­ræða æðstu ráða­manna í Ástr­alíu um lofts­lags­mál hefur svo á und­an­förnum árum ratað reglu­lega í heims­frétt­irn­ar, helst fyrir að þykja fjar­stæðu­kennd.

Keyra sig á gasi út úr COVID-19

Ástr­alir ætla sér að vera búnir að draga saman losun um 26-28 pró­sent árið 2030 og segj­ast á réttri leið með það, en kynntu engin ný mark­mið í þessum efnum fyrir fund­inn í Glas­gow. Sam­kvæmt grein­ingu á vefnum Climate Act­ion Tracker, sem rýnir í mark­mið og stefnur ríkja í lofts­lags­mál­um, er Ástr­alía á veg­ferð sem er á engan hátt sam­ræm­an­leg mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins frá 2015.

Auglýsing

Í umfjöllun á vef Climate Act­ion Tracker er sér­stak­lega hnýtt í sókn­ar­á­ætlun Ástr­ala út úr far­aldri COVID-19, sem snýst fyrst og fremst um að vinna meira jarð­gas til heima­brúks og útflutn­ings. „Ga­s-knúin end­ur­reisn,“ var yfir­skrift frétta­til­kynn­ingar stjórn­valda um þetta efni frá því í fyrra.

Þyrnum stráð saga í lofts­lags­málum

Í frétta­skýr­ingu á vef ástr­alska mið­ils­ins ABC er saga Ástr­alíu í lofts­lags­málum und­an­farna ára­tugi rakin og rýnt í ástæður þess að sendi­nefnd Ástr­ala verði lík­lega litin horn­auga af ýmsum á ráð­stefn­unni sem nú stendur yfir í Glas­gow. Þar segir að slæmt orð­spor Ástr­alíu í þessum mála­flokki hafi tekið að mynd­ast þegar árið 1997, er leið­togar heims hitt­ust og sömdu um Kýótó-­bók­un­ina.

Á meðan að flest þróuð ríki hétu því að fara að huga að auknum sam­drætti í losun sperrt­ist Ástr­alía á móti og sagði að sitt fram­lag til mál­anna yrði að auka losun sína um ein 8 pró­sent. Ástr­alía stað­festi svo reyndar ekki Kýótó-­bók­un­ina fyrr en árið 2007, er valda­skipti urðu og Kevin Rudd leið­togi Verka­manna­flokks­ins varð for­sæt­is­ráð­herra.

Næsti for­sæt­is­ráð­herra var svo Julia Gill­ard, einnig fyrir Verka­manna­flokk­inn, og í hennar stjórn­ar­tíð var sett á lagg­irnar við­skipta­kerfi með los­un­ar­heim­ild­ir, sam­bæri­legt ETS-­kerf­inu í Evr­ópu, sem skap­aði hvata til þess að draga úr los­un. Ástr­alía virt­ist á lofts­lagsvænni leið.

Það kerfi var hins vegar bútað í sundur nán­ast um leið og Tony Abbott leið­togi Frjáls­lynda flokks­ins varð for­sæt­is­ráð­herra árið 2013. Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart, því þetta er sami Tony Abbott og sagði í ræðu árið 2017, eftir að hann hafði látið af emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra, að aðgerðir til þess að draga úr lofts­lags­breyt­ingum væru svip­aðar því er frum­stætt fólk „drap geitur til að frið­þægja eld­fjalla­guð­ina.“

Stærsta eft­ir­sjá Turn­bull að draga ekki úr losun

Í kjöl­far for­sæt­is­ráð­herra­tíðar Abbott tók Malcolm Turn­bull við völd­um, en hann var einnig leið­togi Frjáls­lynda flokks­ins. Hvað lofts­lags­málin varðar var hann þó á allt annarri línu en Abbott og lýsti því í við­tali í fyrra að það sem hann sæi mest eftir úr emb­ætt­is­tíð sinni hefði verið að koma ekki í gegn lög­gjöf sem drægi mark­vert úr losun Ástr­a­la.

Malcolm Turnbull fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu. Mynd: EPA

Í við­tal­inu lýsti Turn­bull því einnig að hann hefði tví­vegis misst for­manns­stól­inn í Frjáls­lynda flokknum vegna afstöðu sinnar til lofts­lags­mála og fyrir að leggja fram stefnu­mál sem fóru illa í hægri væng flokks­ins. Þetta gerð­ist fyrst árið 2009 til er hann missti for­manns­stól­inn til áður­nefnds Abbotts og svo árið 2018 til núver­andi leið­toga flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra Ástr­alíu – Scott Morri­son.

