Þó þjónusta flestra heilbrigðisstétta sé niðurgreidd á Íslandi, svo sem endurhæfing og sjúkraþjálfun, gildir ekki það sama um sálfræðiþjónustu. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með heilbrigðisyfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í heilbrigðiskerfinu. Á fundunum með stjórnvöldum hefur Sálfræðingafélagið lagt fram ógrynni rannsóknarniðurstaðna máli sínu til stuðnings – að sálfræðiþjónusta borgi sig, ekki einvörðungu fyrir þá sem hennar njóta heldur einnig fyrir ríkiskassann. Þeir sem njóti viðeigandi sálfræðimeðferðar vegna sálræns vanda séu síður líklegir til að flosna upp úr námi eða vinnu með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi fyrir samfélagið.
Þetta er örstutt brot úr ítarlegri fréttaskýringu um málið. Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.