Bankarnir keyptu allir nýtt hlutafé í Reitum

HusVef.jpg
Auglýsing

Arion banki, Lands­banki og Íslands­banki keyptu allir nýtt hlutafé í Reitum á mánu­dag. Þá var hlutafé í þessu stærsta fast­eigna­fé­lagi lands­ins aukið um 17 millj­arða króna og eldri eig­endur félags­ins keyptu nýtt hlutafé fyrir fimm millj­arða króna. Þeir eru að langstærstu leyti ofan­greindir bank­ar.

Reitir er stærsta fyr­ir­tæki á Íslandi í útleigu á atvinnu­hús­næði. Það á 130 fast­eignir sem eru alls um 410 þús­und fer­metr­ara að stærð.  Virði fast­eigna­safns­ins er um 100 millj­arðar króna. Á meðal þekktra fast­eigna í eigu Reita eru Kringlan, Hilton Reykja­vík Nor­dica, Icelandair hótel Reykja­vík Natura og Kaup­hall­ar­hús­ið. Stærstu leigu­takar félags­ins eru smá­söluris­inn Hag­ar, Flug­leiða­hót­el­in, ríkið og sveit­ar­fé­lög.

Kringlan er ein þeirra bygginga sem Reitir á. Kringlan er ein þeirra bygg­inga sem Reitir á.

Auglýsing

Félagið end­ur­fjár­magnað



Til­kynnt var um það í vik­unni að Reitir hefðu lokið alls 68 millj­arða króna end­ur­fjár­mögn­un. Í henni fólst að félagið gaf út 25 millj­arða króna skulda­bréfa­flokk, fékk 26 millj­arða króna banka­lán og jók hlutafé sitt um 17 millj­arða króna.

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Gild­i-líf­eyr­is­sjóður og líf­eyr­is­sjóðir í eigna­stýr­ingu hjá Arion banka keyptu nýtt hlutafé fyrir tólf millj­arða króna og eign­uð­ust við það 31 pró­sent í Reit­um. Afgang­inn af hluta­fjár­aukn­ing­unni, sem kost­aði fimm millj­arða króna, keyptu eldri hlut­haf­ar. Þeir eru að langstærstu leyti íslenskir við­skipta­bank­arnir þrír auk þrota­bús Glitn­is.

Þrotabú Glitnis keypti og seldi aftur



Krist­jana Ósk Jóndótt­ir, mark­aðs­stjóri Reita, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hluta­fjár­aukn­ing­una að allir eldri hlut­hafar Reita hafi nýtt sér for­kaups­rétt sinn og tekið þátt. Hver og einn keypti því í sam­hengi við fyrri eign sína. Það þýðir að Eigna­bjarg, dótt­ur­fé­lag Arion banka, hafi keypt nýtt hlutafé fyrir 2,1 millj­arð króna, Lands­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, keypti hlutafé fyrir 1,6 millj­arð króna og Íslands­banki keypti fyrir 345 millj­ónir króna.

Þrotabú Glitn­is, sem átti 11,2 pró­sent hlut í sínu eigin nafni og í nafni Haf Fund­ing Ltd., keypti nýtt hlutafé fyrir um 560 millj­ónir króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Glitni var sú þátt­taka þó skil­yrt því að þrota­búið var búið að selja nýja hluta­féð áfram áður en það keypti það. Því staldr­aði það stutt við í eigu þess. Ekki fékkst upp­lýst hver kaup­and­inn sé.

Landsbankinn á stóran hlut í Reitum. Hann, eins og hinir viðskiptabankarnir, tók þátt í hlutafjáraukningunni. Lands­bank­inn á stóran hlut í Reit­um. Hann, eins og hinir við­skipta­bank­arn­ir, tók þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unn­i.

Yfir­lýst mark­mið að selja félög í óskyldum rekstri



Kaup við­skipta­bank­anna á nýju hlutafé í Reitum eru athygl­is­verð í ljósi þess að það er yfir­lýst stefna þeirra allra að selja eignir í óskyldum rekstri sem fyrst. Í starfs­reglum Eigna­bjargs segir að félagið skuli „eftir fremsta megni haga því svo að eigna­halds­tími þess á fyr­ir­tækjum í eigu félags­ins vari í eins skamman tíma og hægt er“.

Íslands­banki hefur gefið það út opin­ber­lega að hann leit­ist við að selja eignir í óskyldum rekstri enda sé „ekki stefna bank­ans að eiga slíkar eignir til lengri tíma“. Í útgef­inni stefnu Lands­bank­ans um sölu fulln­ustu­eigna segir að stefnt sé að því að selja þær „eins fljótt og unnt er að teknu til­liti til mark­aðs­að­stæðn­a“.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið gerir ekki athuga­semdir



Reitir er félag sem varð til utan um íslenska hluta starf­semi Landic Proper­ty, sem var risa­vaxið og ofur­skuld­sett fast­eigna­fé­lag með umfang­mikla starf­semi á Íslandi og erlend­is. Félagið rataði í mikil vand­ræði eftir banka­hrun og í nóv­em­ber 2009 tóku íslenskir kröfu­hafar þess yfir inn­lendu starf­semi þess og breyttu nafni félags­ins í Reiti. Þeir voru ofan­greindir bank­ar.

Til að þetta væri hægt þá þurfti Sam­keppn­is­eft­ir­litið að veita und­an­þágu frá sam­keppn­is­lög­um. Sú und­an­þága var veitt með ýmsum skil­yrðum. Það eru því fimm ár síðan að Reitir lentu í höndum bank­anna. Allar götur síðan hefur staðið yfir end­ur­skipu­lagn­ing og síðar end­ur­fjár­mögn­un­ar­ferli sem miðar að því að setja félagið á mark­að.

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, segir að stofn­unin hafi vitað af þátt­töku bank­anna í hluta­fjár­aukn­ing­unni hjá Reitum og að hún hafi ekki séð ástæðu til þess að gera athuga­semd við hana.

Eftir hluta­fjár­aukn­ing­una eiga við­skipta­bank­arnir þrír enn sam­an­lagt 56,2 pró­sent hlut í Reit­um. Eigna­bjarg á 29,5 pró­sent, Lands­bank­inn á 21,9 pró­sent og Íslands­banki 4,8 pró­sent.

Skrán­ing í apríl



Sömu líf­eyr­is­sjóðir og tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ingu Reita keyptu 25 millj­arða króna skulda­bréfa­flokk­inn sem félagið gaf sam­hliða út. Íslands­banki lán­aði síðan félag­inu 26 millj­arða króna verð­tryggt til 30 ára.

Í kjöl­far þess að búið er að ljúka end­ur­fjár­mögn­un­inni stefnir stjórn Reita að því að skrá hluta­bréf og skulda­bréfa­flokk Reita í Kaup­höll Íslands í apríl 2015. Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Arion banka, stærsta ein­staka eig­anda Reita, mun hafa umsjón með skrán­ing­unni. Þegar af henni verður má ætla að bank­arnir selji hluta af eign­ar­hlutum sínum í Reit­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None