„Frjáls­lynda flokknum hefur verið haldið í gísl­ingu af eitr­uðu banda­lagi innan flokks­ins sem trúir ekki á lofts­lags­breyt­ing­ar, með stuðn­ingi vina þeirra á fjöl­miðl­un­um,“ er haft eftir Turn­bull í þessu sama við­tali, en hvað fjöl­miðl­ana varð­aði sagð­ist hann sér­stak­lega eiga við fjöl­miðla­veldi auð­kýf­ings­ins Roberts Mur­doch í þessu sam­hengi.

Scott Morri­son, nýjasti full­trúi þessa banda­lags sem Turn­bull kallar eitr­að, hefur svo sann­ar­lega látið ekki valdið von­brigðum hjá þeim stuðn­ings­mönnum flokks­ins sem eru á þeirri línu að það sé ekki þess virði að grípa til aðgerða í lofts­lags­mál­um.

Hann er nefni­lega harður tals­maður þess að gera mest lítið í lofts­lags­málum og ver kola­iðn­að­inn í land­inu með kjafti og klóm á hinu póli­tíska sviði. Það vakti til dæmis mikla athygli árið 2017 er Morri­son kom til þing­fundar með kola­mola í hönd­unum. „Þetta eru kol, ekki vera hrædd,“ voru skila­boð Morri­son til stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem hann sagði haldna kola­fó­b­íu.

Forsætisráðherrann Scott Morrison, stundum kallaður ScoMo, hér túlkaður á veggmynd í Melbourne. Mynd: EPA

Rúm­lega helm­ingur alls raf­magns í Ástr­alíu er fram­leiddur með kolum og um 20 pró­sent til við­bótar með jarð­gasi. Ráð­andi öfl í land­inu eru ekki að gera mikið til að breyta þessu og lítil áhersla er sömu­leiðis á orku­skipti í sam­göng­um.

Raf­bílar sem eyði­leggja helg­ina

Það þarf ekki endi­lega að koma á óvart, enda hefur for­sæt­is­ráð­herr­ann Morri­son ekki virst hafa mikla trú á að raf­bílar séu í þann mund að verða væn­legur kostur fyrir ástr­alskan almenn­ing.

Árið 2019 sak­aði hann stjórn­ar­and­stöð­una um að vilja „eyði­leggja helg­ar­frí­in“ hjá alþýðu manna í Ástr­al­íu, þegar Verka­manna­flokk­ur­inn hafði lagt til að hvatar yrðu skap­aðir til að raf­bílar yrðu 50 pró­sent af öllum nýjum bílum í Ástr­alíu árið 2030.

Morri­son sagði að raf­bíl­arnir sem stjórn­ar­and­staðan vildi „troða ofan í kok­ið“ á lands­mönnum yrðu bæði dýrir og þeir sem væru það ekki yrðu ófærir um að draga hús­bíla og báta og hent­uðu ekki til að „koma þér út á upp­á­hald­stjald­stað­inn með fjöl­skyld­unni þinn­i.“

„Ástr­alska leið­in“ að veðja á að vís­indin reddi þessu

Í ræðu sinni á COP26 í upp­hafi mán­aðar lagði Morri­son mikla áherslu á að tækni­lausnir myndu í fyll­ingu tím­ans leysa lofts­lags­vand­ann – og að það væri „ástr­alska leið­in“ að veðja á að vís­inda­fólk, frum­kvöðlar og fjár­festar myndu feta veg­inn í átt að kolefn­is­lausu hag­kerfi.

Þessu – og ýmsu öðru í ræðu Morri­son – var harð­lega and­mælt af lofts­lags­ráði Ástr­al­íu, Climate Council. Vert er að taka fram að lofts­lags­ráðið er sjálf­stætt starf­andi og fjár­magnað með fram­lögum almenn­ings – en það var stofnað í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Abbott lagði hið opin­bera en sjálf­stæða lofts­lags­ráð lands­ins, Australian Climate Commission, niður árið 2013.

„Ástr­alska leiðin er ekki að veðja, kross­leggja fingur og gera ekk­ert,“ segir í umfjöllun lofts­lags­ráðs­ins um ræðu Morri­son á ráð­stefn­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar