Bang og Olufsen selur fyrir milljarða en tapar samt ár eftir ár

bang-olufsen-beovision-avant.jpg
Auglýsing

Það er ekki nóg að vöru­merkið sé heims­þekkt og árleg sala skipti millj­örð­u­m.  Hagn­aður er lífæð hvers fyr­ir­tækis og þetta orð, hagn­að­ur, er nokkuð sem stjórn­endur Bang og Oluf­sen, B&O hafa ekki getað státað af um margra ára skeið. Flogið hefur fyrir að fyr­ir­tækið verði jafn­vel selt úr landi, margir Danir fá hroll við þá til­hugs­un.

Það er á flestra vit­orði, að minnsta kosti þeirra sem fylgj­ast með hvernig vindar við­skipta­lífs­ins blása, að danski hljóm­-og sjón­varps­tækja­fram­leið­and­inn Bang & Oluf­sen hefur um langt skeið átt í miklum rekstr­ar­erf­ið­leik­um. Eftir sót­svart upp­gjör síð­asta rekstr­ar­árs (eins og for­stjór­inn orð­aði það) um mitt ár í fyrra von­uð­ust stjórn­end­urnir til að brátt kæmi betri tíð með pen­inga­grös í haga. Þær óskir og vonir rætt­ust ekki og af nýbirtum rekstr­ar­tölum má sjá að vandi fyr­ir­tæk­is­ins er meiri en nokkru sinni fyrr. Danskir fjöl­miðlar hafa jafn­vel gengið svo langt að tala um að fyr­ir­tækið hafi lengi barist fyrir til­veru sinni en nú sé fyr­ir­tækið komið fram á brún hengiflugs­ins og krafta­verk þurfi eigi B&O áfram að vera eitt af höf­uð­djásn­unum í dönskum iðn­aði.

Ekki fyrstu erf­ið­leik­arnir en kannski þeir síð­ustu



Svona hljóð­aði fyr­ir­sögn í einu dönsku blað­anna fyrir nokkrum dög­um. Þarna vísar blaðið til þess að frá stofnun B&O árið  1925 (starf­semin hófst reyndar 1924) hefur fyr­ir­tækið margoft lent í miklum erf­ið­leik­um. Undir lok síð­ari heims­styrj­ald­ar­innar brenndu og sprengdu stuðn­ings­menn  nas­ista verk­smiðj­una í Struer á Jót­landi og fram­leiðslan stöðv­að­ist um tíma.

 

Auglýsing

Árið 1952 var þriðj­ungi starfs­manna sagt upp,  þá voru um 20 við­tækja­fram­leið­endur í Dan­mörku og B&O þóttu gam­al­dags. Stjórn­endur lögðu þó ekki árar í bát og með sam­starfi við þekkta hönn­uði, fyrst Ib Fabi­an­sen og síðar Jacob Jen­sen varð fyr­ir­tækið í Struer leið­andi í hönnun hljóm­-og sjón­varps­tækja. Þeirri for­ystu hefur B&O ætíð hald­ið. Árið 1978 var sér­stök B&O sýn­ing í MOMA (Mu­seum of Modern Art) í New York. Lengra verður vart náð á hönn­un­ar­braut­inn­i.  Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og á ýmsu geng­ið.  Und­an­farin ár hafa verið B&O mjög erfið og fyr­ir­tækið rekið með tapi ár eftir ár.

Und­an­farin ár hafa verið B&O mjög erfið og fyr­ir­tækið rekið með tapi ár eftir ár.


Vör­urnar of dýrar fyrir almenn­ing



Þótt flestir séu sam­mála um að vör­urnar frá Bang & Oluf­sen beri af þegar kemur að útliti og séu í hópi þeirra bestu þegar kemur að mynd-og hljóm­gæðum er ekki það sama upp á ten­ingnum með verð­ið. B&O tækin eru með þeim dýrustu  sem völ er á og á sam­drátt­ar­tím­um, þegar almenn­ingur heldur fast um budd­una bitnar það á dýr­ari vör­um. Þar að auki hafa margir aðrir fram­leið­endur lagt aukna áherslu á útlits­hönnun tækja sinna á und­an­förnum árum og þannig keppt við B&O en selt tækin á mun lægra verði. Einnig átti fyr­ir­tæki erfitt með að fylgja örri tækni­þró­un, sat eft­ir.

