Búskapur hjá dönskum bændum á brauðfótum

Dutch.Cow-.Shutterstock.jpg
Auglýsing

Það drýpur ekki smjör af hverju strái allra danskra bænda um þessar mund­ir. Fimmtán pró­sent þeirra eru í raun gjald­þrota og stór hópur til við­bótar stendur mjög tæpt.

Fyrir nokkrum dögum kom út ný skýrsla Rann­sókna­set­urs danska land­bún­að­ar­ins og þar er dregin upp dökk mynd af efna­hags­á­standi danskra bænda. 1700 bændur (15.4 pró­sent) eru í raun gjald­þrota og eru algjör­lega upp á náð bank­ans komnir og 700 til við­bótar eru mjög illa settir og sá hópur sem þannig er ástatt um fer ört stækk­andi. Í árs­lok 2012 námu skuldir danskra bænda hjá við­skipta­bönk­unum 352 millj­örðum danskra króna (u.þ.b.7220 millj­örðum ísl) og þótt ekki liggi fyrir end­an­legar tölur vegna síð­ast­lið­ins árs er ljóst að skuld­irnar juk­ust og á þessu ári hefur enn syrt í álinn. 352 millj­arðar jafn­gilda nær fjór­földum árs­tekjum land­bún­að­ar­ins, skuld­irnar eru því langtum meiri en búrekst­ur­inn getur með nokkru móti staðið und­ir. Svína-og naut­gripa­bænd­ur, korn­fram­leið­endur og minka­bændur eru verst sett­ir.

"K­laus Kaiser höf­undur áður­nefndrar skýrslu um danskan land­búnað segir að “ástandið sé svo slæmt að veru­leg hætta sé á alvar­legri kreppu í dönskum land­bún­að­i”. Stór hópur bænda megi ekki við neinum skakka­föll­um, svig­rúmið ekk­ert, eins og skýrslu­höf­undur orðar það".


Auglýsing

Vanda­málið ekki nýtt af nál­inni



Fjár­hags­vand­inn í dönskum land­bún­aði er ekki nýtil­kom­inn. Á und­an­förum ára­tugum hafa bændur marg­sinnis staðið frammi fyrir miklum erf­ið­leikum í búrekstr­in­um, núna er vand­inn þó meiri en nokkru sinni fyrr. Skulda­bagg­inn sem bændur burð­ast nú með má að hluta rekja til fjár­málakrepp­unnar 2008. Í kjöl­far hennar lentu margir margir bændur í erf­ið­leik­um, fengu lán til að halda rekstr­inum gang­andi og skuld­irnar tóku að hrann­ast upp. Síðan hefur jafnt og þétt sigið á ógæfu­hlið­ina, fyrir einu ári var tæp­lega fimmta hvert bú rekið með halla, í dag stendur þriðja hvert bú ekki undir rekstr­in­um. Klaus Kaiser höf­undur áður­nefndrar skýrslu um danskan land­búnað segir að “ástandið sé svo slæmt að veru­leg hætta sé á alvar­legri kreppu í dönskum land­bún­að­i”. Stór hópur bænda megi ekki við neinum skakka­föll­um, svig­rúmið ekk­ert, eins og skýrslu­höf­undur orðar það.

Kreppan er ekki eina orsökin



Þótt fjár­málakreppan 2008 hafi komið illa við bændur er hún langt í frá eina ástæða þess hvernig komið er. Sú ákvörðun Rússa að stöðva inn­flutn­ing land­bún­að­ar­vara frá löndum Evr­ópu­sam­bands­ins hefur komið mjög illa við danskan land­bún­að. Kín­verjar, sem nú eiga miklar birgðir mat­ar, hafa dregið úr inn­kaupum frá Dan­mörku, aukin mat­væla­fram­leiðsla víða um heim veldur verð­lækkun og minni eft­ir­spurn.

