Breska félagið sem vill leggja raforkusæstreng til Íslands reyndi að kaupa HS Orku

hsorka.jpg
Auglýsing

Breska félagið Dis­r­uptive Capital, sem hefur lengi unnið að því að leggja sæstreng á milli Bret­lands og Íslands, hefur átt í við­ræðum við stærsta eig­anda orku­fyr­ir­tæk­is­ins HS Orku um kaup á hlut hans í fyr­ir­tæk­in. Af kaup­unum verður þó lík­leg­ast ekki.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa átt sér stað við­ræður milli Dis­r­uptive Capi­tal og Ross Beaty, aðal­eig­anda Alt­erra Power, kanadísks félags sem á tvo þriðju hluta í HS Orku í gegnum sænskt skúffu­fyr­ir­tæki. Við­ræð­urnar hafa aldrei verið form­leg­ar, enda Alt­erra skráð á hluta­bréfa­markað í Kanada og þá þyrfti að til­kynna um þær þar til að gæta að jafn­ræði fjár­festa. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að tölu­verð alvara hafi verið í þeim á tíma­bili í fyrra en þær síðan dottið upp fyr­ir. Þráð­ur­inn var tek­inn upp í vor og voru þá miklar vænt­ingar um árang­ur. Nú sé staðan hins vegar sú að litlar líkur séu á því að Dis­r­uptive kaupi 66,3 pró­sent hlut Alt­erra í HS Orku.

Kjarn­inn hafði sam­band við Ross Beaty, starf­andi stjórn­ar­for­mann Alt­erra Power, vegna máls­ins. Hann vildi ekki tjá sig um það. Sömu sögu er að segja af fyr­ir­svars­mönnum Dis­r­uptive Capi­tal.

Auglýsing

Ross Beaty, starfandi stjórnarformaður Alterra Power, aðaleiganda HS Orku. Hann vill ekki tjá sig um viðræðurnar við Disruptive Capital. Ross Beaty, starf­andi stjórn­ar­for­maður Alt­erra Power, aðal­eig­anda HS Orku. Hann vill ekki tjá sig um við­ræð­urnar við Dis­r­uptive Capi­tal.

Reyfara­kennd saga HS OrkuMiklar vær­ingar hafa verið í kringum eign­ar­hald á HS Orku, sem áður hét Hita­veita Suð­ur­nesja, und­an­farin ár. Í upp­hafi góð­ær­is­árs­ins 2007 var fyr­ir­tækið að fullu í eigu sveit­ar­fé­laga og íslenska rík­is­ins. Ríkið ákvað hins vegar að aug­lýsa 15,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til sölu í byrjun mars það sama ár. Alls bár­ust fjögur til­boð. Það lang­hæsta var frá Geysi Green Energy, orku­út­rás­ar­fyr­ir­tæki sem FL Group, Glitnir og Mann­vit höfðu þá nýverið stofn­að. Aðrir eig­endur Hita­veit­unnar ákváðu hins vegar að nýta sér for­kaups­rétt og reyna þannig að halda fyr­ir­tæk­inu í opin­berra eigu.

Sum­arið 2007 náð­ist mála­miðlun í bar­átt­unni um hita­veit­una með gerð hlut­hafa­sam­komu­lags. Sam­kvæmt því áttu Reykja­nes­bær, Orku­veita Reykja­víkur og Hafn­ar­fjörður að eiga saman aukin meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu en Geysir Green Energy 32 pró­sent. Orku­veitan átti síðan for­kaups­rétt á hlut Hafn­ar­fjarð­ar.

Í októ­ber 2007 átti sér svo stað ein umdeild­asti við­skipta­gjörn­ingur síð­ari tíma á Íslandi, þegar Geysir Green Energy, orku­út­rás­ar­fé­lag helstu áhættu­sækn­ustu fjár­festa á Íslandi sem fjár­magnað var að fullu með lánum frá Glitni, átti að sam­ein­ast útrás­ar­armi Orku­veit­unn­ar, Reykja­vík Energy Invest, betur þekkt sem REI. REI-­sam­run­inn gekk hins vegar til baka með lát­um, eftir að komið hafði í ljós að valdir starfs­menn REI og Orku­veit­unn­ar, sumir með rík tengsl við kjörna borg­ar­full­trúa, áttu að fá kaup­rétt­ar­samn­inga sem áttu að gera þeim kleift að eign­ast hluti í sam­ein­uðu félagi á kosta­kjör­um. Málið varð meðal ann­ars til þess að meiri­hluta borg­ar­stjórnar Reykja­víkur sprakk og Björn Ingi Hrafns­son, sem setið hafði í stjórn REI, mynd­aði nýjan meiri­hluta með fyrri minni­hluta.