Play vöru­lín­an, ódýr­ari tæki



Fyrir um það bil fjórum árum kom á mark­að­inn ný vöru­lína, B&O play. Þarna var um að ræða mun ódýr­ari tæki en áður höfðu sést frá B&O. Play vör­urnar hafa selst vel en það hefur ekki dugað til að koma fyr­ir­tæk­inu á beinu braut­ina. Þá hefur verið lögð áhersla á sam­vinnu við bíla­fram­leið­endur um sölu á svo­nefndum Automotive hljóm­tækj­u­m.  Jafn­framt var ákveðið að leggja mikla áherslu á mark­aðs­sókn í Asíu, sér í lagi Kína.

Áhugi Kín­verja á Dönum og öllu því sem danskt er jókst mjög í kjöl­far heims­sýn­ing­ar­innar í Shang­hai árið 2010 þar sem Litla haf­meyj­an, frá Löngu­línu, var til sýnis og vakti mikla athygli. B&O hafa á síð­ustu þrem árum opnað tugi versl­ana í Kína, hvort það verður til að auka blóð­flæðið um æða­kerfi B&O (orð for­stjór­ans) er ókomið í ljós en miklar vonir eru við það bundn­ar.

Avant sjón­varp­ið, það flottasta af öllu



Á síð­asta ári setti B&O á mark­að­inn nýtt sjón­varps­tæki, Avant. Avant nafnið er ekki nýtt af nál­inni, sjón­vörp með þessu nafni hafa verið fram­leidd hjá B&O um ára­bil.  Nýja Avant tækið skyldi taka öllu fram sem áður hafði sést á þessu sviði, bæði varð­andi tækni og útlit. Verðið var líka eftir því. Ýmsum þótti hæpið að setja á mark­að­inn svo dýrt sjón­varps­tæki eins og efna­hags­á­standið var þá og er reyndar enn. Hjá B&O voru menn hins­vegar vissir um að mark­aður væri fyrir þetta nýja tæki. Það reynd­ist rétt, tækin seld­ust eins og heitar lumm­ur, pant­an­irnar streymdu inn og það virt­ist bjart­ara framund­an.

En þá kom babb í bát­inn. Fram­leið­endur ýmissa íhluta í Avant tækin gátu ekki annað eft­ir­spurn­inni og þar að auki komu fram gallar í tækj­unum sem reyndar tókst að bæta úr.  Þetta varð hins­vegar til þess að tekj­urn­ar, sem B&O þurfti svo mjög á að halda, brugð­ust . Veltan á síð­asta rekstr­ar­ári var tæpir 3 millj­arðar danskra króna (u.þ.b. 59 millj­arðar íslenskir) og hafði auk­ist um rúm­lega 15 pró­sent frá árinu áður. Það er há upp­hæð en þessi mikla velta, og sölu­aukn­ing, hefur ekki náð að rétta af rekst­ur­inn.

Bang-Olufsen-BeoVision-Avant-TV-High-Quality-HD-4K_sound Á síð­asta ári setti B&O á mark­að­inn nýtt sjón­varps­tæki, Avant. Avant nafnið er ekki nýtt af nál­inni, sjón­vörp með þessu nafni hafa verið fram­leidd hjá B&O um ára­bil. Nýja Avant tækið skyldi taka öllu fram sem áður hafði sést á þessu sviði, bæði varð­andi tækni og útlit. Verðið var líka eftir því.

 

Líf­róður  



Fyrir nokkrum dögum sagði B&O upp 125 manns, flestum í Dan­mörku og nú eru starfs­menn um það bil 2300. For­stjór­inn sagði af þessu til­efni að þótt aldan væri óneit­an­lega kröpp þessa dag­ana væri hann sann­færður um að fyr­ir­tæk­inu tæk­ist að rétta úr kútn­um. Hann vildi ekki svara því hvort verið væri að skoða þann mögu­leika að selja hluta B&O úr landi en sagði að fjár­fest­inga­bank­inn Carnegie væri nú að kanna mögu­leik­ana á að fá nýtt fjár­magn inn í fyr­ir­tæk­ið. Slíkt þýðir vænt­an­lega sölu á hluta þess. "Heim­ur­inn setur sama­sem merki milli Dan­merkur og Bang & Oluf­sen og eng­inn vill breyta því," sagði for­stjór­inn. Hvort honum verður að ósk sinni leiðir tím­inn í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None