Björgólfur Thor aftur kominn á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi

15897053591-072636ce90-z.jpg
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son er kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 133 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár eru síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann. Í frétt á vef For­bes um málið er ekki til­greint í hvaða sæti Björgólfur Thor er á lista tíma­rits­ins. Það þarf varla að taka það fram að Björgólfur Thor er eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Eignir Björg­ólfs Thors eru metnar á um 1,3 millj­arða dala, um 173 millj­arða króna. Hann situr í 1.415 sæti á list­an­um.

Bill Gates, stofn­andi Microsoft, er enn og aftur rík­asti maður heims. Þetta er í 16 sinn á síð­ustu 21 árum sem hann vermir topp­sæt­ið. Heild­ar­eignir hans eru metnar á 79,2 millj­arða dala, eða um 10.500 millj­arða króna. Car­los Slim Helu, fjar­skipta­kóng­ur­inn frá Mexíkó, er í öðru sæti og fjár­festa­goð­sögnin War­ren Buf­fett, véfréttin frá Oma­ha, er í þriðja sæt­inu.

Alls eru 1.826 millj­arða­mær­ingar á list­an­um. Þeir hafa aldrei verið fleiri. 138 manns detta af list­anum á milli ára. Á meðal þeirra eru Petro Poros­hen­ko, for­seti Úkra­ínu og Aliko Dan­gote frá Níger­iu, en hann er „tap­ari árs­ins 2014“. Auður hans fór úr 25 millj­örðum dala niður í 14,7 millj­arði dala, eða tæp­lega tvö þús­und millj­arða króna. Dan­gote er því ekki að fara að líða neinn skort þrátt fyrir að vera hand­hafi þessa vafa­sama heið­urs.

Auglýsing

Bill Gates er, enn og aftur, ríkasti maður heims. Bill Gates er, enn og aft­ur, rík­asti maður heims.

Var einu sinni í 249. sætiÍ águst 2014 var til­kynnt að skulda­upp­gjöri Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröfu­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­legum bönk­um, sam­tals um 1.200 millj­arða króna. Þessi upp­gjör tryggði honum ævin­týra­legan auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Sá eign­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor ævin­týra­lega ríkan á ný.

Árið 2007 var Björgólfur Thor Björg­ólfs­son í 249. sæti yfir rík­ustu menn ver­aldar á lista tíma­rits­ins For­bes. Ári síð­ar, eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, stóð hann frammi fyrir tveimur kost­um. Annað hvort að verða per­sónu­lega gjald­þrota og láta það verk­efni í hendur kröfu­hafa sinna að vinna sem mest verð­mæti úr eignum hans. Eða að vinna með þeim, leggja allar eignir sínar á borð­ið, bæði per­sónu­legar eignir og eignir félaga í hans eigu, og reyna að ná sam­komu­lagi sem kæmi í veg fyrir hans per­sónu­lega gjald­þrot. Eftir hrunið lá fyrir að Björgólfur Thor var í per­sónu­legum ábyrgðum vegna skulda sem námu minnst 40 millj­örðum króna.

Skömmu eftir hrun hófust við­ræður milli Björg­ólfs Thors og trún­að­ar­manna hans, og síðar full­trúa lán­ar­drottna sem áttu kröfu á Björgólf Thor og félög hans.

Á end­anum var lagt upp með að reyna að sam­eina Act­a­vis öðru stóru sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki og svo gengið frá und­ir­rit­uðu sam­komu­lagi milli Björg­ólfs Thors og Novators og allra lán­ar­drottna og þeirra sem áttu kröfu á hann.

Björgólfur Thor var einu sinni í 249. sæti listans. Nú er hann töluvert neðar. Björgólfur Thor var einu sinni í 249. sæti list­ans. Nú er hann tölu­vert neð­ar­.

Til­kynnt um skulda­upp­gjörUm þetta til­kynnti Björgólfur Thor með frétta­til­kynn­ingu 21. júlí 2010. Í henni sagði meðal ann­ars: „Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu [við kröfu­hafa] munu skuldir verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar eft­ir. Allar eignir Björg­ólfs Thors og Novators liggja til grund­vallar upp­gjör­inu, en á þeim var gerð ítar­leg úttekt og mat af hálfu alþjóð­legs ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is. Björgólfur Thor verður áfram hlut­hafi í félögum á borð við Act­a­vis, Play, CCP og Verne Hold­ing. Arð­ur­inn af þessum eign­ar­hlutum og verð­mæti, komi til sölu þeirra, mun ganga til upp­gjörs skuld­anna, ásamt ýmsum per­sónu­legum eigum hans. Þar á meðal eru hús­eign í Reykja­vík og sum­ar­hús við Þing­velli. Sam­hliða þessu skulda­upp­gjöri hefur náðst sam­komu­lag um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Act­a­v­is. Við gerð sam­komu­lags­ins nutu Björgólfur Thor og Novator lið­sinnis tveggja alþjóð­legra fyr­ir­tækja, hinnar virtu lög­manns­stofu Linkla­ters og ráð­gjafarfyr­ir­tæk­is­ins Alix­Partners, sem er eitt þekktasta fyr­ir­tæki heims á sviði fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ing­ar“.

Eftir að sam­komu­lagi hafði verið náð þar sem allir sem áttu hags­muna að gæta komu að borð­inu var vinnu haldið áfram. Í sam­komu­lag­inu fólst meðal ann­ars að Deutsche Bank, stærsti kröfu­hafi Björg­ólfs Thors, réði ferð­inni þegar kom að Act­a­vis en skuld­batt sig til að vinna úr stöðu mála með Björgólfi Thor og Novator. Með sam­komu­lag­inu varð form­lega ljóst að Björgólfur Thor yrði ekki gerður per­sónu­lega gjald­þrota.

Björgólfur verður ævin­týra­lega rík­ur…afturÍ apríl 2012 dró til tíð­inda. Þá var til­kynnt um yfir­töku lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Watson á Act­a­v­is. Sam­tals voru greiddar um 700 millj­arðar króna fyrir félagið en til við­bótar áttu að koma greiðslur sem tóku mið af því hvernig rekstur Act­a­vis var árið 2012 sam­kvæmt upp­gjöri. Hagur Björg­ólfs Thors og Novator vænk­að­ist við þetta en í þeirra hlut komu fimm millj­ónir hluta í hinu nýja félagi á grund­velli samn­ings við Deutsche Bank sem gerður var sam­hliða kaupum Watson. Eftir að til­kynnt var um kaup Watson á Act­a­vis, og þar með sam­ein­ingu þess­ara félaga, hefur mark­aðsvirði þess hækkað hratt. Það er skráð á markað undir nafni Act­a­vis og hækk­aði gengi bréfa á hlut úr tæp­lega 60 dölum frá því til­kynnt var um kaupin í 127,2 dali þann 22. maí 2013, ríf­lega ári síð­ar. Þetta þýddi að hlutur Björg­ólfs í Act­a­vis í gegnum Novator var á milli 70 og 80 millj­arða króna virði á þeim tíma.

Það er skráð á markað undir nafni Act­a­vis og hækk­aði gengi bréfa á hlut úr tæp­lega 60 dölum frá því til­kynnt var um kaupin í 127,2 dali þann 22. maí 2013, ríf­lega ári síð­ar. Þetta þýddi að hlutur Björg­ólfs í Act­a­vis í gegnum Novator var á milli 70 og 80 millj­arða króna virði á þeim tíma.

Um miðjan maí 2013 var síðan til­kynnt um enn meiri stækkun á efna­hags­reikn­ingi Act­a­vis þegar greint var frá kaupum félags­ins á írska lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Warner Chilcott. Sam­kvæmt fyrstu fréttum AFP-frétta­veit­unnar var kaup­verðið áætlað um 8,5 millj­arða dala, sem jafn­gilti um 1.100 millj­örðum króna, miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal dag­inn sem til­kynnt var um við­skipt­in.

Í dag er gengi bréfa í Act­a­vis 291,36 dal­ir, eða fimm sinnum hætta en það var við kaup Watson á Act­a­v­is.

Allt var und­ir, líka einka­þotan og snekkjanAllt eigna­safn Björg­ólfs Thors og félaga sem hann tengd­ist var sett að veði fyrir því að honum tæk­ist að greiða skuldir sínar til baka. Stein­grá einka­þota hans af Chal­len­ger-­gerð, sem merkt var Novator, var þar á með­al. Hún var oft í kast­ljósi fjöl­miðla þegar allt var í blóma í íslensku við­skipta­lífi. Fyrr­ver­andi leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, Mik­hail Gor­bat­sjov, fékk meðal ann­ars far með henni þegar hann kom hingað til lands 11. októ­ber 2006 til að halda fyr­ir­lestur í Háskóla­bíói. Hún var að lokum seld. Það sama átti við um snekkj­una Elem­ent sem var bátur af dýr­ari gerð­inni, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Upp­haf­lega var gert ráð fyrir því að nið­ur­staðan úr upp­gjöri Björg­ólfs Thor­s og Novator við kröfu­hafa myndi ekki liggja fyrir fyrr en fjar­skipta­fyr­ir­tækið Play í Pól­landi yrði selt. Það er á meðal stærstu far­síma­fyr­ir­tækja Pól­lands en við­skipta­vinir þess voru á vor­mán­uðum 2013 ríf­lega 9,1 milljón tals­ins. Í til­kynn­ingu Björg­ólfs Thors frá því í sumar segir um Play: „Á upp­gjörs­tím­anum hefur fjar­skipta­fyr­ir­tækið Play í Pól­landi vaxið hröðum skrefum og sá vöxtur á sinn þátt í að upp­gjöri lauk á aðeins fjórum árum. Trú fjár­festa  á fyr­ir­tæk­inu var stað­fest í febr­úar sl. þegar eft­ir­spurn eftir skulda­bréfum fyr­ir­tæk­is­ins fór fram úr björt­ustu von­um“.

Björgólfur Thor gaf í fyrra út bók um fall sitt og end­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None