EPA

Biden reynir að selja Bandaríkjunum að ríkisstjórnin geti gert mikilvæga hluti

Joe Biden hélt fyrstu stefnuræðu sína í gærkvöldi og fagnar 100 dögum í embætti Bandaríkjaforseta í dag. Hann hefur lagt fram tvo nýja efnahagsaðgerðapakka á síðustu vikum sem samanlagt eru verðmetnir á 4 billjónir dollara. Stjórnmálaskýrendur segja sumir að Biden sé að veðja á að Bandaríkjamenn vilji finna meira fyrir ríkisstjórninni í sínu daglega lífi, eftir að hafa notið góðs af stuðningsaðgerðum í faraldrinum.

Í dag eru 100 dagar liðnir frá því að Joe Biden tók við emb­ætti Banda­ríkja­for­seta. Í gær­kvöldi hélt hann sína fyrstu stefnu­ræðu frammi fyrir Banda­ríkja­þingi og fór yfir það sem hann hefur gert hingað til og hvert hann vill stefna.

Ræða Bidens var einnig söluræða, ef svo má segja, fyrir nýjasta efna­hags­að­gerða­pakk­ann sem hann vill koma til fram­kvæmda. Um er að ræða aðgerðir sem stjórn Bidens kallar fjöl­skyldu­á­ætl­un, Amer­ican Families Plan. Útgjöldin sem fjöl­skyldu­á­ætl­un­inni fylgja eru metin á 1,8 billjónir banda­ríkja­dala, en ein billjón sam­svarar þús­und millj­örð­um.

Auglýsing

Þessi upp­hæð sam­svarar því rúm­lega 221 þús­und millj­örðum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag. Þessi stjarn­fræði­lega upp­hæð bæt­ist ofan á þær áætl­anir um inn­viða­upp­bygg­ingu sem Biden kynnti í mars­mán­uði og eru verð­metnar á 2,3 billjónir dala, sem sam­svarar yfir 282 þús­und millj­örðum íslenskra króna. New York Times tók í gær saman hvernig útgjöld þess­ara tveggja áætl­ana skipt­ast og má sjá þá grein­ingu hér.

Vert er að nefna að þessa áætl­anir Bidens eru að bæt­ast ofan á þær aðgerðir sem rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hefur gripið til vegna far­ald­urs­ins nú þeg­ar, en þar um að ræða meira en 3 billjóna dala aðgerðir sem sam­þykktar voru í stjórn­ar­tíð Don­alds Trump og fyrsta stuðn­ing­s­pakka Bidens, sem var verð­met­inn á 1,9 billjónir og fól meðal ann­ars í sér 1.400 dala ávís­anir sem sendar voru til ein­stak­linga.

Auglýsing

Ánægja hefur verið með þessar aðgerðir hjá stórum hluta almenn­ings og segja stjórn­mála­skýrendur vest­an­hafs margir hverjir að Biden sé að veðja á að við­horf Banda­ríkja­manna til hlut­verks rík­is­stjórn­ar­innar í gang­verki efna­hags­lífs­ins gæti verið var­an­lega breytt eftir far­ald­ur­inn.

New York Times bendir á í frétta­skýr­ingu sinni um áætl­anir Bidens og ræðu gær­dags­inskönnun síð­asta haust hafi í fyrsta sinn í langan tíma sýnt fram á að fleiri Banda­ríkja­menn en færri væru á þeirri skoðun að rík­is­stjórnin ætti að gera meira til þess að leysa vanda­mál lands­ins. Einnig hafi inn­viða­á­ætlun Bidens notið mik­ils stuðn­ings á meðal almenn­ings, í skoð­ana­könn­un­um.

Fjöl­skyldu­á­ætlun Bidens felur bæði í sér ný útgjöld og skatta­af­slætti til tekju­lægri og drjúgur hluti af fjár­magn­inu á að fara í aðgerðir til þess að auka aðgengi að menntun og umönnun barna.

Stjórn­mála­skýrendur Axios segja að þegar umfang áætl­ana Bidens sé skoðað heild­rænt sjá­ist að hann sé að reyna að láta fólk finna fyrir rík­is­stjórn­inni í lífi sínu, sem björg­un­arfleyi en ekki bara ein­hverju óskil­virku apparati sem flæki líf þeirra.

Skatta­hækk­anir á þá rík­ustu og hert skatta­eft­ir­lit til fjár­mögn­unar

Biden sagði í ræðu sinni í gær að hann ætl­aði sér ekki að auka skatt­byrð­ina á milli­stétt­ar­fólk í Banda­ríkj­un­um. Hann ætli að ein­beita sér að því að láta tekju­hæsta fólkið í land­inu greiða meira fyrir gang­verk sam­fé­lags­ins.

„Þegar þú heyrir ein­hvern segja að þeir vilji ekki láta hækka skatt­ana á rík­asta 1 pró­sentið eða fyr­ir­tæki, spurðu hann: Skatt­ana hjá hverjum ætlar þú að hækka í stað­inn?“ sagði Biden í ræð­unni.

Á síð­ustu dögum hafa banda­rískir fjöl­miðlar greint frá því hvernig Biden ætli sér að fjár­magna fjöl­skyldu­á­ætl­un­ina. Eins og Kjarn­inn fjall­aði um síð­asta föstu­dag leggur for­set­inn meðal ann­ars til miklar hækk­anir á fjár­magnstekju­skatti þeirra sem hafa yfir 1 milljón dala í slíkar tekjur og sömu­leiðis hækkun á tekju­skatt­pró­sentu efsta þreps, þannig að báðar pró­sentur verði 39,6 pró­sent.

Einnig leggur for­set­inn til að fjár­veit­ingar til banda­ríska skatts­ins, I.R.S. verði auknar veru­lega og eft­ir­lit með skatta­brotum stór­aukið í því skyni að fá meira í kass­ann. Biden horfir til þess að setja 80 millj­arða dala fjár­fest­ingu inn í skatt­inn og áætl­anir hans gera ráð fyrir að það skili alrík­inu að minnsta kosti 700 millj­örðum dala í tekj­ur, umfram það sem sett er í að bæta skatta­eft­ir­lit­ið.

Auglýsing

Þessar nýj­ustu áætl­anir Biden-­stjórn­ar­innar bæt­ast ofan á áform sem þegar höfðu verið kynnt, meðal ann­ars um að hækka fyr­ir­tækja­skatta úr 21 pró­senti upp í 28 pró­sent og áform sem Banda­ríkin standa í stafni fyrir um að ná saman við önnur ríki heims um alþjóð­lega fyr­ir­tækja­skatta til þess að koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki taki út hagnað sinn á lág­skatta­svæð­um.

„Wall Street byggði ekki þetta land“

Það þarf því ef til vill ekki koma á óvart að í sam­an­tekt vef­mið­ils­ins Vox, þar sem álits­gjafar mið­ils­ins lögðu mat á það hverjir væru „sig­ur­veg­arar og tap­ar­ar“ út frá því hvað Biden boð­aði í ræðu sinni, var Wall Street talin á meðal tap­ara.

„Það eru góðir karlar og konur á Wall Street, en Wall Street byggði ekki þetta land. Mið­stétt­ar­fólkið byggði upp landið og verka­lýðs­fé­lög byggðu upp mið­stétt­ina,“ sagði Biden í ræð­unni í gær­kvöldi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent