Bandaríska alríkislögreglan ætlar á eftir Sepp Blatter - bréf birt sem sannar greiðslur

h_51970830-1.jpg
Auglýsing
Banda­rískir sak­sókn­arar og banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI eru að rann­saka Sepp Blatt­er, for­seta alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, og aðild hans að ara­grúa spill­ing­ar­mála sem upp­lýst hefur verið um að hafi átt sér stað innan sam­bands­ins. Þetta hefur Reuter­s-frétta­stofan eftir ónafn­greindum heim­ild­ar­manni. Tals­maður FBI hefur neitað að tjá sig opin­ber­lega um mál­ið. Sviss­nesk yfir­völd höfðu áður sagt að Blatter væri ekki til rann­sókn­ar.
Blatt­er, sem hefur verið for­seti FIFA frá árinu 1998, til­kynnti óvænt á blaða­manna­fundi í gær að hann muni hætta sem for­seti sam­bands­ins eftir nokkra mán­uði. Yfir­lýs­ingin kom sér­stak­lega á óvart þar sem Blatt­er, sem er 79 ára, var end­ur­kjör­inn í emb­ættið síð­ast­lið­inn föstu­dag. Hann hafði þá staðið af sér gríð­ar­legan þrýst­ing frá mörgum af áhrifa­mestu mönnum knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar um að stíga til hlið­ar.

Verið að und­ir­byggja mál gegn Blatter

Alls hafa fjórtán manns verið hand­teknir og ákærðir vegna meintrar spill­ingar innan FIFA. Þeim er meðal ann­ars gefið að sök að hafa tekið þátt í mút­ur­greiðslum og pen­inga­þvætti. Í banda­rískum fjöl­miðlum í dag er haft eftir heim­ild­ar­mönnum innan FBI, sem fer með rann­sókn máls­ins, að menn­irnir sem þegar hafa verið hand­teknir og ákærðir sýni sam­starfsvilja og upp­lýsi um athafnir ann­arra hátt­settra stjórn­enda og stjórn­ar­manna FIFA, meðal ann­ars Blatt­er.
Það virð­ist liggja fyrir að rann­sak­endur eru að safna upp­lýs­ingum til að und­ir­byggja mál gegn Blatt­er. Það setur afsögn hans í gær í nýtt ljós. Þar sagði Blatter m.a.:„Hags­munir FIFA eru mér kær­ir. Þess vegna hef ég tekið þessa ákvörð­un. Það sem skiptir mig mestu máli er stofn­unin FIFA og fót­bolti um allan heim“. Hann til­kynnti sömu­leið­is að hann ætl­aði að boða til nýs aðal­fund­ar þar sem þarf að kjósa nýjan for­mann, en það verður ekki gert fyrr en á tíma­bil­inu milli des­em­ber á þessu ári og mars á næsta ári.

Skýrist hvað ýtti Blatter til að til­kynna afsögn

Miklar vanga­veltur eru um það í vest­rænum fjöl­miðlum hvað hafi ýtt Blatter til að til­kynna afsögn sína í gær. Flestir virð­ast sam­mála um að frétta­flutn­ingur af mögu­legri aðkomu Jer­ome Valcke, fram­kvæmda­stjóra FIFA og eins nán­asta sam­starfs­manns Blatt­ers, við mútu­greiðslur í tengslum við HM í Suð­ur­-Afr­íku, sem fór fram árið 2010, hafi hafi gert úts­lag­ið. Blatter sé hins vegar ekki til­bú­inn til að stíga til hliðar á meðan að rann­sóknin á FIFA sé í hámæli, vegna þess að það geri hann ber­skjald­aðri að hafa engin völd eða ítök á meðan að á henni stend­ur. Þess vegna vilji hann ekki hætta fyrr en seint á þessu ári eða snemma á því næsta.
Mál Valcke hefur undið upp á sig und­an­farna daga. Bréf stílað á Valcke, frá Molefi Olip­hant, for­seta knatt­spyrnu­sam­bands Suð­ur­-Afr­íku, hefur verið birt á sam­skipta­vefnum Twitt­er.
Í því er að finna fyr­ir­mæli um hverngi eigi að greiða tíu millj­ónir dala frá FIFA til félags­skapar sem kallast The Diaspora Legacy Programme. Í bréf­inu er sér­stak­lega tekið fram að for­seti amer­ísku knatt­spyrnu­sam­band­anna CONCACAF eigi að ráða því hvernig umræddum pen­ingum verði var­ið. Þar er um að ræða Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seta FIFA og einn þeirra fjórtán sem hand­teknir voru í síð­ustu viku. FIFA hefur þegar við­ur­kennt að greiðslan hafi átt sér stað en neitar að Valcke
hafi borið ábyrgð á henn­i og segir að fyrrum fjár­mála­stjóri sam­bands­ins, Julio Grondona, hafi sam­þykkt greiðsl­una. Auk þess hafi Blatter ekk­ert vitað af greiðsl­unni, sem var innt af hendi árið 2008. Grondona er lát­inn og getur ekki svarað fyrir sak­ar­gift­irn­ar.

Rúss­land og Katar í óvissu

Ljóst er að heims­meist­ara­keppn­irnar í bæði Rúss­landi og Katar, sem eiga að fara fram 2018 og 2022, eru í upp­námi eftir upp­ljóstr­anir síð­ustu vikna. Sviss­nesk yfir­völd hafa þegar hafið rann­sókn á því hvernig var staðið að því að veita lönd­unum tveimur rétt­inn til að halda keppn­irnar og hvort að mögu­lega hafi lófar verið smurðir með pen­ingum til að liðka fyrir því vali. Ólík­legra þykir að Rússar missi mögu­leik­ann á að halda mótið 2018. Mun styttra sé í það og knatt­spyrnu­legir inn­viðir séu þegar til staðar í land­inu. Meiri líkur eru taldar á því að keppnin í Katar verði færð og er talið nán­ast ein­boðið að hún muni þá fara fram í Englandi, sem lenti í öðru sæti þegar valið var um land til að halda mótið 2022 í.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None