ASÍ og SA á öndverðum meiði um lykilatriði í starfskjaralagafrumvarpi

Forseti ASÍ segir að munnlegt samkomulag hennar við ráðherra um að leggja ekki fram frumvarp til starfskjaralaga óbreytt hafi verið virt að vettugi. ASÍ leggst nú gegn ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar en SA segir að því skuli ekki breyta.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra lagði frumvarp sitt til nýrra starfskjaralaga fram í byrjun apríl.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra lagði frumvarp sitt til nýrra starfskjaralaga fram í byrjun apríl.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands, BSRB og BHM segj­ast ekki geta stutt frum­varp Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra til starfs­kjara­laga. Helsta ástæð­an, í öllum til­fell­um, er útfærsla þess laga­á­kvæðis sem varðar févíti á atvinnu­rek­endur vegna launa­þjófn­að­ar.

Sú útfærsla, sem birt­ist í 14. grein frum­varps ráð­herra, er mála­miðl­un­ar­til­laga sem er afurð samn­inga­við­ræðna á milli Sam­taka atvinnu­lífs­ins og ASÍ um hvernig skuli taka á brotum atvinnu­rek­enda, en í umsögn til þings­ins frá Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ segir að nokkur aðild­ar­fé­lög og sam­tök innan ASÍ hafi á síð­ari stigum talið of skammt gengið með þeirri mála­miðlun – og að hún gæti jafn­vel orðið „skað­leg launa­fólki vegna neit­un­ar­valds atvinnu­rek­enda“.

Drífa segir munn­legt sam­komu­lag hafa verið brotið

Í umsögn sem Drífa ritar fyrir hönd ASÍ til vel­ferð­ar­nefndar þings­ins, sem er með frum­varpið til með­ferð­ar, segir frá því að hún hafi gert ráð­herra og SA grein fyrir þess­ari afstöðu aðild­ar­fé­laga og að rætt hafi verið um að leggja frum­varpið fram án 14. grein­ar­inn­ar, sem aðal ágrein­ing­ur­inn er um.

Drífa Snædal forseti ASÍ. Mynd: Bára Huld Beck

„Sú umræða fór ekki lengra en munn­legt sam­komu­lag gert um að frum­varpið yrði ekki lagt fram nema að und­an­gengnu sam­tali. Það sam­tal hefur ekki átt sér stað en frum­varpið engu að síður lagt fram. Það er því alveg ljóst að djúp­stæður ágrein­ingur er um févít­is­á­kvæði lag­anna og ekki er ein­ing eða sátt innan ASÍ um þá mála­miðlun sem reynd var,“ segir í umsögn ASÍ, sem getur sem áður segir ekki stutt frum­varpið eins og það er lagt fram, með 14. grein­ina inni.

Gagn­rýna að sanna þurfi ásetn­ings­brot

Þessi fjórt­ánda grein fjallar um févíti vegna svo­kall­aðs launa­þjófn­að­ar, í þeim til­fellum þar sem atvinnu­rek­andi brýtur gegn lág­marks­kjörum launa­manns. Í tengslum við gerð Lífs­kjara­samn­ing­anna árið 2019 gáfu stjórn­völd út yfir­lýs­ingu þar sem meðal ann­ars kom fram að heim­ildir til refs­inga vegna slíkra mála yrðu aukn­ar, í sam­ráði við aðila vinnu­mark­að­ar­ins.

Það hefur þó staðið á útfærsl­unni. ASÍ og aðild­ar­fé­lög þess vilja koma á hlut­lægri bóta­á­byrgð með laga­grein þess efnis að atvinnu­rek­andi sem brjóti gegn lág­marks­kjörum skuli greiða við­kom­andi ein­stak­lingi févíti sem nemi 100 pró­sentum af höf­uð­stól gjald­fall­innar kröfu, nema mál­efna­legar rétt­læt­ing­ar­á­stæður séu fyrir hendi og er þá átt við hluti á borð við mis­skiln­ing, mistúlkun á samn­ingum og fleira þvíum­líkt.

Auglýsing

Í stjórn­ar­frum­varpi Guð­mundar Inga er talað um að atvinnu­rek­endur sem „af ásetn­ingi“ greiði launa­manni lak­ari laun en hann eigi rétt á sam­kvæmt kjara­samn­ingi þurfi að greiða launa­mann­inum févíti. Í umsögnum frá BSRB og BHM eru gerðar miklar athuga­semdir orða­lag og benda bæði félögin á að erfitt geti reynst að sýna fram á ásetn­ing atvinnu­rek­anda, gegn hans neit­un.

„Vel má ímynda sér að atvinnu­rek­andi sé gjarnan í góðri stöðu til að sýna fram á að ekki hafi um ásetn­ing verið að ræða heldur hafi um mis­skiln­ing eða mis­tök verið að ræða,“ segir í umsögn BHM, sem telur ákvæðið ekkki nógu vel útfært að það „reyn­ist að óbreyttu gagns­laust með öllu“.

Í umsögn BSRB segir að við fyrstu sýn geti þessi laga­grein „virkað eins og hún sé mik­ill var­nagli fyrir launa­fólk“ sem verði fyrir launa­þjófn­aði, en sú leið sem fólk þurfi að leggja upp í til að sækja rétt sinn sé „alltof flókin og mats­kennd“.

Mynd: Bára Huld Beck

BSRB gerir athuga­semd við að talað sé um ásetn­ing. „Það er í raun vand­séð hvernig sú ákvörðun að greiða laun undir kjara­samn­ingi getur talist eitt­hvað annað en ásetn­ings­brot en á sama tíma er launa­maður í von­lausri stöðu að sýna fram á hug­læga afstöðu atvinnu­rek­anda ef þar að kem­ur. Ásetn­ingur er flókið lög­fræði­legt hug­tak sem erfitt er að sýna fram á nema á grund­velli rann­sóknar og með fyr­ir­liggj­andi gögn­um. Launa­maður sem stendur frammi fyrir atvinnu­rek­anda sem ber fyrir sig gáleysi er því í til­tölu­lega þröngri stöðu til þess að halda því fram að hann eigi rétt til févítis ef greinin helst óbreytt,“ segir í umsögn BSRB.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins styðja frum­varpið

Það kveður við allt annan tón í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins um frum­varp­ið. Sam­tökin segja það mála­miðlun „þar sem ólík sjón­ar­mið voru sætt“ og styðja því sam­þykkt þess, þrátt fyrir að segja að í því séu „mörg ákvæði sem fella mætti á brott eða breyta“ ef sam­tökin ein ættu að ráða.

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Skjáskjot/RÚV

Í umsögn SA segir að mik­ill þrýst­ingur hafi verið á að ljúka vinnu við frum­varpið vorið 2021 og að á þeim loka­spretti hafi sam­tökin sam­þykkt að ákvæðið um févíti yrði tekið inn. Segja SA að með því ákvæði sé gengið „mun lengra en lofað hafði verið af hálfu stjórn­valda í tengslum við gerð Lífs­kjara­samn­ings­ins“ og að sam­tökin hafi talið eðli­legra að kveða á um opin­ber við­ur­lög, en að kröfu ASÍ hafi verið samið um aðra útfærslu sem gerir kröfu um gott sam­starf og traust í sam­starfi ASÍ og SA.

„Það er því for­senda févít­is­á­kvæðis í frum­varp­inu að sam­komu­lag um þá útfærslu standi og ekki verði hróflað við for­sendum og skil­yrðum sem frum­varpið til­grein­ir,“ segir í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins – og því ljóst að þeir aðilar sem áttu í sam­ráði um gerð ákvæð­is­ins eru nú gjör­sam­lega ósam­mála um það sem félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hefur lagt fram í frum­varpi sínu – og sam­komu­lag hafði áður náðst um þeirra á milli.

14. grein frumvarpsins, sem deilt er um.

Févíti.

Atvinnu­rek­andi, sem af ásetn­ingi hefur greitt launa­manni lak­ari laun en sam­kvæmt við­eig­andi kjara­samn­ingi, sbr. 5. gr., skal greiða við­kom­andi launa­manni févíti, geri launa­mað­ur­inn um það rök­studda kröfu, séu gjald­fallin laun ekki greidd innan 18 daga frá því að launa­maður sjálfur eða stétt­ar­fé­lag hans í hans umboði gerði kröfu um greiðslu gjald­fall­inna launa.

Févíti skv. 1. mgr. kemur ekki til álita ef um er að ræða rétt­mætan ágrein­ing um kröfu launa­manns, ágrein­ing aðila kjara­samn­ings um túlkun hans sem og ef mál­efna­legar ástæður liggja að baki því að atvinnu­rek­andi greiddi við­kom­andi launa­manni lak­ari laun en kjara­samn­ingur kveður á um, sbr. 5. gr., eða aðrar sam­bæri­legar ástæður eru fyrir hendi.

Ef ágrein­ingur er um rétt launa­manns til févítis skv. 1. mgr. skal launa­maður skjóta kröf­unni til sam­ráðs­nefndar til úrlausnar í ágrein­ings­mál­um, sbr. 6. gr., sem ákvarðar hvort skil­yrði séu fyrir greiðslu almenns eða sér­staks févít­is. Nið­ur­staða sam­ráðs­nefndar skal liggja fyrir innan 30 daga frá því að leitað er til nefnd­ar­inn­ar. Hafi mál verið höfðað fyrir dóm­stólum þar sem févítis er krafist, án þess að ágrein­ingur hafi komið upp um rétt launa­manns til févít­is, er launa­manni ekki skylt að leita eftir ákvörðun sam­ráðs­nefnd­ar. Atvinnu­rek­anda er þá heim­ilt, innan 30 daga frá birt­ingu stefnu, að bera ágrein­ing um skil­yrði févítis undir sam­ráðs­nefnd til ákvörð­un­ar.

Févíti skipt­ist í almennt févíti og sér­stakt févíti. Almennt févíti skal greiða þegar ekki telj­ast skil­yrði fyrir sér­stöku févíti og getur það numið allt að tvö­földum drátt­ar­vöxtum af höf­uð­stól gjald­fall­inna launa. Sér­stakt févíti skal greiða þegar hátt­semi atvinnu­rek­anda er talin sér­lega víta­verð og getur það numið allt að 80% af höf­uð­stól gjald­fall­inna launa.

Við mat á fjár­hæð févítis skal meðal ann­ars líta til alvar­leika brots, hve lengi það hefur staðið yfir, fjölda þeirra launa­manna sem eiga í hlut hverju sinni sem og sam­starfsvilja hlut­að­eig­andi atvinnu­rek­anda.

Kom­ist meiri hluti sam­ráðs­nefndar að þeirri nið­ur­stöðu að skil­yrði séu fyrir greiðslu févítis er ákvörðun nefnd­ar­innar bind­andi fyrir aðila auk þess sem nefnd­inni er þá jafn­framt heim­ilt að gera til­lögu að fjár­hæð févít­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar