Hvernig var ákveðið að veita Kaupþingi neyðarlán?

geiradal.jpg
Auglýsing

Íslenskir skatt­greið­endur hafa tapað um 35 millj­örðum króna vegna neyð­ar­láns sem Seðla­banki Íslands veitti Kaup­þingi sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi, þann 6. októ­ber 2008. Alls var lánið upp á 500 millj­ónir evra, um 76 millj­arða króna á núver­andi gengi, og ljóst að tæpur helm­ingur þess er nú tap­að­ur. Ástæðan er sú að danskur banki sem var tek­inn sem veð fyrir lán­inu, FIH, reynd­ist mun verra veð en upp­haf­lega var haldið fram að bæði Seðla­banka Íslands og þáver­andi stjórn­endum Kaup­þings.

Eftir að Kjarn­inn greindi frá þessu tapi hefur lán­veit­ing­in, og hvernig var staðið að henni, verið nokkuð í sviðs­ljós­inu. Sér­stak­lega sím­tal sem átti sér stað milli Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­bank­ans, þennan saman dag þar sem þeir ræða lán­veit­ing­una. Seðla­bank­inn á upp­töku af sam­tal­inu. Hún hefur hins vegar ekki verið gerð opin­ber vegna þess að Geir hefur ekki viljað heim­ila það. Ástæðan er sú að hann vissi ekki að verið væri að taka hann upp og hann er þeirrar skoð­unar að ekki eigi að taka upp sím­töl sem for­sæt­is­ráð­herra á við aðra.

Rétt ákvörðun segir GeirGeir var í við­tali við sjón­varps­þátt­inn Eyj­una á Stöð 2 í gær. Þar sagð­ist hann enn vera þeirrar skoð­unar að veit­ing láns­ins til Kaup­þings hefði verið rétt ákvörð­un. „Sú ákvörðun var að sjálf­sögðu tekin í ljósi þeirra aðstæðna sem þá voru uppi. Það verður að meta hana í ljósi þeirra aðstæðna, ekki þess sem að menn vita núna. Það var auð­vitað til­raun til að bjarga Kaup­þingi og ef það hefði tekist, að Kaup­þing hefði lifað þetta af, stærsti bank­inn, þá hefði þessi mynd orðið allt önnur og miklu við­ráð­an­legri,“ sagði Geir við Björn Inga Hrafns­son, þátt­ar­stjórn­anda Eyj­unn­ar.

„Það verður að meta hana í ljósi þeirra aðstæðna, ekki þess sem að menn vita núna. Það var auð­vitað til­raun til að bjarga Kaupþingi“


Auglýsing

Ekk­ert rætt á morg­un­fundiLjóst er að ákvörðun um veit­ingu láns­ins var tekin sam­dæg­urs, þann 6. októ­ber 2008, og að loka­á­kvörðun um það hafi legið hjá þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Geir H. Haar­de.  Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis eru nokkrir vitn­is­burðir sem varpa frekara ljósi á hvernig ákvörðun um lán­veit­ing­una var tek­in.

Þar kemur til að mynda fram að klukkan 8:30 að morgni þessa örlaga­ríka daga hafi verið hald­inn rík­is­stjórn­ar­fund­ur. Sam­kvæmt fund­ar­gerð lagði Björg­vin G. Sig­urðs­son, þáver­andi við­skipta­ráð­herra, fram og kynnti frum­varp sem síðar varð þekkt undir heit­inu neyð­ar­lög­in.

Í því frum­varpi sem var kynnt á þeim fundi var ekki ákvæði sem heim­il­aði Seðla­banka Íslands að eiga og reka fjár­mála­fyr­ir­tæki. Slíkt ákvæði var talið nauð­syn­legt til að Seðla­bank­inn gæti tekið FIH sem veð fyrir lán­inu.

Við­skipta­ráðu­neytið beðið um að bæta við ákvæðiKlukkan 13:34 sama dag bár­ust skila­boð frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, þar sem Geir H. Haarde sat, til Jón­ínu S. Lár­us­dótt­ur, þáver­andi ráðu­neyt­is­stjóra við­skipta­ráðu­neyt­is­ins, um að setja ætti inn ákvæði í neyð­ar­laga­frum­varpið „um að Seðla­bank­anum væri heim­ilt að eiga og reka fjár­mála­fyr­ir­tæki. Tölvu­bréf frá rit­ara for­sæt­is­ráð­herra stað­festir þetta“.