Kanada­menn­irnir komaDrama­tík­inni og átök­unum í kringum Hita­veitu Suð­ur­nesja var hins vegar ekki lok­ið. Þann 1. jan­úar 2008 höfðu níu af þeim tíu sveita­fé­lögum sem áttu hlut í félag­inu í upp­hafi árs 2007 annað hvort selt sig út úr fyr­ir­tæk­inu eða áttu undir eitt pró­sent hlut. Í des­em­ber það ár var ákveðið að skipta Hita­veit­unni upp í tvö fyr­ir­tæki, Orku og Veit­ur.  Í milli­tíð­inni varð hrun og allir eig­endur Hita­veit­unnar urðu fyrir veru­legum skakka­föll­um. Reykja­nes­bær, sem átti, og á, í miklum fjár­hagskröggum ákvað að selja eign­ar­hlut sinn í HS Orku til Geysis Green Energy. Kanadíska orku­fyr­ir­tæki Magma keypti svo, í gegnum sænskt skúffu­fé­lag, 10,8 pró­sent hlut í HS Orku af Geysi Green Energy. Við þau kaup var hlutur í íslensku orku­fyr­ir­tæki í fyrsta sinn kom­inn í eigu erlends aðila. For­stjóri og aðal­eig­andi Magma var Ross Beaty.

Orku­veita Reykja­vík­ur, sem var ekki síður í fjár­hagskröggum á þessum tíma, seldi líka sinn hlut í HS Orku til Magma haustið 2009, eftir gríð­ar­legar deilur um sum­ar­ið. Rík­is­stjórn Íslands reyndi meðal ann­ars að beita sér fyrir því að Magma fengi ekki að kaupa hlut­inn. Í maí 2010 keypti Magma svo hlut Geysis Green Energy í HS Orku og átti eftir 98,5 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu. Geysir Green Energy var þegar þarna var komið við sög­u orðið nán­ast gjald­þrota, enda útrás­ar­gleðin lið­in, FL Group búið og Glitn­ir, sem fjár­magn­aði ævin­týrið, far­inn kyrfi­lega á höf­uðið ásamt hinum íslensku við­skipta­bönk­un­um. Þegar skiptum á þrota­búi Geysis Green lauk í jan­úar 2015 kom í ljós að 28,5 millj­örðum króna hafði verið lýst í búið. Uppi­staða krafn­anna var í eigu Íslands­banka, sem var reistur á grunni Glitn­is.

Modum og Stefnir reyna að kaupaVorið 2011 keypti Jarð­varmi, félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, 25 pró­sent hlut í HS Orku. Við það var fyr­ir­tækið ekki lengur að jafn stóru leyti í eigu erlendra aðila. Í febr­úar 2012 ákvað Jarð­varmi að auka við hlut sinn í gegnum hluta­fjár­aukn­ingu og átti eftir það 33,4 pró­sent hlut. Mag­ma, sem hafði þá breytt nafni sínu í Alt­erra Power í kjöl­far sam­ein­ingar við annað félag, og var nú skráð á hluta­bréfa­markað í Kana­da, átti eftir þetta 66,6 pró­sent hlut.

Sum­arið 2012 reyndi hópur íslenskra fjár­festa, sem sam­an­stóð af Modum Energy og sjóðum í rekstri Stefn­is, sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis Arion banka, að kaupa 66,6 pró­sent hlut Alt­erra Power í HS Orku. Ef af kaup­unum yrði átti síðan að stefna að því að skrá HS Orku á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Við­ræð­urnar voru það alvar­legar að til­kynnt var um þær til kaup­hall­ar­innar í Toronto, þar sem Alt­erra er skráð, í júní 2012.

Modum Energy, sem leiddi hóp­inn, var stofnað í febr­úar 2012. Fyrir félag­inu fara Alex­ander K. Guð­munds­son og Eldur Ólafs­son. Alex­ander var for­stjóri Geysis Green Energy, sem var um  nokk­urt skeið stærsti eig­andi HS Orku, þar til jan­úar 2012 Unnið hafði verið að hinum mögu­legu kaupum frá því í jan­úar 2012. Í jan­úar 2013 var hins vegar greint frá því í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipta og efna­hags­mál, að við­ræð­unum væri lokið án árang­urs.

Sæstrengs­á­huga­menn vildu orku­fyr­ir­tækiSíðan að við­ræð­unum við Modum lauk hefur ekk­ert heyrst um mögu­legar breyt­ingar á eign­ar­haldi HS Orku. Kjarn­inn hefur hins vegar heim­ildir fyrir því að Dispruptive Capital, sem hefur haft lagn­ingu sæstrengs á milli Íslands og Bret­lands á teikni­borð­inu í lengri tíma, hafi átt í við­ræðum við Alt­erra Power um mögu­leg kaup á eign­ar­hlut þess síð­ar­nefnda í HS Orku.

