Bandaríska alríkislögreglan ætlar á eftir Sepp Blatter - bréf birt sem sannar greiðslur

h_51970830-1.jpg
Auglýsing
Banda­rískir sak­sókn­arar og banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI eru að rann­saka Sepp Blatt­er, for­seta alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, og aðild hans að ara­grúa spill­ing­ar­mála sem upp­lýst hefur verið um að hafi átt sér stað innan sam­bands­ins. Þetta hefur Reuter­s-frétta­stofan eftir ónafn­greindum heim­ild­ar­manni. Tals­maður FBI hefur neitað að tjá sig opin­ber­lega um mál­ið. Sviss­nesk yfir­völd höfðu áður sagt að Blatter væri ekki til rann­sókn­ar.
Blatt­er, sem hefur verið for­seti FIFA frá árinu 1998, til­kynnti óvænt á blaða­manna­fundi í gær að hann muni hætta sem for­seti sam­bands­ins eftir nokkra mán­uði. Yfir­lýs­ingin kom sér­stak­lega á óvart þar sem Blatt­er, sem er 79 ára, var end­ur­kjör­inn í emb­ættið síð­ast­lið­inn föstu­dag. Hann hafði þá staðið af sér gríð­ar­legan þrýst­ing frá mörgum af áhrifa­mestu mönnum knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar um að stíga til hlið­ar.

Verið að und­ir­byggja mál gegn Blatter

Alls hafa fjórtán manns verið hand­teknir og ákærðir vegna meintrar spill­ingar innan FIFA. Þeim er meðal ann­ars gefið að sök að hafa tekið þátt í mút­ur­greiðslum og pen­inga­þvætti. Í banda­rískum fjöl­miðlum í dag er haft eftir heim­ild­ar­mönnum innan FBI, sem fer með rann­sókn máls­ins, að menn­irnir sem þegar hafa verið hand­teknir og ákærðir sýni sam­starfsvilja og upp­lýsi um athafnir ann­arra hátt­settra stjórn­enda og stjórn­ar­manna FIFA, meðal ann­ars Blatt­er.
Það virð­ist liggja fyrir að rann­sak­endur eru að safna upp­lýs­ingum til að und­ir­byggja mál gegn Blatt­er. Það setur afsögn hans í gær í nýtt ljós. Þar sagði Blatter m.a.:„Hags­munir FIFA eru mér kær­ir. Þess vegna hef ég tekið þessa ákvörð­un. Það sem skiptir mig mestu máli er stofn­unin FIFA og fót­bolti um allan heim“. Hann til­kynnti sömu­leið­is að hann ætl­aði að boða til nýs aðal­fund­ar þar sem þarf að kjósa nýjan for­mann, en það verður ekki gert fyrr en á tíma­bil­inu milli des­em­ber á þessu ári og mars á næsta ári.

Skýrist hvað ýtti Blatter til að til­kynna afsögn

Miklar vanga­veltur eru um það í vest­rænum fjöl­miðlum hvað hafi ýtt Blatter til að til­kynna afsögn sína í gær. Flestir virð­ast sam­mála um að frétta­flutn­ingur af mögu­legri aðkomu Jer­ome Valcke, fram­kvæmda­stjóra FIFA og eins nán­asta sam­starfs­manns Blatt­ers, við mútu­greiðslur í tengslum við HM í Suð­ur­-Afr­íku, sem fór fram árið 2010, hafi hafi gert úts­lag­ið. Blatter sé hins vegar ekki til­bú­inn til að stíga til hliðar á meðan að rann­sóknin á FIFA sé í hámæli, vegna þess að það geri hann ber­skjald­aðri að hafa engin völd eða ítök á meðan að á henni stend­ur. Þess vegna vilji hann ekki hætta fyrr en seint á þessu ári eða snemma á því næsta.
Mál Valcke hefur undið upp á sig und­an­farna daga. Bréf stílað á Valcke, frá Molefi Olip­hant, for­seta knatt­spyrnu­sam­bands Suð­ur­-Afr­íku, hefur verið birt á sam­skipta­vefnum Twitt­er.
Í því er að finna fyr­ir­mæli um hverngi eigi að greiða tíu millj­ónir dala frá FIFA til félags­skapar sem kallast The Diaspora Legacy Programme. Í bréf­inu er sér­stak­lega tekið fram að for­seti amer­ísku knatt­spyrnu­sam­band­anna CONCACAF eigi að ráða því hvernig umræddum pen­ingum verði var­ið. Þar er um að ræða Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seta FIFA og einn þeirra fjórtán sem hand­teknir voru í síð­ustu viku. FIFA hefur þegar við­ur­kennt að greiðslan hafi átt sér stað en neitar að Valcke
hafi borið ábyrgð á henn­i og segir að fyrrum fjár­mála­stjóri sam­bands­ins, Julio Grondona, hafi sam­þykkt greiðsl­una. Auk þess hafi Blatter ekk­ert vitað af greiðsl­unni, sem var innt af hendi árið 2008. Grondona er lát­inn og getur ekki svarað fyrir sak­ar­gift­irn­ar.

Rúss­land og Katar í óvissu

Ljóst er að heims­meist­ara­keppn­irnar í bæði Rúss­landi og Katar, sem eiga að fara fram 2018 og 2022, eru í upp­námi eftir upp­ljóstr­anir síð­ustu vikna. Sviss­nesk yfir­völd hafa þegar hafið rann­sókn á því hvernig var staðið að því að veita lönd­unum tveimur rétt­inn til að halda keppn­irnar og hvort að mögu­lega hafi lófar verið smurðir með pen­ingum til að liðka fyrir því vali. Ólík­legra þykir að Rússar missi mögu­leik­ann á að halda mótið 2018. Mun styttra sé í það og knatt­spyrnu­legir inn­viðir séu þegar til staðar í land­inu. Meiri líkur eru taldar á því að keppnin í Katar verði færð og er talið nán­ast ein­boðið að hún muni þá fara fram í Englandi, sem lenti í öðru sæti þegar valið var um land til að halda mótið 2022 í.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None