Jón­inu fannst þetta ákvæði þó ekki sam­rým­ast efni neyð­ar­laga­frum­varps­ins. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar segir að hún hafi látið við­skipta­ráð­herra vita af því og hafi síðan haft sam­band „við ráðu­neyt­is­stjór­ann í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem benti mér á að tala við Seðla­bank­ann. Þá fékk ég þær skýr­ingar að þetta væri út af því að Seðla­bank­inn væri búinn að taka alls­herj­ar­veð, þarna út af FIH[...]Þetta fer sem sagt inn í þing­skjalið og það gerð­ist nú þarna um dag­inn, sem hefur aldrei gerst hvorki fyrr né síð­ar, að við fengum opið þing­skjal frá þing­inu. Það er alltaf læst og [...] þá var sett ákvæði til bráða­birgða að honum væri heim­ilt að eiga þetta [...] og þetta var mjög mik­ill titr­ingur út af þessu og for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans [Da­víð Odds­son] sem sagt [...] hann var mjög ákveð­inn og ég var að tala við Sig­ríði Loga [yf­ir­lög­fræð­ing Seðla­bank­ans] og hann fékk sím­ann og tal­aði um að þetta þyrfti að vera svona“.

Ráðuneyti Björgvins. G. Sigurðssonar, þáverandi viðskiptaráðherra, tók þátt í að skrifa neyðarlögin. Ráðuneytisstjóri þess bætti inn ákveðinu um heimild Seðlabankans til að eiga FIH. Það ákvæði var síðar fellt út úr lögunum. Ráðu­neyti Björg­vins. G. Sig­urðs­son­ar, þáver­andi við­skipta­ráð­herra, tók þátt í að skrifa neyð­ar­lög­in. Ráðu­neyt­is­stjóri þess bætti inn ákveð­inu um heim­ild Seðla­bank­ans til að eiga FIH. Það ákvæði var síðar fellt út úr lög­un­um.

„Þetta má ekki vera inni, þetta má ekki vera inni“Í kjöl­farið fór heim­ildin inn í frum­varpið og Jón­ína hélt að málið væri frá­geng­ið. Svo var þó ekki. Í skýrsl­unni er haft eftir Jón­ínu að þegar hún hafi komið niður á Alþingi síðar um dag­inn „þá kemur ráðu­neyt­is­stjór­inn í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu [Bolli Þór Bolla­son] til mín og seg­ir: Er þetta inni frá FIH? Er þetta inni frá FIH? Og ég segi: Þetta er inni með FIH, það kom meld­ing frá ykk­ur. Það kom frá þeim upp­haf­lega að þetta ætti að fara inn í frum­varp­ið. Þetta má ekki vera inni, þetta má ekki vera inn­i“. Á þeim tíma var hins vegar búið að prenta út frum­varpið og dreifa því til þing­manna. Þar er ákvæði sem heim­ilar Seðla­bank­anum sér­stak­lega að eign­ast FIH bank­ann í Dan­mörku og að halda á honum í tvö ár.

Lánið ákveðið á hádegiSig­ríður Loga­dótt­ir, yfir­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans, sagði í skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni að mánu­dags­morg­un­inn 6. októ­ber hafi „það komið upp að Kaup­þing er í vand­ræðum og það endar með því að Seðla­bank­inn ákveður að lána Kaup­þingi gegn veði í öllu FIH-­bank­anum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.  „Jón­ína Lár er að hringja í mig og spyrja nákvæm­lega út í heitið á FIH-­bank­anum og ég hugsa með mér: Bíddu, af hverju er hún að spyrja að þessu? En ég lét hana samt hafa það, af hverju ætti ég ekki að gera það, ég meina þetta er ráðu­neyt­is­stjóri í ráðu­neyt­inu, nema það að eitt­hvað var svona í hausnum á mér þannig að ég geng á eftir því við hana að fá frum­varp­ið, þau voru mjög svona „reluct­ant“ að senda okkur frum­varp­ið. Svo kemur frum­varpið og þá stendur bara skýrum stöfum í frum­varp­inu að Seðla­banka Íslands sé heim­ilt að yfir­taka FIH-­bank­ann. [...] það er ekki almenn heim­ild, það er bara nafn­greindur þessi sér­staki banki og við bara hugs­uð­um: Hvað er að ráðu­neyt­inu? Eru þau ger­sam­lega gengin af göfl­un­um? Þú getur ekki sett svona í frum­varp, ég meina hvað held­urðu að mark­að­ur­inn mund­i...? Þú ert búinn að eyði­leggja bank­ann um leið og þú setur svona í frum­varp.“

Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, var eðlilega í aðalhutverki í lánveitingunni til Kaupþings. Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, var eðli­lega í aðal­hut­verki í lán­veit­ing­unni til Kaup­þings.

Davíð tromp­að­istSig­ríður segir við skýrslu­töku að ráðu­neyt­is­stjóri við­skipta­ráðu­neyt­is­ins hafi síðan sent sér frum­varpið og hringt í hana um leið. „Þá er Davíð akkúrat hér inni á skrif­stof­unni hjá mér og við sjáum þetta og nátt­úru­lega bara fengum „sjokk“ og Davíð nátt­úru­lega tromp­að­ist, þannig að hann hérna talar við Jón­ínu og bara gjöra svo vel að taka þetta út „med det sam­me“.

Nema það þetta er þarna seinni part­inn 6. októ­ber þegar menn eru að fara að renna út á tíma með það að koma þessu í gegn á þessum sól­ar­hring. Og Seðla­bank­inn var búinn að leggja það til að það yrði þessi almenna heim­ild í frum­varp­inu sem sagt að við gætum átt banka. Nema það, kannski brá henni svona rosa­lega, þetta bara féll gjör­sam­lega út. [...] Þetta féll gjör­sam­lega út, þetta er ekk­ert í lög­un­um, fór bara algjör­lega út. [...] maður setur ekki inn nafn á bank­an­um. [...]Og það komst inn á netið með þess­ari grein og þegar það upp­götv­að­ist þá nátt­úru­lega tromp­að­ist nátt­úru­lega liðið hérna uppi á 5. hæð­inni í Seðla­bank­an­um. Ég fékk bara sím­tal frá Kaup­þingi sem seg­ir: Heyrðu, við erum að lesa það hérna á net­inu að þið ætlið að taka yfir FIH-­bank­ann. Þannig að það var hringt niður á Alþingi og bara snar­lega beðið um að þetta yrði tekið út og þetta er sem sagt allt að ger­ast á sama hálf­tím­anum eða klukku­tím­anum þannig að það fór aldrei inn í frum­varpið þessi almenna heim­ild, sem hefði nátt­úru­lega eig­in­lega þurft að ver­a“.

Óvissa um for­ræðiÞar sem heim­ildin var ekki til staðar í lög­unum skap­að­ist mikil óvissa um það eftir fall Kaup­þings hvort Seðla­bank­inn gæti raun­veru­lega gengið að veð­inu. Mikil átöku áttu sér stað milli hans og slita­stjórnar Kaup­þings um hvor færi með for­ræði yfir FIH sem stuð­aði dönsk stjórn­völd mik­ið.

Á end­anum var FIH seldur til danskra fjár­festa haustið 2010 fyrir stað­greiðslu á rúmum helm­ing þeirra upp­hæðar sem Seðla­bank­inn lán­aði Kaup­þingi. Auk þess „lán­aði“ Seðla­bank­inn nýjum eig­endum selj­enda­lán upp á nokkra tugi millj­arða króna sem átti að end­ur­greið­ast ef FIH bank­inn myndi ganga vel. Það gerði hann ekki og því end­ur­greidd­ist ein­ungis brota­brot af selj­enda­lán­inu. Fyrir vikið nemur tap íslenskra skatt­greið­enda vegna neyð­ar­láns­ins til Kaup­þings um 35 millj­örðum króna.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None