Dis­r­uptive Capi­tal hefur lengi unnið að verk­efni sem félagið kallar „Atl­antic Superconn­ect­ion“ og snýst um að leggja eitt þús­und kíló­metra langan sæstreng mili Íslands og Bret­lands sem á að færa um tveimur millj­ónum breskra heim­ila um 1,2 gíga­vött af sjálf­bærri íslenskri orku. Dis­r­uptive Capi­tal seg­ist enn­fremur geta fjár­magnað allt verk­efnið ef vilji sé til þess. Þ.e. lagn­ingu strengs­ins, styrk­ingu orku­flutn­inga­kerf­is­ins, stækkun og bygg­ingu virkj­ana og svo fram­veg­is. Stjórn­ar­for­maður Dis­r­uptive Capi­tal er Edmund Tru­ell.

Charles Hendry, fyrrum orkumálaráðherra Bretlands, hefur unnið sem ráðgjafi fyrir þá aðila sem vilja leggja sæstreng til Íslands. Charles Hendry, fyrrum orku­mála­ráð­herra Bret­lands, hefur unnið sem ráð­gjafi fyrir þá aðila sem vilja leggja sæstreng til Íslands­.

Einn þeirra sem unnið hefur að verk­efn­inu sem ráð­gjafi félags­ins er Charles Hendry, fyrrum orku­mála­ráð­herra Bret­lands. Hann kom meðal ann­ars til Íslands í apríl síð­ast­liðnum og hélt erindi á opnum fundi Kjarn­ans og Íslenskra verð­bréfa um raf­orku­sæ­streng milli Bret­lands og Íslands. Þar ræddi Hendry um afstöðu Breta til sæstrengs.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans áttu sér stað við­ræður fyrir um tíu mán­uðum síðan sem leiddu ekki til nið­ur­stöðu. Ljóst er að við­ræð­urnar voru ekki komnar á þann stað að Alt­erra taldi nauð­syn­legt að til­kynna um þær til kaup­hall­ar­innar í Toronto. Snemma á þessu ári áttu sér síðan stað end­ur­nýj­aðar við­ræður sem miklar vonir voru bundnar við að myndu skila nið­ur­stöðu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að svo hafi ekki verið og að við­ræðum sé nú að öllu leyti lok­ið.

HS Orka vill losna undan orku­sölu­samn­ingiÞað verður að telj­ast aug­ljóst að áhugi Dis­r­uptive Capi­tal á HS Orku teng­ist lagn­ingu sæstrengs. Það þyrfti enda að auka orku­fram­leiðslu á Íslandi til að slíkur gæti borið sig.

HS Orka er reyndar bundin af orku­sölu­samn­ingi sem fyr­ir­tækið gerði við Norð­urál í apríl 2007 vegna fyr­ir­hug­aðs álvers í Helgu­vík. HS Orka hefur reynt að losna undan þeim orku­sölu­samn­ingi, sem er upp á 150 mega­vött, enda getur fyr­ir­tækið ekki selt þá orku til ann­ars kaup­anda á meðan að samn­ing­ur­inn er í gildi. Gerð­ar­dómur í Sví­þjóð komst  nefni­lega að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber 2011 að HS Orku væri ekki skuld­bundið til að standa við samn­ing­inn nema hann skil­aði fyr­ir­tæk­inu við­un­andi arð­semi. Það telur HS Orka ekki að hann gerði og neitar því að ráðst í fram­kvæmdir til að tryggja álver­inu umrædda orku.

Þar sem engin sýni­leg lausn er á vand­an­um, og móð­ur­fé­lag Norð­ur­áls virð­ist heldur ekki hafa mik­inn áhuga á að byggja álver í Helgu­vík, greip HS Orka til þess ráðs í fyrra­sumar að hefja gerð­ar­dóms­ferli til að losna alfarið undan orku­sölu­samn­ing­unum við Norð­ur­ál, sem var und­ir­rit­aður fyrir rúmum átta árum. Sam­kvæmt nýjasta árs­hluta­reikn­ingi HS Orku er búist við að nið­ur­staða liggi fyrir í apríl 2016.

Verði hún HS Orku hag­stæð gæti það þýtt að fyr­ir­tækið verði mun sölu­væn­legra, enda ekki bundið í óhag­kvæmum orku­sölu­samn­ingi. Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja vel til í orku­geir­anum segja að Ross Beaty hafi staðið mjög fast í lapp­irnar við að losa HS Orku undan þessum samn­ingi, og að það gæti orðið mikil gæfa fyrir íslenska orku­geir­ann gangi það upp.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None