Snemma á þessu ári hættu margar sænskar versl­anir (þar á meðal ICA fyr­ir­tækið sem rekur 1350 versl­an­ir) að kaupa danskt svína­kjöt. Ástæður þess að Svíar hættu að miklu leyti inn­flutn­ingi á dönsku svína­kjöti má rekja til frétta um að í Dan­mörku séu flestir aligrísir hala­klipptir (til að koma í veg fyrir sýk­ingu) og einnig ótta við hina svo­nefndu MRSA bakt­eríu (nefnd MOSA á íslensku). Bakt­ería þessi er nokkuð algeng í svínum í Dan­mörku en er í flestum til­vikum skað­laus full­hraustu fólki. Danir sjálfir virð­ast kæra sig koll­ótta um þetta bakt­er­íutal, stærstur hluti þeirra horfir fyrst og fremst á verð­mið­ann þegar keypt er inn.

Á næsta ári fellur úr gildi mjólk­ur­fram­leiðslu­kvóti Evr­ópu­sam­bands­ins og þá má fast­lega búast við að verð til bænda lækki, en Danir hafa haft mjög stóran kvóta og notið góðs af. Margir bændur hafa líka lagt í mik­inn kostnað vegna end­ur­nýj­unar véla-og húsa­kosts, að hluta til vegna hertra krafna stjórn­valda. Fleira mætti og nefna sem reynst hefur bændum mót­drægt.

Hvað er til ráða?



Þeirri spurn­ingu er ekki svarað í land­bún­að­ar­skýrsl­unni. Danskir fjöl­miðlar hafa hins­vegar rætt við ýmsa sér­fræð­inga og þeir eru á einu máli um að ein­hvers konar skulda­nið­ur­fell­ing eða afskriftir séu eina lausn­in. Pen­inga­stofn­an­irnar hafi lánað féð og þeirra sé því ábyrgð­in. Þrátt fyrir að slíkar aðgerðir kosti við­kom­andi banka stórfé sé það þó skárri kostur en að keyra bændur í þrot. Bæði fyrir banka og bænd­ur.

Ekki allir bændur á kúp­unni



Í þess­ari nýút­komnu skýrsla Rann­sókn­ar­stofn­unar danska land­bún­að­ar­ins er líka ýmis­legt jákvætt að finna. Stór hluti bænda virð­ist hafa mjög þokka­lega afkomu og horfa með bjart­sýni fram á veg­inn. Í þeim hópi eru einkum þeir sem rækta græn­meti og ávexti ásamt ali­fugla­bænd­um. Skýr­ing­arnar á betri afkomu í þessum greinum má, að sögn skýrslu­höf­und­ar, rekja til ein­fald­ari rekstrar og minni til­kostn­að­ar. Líka er bent á að Dan­mörk sé gott land­bún­að­ar­land, danskar land­bún­að­ar­af­urðir séu und­an­tekn­inga­lítið í háum gæða­flokki og hafi á sér gott orð (þrátt fyrir MSRA bakt­er­í­una í svín­um). Ýmsar þjóðir sæk­ist mjög eftir dönskum mat­vörum og þar eru Kín­verjar sér­stak­lega nefnd­ir.

Í Kína eykst kjöt­neysla mjög hratt og danskar kjöt­vinnslur eiga nú þegar fullt í fangi með að anna eft­ir­spurn­inni eftir svína­kjöti. Í einu útbreiddasta dag­blaði Kína var fyrir skömmu löng umfjöllun um danskan land­bún­að, þar var dönsku svína­kjöti hrósað í hástert. Blaða­mað­ur­inn sagði að danska beikonið bráðn­aði hrein­lega á tung­unni, “tekur öllu fram!”

Sömu sögu er að segja um mjólk­ina, Kín­verjar vilja kaupa alla þá dönsku mjólk sem þeir geta komið höndum yfir og munar um minna. “Danska mjólkin er sú lang­besta” var sam­dóma álit kín­verskra sér­fræð­inga sem próf­uðu og rann­sök­uðu mjólk frá fjöl­mörgum þjóðum á mat­væla­ráð­stefnu sem haldin var í Beijing fyrir nokkru. Hvort þessi aukni áhugi risa­þjóð­ar­innar í austri skili sér á end­anum í vasa danskra bænda er hins vegar ósögð saga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None